Morgunblaðið - 30.08.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.1987, Blaðsíða 9
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 9 HUGVEKJA Réttlát bæn eftir sr. JÓN RAGNARSSON Við eram enn að fást við biblíu- sögumar, sem við lærðum í bamaskólanum og geram það vegna þess að þær standa fyrir sínu og draga upp myndir af fólki í atvikum daglegs lífs. Þar er daglegt trúarlíf ekki undanskilið. Faríseinn og tollheimtumaður- inn mæta fyrir augliti Guðs og era þar jafnir, þó að mannfélagið meti þá ekki svo. Faríseinn er fyrirmyndarborgari. Maðurinn má ekki vamm sitt vita í neinu. Hann er trúlega í góðum efnum sem aflað hefur verið með löglegum og heiðarlegum hætti. Hann lifír hamingjusömu fjölskyldulífí og styrkir góð máleftii samfélagsins. Það er ekkert út á þennan mann að setja annað en það að hann er svo yfírmáta ánægður með sig og sannfærður um að hann eigi inni hjá Drottni fyrir vikið. Hann er yfir sig glaður jrfír því að vera svona vel af Guði gerður og yfír því hvað honum gengur vel. Bæn hans er fremur lofgerð um hans eigið ágæti sem manns, en hóg- vær tilbeiðsla og þakkargerð fyrir óverðskuldaða náð. Faríseinn veg- ur mannkosti sína á þá vog sem hann hefur sjálfur samþykkt og hefur á valdi sínu. Sá skali er ekki endilega sá sem Guð ber okkur mennina við. Tollheimtumaðurinn er á heimsvísu ekkert verr staddur en hinn. Sennilega mun betur stæður ^árhagslega, jafnvel moldríkur, því að hann er í aðstöðu til að stinga undan og hagræða og spekúlera meira en flestir aðrir. Hans auður er fenginn með lög- legum en trúlega oft siðlausum hætti. Hann nýtur takmarkaðs. álits í samfélaginu og gerir meira af því að notfæra sér það en að styrkja þá sem minna mega sín. Hann nýtur þeirrar virðingar sem byggist á ótta og kúgun, en er af sömu ástæðu fyrirlitinn. Hann hefur alla möguleika sem hægt er að skapa sér með kaupum og samböndum í valdskerfínu en hann saknar einhvers í mennsku sinni. Bæn hans er neyðaróp. Hann segir í rauninni: Guð ég get ekki komið því í kring, sem vantar $ líf mitt. Til þess duga ekki mín mannlegu efni og úrræði. Þú, Drottinn minn, ert mín eina von. Hjálpa þú mér. Rektu mig ekki í burtu. Báðir þessir menn biðja í trú en áherslur þeirra era ekki þær sömu. Afstaða þeirra til lífsins og til Guðs era ólíkar. Annar hefur allt og væntir einskis, nema kannski óbreytts ástands og gleymir því að allt lífsins lán og yndi. Öll tækifæri og geta til að nota þau era afturkræf lán skap- arans, sbr. lexíu þessa dags í öðram kafla spádómsbókar Jesaja: „Hin drembilegu augu mannsins skulu lægjast og hroki mannanna beygjast og Jahve einn skal á þeim degi háleitur vera.“ Það ber vissulega að þakka Drottni allt, sem okkur gengur í hag. Það er jafn sjálfsagt og að þiggja gæskUgjafir hans og ekki neitt sérstaklega verðlaunvert, þó að við látum samfélagið njóta hlutdeildar í velgengni okkar. Þegar grannt er skoðað þá eigum við ekki nokkum skapaðan hlut og getum ekki þakkað okkur sjálf- um neitt. Það er einnig ákveðin gildra í afstöðu tollheimtumannsins. Hann er ekkert syndugri maður en hinn. Hann skynjar hins vegar vanmátt sinn og synd. Hann er ráðalaus og veit hvað allt mann- legt ráð hrekkur skammt. Hann setur allt sitt traust á Drottinn sem einn er fær um að dæma og fyrirgefa. Afmá sekt og synd. Menn geta hins vegar fallið í þá gildra sem áður var á minnst, að tclja sumar syndir (þ.e. vafa- söm verk og breytni) Guði þóknanlegri en aðrar í þeim skiln- ingi að við verðum að hafa eitt- hvað handa Guði að fyrirgefa. Þannig mætti leiða fram það lög- mál að því svæsnari syndaskrá sem maður safnaði sér, þeim mun meiri ást legði Drottinn á mann. Það er náttúrulega að umsnúa öllu, sem Ritningin kennir um sjmd og náð. Þar er ekki kennt að Guð elti ólar við stærri eða smærri afbrot og illvirki. Guð lttur á alla menn sem sjmdara sem þurfa að kannst við bága stöðu sína gagnvart honum og hann býður öllum mönnum fyrirgefn- ingu sína og réttlætingu. Það er ekki hægt að vinna sig í áliti hjá Guði meira en orðið er frá og með því að hann sendi son sinn í heiminn til að boða upprisu og eiltft ltf, hverjum þeim sem við hann kannast. Guð hefur það mikið álit á mannkindinni. Gengi: 28. ágúst 1987: Kjarabréf 2,260 - Tekjubréf 1,224 - Markbréf 1,128 - Fjölþjóðabréf 1,060 NÝJUNG í PENINGAMÁLUM Nú getur þú einnig ávaxtað fé þitt í KRINGLUNNI. Um leið og þú gerir innkaup þín í Kringlunni getum við aðstoð- að þig við að ávaxta fé þitt á hagkvæman hátt. Hjá okkur færð þú einnig alla Eurocard kreditkortaþjónustu, sem þú óskar. Við leggjum áherslu á persónulega ráðgjöf. Allir geta verið með. Þú getur byrjað með smáar upphæðir jafnt sem stórar. Mögu- leikarnir eru margir s.s. Kjarabréf, Tekjubréf, Markbréf, Fjölþjóða- bréf, Fjármálareikningur og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Við starfsfólk Fjárfestingarfélagsins í Kringlunni erum ávallt reiðubúin að aðstoða þig. FJÁRFESTINCARFÉIAGIÐ Kringlurmi 123 Reykjavík Sími 689700 Sigrún Ólafsdóttir Stefán jóhannsson Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa 6SN11 -00 ■ ■ ■ ., Auglýsingar22480 Afgreiðsla 83033 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.