Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 3
3«orfluitMaMt> /IÞROTTIR ÞRMJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987
B 3
HREYSTl
Hið hægfara slys
Færð þú bakverki af því að vera lengi í sömu stellingu?
argir finna bakverki eftir
að hafa setið lengi eða
staðið og einstaka kannast vafa-
laust við þá tilfinningu að geta
tæpast rétt úr sér eftir að bogra
lengi yfir einhverju verkefninu.
„Verst er að ryk-
suga,“ heyrir maður
marga segja. En af
hverju gerist þetta
að menn fara að
verða órólegir eftir
smástund í sömu
stellingunni og finna
síðan til við að
skipta um stellingu?
Jú, væntanlega
vegna þess að stell-
ingin var ekki góð.
Hér á efri myndinni
getur að líta góða
líkamsstöðu, líkam-
inn er beinn og f
góðu innbyrðis jafn-
vægi. Hér fær
hryggsúlan stuðn-
ing, ekki einasta frá
bakvöðvum, heldur
einnig frá maga- og
mittisvöðvum og um leið er
passað upp að á sveigjur líka-
mans séu innan skaplegra
marka.
Þetta er mjög mikilvægt því að
í hryggsúlunni er hveijum
hryggjarlið staflað ofan á þann
næsta fyrir neðan og það gildir
jú um það sem maður staflar
upp að minnst hætta er á hruni
ef staflinn er beinn! Þetta má
þó enginn skilja svo að hryggsúl-
an eigi að vera þráðbein. Ef svo
væri myndi vanta í hana alla
fjöðrun. Hinsvegar er það mín
skoðun að maðurinn eigi sífellt
að reyna að vera svolítið beinni
en honum er tamt, flestir eru
nefnilega að kikna undan
þyngdaraflinu og verða hoknir
í herðum og með framsettan
kvið strax á besta aldri. Um
leið og maður teygir betur úr
hryggsúlunni fær hún allan
nauðsynlegan stuðning frá
vöðvum umhverfis hana, en fái
hún að síga saman „hangir“ húr.
beinlínis uppi á spennu liðband-
anna sem umlykja hvern lið í
líkamanum. Það er þama sem
skaðinn skeður því engin liðbönd
þola iangvarandi teygingu. Svo
á meðan við bogrum yfir ryksug-
unni eða sitjum eins og hrúgöld
þá eru liðböndin að togna. Allir
eftir að bakið hefur verið í
slæmri stellingu. í slæmu stell-
ingunni er nefnilega einhver
hryggjarliðurinn teygður út fyr-
ir sín eðlilegu mörk, liðfletir
hans hætta að standast rétt á
og þegar aftur á að rétta úr,
finnum við til. í sinni verstu
mynd getur svona birst sem
„skessuskot" í mjóbaki og hægt
er að skýra „hálsríg" á sama
hátt.
Hvað ber okkur þá að varast? í
síðasta pistli talaði ég héma um
slæmar setstellingar sem vissu-
lega hafa eyðilagt margt bakið
en við sjúkraþjálfarar höfum
ekkert síður ímugust á öðm
hokri eins og t.d. þegar menn
standa hálfbognir yfir vinnu
sinni í stað þess að færa verk-
efnin upp í olnbogahæð og rétta
síðan úr sér.
Margir kynnu þá að segja sem
svo: „Ég kemst ekki hjá því að
beygja mig í minni vinnu." Því
er þá til að svara að hægt er
að haila sér fram án þess að
beygja bakið, einfaldlega með
því að setja spennu á maga- og
bakvöðva og beygja svo frá
mjöðmunum. Þetta gildir sem
dæmi við öll algeng heimilisstörf
svo sem við ryksuguna, við upp-
þvottinn og við að búa um rúm.
Ég skal þó vera fyrstur til að
viðurkenna að það er meira en
að segja það að venja sig af því
sem maður hefur gert rangt í
áravís. En prófaður að byija.
Hallaðu fram yfír vinnuna án
þekkja tognanir af afspurn ef
ekki af eigin reynslu, þannig
hafa t.d. flestir orðið fyrir því
að togna á ökkla. En liðböndin
geta ekkert síður tognað af
hægfara, stöðugu álagi. Við
slíkar kringumstæður finnum
við engan skerandi sársauka,
ekkert slitnar og ekki kemur út
mar. En engu að síður verður
slys. Hægfara slys þó svo að
mörg ár geti liðið áður en afleið-
ingar þess fara að valda veru|eg-
um óþægindum. Og þarna er
komin skýring á því hvers vegna
erfitt getur verið að rétta úr sér
þess að leyfa bakinu að bogna.
Stutta stund í einu til þess að
byrja með. Sjálfsagt ferðu fljótt
að finna fyrir þreytu í rassvöðv-
um en það skildi þó aldrei vera
vegna þess að þeir eru ekki
notaðir rétt dagsdaglega?
Líkaminn mótast jú eftir því
hvemig við notum hann á hveij-
um degi allan daginn, ekkert
síður en eftir því hvaða leikfimi
við kunnum að gera 2—3 sinnum
í viku.
' Hilmir
Agústsson
IÞROTTASAMBOND NORÐURLANDA
Þátttakendur á fundi samstarfsnefnda íþróttasambanda Norðurlanda á Homafirði í byijun mánaðarins.
Samstarfsnefndin lýsir
áhyggjum vegna takmarkaðs
fjárstuðnings Norræna
menningarmálasjóðsins
SAMSTARFSNEFND íþrótta-
sambanda Norðurlandanna
(Felleskomiteen), sem í eiga
sæti um 40 manns, hélt fund á
Hótel Höfn í Hornafirði 3.-6.
september sl. í umsjá íþrótta-
sambands íslands.
Norræna samstarfsnefndin
samanstendur af fulltrúum frá
Danmörku, Finnlandi, Færeyj-
um, íslandi, Noregi og Svíþjóð,
og að þessu sinni áttu Græn-
lendingar tvo áheyrnarf ulltrúa
ífyrsta sinn.
Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ
setti fundinn með ávarpi. Fund-
arstjóri var Gísli Halldórsson
heiðursforseti ÍSÍ og fundarrit-
arar Magnús H. Ólafsson og
Edda Jónsdóttir.
Það er meginmarkmið nefndar-
innar að vera ráðgefandi aðili
í íþróttamálefnum landanna,
mynda með þeim samræmt
skipulag og markmið og skapa
sem viðtækasta samstöðu í
alþjóðlegum samtökum.
Fundurinn fjallaði um mörg
mikilvæg málefni varðandi
norrænt íþróttasamstarf og
hér á eftir verður getið nokk-
urra þeirra og ályktana fundar-
ins.
1. Fjárstuðnlngur Norrœna
menningarmálasjóðsins
Samstarf íþróttafólks og
íþróttaleiðtoga er mikilvægur
þáttur í norrænu samstarfi. Fundar-
menn árétta — eins og þeir raunar
hafa gert á fyrri fundum — von-
brigði sín með hversu takmörkuðu
fjármagni Norræni menningar-
málasjóðurinn ver til stuðnings
þessum þýðingarmikla þætti.
Sérstaklega verður það að teljast
mikilvægt, að unglingum á jaðar-
svæðum, eins og t.d. Grænlandi,
íslandi og Færeyjum, gefist tæki-
færi að heimsækja og fá til sín í
heimsókn íþróttaiðkendur frá hin-
um Norðurlöndunum.
Samstárfsnefndinni er ljóst, að nú-
verandi framlag er fjarri því að
vera i samræmi við þarfir og ákvað
því að leggja fram í enn ríkari
mæli aukinn rökstuðning fyrir um-
talsverðri aukningu á fjárstuðningi
sjóðsins. Sem lið í slíkum rökstuðn-
ingi ákvað samstarfsnefndin, að
íþróttasambönd Norðurlandanna í
sameiningu byðu til íþróttamálaráð-
stefnu á fyrri helmingi næsta árs.
Til þeirrar ráðstefnu yrði boðið
menntamálaráðherrum allra land-
anna, fulltrúum í menningarmála-
nefnd Norðurlandaráðs, svo og
þeim fulltrúum í viðkomandi ráðu-
neytum sem annast íþróttamálefni.
Jafnframt er vakin athygli á, að
auk fjárframlags frá Menningar-
málasjóðnum mætti efla norrænt
samstarf með hagstæðari flugfar-
gjöldum og var bent á í því
sambandi, að miklu ódýrara er að
fljúga sömu vegalengd frá höfuð-
borgum Norðurlandanna ef flogið
er til Suður-Evrópu en til Norður-
Evrópu.
2. íþróttir og flölmiölar
Á fundi samstarfsnefndarinnar fyr-
ir tveimur árum í Osló, var sett á
fót sérstök nefnd, skipuð fulltrúum
allra landanna, til að gera úttékt á
stöðu og tengslum íþróttanna gagn-
vart fjölmiðlum.
Nefndarálitið lá fyrir þessum fundi
og verður tekið til umfjöllunar af
stjórn hvers íþróttasambands.
íþróttasamböndin leggja á það
áherslu að eiga gott og opinskátt
samstarf við fjölmiðla.
Á fundinum nú voru aðilar sam-
mála um eftirfarandi:
— að ’ leggja höfuðáherslu á að
tryggja eignarrétt íþróttahreyfing-
arinnar á öllum íþróttaviðburðum
sem fjallað er um í fjölmiðlum
— beinar útsendingar í sjónarpi og
útvarpi eigi sér stað samkvæmt
samningi milli sérsambandanna og
sjónvarps/útvarps
— að sjónvarpi beri að leggja eðli-
legt markaðsmat á íþróttir sem
dagskrárefni
— að íþróttirnar eigi ekki að berá
neinn kostnað af dagskrárgerð í
sjónvarpi/útvarpi
— að sjónvarp/útvarp viðurkenni
auglýsingar sem einn af mikilvæg-
ustu tekjustofnum íþróttanna
— að reyna að koma á samræmd-
um norrænum reglum í sambandi
við sjónvarpsauglýsingar
— að taka jákvæða afstöðu til sam-
eiginlegrar norrænnar gervihnatta-
sendingar
Samstarfsnefndin telur það mikil-
vægt að varðveita norrænan
íþróttaáhuga og sérkenni, sem
hluta af norrænni menningu.
íþróttasambönd Norðurlandanna
munu áfram fylgjast grannt með
fjölmiðlaþróuninni og efna til nauð-
synlegra skoðanaskipta og sam-
starfs.
3. Norrænar reglur varöandi
lyflaoftlrlh
íþróttasambönd Norðurlandanna
hafa frá því á fundi sínum í Svíþjóð
1983 starfað eftir sameiginlegum
reglum varðandi lyfjaeftirlit. Þann-
ig er framkvæmd á eftirliti og
sýnatöku með sama hætti í öllum
löndunum.
Gerist aðilar brotlegir við reglur um
lyQaeftirlit, hvort heldur um er að
ræða iðkendur eða leiðtoga, er þeim
refsað skv. þeim lögum og reglum
er gilda í hverju landi.
4. Samstarf á alþjódavett-
vangi
Samstarfsnefndin leggur áherslu
á, að norræn íþróttasamtök þurfi
að vera meira samstiga til að hafa
aukin áhrif í alþjóðlegum íþrótta-
samtökum. Sama gildi í þeim tilvik-
um þegar fleiri en eitt Norðurland-
anna sæki um að annast
framkvæmd alþjóðamóta, t.d.
heimsmeistaramóta, Evrópumóta,
Ólympíuleika, alþjóðlegra funda
o.s.frv.
Framkvæmdastjórum íþróttasam-
bandanna var falið að fjalla sérstak-
lega um þessi mál og leggja
niðurstöður sínar fyrir næsta fund
nefndarinnar.
5. Friöarsýning íþróttaiök-
enda í Finnlandi
Fundur samstarfsnefndarinnar lýsti
stuðningi sínum við framkomna til-
lögu finnsku sendinefndarinnar um
að efna til sérstakrar „friðaríþrótta-
sýningar/keppni" í Finnlandi í lok
næsta árs eða bytjun ársins 1989.
Blað um þátttöku í þessum sér-
stæða íþróttaviðburði verður sent
íþróttasamböndum og íþróttaiðk-
endum í þeim löndum Evrópu og
N-Ameríku, sem undirrituðu örygg-
issáttmálann í Helsingfors 1975,
auk annarra landa sem æskilegt er
talið að verði þátttakendur. Lögð
skal áhersla á þátttöku afreksí-
þróttafólks.
6. íþróttir og konur
Norræna samstarfsnefnd leggur
áherslu á mikilvægi þess að starf-
semi íþróttasamtakanna verði með
þeim hætti, að fleiri konur taki þátt
í starfinu, bæði sem leiðbeinendur/
leiðtogar og iðkendur.
Þeir starfshópar innan íþróttasam-
bandanna, er láta sig einkum varða
framvindu þessa þáttar, munu eiga
samstarf með skoðanaskiptum og
fundarhöldum hver öðrum til upp-
örvunar og hvatningar.
íþróttasamböndin eru á einu máli
um, að á hinni fjölmennu alþjóðlegu
kvennaráðstefnu í Osló í ágúst
1988, verði gerð glögg grein fyrir
viðfangsefninu „Konur og íþróttir"
og sýnt fram á hversu líkamsæfing-
ar og útivera eru þýðingarmikill
þáttur í vellíðan einstaklingsins.
Iþróttasamband Danmerkur bauð
til næsta fundar í samstarfsnefnd-
inni haustið 1989.
Samhliða fundinum gafst þátttak-
endum kostur á að heimsækja
sjávarafurðadeild KASK og þiggja
veitingar. Einnig gafst kostur á að
fara á hestbak, leika golf, fara í
sund og gufubað o.fl. Loks var far-
ið í bátsferð á Jökulsárlóni.
Þátttakendur í fundinum rómuðu
mjög allan viðurgerning hótelsins
og heimamanna.
Fréttatilkynning frá ÍSÍ