Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 4

Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 4
4 B Nýjungar Ginseng (panax ginseng C.A. Meyer) af haesta gæðaflokki frá Kóreu. Ginseng er ma. notað til að styrkja mótstöðuafl líkam- ans gegn streitu og sjúkdóm- um. J/ti TÓfíÓ Þessir fjórir afoxarar, selen, E og C vítamín og /3-karótín (for- veri A vítamíns) eyða óæskileg- um sindurefnum í fæðu og sígarettureyk og eru álitin góð krabbameinsvörn. Margir nær- ingarfræðingar telja þetta heppilegustu bætiefnasam- setningu á markaðinum í dag. Hollar fjölómettaðar fitusýrur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert annað lýsisþykkni á islandi er jafn ríkt af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin innihalda ekki A og D vítamín. Gerið verðsamanburð. TÓRÓ HF S/öumúla 32, 108 Reykjav/k, o 686964 jMoraunlitaMÍ) /IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Auðveldur sigur Víkinga á „nýja Laugaveginum!" Víkingar sigruðu Liverpool Handball Club 29:13 í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópu- keppni meistaraliða, sem fram fór í Liverpool á Englandi á sunnudaginn. Staðan í hálfleik var 10:5. ins og við var búist voru Eng- lendingamir slakir og sigurinn því auðveldur. Siggeir Magnússon var markahæstur með 9 mörk, Bjarki Sigurðsson gerði 8, Guð- mundur Guðmundsson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Árni Friðleifsson og Ingólfur Steingrímsson 2 hvor og Karl Þráinsson 1 mark. Leikurinn var sögulegur, níu Eng- lendingum var vikið af velli í tvær mínútur, í flest skiptin fyrir að hanga aftan í leikmönnum Víkings, en Víkingar voru aldrei reknir af velli. Höllin sem leikið var í var ekki af löglegri stærð, var minni en salurinn í gamla Hálogalandi að sögn Víkinganna. Og ekki nóg með það: gólfið var eins og nýji Lauga- vegurinn, lagt tígulsteinum! Síðari viðureign liðanna fer fram hér á landi um næstu helgi. Hann verður að sjálfsögðu einungis formsatriði, eftir úrslitin á sunnu- daginn. Englendingunum stóð til boða að leika báða leikina á heima- velli sínum, en þeir vildu ekki missa af ferðinni, vildu heimsækja þessa miklu handboltaeyju, eins og þeir orðuðu það við Víkingana. Víkingar fóru út síðari hluta laugar- dags, gistu í London og óku síðan upp til Liverpool eldsnemma á sunnudeginum. Eftir leik héldu þeir svo suður á bóginn á ný. Hátt fall Breiðabllks Liðið tapaði með 17 marka mun gegn HIK í Danmörku „ÞETTA vareinn af þessum leikjum, þar sem ekkert gengur upp. Við vorum mjög vel undirbún- ir, mótherjarnir komu okkur ekki á óvart, en eftir 15-20 mínútna leik hrundi leikur okkar algjör- lega,“ sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari Breiða- bliks, eftir 28:11 tap liðsins gegn danska liðinu HIK í Evrópukeppni félagsliða í handbolta. Að sögn Geirs var leikurinn í jafnvægi fyrsta stundar- fjórðunginn, en þá var staðan 9:7 fyrir Danina. „Þar með var þessu lokið. Við nýttum ekki færi og það var sama hvað reynt var — ekkert gekk upp. HIK er sterkt lið o g rúllaði SKA Minsk upp á æfíngamóti á dögun- um, vann Rauðu Stjörnuna og Barcelona í Evrópukeppn- inni í fyrra með fjórum mörkum á heimavelli, en 17 marka tap er ekki eðlilegt," sagði Geir. Fjölmargir íslendingar hvöttu UBK til dáða, en þeir urðu fyrír miklum vonbrigðum. í hálfleik var staðan 13:8 og skoruðu því leikmenn UBK aðeins þrjú mörk eftir hlé. Hans Guðmundsson var markahæstur með ijögur mörk, en sjö leikmenn skoruðu sitt markið hver. Seinni leikurinn verður í Laugardalshöll á laugardaginn og taldi Geir að miðað við eðlilega getu ætti Breiðablik möguleika á sigri. Björn Jónsson og félagar í Breiðabliki urðu að sætta sig við stóran ósigur gegn HIK um helgina. ANDKLÆÐA ÞURRKARI Handklæðahitari fyrir handklæði. Hlý og smekkleg nýjung, sem þurrkar og hitar handklæðið þitt. Notar orku eins og Ijósapera. Verð aðeins kr. 6.790.— LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 ▲IPÁM UÓSAPERUR L0GA LENGUR FINNSK FRAMLEIÐSLA Heildsölubirgöir JpÞÝSK-ÍSLENSKAHF ■ ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavík - Sími: 82677 Hollar fjölómettaðar fitusýrur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert annað lýsisþykkni á Islandi er jafn rlkt af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin innihalda ekki A og D vttamín. Gerið verðsamanburð. Jtfi TÓRÓ HF Siöumúla 32. I08 Reykjavik. o 686964

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.