Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 5

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 5
ij L -,r. OSTTfVftlliV d£MÍ*kY«VMM*<**ltfl? IHoygmiblaMb /IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 B 5 VERTÍÐ amir hafa tryggt sér þar sæti og enginn þeirra vili eiga á hættu að detta úr hópnum. Þeir hafa alla tíð gefið allt í hand- boltann og fastlega má gera ráð fyrir að þeir gefi örlítið meira í vetur til að vera sem best undir- búnir fyrir lokaátökin í Seoul í september á næsta ári. Fyrirkomulag mótsins er með öðrum hætti en áður — leikið verður í tveimur lotum. Fyrstu níu umferðimar verða leiknar á rúmum sex vikum, en hlé verður gert á deildinni frá miðjum nóv- ember og fram í lok janúar verið leikið og eykur það óviss- una og um leið spennuna. „Valsmenn hafa Einar Þorvarð- arson og hann gerir gæfumun- inn,“ sagði ónefndur þjálfari við mig í gær, en samkvæmt spá forráðamanna félaganna verður Valur íslandsmeistari að þessu sinni. Valsmenn eru óneitanlega sigurstranglegir, en víst er að stigin nást ekki án fyrirhafnar og vertíðin er rétt að hefjast. Góða skemmtun! Steinþór Guðbjartsson 1. deild karia í handknattleik hefet á morgun Atvinnumenn komnir heim og lífga mikið upp á deildina Gera má ráð fyrir skemmtilegu og spennandi móti Atli Hilmarsson leikur með Fram ( vetur að dást ,að snilli hans. og eiga áhorfendur örugglega oft eftir Annað kvöld hefst 1. deiid karla í handknattieik. Margt bendir til þess að kom- andi keppnistímabil verði mun skemmtilegra en það síðasta. Þar ber fyrst að nefna að Einar Þorvarðarson, Sig- urður Gunnarsson og Atii Hilmarsson, þrír af bestu hand- knattleiksmönnum Íslands, eru komnir heim og leika með íslenskum 1. deiid- arliðum eftir að hafa gert garðinn fræg- ann í atvinnu- mennsku erlendis. Margir þekktustu þjálfarar heims og margfalt fleiri leik- menn telja Einar einn besta mark- manninn í íþróttinni. Sigurður og Atli hafa staðið sig mjög vel með landsliðinu og eiga örugglega eftir að skemmta áhorfendum oft í vetur með félagslið- um sínum. Þá má nefna að Gunnar Einarsson þjálfar Stjömuna og hver veit nema hann eigi eftir að leika með liðinu í vetur. Sem kunnugt er var Gunnar einn af bestu hand- knattleiksmönnum landsins fyrir nokkrum árum og hélt uppteknum hætti í Noregi, en þaðan kom hann í sumar. Árangur landsliðsins hefur ekki farið framhjá neinum. Það und- irbýr sig markvisst fyrir Ólympíuleikana í Seoul í Suður- Kóreu og flestir leikmanna þess verða í eldlínunni í 1. deild í vetur. Takmark allra áhuga- manna er að keppa á Ólympíu- leikum, íslensku landsliðsstrák- vegna landsleikja. Seinni hluti mótsins hefst 24. janúar og 18. og síðasta umferðin verður 30. mars. Best væri fyrir alla að hafa ekkert hlé, en betra er að hafa eitt langt en að marg slíta Styrkur Slgurður Gunnarsson styrkir lið ís- landsmeistara Víkings mikið enda fer þar ein helst skytta landsins. mótið í sundur. Þá eru umferð- imar yfírleitt á miðvikudögum og sunnudögum og getur áhuga- fólk um handbolta skipuiagt frítíma sinn út frá því. Auðvitað hefði verið betra að hafa alla leiki á miðvikudögum og sunnu- dögum og vonandi verður niðurröðunin þannig næst. Leikimir fara fram i fímm íþróttahúsum á Akureyri, i Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði. í tveimur þessara húsa, iþróttahúsi Seljaskóla og íþróttahúsi Vals, hefur ekki fyrr ^ -- Mmmm FOLX Reykjavíkurmeistarar Vals í handknattleik Valur varð Reykjavíkurmeistari í handknattleik á dögunum og eru á myndinni með bikarinn, en forráðamenn félaganna í 1. deild spá Valsmönnum fslandsmeistaratitlinum í vetur. ■ VALUR verður íslandsmeist- ari í 1. deild karla í handknattleik 1987-88 samkvæmt spá forráða- manna 1. deildarfélaganna, en mótið hefst annað kvöld. Hvert fé- lag fékk þrjá atkvæðaseðla, þar sem spá átti um endanlega röð. Fyrsta sæti gaf eitt stig, annað sætið tvö stig og svo kolli af kolli. Valsmenn fengu samtals 58 stig, Víkingur fékk 80 stig, FH 117, Fram 127, Breiðablik 133, KA 156, Stjarnan 213, KR 213, ÍR 267 og Þór 286. ■ ÓLAFUR Viggósson, ungl- ingalandsliðsmaður í knattspymu, sem leikið hefur með Þrótti á Nes- kaupstað, er genginn yfír í KR. Ólafur, sem er mjög efnilegur mið- heiji og enn í 2. flokki, fer í skóla í Reykjavík í vetur og á örugglega eftir að vekja athygli í 1. deild næsta ár. ■ SVEINBJÖRN Hákonarson, einn besti maður Skagamanna í fótboltanum í sumar, flutti til Reykjavíkur um helgina og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar hann að skipta um félag og leika með Reykjavíkurliði næsta ár. Og nú er það spumingin hvort hann velji Val eða Fram eða KR eða Víking, en víst er að hann styrkir hvaða lið sem er. Sama má segja um konu hans, Rögnu Lóu Stef- ánsdóttur, sem hefur verið lykil- leikmaður í kvennaliði ÍA, en fer nú í annað félag. Valur og KR hafa bæði heyrst nefnd í því sam- bandi. ■ GUÐFINNUR Ólafsson var endurkjörinn formaður Sundsam- bands íslands á ársþinginu, sem fram fór á ísafírði um helgina. Kristinn Kolbeinsson kom nýr inn í aðalstjóm og Halldór Ragnars- son og Guðmundur Páll Jónsson vom kosnir í varastjóm ásamt Sig- rúnu Guðmundsdóttur, sem var þar fyrir. í aðalstjóm vom einnig endurkjörin Ellen Ingvadóttir, Jón Helgason og Ingimundur Ingi- mundarson. Þingið var átakalítið og málefna- legt og var almenn samstaða um ársreikningana, en hagnaður var rúmlega milljón krónur 31. júlí. ■ KNA TTSP YRNUFÉLA GIÐ Árvakur lagði sitt af mörkum til að leikmenn 1. deildarliðs KR kæmust í frí í sólina á Spáni að loknu keppnistímabilinu. KR-ing- arnir gáfu út myndarlegt blað, Báruna, til að fá upp í ferða- kostnað og ekki stóð á Arvakurs- mönnum að styrkja góðan málstað. Sigurður Indriðason, framkvæmdastjóri Arvakurs, fór með í ferðina sem fulltrúi síns fé- lags, en aðrir styrktaraðilar sátu eftir heima. ■ ALESSANDRO Andrei, heimsmethafí í kúluvarpi, sigraði Wemer Guenthoer, nýkrýndan heimsmeistara, á frjálsíþróttamóti í Sviss um helgina. Andrei sigraði í kúluvarpi á OL 1984, fjórbætti heimsmetið á móti í Ítalíu, en hafn- aði í 2. sæti á eftir Guenthoer á HM 10 dögum síðar. ítalinn varp- aði kúlunni 21.63 m um helgina, en Svisslendingurinn 21.31 m, en hann hafði sigrað í 15 mótum í röð á árinu. ■ TOMATY Docherty, sem var heiðursgestur á lokahófi 1. deildar- leikmanna í knattspymu í fyrra, er mættur í slaginn á ný. Sem kunn- ugt er á hann einn litríkasta knattspymuþjálfaraferil að baki í Englandi sem um getur, hefur þjálf- að 12 lið auk skoska landsliðsins. Nú hefur hann tekið við stjóminni hjá utandeildarliðinu Altríncham og hefur sett stefnuna á að koma liðinu í deildakeppnina. „Utan deilda er þetta lið á við Manchester United í deildarkeppninni,“ sagði Tommy og var hinn brattasti að vanda. ■ STEINN Guðjónsson hefur leikið með Vard í 2. deild norsku knattspymunnar. Steinn hefur ekki verið í náðinni að undanfömu og fer frá liðinu í lok keppnistímabils- ins, en þrír leikir eru eftir. Steinn er 23 ára og lék með Fram áður en hann fór til Noregs og er líklegt að hann fari aftur til gömlu félag- anna. Bronzskórinn til Reykjavíkur! Sveinbjöm Hákonarson, sem hér er í góðum félagsskap í Naustinu síðastliðinn föstudag, er fluttur til Reykjavíkur og hefur ákveðið að leika með einhveiju Reykjavíkurfélaganna næsta sumar. Það verður mikill missir fyrir Skagamenn en að sama skapi hagnaður fyrir það lið sem hreppir hann, því Sveinbjöm er mikill keppnismaður. Það er þvi ljóst að bronzskórinn sem Sveinbimi áskotnaðist á föstudaginn verður ekki brúkaður á Skaganum næsta sumar. Hér er hann .. ásamLHalidóri. Áskelssyni,_Pétri Qrmslev. og-Jónasi Hallgrímssym.. ------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.