Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 6

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 6
6 B PwttiuiMaMb /IÞROTTIR ÞKŒUUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 2. DEILD Þorvaldur besti leikmaðurinn ÞORVALDUR Jónsson, fyrirliði og markvörður Leifturs frá Ól- afsfirði, varð oftast leikmanna 2. deildar kosinn maður leiks- ins á íslandsmótinu í knatt- spyrnu 1987. Þorvaldur Jónsson lék mjög vel í marki Leifturs og bjargaði liðinu oft frá tapi. Leiftur fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni, eða alls 22, og komst liðið upp í 1. deild eftir aðeins éins árs veru í 2. deild — góður árangur það. Þorvaldur var alls fimm sinnum kosinn maður leiksins og var sá eini sem náði því. Tveir leikmenn náðu að hljóta tilnefninguna fjórum sinnum. Það voru þeir Jóhann Þor- varðarson, fyrirliði Víkings, og Mark Duffíeld úr KS frá Siglufirði. Fimm leikmenn náðu að verða kosn- ir þrívegis. Þeir voru Ámi Ólafsson, Einherja, Bragi Bjömsson, ÍR, Haf- steinn Jakobsson, Leiftri, Heimir Karlsson, ÍR og Trausti Ómarsson, Víkingi. JHtvgunfrliiteliftÍfe Urvalsliðið 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu hefur sjaldan verið eins jöfn og spennandi og í sumar. Það var ekki Ijóst fyrr en í síðustu umferð mótsins hvaða tvö lið kæmust upp í 1. deild. Það kemur í hlut j Víkingings og Leifturs að leika í 1. deild aðári. Á botni deildarinnar var einnig mikil spenna. ÍBÍvarreyndarfallið / í 3. deild eftir 15 / umferðir en ekki / var útséð hvaða lið fylgdi þeim fyrr en í næst / síðustu um- ferð. Einherji hlaut það hlutskipti. / - ' s $ / i Ingvaldur •Gústafsson UBK (2) Mark Duffield Jóhann ■“ KS (4) Þorva r ðarson Víkingi (4) , Árni Ólafsson Einherja (3) Þórarinn Ingólfsson Selfossi (2) Hafsteinn Jakobsson Leiftri (3) Hlynur Stefánsson (BV (2) Bragi Björnsson ÍR (3) Trausti Ómarsson Víkingi (3) Heimir Karlsson ÍR (3) Morgunblaðió/ GÓI HANN hefur leikið í 1. deild í handknattleik og knattspyrnu, er margfaldur íslandsmeistari í skíðastökki og norrænni tvíkeppni og varð Ólafsfjarðar- meistari í golfi á síðasta ári. Hann er fyrirliði og markvörður Leifturs sem tryggði sér sæti í 1. deild og var besti leikmaður 2. deildar í sumar að mati íþróttafréttamanna Morgun- blaðinu. Þessi lýsing á við íþróttamanninn Þorvald Jóns- son frá Ólafsfirði. Það var ekki hlaupið að því að ná í Þorvald því hann var staddur út á sjó. Hafði farið út með togaranum Sigurbjörgu ÓF - ætl- aði að vinna sér inn Valur pening áður en hann Jónatansson færi í háskólann. En skrifar þar stUndar hann nám í viðskipta- fræði. Við urðum því að leita á náðir loftskeytastöðvarinnar á ísafirði til að ná talstöðvarsam- bandi við Sigurbjörgu sem var á veiðum á Halamiðum. „Þetta tímabil er búið að vera ein- stakt hjá okkur og það besta sem ég hef átt í knattspymunni. Við settum okkur það markmið í vor að halda sætinu í 2. deild, en síðan þróaðist mótið þannig að við vorum fljótlega komnir á toppinn og héld- um okkur þar út tímabilið," sagði Þorvaldur Jónsson, fyrirliði Leift- urs, í samtali við Morgunblaðið. Hverju þakkar þú þennan góða árangur Leifturs í sumar? „Heimavöllurinn hefur verið okkur mikilvægur í baráttunni. Við höfum ekki tapað deildarleik á Ólafsfirði í tvö ár, eða síðan Óskar Ingimund- arson tók við þjálfun liðsins. Liðsheildin hefur einnig verið mjög góð. Við höfum spilað mikið saman og erum famir að þekkja vel hvem annan. Svo má ekki gleyrna þeim fjölmörgu Ólafsfirðingum sem stutt hafa við bakið á okkur. Sjómenn hafa ekki látið sitt eftir liggja - styrkt okkur og lifað sig inní þetta með okkur.“ Nú leika Leiftursmenn í 1. deild næsta sumar. Hvernig leggst það í þig? Þorvaldur er flölhæfur íþróttamað- ur. Hann hefur náð góðum árangri í knattspymu, handknattleik, á skíðum og í golfi. „Bara vel. Það er alltaf gaman að takast á við nýtt verkefni. Við höf- um fæstir leikið í 1. deild áður, en það eru allir staðráðnir í að leggja sig alla fram. Við verðum líka að fá nýja leikmenn ef við ætlum okk- Þorvaldur Jónsson Fæddur: 17.05. 1964. Árangur í knattspyrnu: Siguvegari í 3. deild með Leiftri 1986, 2. sæti í 2. deild með sama liði 1987. Lék með KA í 1. deild 1984. Árangur í handknattleik: Sigurvegari í 2. deild með KA 1985. Árangur í skíðaíþróttum: íslandsmeistari í skíða- stökki og norrænni tvíkeppni 1980 til 1985. Árangur í golfi: Ólafsfjarðarmeistari 1986. WSmmœ Þorvaldur Jónsson, fyrlrllöl og markvörður Leifturs, var oftast kosinn maður leiksins i 2. deildarkeppninni í knatt- spymu í sumar. Hann fékk á sig 22 mörk í 18 leikjum. ur að eiga raunhæfa möguleika á að halda sæti okkar þar því það er mikill munur á 1. og 2. deild. Ég vona að við verðum erfiðir á heima- velli eins og við höfum verið síðustu tvö árin.“ Hver var ykkar besti leikur í sumar að þínu mati? „Ætli það hafi ekki verið bikarleik- urinn á móti Fram. Þótt við höfum tapað leiknum urðu Framarar að hafa mikið fyrir sigrinum. Leikur- inn gegn Víkingi, sem við unnum 3:1, var einnig vel spilaður." Ekki tapað deildar leik heima í tvö ár j;nn9vá ibaui ö9m nibaism/iaóæ-pí "63-8881 uaiJidfi/niíÆ i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.