Morgunblaðið - 29.09.1987, Blaðsíða 7
Htgrgnttftlaftifr /ÍÞRÓTTJR ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987
B 7
KNATTSPYRNA
Við vitum að þeir geta sólt
— hví ekki að fá úr því skor-
ið hvort þeir geta varist?
lan Ross, þjálfari Vals, ræðir um Evrópuleikinn á morgun og fleira
Morgunblaðiö/Sverrir
Glatt á hjalla
Það er glatt á hjalla þama hjá Bretunum sem þjálfuðu hér á landi í sumar. Lengst til vinstri er Ian Ross, Val, þá
Ian Flemming þjálfari FH og til hægri er Gordon Lee, þjálfari KR-inga. Þeir höfðu mismikla ástæðu til að fagna
í sumar, en vonandi verður Ross jafn brosmildur eftir leikinn á morgun og hann er þama.
IAN ROSS hefur nú þjálfað
Valsmenn í fjögur ár. Á þeim
tíma hafa hans menn hampað
íslandsbikarnum tvívegis og
jafn oft orðið í öðru sœti.
Valsmenn léku oft vel í sumar
og tryggðu sértitilinn þrátt
fyrir að afleitlega gengi að að
skora um tíma. Og nú er það
Evrópuslagurinn sem allt
snýst um — þeir gerðu
markalaust jafntefli við aust-
ur—þýska liðið Wismaut Aue
ytra fyrir hálfum mánuði og
mœta Þjóðverjunum aftur á
morgun í Laugardalnum. Þá
er að duga eða drepast; Vals-
menn œtla í 2. umferð, og
virðast eiga nokkuð góða
möguleika á því.
Við „Roscoe" spjölluðum sam-
an í Valsheimilinu á laugar-
daginn; skömmu eftir að hann og
strákamir tróðu upp í Kringlunni
WBBKRKKttM og sungu þar m.a.
Skapti sérstakan baráttu-
Haligrímsson söng Jakobs
skrífar Magnússonar
vegna leiksins á
morgun. „Ég er heppinn með
þennan hóp. Þegar ég kom til
félagsins voru Valsmenn á niður-
leið knattspymulega. Þjálfarinn á
undan mér hafði ekki verið nógu
ákveðinn, skilst mér, og það voru
strákamir sem réðu ferðinni. Ekki
það að ég sé einhver harðjaxl —
menn halda það bara. Það eina
sem ég þarf að sjá um héma er
að strákamir hafí gaman af því
sem þeir em að gera. Og það
hafa þeir svo sannarlega núna.
Þeim líður vel saman, hvort sem
það er á æfíngum eða annars stað-
ar; ég man ekki eftir annari eins
stemmningu í hóp síðan ég var
hjá Liverpool. Þá var samkenndin
líka svona gífurleg. Það var alveg
sama hvar við voram staddir í
heiminum. Menn vora ætíð
ákveðnir í því að bregðast ekki
félögunum."
Þú hefur oft farið í Evrópuleiki
en mér skilst að ferð ykkar til
Austur—Þýskalands hafi verið
ein sú sögulegasta.
„Já, ég hef farið margar ferðir
og þetta er sú allra versta. Ég
hef farið á skemmri tíma til Astr-
alíu en það tók okkur að komast
á áfangastað í Austur—Þýska-
landi! Þangað fór ég einu sinni á
22 tímum en nú voram við 24
klukkustundir á leiðinni. Aust-
ur—þýskar langferðabifreiðir era
ekki þær bestu í veröldinni, en í
einum slíkum sátum við frá því
kl. ellefu að kvöldi til sex að
morgni. Löng ferðalög era það
erfíðasta sem hugsast getur þann-
ig að ég var hræddur fyrir leikinn
um að þreytan sæti í mönnum.
En strákamir vora svo ákveðnir
í að láta mótlætið ekki fara í taug-
amar á sér að þeir stóðu sig eins
og hetjur. Árangur þeirra var frá-
bær miðað við allar aðstæður."
Þú segist aldrei gagnrýna dóm-
ara, en gast samt ekki stillt þig
um að ræða örlítið um Sovét-
manninn sem dæmdi leikinn
ytra á blaðamannafundi á dög-
unum.
„Já, í sannleika sagt þá var hann
hræðilegur. Hann var greinilega
mættur þama til að sýna Austur-
Þjóðverjum að hann væri þeim
hliðhollur. Hann hélt að fólkið á
áhorfendapöllunum hefði komið á
völlinn til að sjá sig dæma. Mínir
menn fengu fimm gul spjöld og
þar af var aðeins eitt sanngjarnt
að mínu mati.“
Fyrir leik og í leikhléi færðu Aust-
ur-Þjóðverjamir dómaranum
blómvönd, og er hann gekk af
velli í leikhléinu sýndi hann listir
sínar í því að halda boltanum á
lofti. Valsmenn vora ekki ýkja
hrifnir af sýndarmennsku hans.
í framhaldi minntist Ross á
íslenska dómara. „Mér fannst þeir
mjög góðir í sumar. Þeir era allt-
af að verða betri og betri. Við
spiluðum 24 leiki í sumar og ég
held að í einum þeirra hafí mér
fundist dómarinn standa sig illa.
Og hvað með það, þeir geta auð-
vitað átt slæma daga eins og
leikmenn og við því er ekkert að
gera.“
Valur var prúðasta liðið fjórða
árið í röð í sumar; hefur sem
sagt verið það öll árin sem
Ross hefur verið við sljóm-
völinn. Hveraig stendur á
þessu?
„Valur var með óprúðmannleg-
asta liðið hvað spjöld varðar áður
en ég kom hingað. Ég þoli ekki
grófan leik, heldur ekki röfl í dóm-
uram. Við þörfnumst þeirra til að
leikurinn geti gengið og þeir hafa
alveg jafn gaman af knattspymu
og við. Þeir era með til að sjá um
að farið sé eftir leikreglunum og
því eigum við ekki að gera þeim
erfítt fyrir. Þetta sagði ég strák-
unum og þeir fóra eftir því. Þeir
röfla ekki í dómuram, mótmæla
ekki því sem þeir gera — og það
kom einmitt vel í leiknum í Aust-
ur—Þýsksalandi, það var sama
hvað dómarinn gerði, þeir urðu
bara ákveðnari að standa sig.“
Þá er það leikurinn á miðviku-
daginn. Hvemig lýst þér á
hann?
„Við bökkuðum í leiknum úti,
lögðum áherslu á að fá ekki á
okkur mark. Lékum með einn
framlínumann og fímm á miðj-
unni. Ég breyti ekki oft liðinu, en
varð að leika varlega þama úti.
Ég reikna með að gera eina breyt-
ingu á liðinu fyrir seinni leikinn
— spumingin er sú hvort við beit-
um svipaðri leikaðferð og úti, eða
hvort við sækjum á þá. Við vitum
að þeir geta sótt, en við vitum
ekki hve sterkir þeir era í vöm-
inni. Hví skyldum við ekki leika
þannig á móti þeim að við fáum
úr því skorið hvort þeir geti va-
rist!?“
KNATTSPYRNA
Drengjaliðið valið
fyrir Svíaleikinn
DRENGJALANDSLIÐ íslands
leikur fyrri leik sinn gegn
Svfum í Evrópukeppninni í
knattspyrnu á Valbjarnarvelll
á miðvikudag. Leikurínn hefst
kl. 12.00.
Svfar eru núverandi Norður-
landameistarar í þessum
aldursflokki. Láras Loftsson,
þjálfari liðsins, hefur valið eftir-
talda 16 leikmenn vegna leiksins;
Markverðir:
Vilberg Sverrisson Fram
Ólafur Pétureson lBK
Aðrir ieikmonn:
Amar Grétareson UBK
Axel Vatnsdal ÞórAk.
Halldór Kjartansson UBK
Huginn Helgason Týr Ve.
Karl Karlsson KA
Kjartan Gunnareson Selfossi
Nökkvi Sveinsson Týr Ve.
RfkharðurDaðason Fram
Sigurður Sigureteinsson IA
SteinarGuðgeirsson Fram
ValgeirG. Reynisson Selfossi
VilhjálmurVillýálmsson Fram
Þorsteinn Bender Fram
Þoreteinn Þoreteinsson KR
Dómari leiksins kemur frá Lux-
emborg en línuverðir verða
íslenskir. Aðgangur er ókeypis og
era framhaldsskólanemar boðnir
sértaklega.
HANDKNATTLEIKUR / FRÆÐSLUMAL
Þjálfaranámskeið hjá HSÍ
FRÆÐSLUNEFND HSÍ verður
með tvö B-stigs námskeið fyrir
þjáifara á nœstunni og eins
verða haidnir fræðslufundir
fyrir þjálfara yngri flokkanna.
Fyrra námskeiðið hefst í fundar-
sal ÍSÍ { Laugardal klukkan 18
fimmtudaginn 8. október og stend-
ur fram á sunnudagskvöld (40
tímar). Seinna námskeiðið verður á
Akureyri 19.-22. nóvember.
Á síðasta ársþingi HSÍ var eftirfar-
andi tillaga samþykkt:
„Allir keppnisflokkar skulu hafa þjálfara og/
eða liðsstjéra í leikjum á vegum HSÍ og skal
viðkomandi hafa lokið B-stigi þjálfaramennt-
unar. Þjálfarar meistaraflokka skulu hafa lokið
D-stigi þjálfaramenntunar. Ákvœði þetta komi
til framkvæmda á leiktímabilinu 1988-89“.
Rétt til þátttöku á námskeiðunum
hafa allir, sem lokið hafa A-stiginu,
þjálfarar og leikmenn með margra
ára þjálfarareynslu (mat fræðslu-
nefndar) og íþróttakennarar. Þar
sem gera má ráð fyrir mikilli þátt-
töku verður valið úr umsóknum, því
ijöldi verður takmarkaður.
Þátttökutilkynningar á fyrra nám-
skeiðið ásamt 1.000 kr. staðfesting:
argjaldi skulu berast skrifstofu HSÍ
ekki síðar en mánudaginn 5. októ-
ber, en Haraldur M. Sigurðsson á
Akureyri tekur við þátttökutilkynn-
ingum á það seinna til 14. nóvem-
ber. Allar nánari upplýsingar fást
á skrifstofu HSÍ.
Þjálfaranámskeið
Fræðslunefndin verður með fundi
og sýnikennslu í sal fyrir þjálfara
í lok þesarar viku og byijun þeirrar
næstu. Farið verður yfír þau atriði,
sem era þýðingarmest í unglinga-
þjálfun og varða hvem aldursflokk,
en einnig verður lögð áhersla á
meðferð meiðsla, leikreglur og sér-
þjálfun leikmanna.
1. október hefst fundur fyrir þjálf-
ara 5. og 6. flokks karla og 4. flokks
kvenna. Bytjað verður klukkan
19:30 í fundarsal ÍSÍ og síðan í
Laugardalshöll klukkan 21. 5. októ-
ber klukkan 19:30 hefst fundur í
Digranesi fyrir þjálfara 4. flokks
karla og 3. fíokks kvenna og daginn
eftir á sama stað og tíma fyrir þjálf-
ara 3. flokks karla og 2. flokks
kvenna.