Morgunblaðið - 29.09.1987, Qupperneq 8
8 B
fllorflunÞlatiið /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987
G U N N A R
H A F D A L
GLEYMIOLLU
ÞEGAR JEPPINN
STEKKUR
ffOSKRANDI“
AFSTAÐ
- segirsjómaðurinn og Skagstrendingurinn Gunnar
Hafdal, nýbakaður Islandsmeistari ítorfæruakstri
„ÁÐUR en ég legg af stað
finnst mér brautirnar von-
lausar, nánast ókleifar með
öllu. En þegar ég hef sett í
gír og spennt á mig beltin,
þá hverfa áhyggjurnar. Ég
ætla mér í gegnum þrautirn-
ar, hvað sem það kostar."
Svo mælti nýbakaður íslands-
meistari óbreyttra jeppa í
torfæruakstri, Skagstrend-
ingurinn Gunnar Hafdal, í
samtali við Morgunblaðið.
Hann innsiglaði Islands-
meistaratitilinn með sigri í
torfærukeppni á Akureyri í
síðustu viku, ók Willys-jeppa
að venju, rauðum vinnuþjarki,
sem unnið hefur fjögur mót
af fimm sem giltu til Islands-
meistara.
Gunnlaugur
Rögnvaldsson
skrifar
Keppnin á Akureyri var í slak-
ara lagi, þrautimar alltof
léttar, færar fyrir fjórhóladrifna
fólksbíla og ekki samboðnar
jeppnum! Það
þurfti lítið að taka
á, en var engu að
síður gaman að
vinna,“ sagði
Gunnar. „Þrautimar voru það
léttar að margir vom jafnir fyrir
þá síðustu, sem var tímabraut.
Við fengum tvær tilraunir og í
þeirri fyrri mistókst mér, jeppinn
fór aðeins útúr brautinni og ég
tapaði tíma. Ifyrir seinni tilraun-
ina ákvað ég að hafa jeppann í
sama gír alla leið og halda bara
fast um stýrið. Það tókst og ég
náði besta tímanum og vann.“
Virðist verða meiri gróska á
næstaári
„Torfærumótin i sumar hafa verið
góð, nema þetta síðasta og svo á
Hellu. Það virðist ætla að verða
meiri gróska í þessu á næsta ári,
margir sérútbúnir bílar eru í
smíðum og góð svæði em víða
um land, meðal annars á Egils-
stöðum, sem nota mætti. Það er
mjög mikill jeppaáhugi hérlendis,
enda sjá torfærir vegir og misjafnt
veðurfar fyrir því að þessi farar-
tæki em nauðsyn. Þessi áhugi
skilar sér í formi áhorfenda á tor-
fæmmótum, sem alltaf hafa verið
vinsæl.
En það hefur verið lægð í þessu
undanfarinn ár, jeppamir slakir
og mót misjöfn að gæðum. Það
virðist hinsvegar vera að vakna
fólk í öllum landshlutum, sem vill
starfa að og sjá hamagang jep-
panna á heimaslóðum. Jeppaá-
hugamenn gera líka mikið af því
að reyna með sér í fjallaferðum
sumar sem vetur og metingurinn
verður oft skynseminni sterkara.
Margar ferðir hafa endað með
ósköpum. I torfærumótum geta
menn reynt með sér og hafa þá
útbúnað og aðstoðarfól til að’
bjarga sér ef illa fer.Ólafsvíkingar
voru í sumar með mjög skemmti-
lega braut, sem reyndi á ökuleikn-
ina. Þar lenti ég í öðru sæti, hafði
lent í vandræðum með bilaða öxla.
I tímahraki náði ég að gera við
jeppann, fór í tímabrautina en
vissi varla hvað ég var að gera.
Og keppninni tapaði ég með 10
stigum. I öðrum mótum hefur
dæmið gengið upp.“
Sniðgeng fólk til aö
geta einbeitt mór
„Ég er mjög ánægður með tíma-
bilið. Upphaflega ætlaði ég bara
að prófa þetta, það voru engir
peningar til, en ég fékk gott fólk
ti'. aðstoðar. Ég keppti í þremur
mótum í fyrra og tókst þá að vinna
einu sinni. Þegar ég kom til Akur-
eyrar í ár var ég þegar búinn að
tryggja mér Islandsmeistaratitil-
inn og langaði jafnvel að keppa
við Guðbjörn Grímsson í flokki
sérútbúinna jeppa, en það vantaði
dekk. Jeppinn minn er alveg sam-
bærilegur við sérútbúna bíla,
nema hvað skófludekkin vantar.
Svo er líka meiri þátttaka í hinum
flokknum og sigurinn því meiri,
það voru 11 keppendur á Akur-
eyri í óbreytta flokknum."
Sumir vilja aö ég
só grimmari í akstri
„Ég tel að árangur í torfæru-
akstri byggist 80% upp á
ökumanninum og 20% á keppnis-
bílnum. Það er stutt milli þess að
vel gangi og allt fari í handaskol.
Það þýðir ekki að hafa góðan
jeppa og þora síðan ekki að beita
honum. Sumir hafa viljað mig
grimmari í akstri, en eins og stað-
an er núna reyndist engin þörf á
því. Það er varla á bætandi. Í
keppni er ég hundfúll, eða svo
telja margir. Ég vil helst ekki
tala við neinn, ansa út í loftið og
sniðgeng jafnvel fólk til að fá frið.
Þá er ég bara að einbeita mér að
næstu þraut. Ég er því voðalega
stressaður, en það gleymist um
leið og þrautirnar heíjast. Ég
fengi því engin skemmtanaverð-
laun í keppni..."
Gunnar er sjómaður á 8 tonna
trillu og á því stutt að sækja
þrautseigju og hörku, sem þarf
til að ná .árangri í akstursíþrótt-
um. „Mér líkar vel á sjónum, við
erum að fara á línuveiðar í vetur.
Eini gallinn er sá að vegna sjó-
mennskunnar gefst lítill tmi til
að æfa sig eða leika sér á jeppan-
um. Hins vegar nota ég hann sem
fjölskyldubíl, þegar ég er heima,
þannig að maður hefur taugar til
hans. Jeppinn er með öryggis-
búri, sem ég tel að allir jeppar
og blæjubílar á götunum ættu að
hafa, hvort sem menn keppa á
þeim eða ekki. Veltigrindumar
eru ekki nóg og gefa falska örygg-
istilfinningu. Það er sérstaklega
mikilvægt að hafa góðan öryggis-
búnað í ferðalögum upp um fjöll
og fimindi. Ég sé fram á nokkrar
ferðir í vetur ásamt fólki hérna á
Skagaströnd og frá Blönduósi.
Það hefur vaknað mikill áhugi á
jeppamennsku hér í sumar.“
Jeppinn er orðinn hluti
af sjálfum mér“
Gunnar dreymir um að smíða sér-
útbúinn jeppa fyrir næsta ár, hvað
sem verður. „Mig langar að smíða
Jeepster jeppa, þeir em mun stöð-
ugri en Willys. Það er hins vegar
Áöur en 6g legg af stað finnst mér þrautimar ókleifar með öllu — en kominn af stað
keppninni á Hellu.
Stressið gleymist fljótt
Morgunblaöiö/1
,Ég er voðalega stressaður, en það gleymist um leið og þrautimar hefjast," segir Gunnar Hafdal. Hér æðir hann yfir eina him
keppninni í sumar.