Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 9

Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 9
IWorgimblaMb /IÞROTTHt ÞRJXXJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 B 9 i, ætla ég mér í gegn. Hvað sem það kostar... Hér lætur Gunnar sig ekki muna um að „fljúga" upp eina þrautina í torfæru Gunnlaugur Rögnvaldsson irunina í Hellu-torfæru- erfítt að láta „afkvæmið" frá sér, ég auglýsti einu sinni þann rauða en hætti svo við að selja hann, tímdi því ekki. Jeppinn er orðinn hluti af sjálfum mér og ber höfuð og herðar yfir aðra svipaða keppn- isbíla. Það ásamt góðri aðstoð vina hefur fært mér titilinn. Góð- ur vinur úr Grindavík, Gestur Jónsson, hefur ekki látið sig muna um að flakka hvert á land sem er með mér. Síðan hef ég fengið mikla aðstoð’ frá Jeppapartasölu Þórðar í höfuðborginni. Þetta er kostnaðarsöm íþrótt, ef vel er að þessu staðið, en maður gleymir slíku og öllu öðru þegar í þrautimar kemur, jeppinn mallar rólega áfram, en stekkur síðan öskrandi af stað, þegar „fjölin" er stigin í botn. Það er frábær tilfinning og veitir algjöra útras," sagði Gunnar. Góðurárangur Eins og Gunnar sagði hóf hann að keppa í torfæruakstri í fyrra- sumar. Arangur hans í keppni er mjög góður, sérstaklega í sumar, þar sem hann hefur sigrað fjórum sinnum og einu sinni orðið í öðru sæti. Árangur hans er annars þessi: 1986 Hella.... Grindavík Akureyri.. 1987 Akureyri.. Hella.... Ólafsvík... Grindavík Akureyri.. .4. sæti .1. sæti .6. sæti .1. sæti .1. sæti .2. sæti .1. sæti .1. sæti Hefuráttá þríðja hundrað bíla! Gunnar hefur átt á þriðja hundrað bfla um ævina. „Ég hef oft ætlað að ná mér upp pen- ingalega með því að kaupa bfla og selja aftur, en það fór aðallega niður á við,“ sagði hann hlæjandi, aðspurður um kynni sín af bflum. „Ég ólst raunverulega upp með jeppum, var í sveit á yngri árum, en ég fæddist á Akur- eyri árið 1955. Ég keyrði alls konar farartæki í sveitinni, en fékk ekki króníska jeppadellu fyrr en ég var um tvítugt. Þá eignaðist ég fallegasta Broneo-jeppann, sem ég hef augum litið. Hann var allur í krómi — ægifagur; hreinn gullmoli. Eftir að ég seldi hann þá var það eina sem gilti að eiga jeppa. Ég átti líka einn sérstæðan, Corvair með átta cylindra vél, byggðan ofan á Wagoneer grind. Það var sérstakur jeppi.“ Willys keppnisbílinn keypti Gunnar í fyrrasum- ar, „fór þá nánast beint í fyrstu keppnina mína og varð í flórða sæti. Ég hafði nostrað við jeppann, sem var smíðaður af miklum jeppamanni á Akureyri. Annar eigandi hans keppti í torfæruakstri, ég liðsinnti honum og keypti síðan af honum jeppann. Sá var uppal- inn í jeppaumboði og þekkti gripinn út og inn. Hann var því í góðu ásigkomulagi. Ég er hins vegar ekki nægur kunnáttumaður hvað viðgerðir varðar, þarf að fá aðstoð frá öðrum. Þar að auki er ég hræddur um að ég yrði leiður á jeppanum ef ég þyrfti alltaf að liggja í honum með skiptilykil og skrúfjám. Ef ég nota jeppann næsta sumar þá tek ég hann í gegn í vetur, geri hann verklegri. Ég var nánast varahlutalaus í sumar, en hef feng- ið alla rétta hlutina núna. Jeppinn verður því í góðu ásigkomulagi á næsta ári, til að veija titilinn eða vinnan annan. Hann er seigur sá rauði..." Willys '74 Jeppinn er frá árinu 1974 og með styrktri grind. Vélin er 401 CID, 330 hestöfl og við hana hafa verið settar flækjur og fjög- urra hólfa blöndungur. Að öðru leyti er vélin óbreytt. Gírkassinn er 4 gíra af Chrysler gerð, fram- og aftur hásingamar Dana 44. Diskalæsing er að framan og knastalæsing að aftan (no- spin). Millikassinn er Dana 20. Gunnar prófaði Mudder dekk á Akureyri, en hefur notað kaldsóluð dekk frá Kaldsólun í Reykjavík. Hann taldi Mudder dekkin hoppa meira en hafa gott grip. Demparar jeppans em frá Gabriel, framfjaðrimar af Ranco-gerð og afturfjaðrir úr rússa-jeppa. Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Gunnar sltur stoltur á Willys jeppa sínum, sem veitt hefur honum marg- ar ánægjustundir — einnig stress, og nýtist honum og flölskyldunni sem einkabfll. Buslað {torfsarukeppnlnnl á Hellu, sem vannst eins og fjögur önnur mót á árinu, og tryggði íslandsmeistaratitilinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.