Morgunblaðið - 29.09.1987, Page 11
HtorflimMaMb /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987
B 11
KNATTSPYRNA / ENGLAND
„Stend ávalK við
gefin loforð...“
- sagði Mirandinha eftir að hafa skorað fyrir Newcastle
Allt á fullu
Alan Smith, miðheiji Arsenal, sækir hér
að Tom McAUister, markverði West Ham á
laugardaginn, en McAllister náði að góma
knöttinn. Að neðan er það enski landsliðs-
fyrirliðinn hjá Manchester United, Bryan
Robson, sem skallar að marki Tottenham
á Old Trafford. Richard Gough (4) og Gary
Mubbett (6) eru til vamar en Paul McGrath,
leikmaður United, er einnig í baráttu um
knöttinn. Robson náði ekki að skora þama
en United stóð uppi sem sigurvegari.
Reuter
FYRIR leik Newcastle og Sout-
hampton í 1. deild ensku
knattspyrnunnar á laugardag-
inn lofaði Brasilíumaðurinn
Mirandinha að hann myndi
skora. Það gerði hann og eftir
markið dansaði hann „samba“
að varamannabekk Newcastle
og sagði við McFaul, fram-
kvæmdastjóra: „Ég stend
ávallt við gefin loforð..."
Newcastle vann 2:1 og var það
fyrsti heimasigur liðsins á
keppnistímabilinu. Mirandinha, sem
hefur lofað 20 mörkum í vetur,
skoraði á 62.
Frá mínútu, Colin
Bob Clarke jafnaði fjór-
Hennessy um mínútum síðar
,En9landl en Paul Goddard
skoraði sigurmarkið á 75. mínútu.
QPR enn á toppnum
„Það er erfítt að leika gegn QPR
og leikkerfi þeirra er árangursríkt.
Þeir bíða eftir að mótheijarnir geri
mistök og nýta sér þau,“ sagði Ray
Harford, framkvæmdastjóri Luton,
eftir 2:0 tap gegn QPR. Dean Co-
ney skoraði fyrra markið á 70.
mínútu og Terry Fenwick það
seinna úr umdeildri vítaspymu
fimm mínútum fyrir leikslok. Bann-
ister, miðherji QPR, sá til þess að
Les Sealey, markverði Luton, var
ekki vísað af velli. Sealey, sem fékk
gult spjald í byijun, felldi Bannist-
er, en miðheijinn reis strax upp og
sagði við dómarann: „Hann felldi
mig ekki, ég rann á plastinu". QPR
er nú með fjögurra stiga forskot á
toppnum.
Chelsea skaust í annað sætið með
3:0 sigri gegn Watford. „Ef ég
væri á Spáni hefði ég líklega verið
rekinn," sagði Dave Bassett, fram-
kvæmdastjóri Watford, sem er
óþægilega nálægt botninum. „Ég
þarf að byggja upp nýtt lið og stað-
reyndin er að fáir leikmenn eru
öruggir í liðinu," bætti hann við,
en Bassett hefur áhuga á að fá
Glyn Hodges frá Newcastle. Þeir
voru saman í sex ár hjá Wimble-
don, en Hodges fór til Newcastle í
sumar og hefur ekki fundið sig þar.
Gordon Durie skoraði tvívegis fyrir
Chelsea á laugardaginn, seinna
markið úr vítaspyrnu, en Kerry
Dixon átti síðasta orðið.
Neil Webb skoraði bæði mörk For-
est gegn Norwich, sem hefur aðeins
sigrað þrisvar í síðustu 15 heima-
leikjum. Stuðningsmenn liðsins eru
orðnir þreyttir á árangrinum og
vilja Ken Brown, framkvæmda-
stjóra í burtu. „Komið með Terry
Venables — þið hafið efni á því“
var boðskapur þeirra á laugardag-
inn.
Sansom skoraði
Kenny Sansom, sem varð 29 ára á
laugardaginn, hélt upp á afmælið
með marki. A undanförnum sjö
árum hefur hann leikið meira en
350 leiki, en aðeins skorað sex
mörk. Rúmlega 40 þúsund áhorf-
endur á Highbury sáu hann skora
á 82. mínútu og Arsenal vann West
Ham 1:0. Liam Brady lék að nýju
með Arsenal eftir sjö ára fjarveru
og var vel fagnað, en leikurinn var
ekkert sérstakur. West Ham er í
þriðja neðsta sæti og það sem verra
er fyrir liðið — Frank McAvennie
hefur ekki enn skorað mark á tíma-
bilinu og reyndar ekki í síðustu 20
leikjum.
Meistarar Everton töpuðu í fyrsta
sinn á heimavelli í eitt ár — bikar-
meistarar Coventry unnu 2:1 á
Goodison. Cyrille Regis og Dave
Philips skoruðu fyrir gestina, en
Wayne Clarke minnkaði muninn á
45. mínútu.
Sigurður Jónsson lék ekki með
Sheffield Wednesday, er liðið vann
Charlton 2:0. Leikurinn var lélegur
og kemur staða liðanna í deildinni
ekki á óvart. Lee Chapman var
maður leiksins og skoraði bæði
mörk Sheffield.
Untted með tak á Spurs
Tottenham hefur ekki unnið deild-
arleik á Old Trafford í 10 ár og á
laugardaginn unnu heimamenn 1:0
að viðstöddum 47.600 áhorfendum.
Brian McClair skoraði eina mark
leiksins á 45. mínútu úr umdeildri
vítaspyrnu eftir að Ossie Ardiles
hafði fellt Jesper Olsen við vítateig-
inn. Chris Waddle og Clive Allen
léku ekki með Spurs vegna meiðsla
og Remi Moses hjá United er einn-
ig meiddur. Gestimir sóttu stíft eftir
markið, en Bryan Robson var ör-
uggur í vöm United og hinn 19 ára
Gary Walsh sýndi stórgóða
markvörslu og geta heimamenn
þakkað honum sigurinn. „Ég hef
aldrei leikið svona vel fyrir Un-
ited,“ sagði Walsh, og Alex Fergu-
son, framkvæmdastjóri, sem hefur
reynt að fá markmenn frá Sov-
étríkjunum, Vestur-Þýskalandi og
Ítalíu, sagði að strákurinn hefði
verið frábær og staðið undir þeim
kröfum, sem hann hefði gert til
hans.
Neil Slatter skoraði sigurmark Ox-
ford gegn Derby og Robert
Maxwell, stjómarformaður Derby
síðan í sumar og áður formaður
Oxford í fjögur ár, bauð gestunum
upp á kampavín að leik loknum.
Sonur hans, Kevin, tók við stöðunni
hjá Oxford og ákváðu feðgamir
fyrir leik að sá er tapaði, skyldi
bjóða sigurvegurunum upp á veit-
ingar.
Portsmouth vann Wimbledon 2:1 í
slagsmálaleik, þar sem leikmenn
hugsuðu ekki um boltann fyrstu 30
mínútumar. Sanchez skoraði fyrir
gestina á 25. mínútu, en Quinn jafn-
aði skömmu fyrir hlé. Lögreglumað-
ur sagði við dómarann í hálfleik að
hann myndi handtaka tvo leikmenn
gestanna ef þeir héldu áfram
svívirðingum og sluppu þeir með
skrekkinn.
Úrsllt/B14
Staðan/B14
KNATTSPYRNA /FRAKKLAND
Hateley meiddur en
Mónakó sigraði samt
Leikmenn Bordeaux ekki eins góðirog gegn íslenska
ólympíulandsliðinu en sigruðu þó Laval 1:0 á heimavelli
Mónakó heldur enn þriggja
stiga forskoti á Niort eftir
nauman 1:0 sigur gegn Lille. Niort
átti aftur á móti í litlum vandræðum
Frá
Bemharði
Valssyni
iFrakklandi
með Brest og vann
3:0. Marseille fékk
háðuglega útreið á
heimavelli gegn
Auxerre — tapaði
1:0 og náði aldrei að sýna sitt rétta
andlit. Áhangendur liðsins, sem eru
mjög óánægðir með frammistöðu
þess á keppnistímabilinu, bauluðu
á leikmenn, er þeir gengu til bún-
ingsklefa að leik loknum.
Bordeaux, sem lék gegn islenska
ólympíuliðinu í vikunni vann Laval
1:0 á heimavelli. Bordeaux komst
aldrei í gang og var samleikurinn
aldrei nógu hraður til að koma varn-
armönnum Laval úr jafnvægi. Það
var Senac, sem þama lék sinn fyrsta
leik fyrir Bordeaux, er skoraði eina
mark leiksins með skalla eftir hom-
spymu frá Ferreri.
Mark Hateley lék ekki með Mónakó
vegna meiðsla og bitnaði það á
sóknarleik liðsins. Fofana tókst þó
að framfylgja hlutverki Hateley og
skoraði eitt mark fyrir Mónakó.
Þeir Amaros og Hoddle léku mjög
vel, sköpuðu nokkur ágæt mark-
tækifæri en án árangurs.
PSG vann St. Etienne 3:0 eftir þó
.iiIUiVJáí) ii«3'K| Ji<r
nokkra erfiðleika í upphafi leiks.
Parísarliðið getur þakkað Ray Wilk-
ins sigurinn, sem með útsjónarsemi
og leikni stýrði liðinu til sigurs.
Racing Paris gerði góða ferð til
Toulouse. Liðið náði markalausu
jafntefli, sjöunda jafntefli þess í 11
leikjum, og er því enn með í topp-
baráttunni. Maxime Bossis, sem
ekki hefur leikið lengi með liðinu
vegna meiðsla, var með um helgina
og styrkti koma hans vamarleik
Racing til muna.
Úrslit/B14
Staöan/B14
MorgunblaðiÖ/Bemharð
Willlam Ayacha og félagar í liði
Paris Saint Germain unnu 3:0-sigur á
St. Etienne og eru að braggast eftir
heldur slaka byijun.
SKOTLAND
Stórsigur
Rangers
Mark Falco skoraði sína fyrstu
þrennu í Skotlandi, þegar
Rangers vann botnlið Morton 7:0.
Ally McCoist skoraði einnig þijú
^■■■■i mörk — hans fjórða
FráBob þrenna í ár. Robert
Hennessy Fleck innsiglaði
iEnglandi sfðan stórsigur
meistaranna, sem
leika gegn Kiev í Evrópukeppni
meistaraliða á morgun.
John Colquhoun skoraði sigurmark
Hearts gegn Dunfermline og er
Hearts með eins stigs forystu f úr-
valsdeildinni. White tryggði Celtic
1:0 sigur gegn St. Mirren, en Grant
og Falconer skomðu fyrir Aberdeen
gegn Hibs. Sturrock skoraði tvíveg-
is og McCloud átti síðasta orðið í
3:0 sigri Dundee United gegn Fal-
kirk.
Úrslit/B14
Staðan/B14
i;nim níGRn<í
om
►Öíll