Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 12

Morgunblaðið - 29.09.1987, Side 12
12 B ~T\ JMwfgwililðtib /IÞRÓTTIR ÞRWJVDAGUR 29. SEPTEMBER 1987 KÖRFUKNATTLEIKUR Brad Miley, fyrrum leikmaður og þjálfari Vals og ÍBK, í samtali við Morgunblaðið: Islenskur körfuknattleikur hefur fengið góða kynningu með frammistöðu Péturs Guð- mundssonar í NBA-deildinni ÁRIÐ1983 ákvað Körfuknatt- leikssamband íslands að banna erlendum ríkisborgur- um að leika í meistaraflokki á íslandsmótinu í körfuknatt- leik. Hurfu þá flestir hinna bandarísku leikmanna, sem leikið höfðu með íslenskum liðum, af landi brott. En hvað varð um þessa leikmenn? Undirritaður átti þess kost fyrir skemmstu að hitta Brad Miley, sem lék með Val veturinn 1980-81, með Keflavík veturinn mmmmm 1982-83 og þjáif- Gunnar aði svo Keflvík- Valgeirsson jnga veturinn skn/ar 1983-84. Brad var e.t.v ekki litríkast- ur af öllum þeim Bandaríkja- mönnum sem hér léku, en hann var eflaust einn af þeim bestu. Var það álit margra að hann hafi spilað besta vamarleik allra þeirra sem leikið hafa hér á landi fyrr og síðar. Brad spilaði með Indiana State til úrslita um meistaratitil- inn í keppni bandarískra háskóla- . liða veturinn 1980. Hann lék þá með ekki ófrægari köppum en Larry Bird, aðalmannsins í liði Boston Celtics, og ívari Webster (sem nú er íslenskur ríkisborg- ari). Þess má geta að í úrslita- leiknum sjálfum var Brad látinn gæta stórstjömunnar „Magic“ Johnson, sem nú er aðalstjaman í NBA-deildinni. Ég hitti Brad (eða „Bárð" eins og sumir í Keflavík kölluðu hann) í Indiana- polis þar sem hann býr nú. Hvemig vildi það til að þú hófst að leika körfuknattleik á ís- landi? „Þegar ég kláraði síðasta keppn- istímabilið í háskólakörfuknatt- leiknum þá var þjálfari minn í sambandi við Danny Shouse [sem hafði leikið hafði hér á landi með Ármanni og UMFN], sem leit síðan við hjá okkur í Indiana. Hann tjáði mér að lið á íslandi væri í leit að leikmanni og kom mér í samband við Halldór Einars- son hjá Val. Það næsta sem ég vissi var að ég var staddur í flug- vél á leið til Islands. Ég hóf síðan strax að leika með Val. Ég tel mig hafa verið heppinn að fá tækifæri til að leika erlendis svo fljótt, því margir góðir leikmenn hér óska þess að þeir gætu leikið erlandis." Hvað gerðir þú síðan eftir fyreta keppnistímabilið hér? „Ég fór fljótlega til Ástralíu að leika. Það er svo hér í Banda- ríkjunum að þegar maður hefur leikið erlendis þá fer nafn manns inn á skrá sem fer víða. Það hringdi til rnín umboðsmaður nokkur frá Iowa, sem var að leita að leikmanni fyrir ástralskt félag. Umboðsmanninum hafði líkað árangur minn hjá Val og bauð mér að koma í æfmgabúðir hjá sér. Það gerði ég og eftir aðeins tveggja tíma æfingaleik bauð hann mér samning hjá áströlsku liði. Ég fór þangað og lék í tíu mánuði með liði frá Melboume." Þú komst svo aftur til íslands „Já, skömmu eftir að ég kom heim frá Ástralíu var hringt í mig frá Keflavík og ég beðinn að þjálfa og spila með þeim. Ég sló til og okkur Keflavíkingum gekk mjög vel þetta tímabil. Var þetta eitt skemmtilegasta keppnistíma- bil sem ég hef spilað vegna hinna sterku tengsla sem sköpuðust á milli mín og leikmanna, auk þess sem bæjarbúar tóku mér frábær- lega. Mér leið vel, þar sem ég gat loks haft unnustu mína hjá mér erlendis. Okkur leið mjög vel þennan vetur í Keflavík." Hvaða hugmyndir hafðir þú gert þér um íslenskan körfu- knattleik áður en þú komst til íslands? „Þar sem ég hafði leikið úrslita- leikinn í háskólakeppninni héma Morgunblaöiö/Gunnar Valgeirsson Brad Miley og fjölskylda á heimili sínu í Indianapolis. Eiginkonan heitir Kathy og sonur þeirra Josuah Cole. Morgunblaöiö/Einar Falur Ingólfsson Frá lelk Keflvíkinga og Njarðvíkinga í úrvalsdeildinni fyrir nokkrum árum. Brad Miley er lengst til hægri, þá kemur Bill Kottermann, sem lék með Njarðvíkingum, þá er Jón Kr. Gíslason, og lengst til vinstri Hörður Túliní- us, dómari. vorið áður en ég kom til Vals, var ég nokkuð efíns í fyrstu að fljúga til íslands. Ég man enn þá eftir- væntingu sem bjó^ innra með mér þegar ég lenti á íslandi. En mér var tekið með miklum hlýhug, bæði af forráðamönnum Vals og Keflvíkinga. Ég vissi reyndar að það væri skref niður á við í körfu- knattleiknum að fara frá hæsta þrepi bandaríska háskólakörfu- knattleiksins í það að leika á íslandi. En ég var tilbúinn því að á íslandi væri ekki jafn erfið keppni, sem reyndar kom á dag- inn. Vissulega var hart barist í íslenskum körfuknattleik, en við útlendu leikmennimir gátum þó stundum tekið leikina í okkar hendur ef svo bar undir. Við þessu hafði ég búist. En ekki misskilja mig, vissulega léku bæði ástralsk- ir og íslenskir leikmenn til sigurs og börðust mjög vel, sem er hlut- ur sem skiptir öllu máli.“ Svo við höldum aðeins áfram með körfuknattleikinn. Hverj- ar finnst þér vera sterkustu og veikustu hliðarnar á tslenskum körfuknattleik? „Mér finnst hiklaust að unglinga- starfið sé ykkar sterkasta hlið. Einhver hefur sýnilega komist að þeirri niðurstöðu hjá ykkur að þar sem mikil áhersla sé lögð á undir- stöðuatriðin í þjálfun unglinga í Bandaríkjunum, þyrfti líka að koma á slíkum hugsunarhætti hjá yngri flokkunum ykkar. Þið emð á réttri leið þar. Vandamálið hjá ykkur er einfaldlega að fá fleiri til að iðka íþróttina og fleira fólk á leikina, en unglingastarfið ætti að bæta það smám saman. Nú, ykkur vantar meiri auglýsingu út á við, sem skapast að sjálfsögðu af smæð þjóðarinnar. Vegna legu landsins er dýrara og erfiðara fyrir ykkur að fara með unglinga á mjög góð körfuknattleiksnám- skeið. Ég held því að bandarískir unglingar sem æfa körfuknattleik séu yfir höfuð bæði fljótari og með betri knatttækni. Að öðm leyti er það alltaf ósk manns sem leikmanns að dómar- amir séu betri. Mér fínnst hiklaust að dómaramir hjá ykkur þyrftu að vera í mun betri úthaldi. Hér í háskólakörfuknattleiknum em dómaramir í eins góðri æfingu og leikmennirnir. Hjá ykkur er alger nauðsyn að þeir sem sjá um stjóm körfuknattleiks byiji sem fyrst að sjá svo um að dómgæslan sé í góðu lagi. Þetta verður að gera ef þið viljið að körfuknatt- Ieikurinn sé tekinn alvarlega. Látið liðin sjá um að spila leikina, þau em á réttri leið, en verið viss- ir um að dómgæslan sé eins og hún getur best verið. Það er ekki tilgangur minn með þessu að stagast á dómumnum ykkar, því það vom Iíka vandamál með dóm- gæsluna í Ástralíu. Þetta virðist vera hlutur sem er vandamál víða. En menn verða samt alltaf að reyna að bæta hlutina." Þér líst því vel á kerfið okkar í yngri flokkunum. „Já, en krakkamir ættu samt að spila fleiri leiki en þeir gera. Krakkar í Bandaríkjunum, sem væru í 4. til 5. flokki hjá ykkur, spila mun fleiri leiki en íslenskir krakkar. Þið þurfið líka að reyna, þar sem það er hægt, að lengja æfingarnar hjá sumum flokkun- um og hafa æfíngatöflurnar sveigjanlegri. Finnst þér að við hefðum átt að halda áfram með erlendu leikmennina? „Þú verður að taka það með í reikninginn að ég lít ekki á pen- ingahliðina á málinu, sem ég er næsta viss um að var meginorsök- in fyrir banninu á erlendu leik- mennina. Ég held að mörgum af yngri leikmönnunum í Urvals- deildinni hafi þótt gaman að kljást við okkur útlendingana og nær- vera okkar hafi hvatt þá til að leggja sig meira fram en ella. Ég er viss um að þeir sakna þessarar samkeppni stundum þótt þeir vissulega reyni sitt besta hver gegn öðrum. Við bandarísku leik- mennimir leiddum á vissan hátt til þess að margir af ykkar leik- mönnum sýndu aukið þor og forystuhæfileika í leikjum. Ef þið ætlið að halda áfram að keppa við aðrar þjóðir, þá ættuð þið að leyfa erlendum leikmönnum að leika að nýju. Það eru næstum allar aðrar þjóðir með erlenda leik- menn í sínum liðum." Eitthvað að lokum um íslenskan körfuknattleik? „Mér finnst körfuknattleikurinn hjá ykkur í framför. Eg hefði að vísu kosið að þið hefðuð leyft út- lendum leikmönnum að leika í Úrvalsdeildinni á þeim tíma þegar ég fór, en íslenskur körfuknatt- leikur hefur fengið góða kynningu með frammistöðu Péturs Guð- mundssonar í NBA-deildinni hér vestra. Það eru nú sýnilega kyn- slóðaskipti í körfuknattleiknum hjá ykkur. Ungir leikmenn, sem ef til vill eru betur þjálfaðir en áður, bæði af okkur bandarísku leikmönnunum og íslensku þjálf- urunum, eru núna að taka við. Það má segja að núna sé upp- vaxtarskeið í íslenskum körfu- knattleik. Ég vona bara að körfuknattleikurinn haldi áfram að vaxa hjá ykkur.“ Svo við snúum okkur að landi og þjóð: hvernig fannst þér ís- land og íslendingar? „Flestir voru mjög vingjarnlegir við mig. Þeir bandarísku leikmenn sem voru á landinu á sama tíma og ég voru flestir ánægðir með land ogþjóð. Vissulega voru menn kannski ekki alltaf ánægðir með þá staði sem þeir léku á, en menn gerðu þó ekki mikið úr því. Fólk gerði yfirleitt allt til þess að ég fengi ekki heimþrá." Var mikill munur á því að leika í Keflavík og Reykjavík? „Það var mikill munur á fjölda áhorfenda! Það var mun meiri stuðningur heimaáhorfenda í Keflavík. Ég ólst upp í litlum bæ í Indiana, Rushville, og það hefur mikið gildi fyrir leikmann að hann finni að fólkið í bæjarfélaginu styðji við bakið á honum. Þú þarft þá að minnsta kosti ekki að biðja fólk um að koma á leikina eða gefa því miða á þá.“ Hvað hefur þú haft fyrir stafni síðan þú fórst frá íslandi? „Ég er núna orðinn giftur Kathy og við eigum tveggja ára son, Josuah Cole, sem tekur mikið af orku okkar beggja. Ég starfa núna sem framkvæmdastjóri fyrir stóra íþróttavöruverslun hér í Ind- ianapolis. Ég hef starfað við þessa verslun í 2 ár, eitt ár sem fram- kvæmdastjóri. Ég þjálfa ennþá körfuknattleik hérna, stráka í níunda bekk, sem sennilega væru í 4. eða 5. flokki hjá ykkur. Ég spila líka alltaf í borgardeildum hér og allt tekur þetta sinn tíma. Ég reyni þó að leika eins mikið golf og ég get í frístundum." Hvaða ráðleggingar hefur þú að lokum til ungra stráka og stelpna sem eru að æfa körfu- knattleik? „Lærið undirstöðuatriðin vel. Stundum vill það til að þjálfarar ganga of langt í byrjun með því að láta krakkana æfa einhver leik- kerfi í stað undirstöðuatriða. Krakkar þurfa að reyna að æfa þessa þætti sjálf, utan æfín- gatíma, því körfubolti gengur út á það hverjir framkvæma undir- stöðuatriðin best. Krakkar þurfa ekki endilega einhver fín íþrótta- hús eða þjálfara til að gera þetta. Það þarf að kenna þetta, en vilj- inn til að ná valdi á þessum atriðum kemur frá hjartanu. Al- veg eins og í fótbolta og hand- bolta, þá veltur allt á því hvort þú vilt gera hlutina. Takið leikinn alvarlega ef þið viljið verðá góð. Ef þið komist svo að því að ykkur langar ekki lengur að stunda íþróttina, þá það, en á meðan þið stundið íþróttir þá eigið þið alltaf að gera ykkar besta.“ 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.