Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 1
 PRQNTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Rætt við söngvarann efnilega, Bjarna Arason, um Elvis og tilveruna „ÞAÐ var ekki hægt að velja lagj sem átti betur við mig. Þetta hefur alltaf verið draumurinn frá því ég var smákrakki, „að slá í gegn“ sem söngvari,“ sagði Bjarni Arason, söngvarinn ungi, sem sló svo sannarlega í gegn í margfrægri „látúns- barkakeppni“ Stuð- manna síðastliðið sum- ar. I kjölfarið fylgdi svo hljómplata, þar sem Bjarni söng sig upp í fyrsta sæti íslenska vin- sældalistans með laginu „Baraég ogþú“, og annað lag af plötunni, „í Réttó“ hefur notið mikilla vinsælda að und- anförnu. Bjarni er nýlega orðinn 16 ára og því má segja að frami hans hafi verið óvenju skjótur fyrir ekki eldri mann. Það hefur einnig vakið athygli manna hversu þroskaða söngrödd hann hefur og hversu létt hann fer með að líkja eftir ekki ómerkari listamönnum en Elvis Presley, Frank Sinatra og Agli Olafssyni. Raunar mótmælir Bjarni þvi sjálfur að hann sé bara eftirherma og metnaður hans beinist að þvi að skapa sér nafn sem söngvari, með sínum eigin sérkennum. Hannhefurþó látið það eftir sér að setja upp sýningu, sem helguð er minningu rokkkóngsins Eivis Presley j sem Bjarni segir að sé, „stórkost- legasti maður sem fæðst ( hafiá jarðríki." Bjarni er borinn og bamfædd- ur Reykvíkingur og býr enn í foreldrahúsum, næstyngst- ur af fimm systkinum. Hann var aðeins sex ára þegar El- vis Presley Íést og því vaknar sú spurning hvemig standi á þessari miklu aðdáun á rokk- kóngnum sáluga? „Eg hef haft gamla góða rokkið í eymnum frá því ég man eftir mér. Það var hlustað mikið á þetta á heimilinu, sérstaklega er mamma mikill aðdáandi Presleys, Fats Domino og þess- ara karla. Það má því segja að ég hafi fengið í mig gullaldarrokkið með móðurmjólkinni. Svo fór ég sjálfur að stelast í Presley-plötumar og varð strax hrifinn. Annars er ég alæta á músík og hef eiginlega verið það alla tíð. En einhvem veginn er það samt gamla rokkið sem heillar mig mest. Ég byijaði að læra á trompet þegar ég var níu ára og er búinn að vera að læra á það hljóðfæri í sex ár. Ég spila nú í Lúðrasveit verkalýðsins, en var áður í Lúðra- sveit Arbæjar og Breiðholts. Út frá Arbæjar- og Breiðholtssveitinni stofnuðum við nokkrir „dixie-hljóm- sveit" sem hét KT-sextettinn. Það þróðaist svo út í að túbuleikarinn keypti sér rafmagnsbassa, ég fékk mér gítar og hljómabók, annar trompetleikarinn spilaði á hljóm- borð og trommuleikarinn var til staðar, þannig að þama var kominn vísir að rokkbandi. Einhvem tíma komst ég svo yfir Presleybók, með nótum og öllum textum og þannig fór þetta að velta upp á sig og hljómsveitin „Presleyvinafélagið", sem spilaði bara Presleylög, varð til. Við komumst meðal annars í sjónvarpið í fyrra í þáttinn „Ungl- ingamir í frumskóginum" og það var svona það fyrsta sem ég gerði í þessum bransa, sem talandi er um. Við urðum varir við það eftir þátt- inn, að margir héldu að þetta hefði bara verið spilað af bandi með El- vis, en það vom nú samt við, ég get upplýst það hér. Eftir þáttinn fór maður svo að spila út um allt og þá varð til hljómsveitin „Vax- andi“ sem ég er í í dag.“ Stórkostleg tilfinning „Þetta „látúnsbarka-ævintýri" byijaði þannig að það var auglýst eftir þáttakendum í maí og einn vinur minn, Hjalti Þorsteinsson, sem er umboðsmaður minn í dag, skráði mig í keppnina án þess að ég vissi. Hann kom til mín einn daginn og sagðist vera búinn að skrá mig í keppnina í Stapa. Mér fannst það allt í lagi og vonaði bara að ég stæði mig sem best og helst að ég myndi vinna keppnina. Til þess var leikurinn gerður, „að slá í gegn“, það var alltaf draumur- inn. Lagið og textinn gat því ekki passað betur við mig. Upphaflega ætlaði ég samt að taka annað lag, „Taktu til við að tvista", en mér var bent á að það myndi ekki reyna neitt á sönghæfileikana og að „Slá í gegn“ yrði heppilegra. Ég spiiaði svo hljómana inn á band, fékk mér söngkerfi og æfði mig svo inni í herbergi á hveijum einasta degi fram að keppninni. Eftir að ég hafði unnið keppnina þama í Stapa bað Jakob mig um að koma fram á Hótel Sögu, sem gestur, kvöldið sem Reykjavíkurbark- inn var valinn. Það var stór stund í lífi mínu, — alveg meiri- háttar. Þama fékk ég fyrst smjörþefinn af því hvernig það er að slá í gegn. Þegar ég var búinn að syngja fyrstu línuna stóð fólkið upp og klappaði. Það var alveg rosalegt — svo komu fagnaðarlætin aftur þegar ég byijaði að tala í viðlaginu, — þetta var alveg meiriháttar. Ég fór svo skjálfandi út af sviðinu þegar lagið var búið og heyrði fagnaðarlætin eins og í fjarska. Þetta var alveg stórkostleg tilfinning." Það var sagt að þú hefðir náð Agli Ólafs svo vel að margir héldu að það væri hann sjálfur, á bak við með hljóðnema. Var það markmiðið að líkja eftir Agli í þessu lagi? „Nei, alls ekki. Það sem mér þykir verst við þetta er þegar fólk segir að ég sé að stæla Egill. Það var aldrei ætlúhin að stæla hann og sannleikurinn er sá að ég hugs- aði ekki einu sinni um Egil þegar ég var að syngja þetta. Sjálfum finnst mér Egill túlka þetta lag allt öðmvísi en ég. Auðvitað hafði ég hlustað á lagið í upprunalegri út- gáfu með Stuðmönnum, en vísvit- andi var ég ekki að reyna að ná Agli. Við hljótum bara að vera með svona líkar raddir. Ég vil alls ekki að menn taki mig sem einhveija eftirhermu enda stefni ég að því að verða góður söngvari með minn sérstaka stíl." I Hefurðu aldrei verið feiminn við að koma svona fram? „Ég er mjög feiminn að eðlisfari og fæ alltaf sviðsskrekk rétt áður en ég kem fram. En svo hverfur það yfirleitt á annari línu og eftir það finnst mér bara gaman.“ Mikið lært af Stuðmönnum „Annars var undirbún- ingurinn og þátttakan í þessari látúnsbarkakeppni var í alla staði mjög skemmtileg. Fyrir loka- keppnina unnu allir þátttakendur saman að undirbúningi, það þurfti til dæmis að taka upp myndbönd fyrir sjónvarpsþáttinn og við kynnt- umst vel á þessum stutta tíma. Þetta var góður og skemmtilegur hópur og gaman að taka þátt í þessu. Eg hef líka lært mikið af því að vinna með Stuðmönnum, enda hafa þeir verið í miklu uppá- haldi hjá mér frá því ég man eftir mér. Ég hafði ekki heyrt í neinum hinna keppendanna fyrr en á æf- ingu fyrir lokakeppnina og vissi því ekkert við hveiju mátti búast af þeim. Þegar ég hafði svo heyrt í þeim á æfingunni var ég viss um að ég ætti ekki sjens. Eftir við- tökumar á Sögu hafði ég verið vongóður, en það hrundi allt þama á æfingunni. Mér fannst öll hin miklu betri. Þess vegna kom mér það mjög á óvart að vinna keppn- ina.“ Ertu ekkert hræddur um að þessi nafngift, „ látúnsbarkinn “ festist við þig? „Það er auðvitað alltaf hætta á því og það yrði hræðilegt ef það myndi gerast. Ég vona þó að þetta gleymist fljótt og mér takist að skapa mér nafn sem söngvari ári þess að alltaf sé minnst á barkann í leiðinni.“ Elvis á Sögu Og nú er það EIvis á Sögu? „Já, nú er gamli draumurinn að rætast, að fá að túlka Presley-lögin á sviði. Þetta er hálftíma sýning þar sem lögin era keyrð i gegn hvert á fætur öðra. Erfitt, en æðis- lega skemmtilegt. Ég átti nú aldrei von á héma í gamla daga að þessi draumur myndi nokkum tíma ræt- ast. En það er að gerast núna.“ Og þú neitar því þá ekki að þú ert að stæla EIvis íþessari sýningu? Sjá bls. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.