Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 4

Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/Sverrir „Elvis var stórkostlegfasti maður sem fœðst hefur á þessari jðrð.“ — Bjami Arason i hlutverki rokkkóngsins sáluga á sviðinu í Súlnasal. , Að slá i gegn „Sjáðu til, þetta kemur auðvitað ósjálfrátt. Röddin í mér liggur þama og þetta passar vel fyrir mig. Ég gæti til dæmis aldrei stælt Mic- hael Jackson eða George Michael. Þessi sýning er nokkuð sem ég varð að gera í minningu Elvis, því hann er merkilegasti maður sem nokkum tíma hefur fæðst á þessari jörð.“ Er eitthvert eitt lag í meira uppá- haldi hjá þér en önnur, af þessum Presleylögum? „Það er nú erfitt að gera upp á milli þessara laga. Þau eru öll skemmtileg og hvert öðru betra. Líklega er þó „My Way“ það lag sem ég fæ mest út úr að syngja. Það er alveg sérstök tilfmning að túlka Elvis og ég tel mig hafa lært mikið af því að syngja lögin hans Þessi Presleysýning er því bara hlutur sem ég varð að koma frá mér. Þegar henni lýkur mun ég svo snúa mér að sjálfum mér, viða að mér nýjum lögum og búa mig und- ir framtíðina og eigin feril í brans- anum.“ Ertu með eitthvað sérstakt á pijónunum varðandi framtíðina? „Ég reikna með að gera nýja plötu. Það er alla vega planið og svo vonar maður bara það besta. Varðandi framtíðina þá vonast ég til að geta haldið mig í þessum bransa sem lengst. Það er alla vega ekkert annað sem ég gæti hugsað mér að gera í framtíðinni." Ertu sjálfur farinn að semja lög? „Nei, mér finnst ég einfaldlega ekki nógu góður til þess, allavega ekki ennþá. Það er alltof mikið um að tónlistarmenn hér á landi eru að reyna að böggla einhveiju saman á plötu og svo er þetta handónýt músík. Þá er nú betra að láta aðra, sem hafa hæfíleikana, um að semja Iögin fyrir sig.“ Hættulegnr bransi Nú ertu skyndilega orðinn fræg- ur og vinsæll. Hvemig tiifinning er það? „Ég veit nú ekki hvort ég er orð- inn svo rosalega frægur og vinsæll. Ég verð auðvitað var við að fólk þekkir mig orðið á götu og það getur stundum verið óþægilegt því eins og ég sagði áðan er ég feiminn að eðlisfari. Svo eru það gróusög- umar sem fara svolítið í taugamar á mér^ til dæmis þegar sagt er að ég sé uppdópaður eða blindfullur á sviðinu, sem er bara kjaftæði. Einu sinni átti ég að hafa drukkið heila vodkaflösku fyrir sýningu, — ég kannast nú ekkert við það. Svo hefur verið sagt að ég sé montinn ef ég er ekki nógu fljótur að heilsa á götu. Að öðru leyti verð ég nú ekkert mjög mikið var við þetta, — nema að það er hringt meira í mig en áður, aðallega einhveijar stelpur. Og það em oft einkennileg símtöl skal ég segja þér. Um daginn hringdi ein og spurði hvort væri búið að bjóða mér í bíó um kvöldið. Ég neitaði því og þá kom löng þögn, en síðan lagði hún á. En svona gengur þetta og líklega verður maður bara að sætta sig við svona nokkuð sem hluta af bransanum." „Það er erfitt að gera upp á milli laganna, en líklega fæ ég mest út úr því að syngja My Way.“ Ertu ekkert hræddur um að þú sért of ungur til að fara út í þenn- an bransa, að þetta sé of mikið of snemma? „Nei, ekki ef ég held rétt á spöð- unum. Ég hef að vísu vanrækt skólann út af þessu og verð að gera eitthvað til að bæta úr því. Undanfarin ár hefur allur minn tími farið í tónlist og fótbolta og nú hefur fótboltinn líka orðið að víkja. En mér bara dettur ekki nokkur skapaður hlutur annar í_ hug sem mig langar til að gera. Ég veit að þessi bransi er stórhættulegur ef menn passa sig ekki og ég ætla að reyna að forðast þau mistök, sem alltof margir hafa lent í, að sukka sig út úr bransanum. Minn draumur er nefnilega að halda mig í þessu sem allra lengst og ef mér á að takast það verð ég að fara varlega." Sv.G. brother tölvuprentarar Brother tölvuprentarinn aö gerð M-1709 hefur sérstöðu á markaðnum að því leyti að hægt er að prenta á laus blöð, t.d bréfsefni, án þess að taka samhangandi form úr, t.d. nótur. Skipholti 9 Allir Brother prentararnir eru með bæði serial og paralleltengi. s. ©22455 & 24455 ua Leturhjól í verslunar- og skjalaprentun. Prentari fyrir heimllistölvuna. Prentari fyrir bókhaldstöivuna. W 6fS>A . IFWRTOIW V£5$i' HR 20 fékk IF verölaun. Tilboð «» sem gefasí ekki á hver jum degi. Nú býður Árfell hin vönduðu stofuskilrúm ásamt úti- og innihandriðum á sérstöku tilboðsverði í heilan mánuð. Frá 10. okt.-10. nóv. Hjá okkur kemur þú með hugmyndir og við útfærum. Komum, tökum mál og gerum tilboð. Tilboðið stendur aðeins í mánuð svo rétt er að hafa samband strax og tryggja sér vandaða smíð á góðu verði. Haflð samband vlð söluaðlla: _ w BGÐIN ÁRMGLA 17a TRESMIÐJA BYGGINGAWÓNGSTA SÍMAR 84585-84461 KAUPFÉLAGS HVAMMSFJARÐAR ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.