Morgunblaðið - 11.10.1987, Síða 8

Morgunblaðið - 11.10.1987, Síða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU VERÐI Allar RING bílaperur bera merkið (D sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs Afmæliskveðja: PÁLL G. JÓNS- SON SIGLUFIRÐI Páll Gísli Jónsson, bygginga- meistari í Siglufirði, verður sjötugur á morgun, mánudaginn 12. októ- ber. Foreldrar hans voru Pálína Pálsdóttir og Jón Björnsson, trésmíðameistari, kenndur við Ljótsstaði í Unadal i Skagafirði, sem eldri Siglfírðingar muna vel og þekktu af góðu einu. Páll Gísli fetaði í fótspor föður síns, hvað starfsval varðar, og nam fag sitt bæði hérlendis og í Dan- mörku. Þar kynntist hann konuefhi sínu, Eivor Jónsson, sænskri að ætt og varð þeim sex bama auðið. Elzt er Víóla, gift Kristni Rögnvalds- syni, byggingameistara, Siglufirði. Næst elst Maj-Britt, gift Jóhannesi Blöndal, rafvirkjameistara frá Siglufirði, nú búsett í Reykjavík. Jón Pálmi, bæjarritari, kvæntur Katrínu Leifsdóttur. Karl Eskil, kennari, kvæntur Jóhönnu Ragn- arsdóttur. Bjöm Gunnar, sjómaður, kvæntur Jóhönnu Sveinsdóttur, og Erik, nemi í smíðum, ókvæntur. Páll átti dóttur fyrir, Þórhildi, sem gift er Kristjáni Lárentínussyni, skipstjóra í Stykkishólmi. Páll stundaði sjálfstæðan at- vinnurekstur framan af starfsferii sínum, en hefur verið byggingar- meistari hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins frá árinu 1952. Hann er hagur maður, eins og hann á ætt til, og harðduglegur og þóttu þau verkefni í góðum höndum, er hann tók að sér. Páll hefur alið allan sinn aldur í Siglufirði, ef undan eru skilin nokk- ur tímabil náms og starfs utan bæjarmarka. Þar liggur bróðurpart- ur starfsferils hans og þar eru hans hjartarætur, enda Siglfirðingur af lífi og sál. Ættir Páls eru hinsvegar skagfirzkar og hann hefur starfað ötullega innan Skagfirðingafélags- ins. Hann hefur og starfað innan Rotarýklúbbs Siglufjarðar. Félags- málastarf Páls var þó fyrst og síðast innan Félags sjálfstæðismanna í Siglufirði, en þar var hann verkfús, hvenær sem á þurfti að halda, ráð- hollur og tillögugóður. Hann var um tíma varafulltrúi í bæjarstjóm Siglufjarðar fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og sat í ýmsum nefndum. Ég sé ástæðu til þess á þessum tímamótum, fyrir hönd siglfírzkra sjálfstæðismanna, heima og heim- an, að senda Páli á Ljótsstöðum, en svo er heimili hans gjarnan nefnt, beztu ámaðaróskir sjötugum og þakka honum kynni og samstarf. Páll G. Jónsson dvelur nú á Landspítala, en hann hefur átt við veikindi að stríða undanfarið. Það er von okkar, vina hans, að hann megi hafa góðan bata og eiga mörg góð ár í heimaranni. Stefán Friðbjarnarson Ferðafélag íslands: Mynda- sýning frá Nepal VETRARSTARF Ferðafélags íslands hefst með mynda- kvöldi miðvikudaginn 14. október. Sýndar verða myndir úr ferð til Nepal, sem þær Helga Garðarsdóttir, Salbjörg Óskarsdóttir og Sigríður Þor- bjarnardóttir fóru í samfloti við félaga í íslenska alpa- klúbbnum sl. vor. í Nepai gengu konumar ásamt fjórum öðmm á fjaliið Tharpu Chuli II sem er 5.300 metra hátt. Aðal- ganga ferðarinnar var hinsvegar 23 daga ferð umhverfis Annapuma fjallgarðinn, en sá hringur er talinn ein af bestu og fjölbreyttustu leið- unum til gönguférða í Nepal, að því er segir í fréttatilkynningu frá Ferðafélaginu. Myndasýningin hefst kl. 20.30 í Risinu að Hverfisgötu 105 og er öllum opin. NÖRTHLflND ■ PANDA ■ HUMMEL Dunulpur - kuldaúlpur , miklu urvali VALLIS Glansdúnúlpur Stærðir: 8-10-12-14 - Verð: 5.350.- S-M-L-XL-XXL - Verð: 5.650.- Litir: grænn/blár/ljósgrár BASIC LONG Stærðir: M-L-XL-XXL - Verð: 5.990.- Litir: kakígrænn/grár/blágrænn SATURN m/dúnfyllingu Stærð: M-L-XL-XXL - Verð: 6.345.- Litir: Kakigrænn/grár/blágrænn VIGO Stærðir: 10-12-14-16 S-M-L-XL Verð: 3.950 Litir: Svört/lilluð/blá EL FERROL Stærðir: 12-14-16 Verð: 2.995.- S-M-L-XL Verð: 3.495.- Litir: rauður/blár/ljósblár PANDA Glansdúnúlpur Stærðir: 128-140-152-164 - Verð: 5.590.- S-M-L-XL-XXL - Verð: 5.990.- Litir: Navyblár/kóngablár/turkisblár ANTONY Stærðir: 6-8-10-12-14-16 — Verð: 2.950.- S-M-L-XL - Verð: 3.220.- Litir: Blátt/grænt/ljósblátt Drapp/grátt/grænt BALTIC m/dúnfyllingu Stærðir: XS-S-M-L-XL-XXL - ‘6.190.- Litir: Svartur/dökkblár/bleikur/ grænblár Póstsendum. VISA 178, sími 16770 »huamel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 Reykjavík s:83555

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.