Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 10
i 10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 ÆFIR OKUMENN^M Vissara að vera fljótur að víkja Lögreglan í Suður-Kalifomíu hefur komið á fót sérstökum „hrað- brautasveitum", sem hafa það verk- efni eitt' að hafa hendur í hári skotglaðra ökumanna og annarra of- beldisseggja á götunum. Var gripið til þessara ráða eftir elleftu skotárás- ina á fímm vikum. Til þess hafa fjórir menn verið skotnir til bana á hrað- brautunum og þrír særðir, þar af er einn lamaður að nokkru leyti. Umferðarhnútar og öngþveiti er orðið daglegt brauð á Los Angeles- svæðinu, þessu umfangsmesta þjóð- vega- og hraðbrautaneti í heimi. A hveijum degi svarar umferðin til þess, að eknar séu 75 milljón mílur og ein- stakar ökuferðir eru taldar vera um sex milljón talsins. Síðasta atvikið var með þeim hætti, að ökumaður var að reyna að forðast umferðarhnút með því að aka út af veginum þegar tveir menn óku upp að bflnum og tóku að skjóta á hann með skammbyssu. Ökumaðurinn fyrr- nefndi snarhemlaði og skotin misstu marks. Skömmu áður bar það til á svipuð- um slóðum, að maður einn hafði lagt bflnum sínum í hliðargötu og neitaði að færa hann úr stað. Eftir hávært rifrildi við annan, sem vildi komast leiðar sinnar, var hann skotinn til bana og þriðji maðurinn, sem vildi skerast í leikinn, var einnig drepinn á staðnum. Yfírvöld í Los Angeles eru viss um, að ofbeldisverkin stafí næstum ein- göngu af taugaveiklun og reiði vegna umferðaröngþveitisins í borginni. Mörgum er enn í fersku minni 29. október í fyrra en þá olli eitt einasta umferðarslys á San Diego-hraðbraut- inni umferðarstöðvun í átta klukku- stundir og tugir þúsunda ökumanna máttu bfða allan þann tíma í brenn- heitum bflunum. Los Angeles er samt sem áður ein af fáum borgum, sem eru beinlínis byggðar með tilliti til bflsins. Þeir, sem halda fram ágæti vegakerfisins þar, segja, að ástandið í borgum eins og Róm, London og New York sé miklu verra. Það má vera rétt, að umferðar- hnútamir séu fleiri á þessum stöðum, en það, sem Los Angelesbúum svíður sárast, er, að vegakerfið þeirra á að vera sérstaklega hannað fyrir þægi- lega umferð. Annars staðar í Kalifomíu, eins og til dæmis á San Francisco-svæðinu, er ástandið litlu betra og einnig þar hafa menn gripið til byssunnar. Um- ferðarsérfræðingar þar áætla, að daglega fari 50.000 klukkustundir í súginn vegna öngþveitisins og í öllu ríkinu 300.000 klukkustundir. Áætlað er, að efnahagslegt tap af þessum sökum sé hvorki meira né minna en 10 milljarðar dollara á hverri viku. - CHRISTOPHER REED CHERNOBYLI Kjamorkuslysið kostaði Rússann 12.600 milljarða Chemobyl-slysið kostaði Sovét- menn 200 milljarða sterlings- punda, slysið sjálft og efnahagsleg- ar afleiðingar þess, eða sem samsvarar 12.600 milljörðum króna. Kom þetta fram í máli hátt- setts sovésks embættismanns í London um miðjan síðasta mánuð. Anatoli Mikeev, yfírmaður slökkviliðsmála í Sovétrílqunum, sagði, að slysið í kjamorkuverinu í Chemobyl í apní síðastliðnum sýndi, að það væri ekkert, sem héti fullkomlega öruggt kjamorku- ver. Mikeev, sem tók þátt í Alþjóða- ráðstefnu lögreglumanna í London, kvaðst viðurkenna, að sovéskir slökkviliðsmenn hefðu aldrei leitt hugann að því hvemig það væri að fást við gerónýtan eða skemmd- an kjamakljúf. „Líkumar á slíku slysi vom raun- ar taldar mjög litlar og ekki gert ráð fyrir þeim í neinum áætlun- umj“ sagði Mikeev. Á fundi á ráðstefnunni, þar sem rætt var um viðbrögð við meirihátt- ar slysum og hamfömm, sagði Mikeev, að í Chemobyl hefðu sov- éskir slökkviliðsmenn í fyrsta sinn komist í kynni við skemmdan kjamakljúf „og allir, sem réðust fyrst til atlögu við eldana, urðu fyrir hættulegri geislun. Þrátt fyrir tilraunir læknanna létust sex þeirra." i ii i ii n i Hvaö höfðíngjamir hafast að - er ófagnrt M álvísindaprófessorinn við há- skólann í Belgrad var með öllu ósveigjanlegur. „Því miður, ég get ekki tekið við ritgerðinni þremur dögum eftir, að þú áttir að skila henni. Ég vildi gjama geta hjálpað þér en það er ekki lengur á mínu valdi. Þú þekkir reglumar og verður að endurtaka námsárið." Tíu mínútum síðar rakst prófess- orinn aftur á námsmeyna þar sem hún sat hálfgrátandi af tilhugsuninni um aukaárið. „Heyrðu annars, hvað- an ertu af landinu?" spurði prófessor- inn. Stúlkan, sem var serbnesk, var að því komin að segja Belgrad þegar hún áttaði sig. „Foreldrar mínir em frá Titograd," sagði hún. „Ó, góða mín,“ sagði þá prófessorinn, „hvers vegna sagðirðu mér ekki, að þú værir Svartfellingur? Við verðum að standa saman eins og þú veist. Héma, láttu mig fá ritgerðina." Ekki verður sagt, að júgóslavneski prófessorinn hafi látið réttsýnina ráða en þó er afbrot hans bara smá- mál í samanburði við það, sem ungverski lagaprófessorinn Gyorgy Kiss við Eotvos Lorant-háskólann leyfði sér. Fyrr á árinu kom það fram fyrir rétti í Budapest, að hann hafði stundað það lengi að selja verðandi lögfræðingum inntökuprófín f laga- deildina fyrir sem svarar til 16.000- 40.000 ísl. kr. Kiss lést raunar í sumar og þykir dauði hans heldur grunsamlegur. Það kemur ekkert málinu við þótt hér hafí verið um tvo kennara að Mikeev sagði, að slökkviliðs- mennimir hefðu ekki aðeins orðið að glíma við beinar afleiðingar sprengingarinnar, heldur einnig þurft að dæla burt geislavirku vatni, vemda nálægar byggðir og gæta þess, að eldar kæmu ekki upp víðar. „Jafnvel lítill eldur í menguð- um skógi eða mómýmm hefði orðið margfalt hættulegri en mikill elds- voði við venjulegar aðstæður," sagði hann. Meðan þessu fór fram var lög- reglunni skipað að girða af þorpið Pripyat og halda uppi lögum og reglu en 30 klukkustundum eftir slysið var ákveðið að flytja burt alla í 30 km fjarlægð frá verinu. Tók flutningurinn 10 daga og á þeim tíma var farið burt með 92.000 manns á 2.172 strætisvögn- um og 1.786 vömbflum. Strax eftir brottflutnigninn varð að fínna húsaskjól fyrir fólkið og var sumum komið fyrir á heimilum og skólum en jrfír aðra varð að koma upp bráðabirgðahúsnæði. Taldi Mikeev, að heildarkostnaður- inn við slysið og afleiðingar þess, þar með talin læknismeðferð þeirra, sem urðu fyrir geislun, næmi sem CHERNOBYL — Smámunir í samanburði við kjarnorku- sprengjuna. fyrr segir 200 milljörðum enskra punmda. „Chemobyl-slysið sýnir glögg- lega hvaða hættu stafar af óheftri kjamorkuvinnslu og hvað geislun- in, jafnvel þótt lítil sé, getur haft alvarlegar afleiðingar. Við hljótum því að leiða hugann að þeim ósköp- um, sem gætu fylgt kjamorkustyij- öld. Sérfróðir menn hafa reiknað út, að geislunin, sem hlytist af kjamorkuflaug af minnstu gerð, sé þrisvar sinnum meiri en varð af Chemobyl-slysinu." - PAUL KEEL tð. . 1& ræða. í löndunum, sem í eina tíð voru undir Habsborgurum eða Tyrkj- um, er spillingin eins og samofín samfélaginu. Yfir þeim öllum grúfir skriffínnskan, sem aldrei er kölluð til ábyrgðar, og fer létt með að laga sig að hugmyndakerfi valdastéttar- innar hveiju sinni. „Bureaucratus Habsburgianus" er sama hvort um er að ræða konungsstjóm eða klerka- veldi, lýðræði eða einræði fasista eða kommúnista. í sfðasta mánuði komst upp um mesta fjármálahneyksli í Júgóslavíu eftir stríð og f ffamhaldi af því neyddist varaforsetinn, Hamdija Poz- derac, til að segja af sér. í ræðu, sem Todor Zhivkov, forseti Búlgaríu, hélt um svipað leyti, sagði hann, að hér- uðin í landinu, 28 að tölu, yrðu sameinuð í níu stærri og hefði það verið ákveðið vegna þess, að þeim hefði í raun verið stjómað af „léns- herrum". Um svipað leyti lauk í Tékkóslóvakíu réttarhöldum í máli Stanislavs Babinsky en hann hélt þvf fram, að forsætisráðherrann og ut- anríkisráðherrann hefðu tekið við mútum. Þá má nefna Gemot Preschem, fyrrum undrabam f austurrískum iðnrekstri, en hann hefur hótað að fletta ofan af ýmsum háttsettum mönnum. Talið er líklegt, að hann hafi í þeim efnum nokkur góð tromp á hendi vegna vitneskju sinnar um HUGARVIL Fanginní Zemach- stræti Einmana lögreglumaður stendur í litlu skýli við einbýlishús á homi Zemach-strætis í Yefe Nof sem er friðsælt úthverfí Jerúsaiem- borgar. Að öðm leyti er ekkert sem bendir til þess að þar búi Menachem Begin, fyrmm forsætisráðherra ísraels. Hús hans er ekkert frá- bmgðið öðmm miðstéttarheimilum þar í grennd. Grannamir em vanir að benda forvitnum gestum á hús Begins, en þeir vita fátt um manninn sjálfan fremur en aðrir ísraelsmenn. Hann hefur nánast algerlega dregið sig í hlé frá opinbem lífi og hefur sára- sjaldan sézt frá því að hann lét skyndilega af embætti foreætisráð- herra fyrir fjórum áram. Begin er stundum kallaður „fanginn í Zemach-stræti", en hann hefur verið þögull sem gröfin um atburði þá sem leiddu til afsagnar hans. Algengasta skýringin og trúlega einnig sú rétta er að hann hafí ver- ið andlega bugaður vegna hörmu- legra afleiðinga stríðsins, sem hann vopnasölu Voest-Alpine, stæreta ríkisfyrirtækisins í Austurríki, til ír- ans. Enginn v eit hve margir af þeim, sem þegar hafa verið nefndir á nafn, verða látnir svara til saka en flestir telja sjálfgefið, að höfuðpauramir muni sleppa. í Bratislava var fyrmefndur Stan- islav Babinsky dæmdur í 14 ára fagnelsi fyrir að halda háttsettum stjómmálamönnum dýrlegar veislur og skemmtanir í gamalli myllu, sem hann hafði gert upp. Mennimir, m.a. æðsti maður ríkisvaldsins og aðalrit- ari kommunistaflokksins í héraðinu, sem notfærðu sér þjónustuna, vænd- iskonur, góðgæti alls konar, sem smyglað var inn frá Vesturlöndum, og veiðiferðir í þyrlu, vom hins veg- ar aðeins dæmdir í fímm og sex ára fangelsi. Þegar Rude Pravo, málgagn kommúnistaflokksins, sagði loks frá réttarhöldunum nokkmm mánuðum eftir að þau hófust, var að sjálfsögðu ekkert minnst á hlutdeild stjóm- málamannanna. „Vissulega hafa stórkarlamir úr hærri söðli að detta," segir Milan Nikolic, stjómmálafræð- ingur í Belgrad, „en þeir standa líka miklu betur að vígi.“ Enginn vafi er á, að í þessum efn- um hafa sumir háttsettir stjóm- málamenn fleiri líf en kötturinn. Árið 1981 varð Hannes Androsch að fara frá sem fjármálaráðherra í Austurríki vegna þess að hann var flæktur í skattsvik en nokkmm mán- uðum síðar var hann samt sem áður skipaður bankastjóri Creditanstalt, stæreta bankans í landinu. „Annars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum," sagði vestrænn stjómarerindreki í Prag, „myndu svona atburðir kollvarpa ríkisstjóm- inni á einni nóttu. Það gerist ekki hér.“ Norður-Evrópumenn og Banda- ríkjamenn þekkja vel til spillingar en í Balkanlöndunum er hægt að vera staðinn að verki en sleppa samt... ef menn hafa réttu samböndin. -MISHA GLENNY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.