Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 12

Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Sláturtíð er að ljúka. Setur jafn- an svip á mannlífið á íslandi. Víðar en hjá þeim sem standa á blóðvellinum í sláturhúsunum. Ekki síður hjá þeim sem engar skepnur sjá eða eiga, njóta þess bara að eiga kost á nýju slátri, lifur og hjörtum og ófrosnu kjöti í matinn. Hvaða matur er betri en kjötsúpa úr nýju kjöti og nýju grænmeti. Eflaust nýta heimilin sér þetta enn, en ekki verðum við hér í miðbænum vör við að veitingahúsin hafi heyrt um nýmetið í sláturtíðinni. Horfnir þeir góðu gömlu dagar þegar hægt var að ganga að íslenskum heimilismat á Hótel Vík. Kannski einhver taki við sér nú þegar sá hugkvæmi lista- kokkur Hilmar B. Jónsson hikar ekki við að bjóða sem forrétt rúsínublóðmörinn hennar móð- ur sinnar með kanel og epla- sneiðum í forsetaveislu suður í Rómaborg. Og gerast veislur varla fínni og snobbaðri en þessháttar opinberar móttökur. Brátt hafa okkur lagst til a.m.k. 2000 tonn umfram þau 11 þúsund tonn af kindakjöti, sem ríkissjóður hefur lofað að tryggja fulla greiðslu fyrir. I fyrra torguðum við sjálf 8800 tonnum. Afgangurinn fór fyrir lítið. Hvað ætli við torgum miklu í ár? íslenskur fararstjóri lýsti við mig vandræðum sínum. Venju- lega er hann með vikulangar pakkaferðir, þar sem erlendir túristar eru búnir að borga fyr- irfram ferðir, gistingu og mat. Þegar líður á vikuna eru ferða- mennimir nú famir að spyija hvenær þeir fái að borða lamba- kjötið ljúffenga, sem látið sé svo mikið af í ferðaoæklingunum. Þá eru þeir vísast búnir að fá á fyrsta kvöldi svínakjöt, næsta kjúklingakjöt, þá fískmáltíð og aftur birtist svínakjöt. Farar- stjórinn er nú farinn að líta inn í eldhúsin á viðkomustað og spyijast fyrir um matseðilinn. Kveðst fá það svar að svona hópmáltíðir þurfí að bjóða niður til ferðaskrifstofanna og í sam- keppninni hafi þeir ekki efni á að hafa lambasteik. Svínakjöts- máltíðin sé ódýrari. Þetta voru dapurleg tíðindi. Sé þetta rétt hjá heimildarmanni munu ferðamenn lítt draga okkur að landi með lambakjötið. Flest ætlar að verða okkur vesaling- unum að óhamingju. Og hvað má nú til bjargar verða? íslendingar hafa víst áttað sig á því að ekki þýðir að fram- Ieiða lambakjöt fyrir erlendan markað á voru svala landi og með þeim tilkostnaði sem lagð- ur er á hann. Islenskir bændur hafa tekið þessum skelfílegu tíðindum, sem lengi voru þeim dulin, af miklum kjarki. Eru nú í óða önn að skera framleiðsluna niður í innanlandsneysluna eina. Verið er að minnka kinda- kjötsframleiðsluna um þúsund tonn. Nú falla í verði í or- ustunni miklu feitir og pattara- legir dilkar, fjáríjöldi takmarkaður á hvert bú og hvetjandi aðgerðir í niður- greiðslunum eiga að fá menn til að sleppa sauðfjárræktinni. Gamlir bændur og ofbeitar- svæðamenn keyptir til að hætta. Þetta er stórt átak og merkilegt. Og vonandi tekst með þessum fómum að losna undan umframbyrgðunum eftir innanlandsneysluna. I miðjum bardaganum ber- ast þau válegu tíðindi að landsmenn, sem eitt sinn ruku til að borða hvalkjöt af ættjarð- arást þegar óvíst var um sölu á því og útlendingar vildu leggja niður hvaladráp, draga úr lambakjötsáti sínu, um 500 tonn í fyrra. Einhvem hvem veginn þvæl- ist það samt dulítið fyrir venjulegum neytanda að ódýr- ara sé að framleiða kjöt með innfluttu fóðri en fóðri sem vex á jörðinni. Sem hægt er að beita á frítt á sumrin og safna á staðnum til vetrarins. Jafnvel þótt langsótt fóður sé eitthvað niðurgreitt heima. Skyldi nú til- kostnaðurinn minnka á hvetja^ kind, þegar markinu er náð og: öll bú í landinu orðin meðalbúi eða smábú? Fyrir fáum árumi var ég á ferð um landsbyggðina með ferðafólki úr erlendri sveit um heyskapartímann. Þau spurðu alltaf: hvaða stórbú er þetta, sem ber svona mikið af vélum? Þetta var á tíma hækk- andi olíuverðs og þau sáu á hveijum bæ í gangi traktor eða tvo, snúningsvélar, bindivélar, jeppa og eitthvað fleira. Engin svör lágu á lausu, önnur en hér háttaði svo til að reiknað væri út hvað menn þyrftu að fá fyr- ir afurðimar og það væri borgað. Svo einfalt væri það. Ekkert vefst fyrir ykkur, íslend- ingum, sögðu þau. En ef nú er sú vá fyrir dyr- um að íslendingar borða ekki lambakjötið - ekki einu sinni af ættjarðarást. Og reyna ekki heldur að koma því ofan í út- lendinga, sem sækja okkur heim? Hvað gerist þá? Búið að koma öllum búum niður í smábú, ekki satt? Verður dregið úr tilkostnaði með fækkun fjár- ins? Eða leggst bara meiri tilkostnaður á hvem skrokk? Vísast em þetta vondar hugsan- ir. En dulítið væri það nú dapurlegt ef að lambakjötið okkar góða yrði ekki einu sinni samkeppnisfært á innanlands- markaði eftir allar þrengingam- ar við að losna við framleiðsluna handa útlendingum. Verður ekki hver Islendingur að standa sína plikt? Ekki væri kannski síður ástæða til að hefja nú eina af þessum her- ferðum en í hvalkjötsæðinu um árið og kaupa lambakjötið um- fram annað. Að minnsta kosti nú meðan það er alveg glænýtt og lítt frystigeymt. Sparar líka rafmagnskostnað í frysti- geymslum. Skýtur þá ekki upp í hugann þjóðsumarsvísunni hans Piet Hein, sem Helgi Hálfdánarson sneri svo: Hér stöndum vór og þenkjum uppá þetta: að þama er kýr á beit og gras að spretta. sól skín íheiði og hafíð er svo góðlegt, vér hugsum: Drottinn minn, hvað allt er þjóðlegtl Teikning Kristján H. Magnússon málningar sprautur Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 Áskriftarsíminn er 83033 85.40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.