Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 14

Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 a DRornNawfl Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Asdís Emilsdóttir Séra Svavar A. Jónsson í fermingarfræðslunni er reiknað með himni og jörðu Rætt við Helí Savolainen um kirkjuna í Finnlandi Borðstofan í Skálholti ilmaði af hádegismatnum, sem bráð- um yrði borinn fram og ómur af hópstarfi þessa sunnudags- morguns barst inn að horn- borðinu. Það var i september- byrjun, æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hafði af um- hyggju sinni og árvekni safnað leiðtogum saman til menntunar og uppörvunar fyrir vetrar- starfið. Á móti mér í hominu sast Helí Savolainen frá Finnlandi. Hún kenndi okkur mýmargt á þessum mótsdögum og okkur finnst hún hljóti að kunna næstum allt um þjálfun æskulýðsleiðtoga. í tæp átta ár hefur hún verið einn af skipuleggjendum æskulýðsstarfs- ins í lútersku kirkjunni í Finnlandi og tekið þátt í mótun mikillar heildar áætlunar um æskulýðs- starf kirkjunnar. Áður vann hún í tæp átta ár sem „lektor" í söfn- uði í Tapiola. Lektorar eru þær konur, sem hafa starfað sem prestar með takmörkuð réttindi, vegna þess að konum hefur til þessa verið meinuð prestvígsla í Finnlandi, hversu óskiljanlegt sem það nú er. En á næsta ári verða fyrátu lektoramir vígðar og svo ein af annarri þvi nær allar ætla þessar konur að vígjast. Ekki bákn heldur grasrót Við Helí spjöllum saman um æskulýðsstarfið í Finnlandi yfir ijúkandi kaffibollum, sem Berg- ljót í eldhúsinu færir okkur. Tilveran er góð. Yfir fyrsta bollan- um úrskýrir Helí skipulag Kirkju- húss fínnsku kirkjunnar, sem stendur í Helsinki. Þar er starfað í 12 deildum. Hver þeirra hefur sitt verkefni, t.d. menntun, utan- ríkismál eða sálusorgun. Á æskulýðsskrifstofunni, sem Helí vinnur við, starfa fímm manns og skipta með sér verkum. Helí sér um þjálfun presta og annars kirkjufólks f æskulýðsstarfi og annast líka samband fínnsku kirkjunnar við æskulýðsstarfið í hinum Norðurlöndunum. Ég spyr hana hvað felist í því að þjálfa æskulýðsleiðtoga og velti því fyrir mér hvort mikið bákn sé byggt til að safna saman öllu þessu fólki. En það er ekki svo. Kirkjan borgar námið í Finnlandi annast hvert bisk- upsdæmi þessa þjálfun fyrir sig, segir Helí. Þar em haldin nám- skeið og við frá æskulýðsskrifstof- unni komum á þessi námskeið og kennum. Allir eiga að sækja nám- skeið amk. fímmta hvert ár. Margir koma oftar, miklu oftar. Þetta fyrirkomulag gildir á öllum sviðum kirkjunnar. Þessi menntun er hluti af starfínu og þau, sem sækja námskeiðin fá greitt fyrir það. Fólk getur ákveðið sjálft hvaða nám það velur en æskulýðs- starfsfólkið t.d. verður samt að velja einhver námskeið á sínu sviði. Æskulýðsnámskeiðin fara fram eftir heildarskipulaginu, sem við höfum gert. En það er alltaf endurskoðað því allt breytist. Þemaárin Þetta er mikið mál og merki- legt og hefur oft verið rætt hjá okkur í íslenzku kirkjunni. Við tölum um það þangað til við fáum okkur í annan bollann. Þá fer Helí að segja frá þemaárunum. Annað hvert ár er valin yfírskrift, sem er unnið eftir í tvö ár sam- hliða öllum öðrum verkefnum heildarskipulagsins. Þema þessa árs er guðsþjónustulífíð, bæði gildi guðsþjónustunnar yfírleitt og kynning mismunandi möguleika. Næsta þema verður um umhverf- ismál og svo um Biblíuna og tengist nýrri biblíuþýðingu. Frelsi til sjálf- stæðs framtaks Æskulýðsskrifstofan á ekki bara að velja og ráðgera þessi þemaár heldur líka að hjálpa æskulýðsleiðtogunum til að gera þau að veruleika í starfnu. Þema- árin gera æskulýðsstarfíð fjöl- breyttara og gefa því nýtt líf. En æskulýðsleiðtogamir hafa frelsi hinn þríeina Guð, skaparann, frelsarann og heilagan anda. Það sé önnur hlið þess penings, sem unga fólkinu sé gefinn með ferm- ingarfræðslunni. Hin hliðin sé sú að hjálpa því að gera þessa trú að grundvallarkrafti daglegs lífs. Þar með sé unglingunum kennt að reikna bæði með himni og jörð í einu, því hvort tveggja sé mikil- vægt. Fimm greinar ferm- ingartrésins Við drekkum hægt og rólega úr kaffíbollunum og sökkvum okkur niður í þetta gleðilega um- ræðuefni. Helí fer að segja mér frá fímm þáttum, sem þau, sem sækja fermingarfræðsluna og fermast eiga að fá að njóta í kirkju sinni og er nánari útlistun á tveimur hliðum peningsins. * í fyrsta lagi eiga þau að fá að lifa svo í orðinu og sakramentun- Helí Savolainen og nýjar við að gera þessar grein- ar grænar og þróttmiklar. Gömlu og nýju aðferðimar þurfa alls ekki að stangast á, seg- ir Helí. Það er ekki mikilvægast hvað ég segi heldur hvað þau læra. Eftir að ég gerði mér grein fyrir þessu athuga ég hvað þau hafa lært. Gömlu aðferðimar ná ekki lengra en til þess að þau læra. En þau lifa ekki eftir því. Nýju aðferðimar miða að því að ná til reynzlu þeirra, tilfínninga þeirra og þess, sem þau eru að Skálholt til að fara eigin leiðir innan þessa ramma. Þetta hefur tekizt svo vel að nú er rætt um að taka upp þemaár í öllu starfi kirkjunnar. Það er samt ekki alltaf auðvelt að nota sömu yfírskrift fyrir æskulýðsstarfið og annað starf, en það er stundum hægt. Það er líka óþarfí að setja alltaf fastar reglur. Þrennskonar mark- mið þemaáranna í fyrsta lagi er hvert þema allt- af tengt heildarskipulaginu. í öðru lagi á það að varða þær spuming- ar, sem ungt fólk spyr og fjalla um líf þess sjálfs og menningu. í þriðja lagi á það að tengjast því, sem er að gerast í grennd við þau eða annars staðar í heiminum, segir Helí og við fáum okkur í þriðja bollann. Tvær hliðar pening’sins Á námskeiðínu í Skálholti ræddi Helí um markmið ferming- arfræðslunnar. Þau mál hafa líka verið ti! mikillar umræðu í kirkj- unni hér og eru það núna. Helí segir að aðal markmið fermingar- fræðslunnar sé að hjálpa ungling- unum til að eignast trausta trú á um að það verði þeim veruleiki. * í öðru lagi eiga þau að njóta samfélags við aðra í kristinni kirkju. * í þriðja lagi að fá að vaxa í ábyrgð gagnvart sköpun Guðs og verða hjálparfólk hans í sköpunar- verkinu. * í fjórða lagi eiga þau að fá að læra mat kristinnar trúar á sann- leikanum. Það á að hjálpa þeim til að meta á sinn eigin hátt hvað er rétt og hvað er rangt. Þessir þættir eru afskaplega veikburða í menningu okkar núna. * í fímmta lagi eiga þau að njóta þess andrúmslofts í fermingar- fræðslunni, sem hjálpar þeim til að fínna kærleika Guðs. Ferming- arfræðslan er sá vettvangur, þar sem þau mæta Guði. Gamaltognýtt , er ekki andstætt Við fáum okkur bara tíu dropa til viðbótar. Við tölum áfram um þessar fimm miklu greinar ferm- ingarfræðslunnar, sem eru settar fram í heildarskipulagi fínnsku kirkjunnar og hver um sig alsett margvíslegum laufum, sem sjálf- sagt eru ekki öll eins í hinum mismunandi söfnuðum kirkjunn- ar. Við lærum um gamlar aðferðir gera. Þegar það er allt innifalið verða þau áhugasöm. Því betur sem vð náum til allra þátta í per- sónu þeirra því betur tengist fermingarfræðslan raunveruleik- anum. Einfaldar aðferðir til að vekja hugsanir Helí hefur notað ýmsar að- ferðir í fyrirlestrunum og hóp- starfínu í Skálholti. Hún lætur okkur velja úr litum og tengja þá því, sem við erum að ræða, velja okkur steina og raða þeim upp eins og við vildum hafa hópinn, kirkjuna. Það er hægt að nota margskon- ar hjálpartæki til að komast að þeim vanda, sem við vitum að er einhvers staðar en blasir ekki við. Þannig getum við grafízt eftir vanda daglegs lífs, tilfínningum og óskum og við getum með þessu hjálpað þeim til að tengja Biblíuna lífí sínu. Þetta er einfaldað form en það er líka meiningin. Heildar- skipulagið mælir með svona aðferðum. En þær eru frá okkar hálfu bara beinagrind, sem hver æskulýðsleiðtogi og hópur klæðir svo eftir eigin hugmyndum. 80 spurningatímar Hópstarfíð er að verða búið og fólk að koma í matinn. Glaðværð- in fyllir borðstofuna og faðmar okkur hlýlega. Ég á enn eftir að spyija svo einfaldra spuminga sem þeirra hvað fermingarbömin í Finnlandi séu gömul og hvað fermingartímamir séu margir. Fermingarbömin verða fímmt- án ára á árinu, sem þau fermast. Fræðslan er miðuð við þann ald- ur. Þau fá áttatíu tíma til undir- búnings en þeim er skipað niður á ýmsan hátt. Þau hittast kannski tvisvar í viku að kvöldinu, einn til tvo tíma í einu. Það er líka hægt að hafa næstum alla fræðsl- una á einu námskeiði einhvers staðar utanbæjar. Það þykir gef- ast vel núna að hafa tíu daga samverur. En það er líka hægt að hafa þá samveru styttri. Þá koma þau í nokkra tíma áður heima í söfnuðinum. Söfnuðurinn skiptir mestu Það fer kannski bezt á því að hafa bæði formin saman. Tíu daga samvera í sumarbúðum tengir unglingana ekki safnaðarstarfinu en kennir þeim að umgangast hvert annað. Fermingarskóli heima í söfnuðinum getur orðið tilbreytingarlaus og gefur ekki þau samskipti, sem þroska þau nógu vel. Það er bezt að velja báða kostina. En það er ekki hægt að skipu- leggja þetta allt á skrifstofu í Helsinki og senda skipulagið út um allt Finnland. Við sendum bara beinagrindina, hugmyndir til að vinna úr. Fermingarstarfið í söfnuðunum er aðalatriðið og við á æskulýðsskrifstofunni erum svo til að hjálpa til við það. Og þar með setjum við kaffibollanna fram í eldhús og mér fínnst ég hlakka til vetrarstarfsins eftir þessa sam- veru við Helí Savolainen. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: 5. Mós. 6.4—9. Brýn það fyrir bömum þínum. Mánudagur: Orðskv. 3.13—15. Spekin er betri en gull. Þriðjudagur: Jes. 40.28—31. Kraftur Drottins. Miðvikudagur: Jer. 6.16. Gömlu götumar. Fimmtudagur: Mark. 2.13—17. Fylg þú mér. Föstudagur: Ef. 6.1—4. Foreldrar og böm. Laugardagur: L.Jóh. 5.1—4. Sigur trúarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.