Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Bílasýning um helgina BMW skapaði nýja línu af bílum um miðjan sjöunda áratuginn. Bíla sem sameinuðu tæknilega yfirburði stóru glæsikerranna og snerpu og lipurð litlu sportbílanna. Bíla með ótrúlega aksturs- hæfileika en um leið öryggi og léttleika. BMW hefur síðan þróað þessa sköpun sína í fjölda ára og með því tekist að gera gamla hugmynd að nýrri, og ekki aðeins nýrri, heldureinnig að framtíðar- hugmynd. Samspil glæsileika, öryggis og lipurðar ásamt nýrri 12 strokka vél í 7 línunni hannaðri af tæknilegri full- komnun og fágun gerir BMW að ánægjulegri reynslu. BMW býr ekki til leiðinlega bíla — og mun aldrei gera. Akstur BMVV er eitthvað sem veitir ómælda ánægju. Ánægju sem opnar þér nýjan heim. Þetta eru kitlandi orð en BMW vill endilega gleðja þig með 3 línunni — og þú brosir í BMW, það er víst. BMW 5 línan „Special Edition“ kemur til landsins með öllum tiltækum búnaði og á verði sem kallar fram kímni í huga þínum og kemur honum á flug. En í þessum bíl sannast slagorð BMW, „Aðeins flug er betra“. Rafstýring er í hurðum, speglum, rúðum, farangurs- geymslu og benslnloki. BMW sport- felgur, samlitir stuðarar og speglahús, leðursportstýri og annar búnaöur gerir 5 línuna „Special Edition" að þinni einkaþotu. Ekki gleyma sýningunni þann 10.-11. október. Opið frá 13-18 laugardag og sunnudag frá 10-18. Aðeins f lug er betra J ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.