Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 1
 VIKUNA 31. OKTOBER - 6. NOVEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 BLAÐ Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Hvað er að gerast? bls.3/6/7 Bamaefni bls.3 Bíóin í borginni bls.16 Framhaldsþættir bls.11 Veitingahús bls.9/11 Myndbandaumfjöllunl 6 Útvarspdagskrá bls. 2-14 Skemmtistaðir bls. 3 DÆGURMALAUTVARP RÁSAR2 Fjölmargir pistlahöfundar hafa ráðist til Dægurmálaútvarps Rásar 2 að undanförnu. Á mið- vikudag bættist Thor Vilhjólmss- son í hópinn og verður hann famvegis með fastan lið i síðdeg- isþættinum Dagskrá á miðviku- dögum. Flosi Ólafsson hefur flutt morgunhugvekju kl 8.30 á mánudagsmorgnum, en á föstu- dagsmorgnum flytur Jón Örn Marinósson þætti úr Jónsbók þar sem hann ræðir um lands- mál. Gunnlaugur Johnson talar máli þeirra sem eru á niðurleið síðdegis á mánudögum, en í Dagskránni á föstudögum flytur Sigríður Halldórsdóttir erindi þar sem hún lætur í Ijós skoðan- ir á mé'9fnum líðandi stundar. Dægurmálaútvarpinu hefur einn- ig borist liðsauki af landsbyggð- inni, en það er Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Víkur- blaösins. Hann mundar nú stílvopnið fyrir hlustendur Rásar 2 á fimmtudagsmorgnum. Þá hefur lllugi Jökulsson, tekið að sér fjölmiðlagagnrýni fyrir Rás 2, en hann á að baki sér litríkan feril í fjölmiðlum. Illugi hlífir eng- um ef taka má mark á fyrstu pistlum hans, en hann er í Dag- skránni á manudögum og föstu- dögum. Af öðrum pistlahöfund- um má nefna Gunnlaug Sigurðsson, sem síðdegis á þriðjudögum kryfur stjórnmál til mergjar ásamt öðru efni og Þórð Kristinsson, sem spjallar við hlustendur í þægilegum tón yfir soðningunni á fimmtudögum. Þá má geta þess að Hafsteinn Haf- liðason kemur fram í morgunút- varpi á fimmtudögum til að ræða um gróður og blómarækt og síðdegis þeytir „megrunarlög- reglan“, lúður sinn, en svo nefnist hollustueftirlit Dægur- málaútvarpsins. Dægurmála- deildin nýtur ennfremur liðsinnis samstarfsmanna víða um land sem koma fram með ýmsum hætti ( morgunútvarpi eða síðdegis, auk þess sem hún sendir starfsmenn sína út á land að heimsækja hin ýmsu byggða- lög og fylgjast með því sem þar er að gerast og spjalla við íbú- ana. Dægurmálaútvarpið leggur áherslu á talmál og Ijúfa tónlist og má geta þess að Einar Kára- son hefur verið í síðdegisútvarp- inu þar sem hann tekur viðtöl við fólk. Á sunnudögum er síðan endurtekið efni frá kl. 11.00 - 12.20, þar sem hlustendum gefst kostur á að heyra úrval vikunnar af því sem fram hefur komið í Dægurmálaútvarpinu. Morgun- útvarpið er á dagskrá frá kl. 7.00 til 10.00, en síðdegisþátturinn Dagskrá frá kl. 16.00 til 19.00. Guðað á skjáinn bls.16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.