Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987 B 13 TÆKIMIHORIMK) í nútíma búningi HLJÓMSVEITARSTJÓRINN mikli, Arturo Toscanini, var ofurstimi á alþjóðlega vísu þegar hann stóð á hátindi frægð ar sinnar. Toscanini var fæddur á Ítalíu en varð brátt heimsborgari í besta skilningi þess orð og ferðaðist um heiminn til að stjórna flestum frægustu hljómsveitum ver- aldar. Hann var einnig brautryðjandi á ýmsum sviðum. Strax á árunum 1948 til 1952 var hann farinn að nýta sér sjónvarpið, og á þessum árum áttu bandarískir áhorfendur þess kost að fylgjast með sjónvarpskonsertum þar sem meistarinn stjómaði Sinfóniuhljómsveit NBC. Núna 35-40 árum seinna munu sjónvarpsáhorf- endur um allan heim fljótlega eiga þess kost að hlýða á Toscanini stjóma NBC- hljómsveitinni á þessum annáluðu tónleikum. Svo er NBC Intematio- nal fyrir að þakka en af þess hálfu hefur verið ráðist í það stórvirki að saftia saman þessum uppruna- legu hljómleikaupptökum og láta gera á þeim nauðsynlegar endur- bætur bæði í mynd- og hljóðgæð- um, svo að þær hæfí kröfum nútímans. Þessum upptökum hefur síðan verið steypt saman í sjón- varpsþáttaröð undir titlinum Toscanini — sjónvarpshljómleik- amir (1948-1952) og er ætlunin að bjóða þá til sölu á helstu sjón- varpsmörkuðum heims. Sjónvarpsþættimir saman- standa af alls 10 einnar klukku- stundar löngum upptökum, sem var upphaflega útvarpað samtimis í sjónvarpi og hljóðvarpi NBC stöðvarinnar. Þó að þessum þáttum verði nú endurútvarpað í Bandaríkjunum er þáttaröðin óneitanlega meiri fengur fyrir hinn alþjóðlega mark- að því að þar hefur sjónvarpsáhorf- endum aldrei áður gefíst kostur á að sjá og heyra þessa merku hljóm- leika. Þessa dagana eru viðraeður í gangi og verið að undirrita samn- inga um sýningar á þáttunum í sjónvarpsstöðvum um allan heim. Aður en ráðist var í þessa endur- útgáfu, lét NBC Intemational kanna hvaða hljómgrunn þessir þættir gætu átt erlendis og við- brögðin reyndust meira en uppörv- andi fyrir NBC. Til að mynda sýndi RAI, ítalska ríkissjónvarpið, þegar mikinn áhuga á málinu, enda kom á daginn að stöðin hafði gert til- raun til þess á árum áður að komast yfír þetta eftii — en án árangurs. Önnur lönd revndust einnig deila áhuganum með ItÖlun- um. Það vom tveir starfsmenn NBC Enterprises, Wayne Stuart og Sergio Getzel, sem þróuðu hug- myndina og höfðu yfímmsjón með endurútgáfunni. Þeir fengu til liðs við sig tæknilega sérfræðinga sem höfðu starfað með Toscanini á sínum tíma. Þar á meðal var Ro- bert Hupka, sem átti þátt f upptökum á uppmnalegu hljóm- leikunum fyrir RCA Viktor og var honum boðin aðild að starfshópin- um er annaðist þetta verkefni, sem sérfræðingur í hljóðræmingu ( synchronization). Hljómleikamir höfðu verið geymdir á 16 mm kvikmyndafílmu þar sem „negatívan" fylgdi hljóðr- ásinni. Þó að eftirtöku-eintökin eða „printin" reyndust í lélegu ástandi, kom í ljós að uppmnalega „negatí- fan“ var vel á sig komin og því var hún notuð í því endurbóta- starfí sem nú tók við. Negatífan var yfirfærð á 1 tommu myndband og lagfærð vemlega í leiðinni með litaleiðréttingarbúnaði og fleim í þeim dúr. „Það var þó ljóst frá byijun að enda þótt áhorfendur myndu láta sér lynda gamaldags yfírbragð myndarinnar, þá yrði hljóðið að vera í takt við kröfur okkur tíma,“ segir Getzel í viðtali World Broad- cast News nú nýverið. Þess vegna var hafín leit að bestu upptökunum frá uppmnalegu útsendingunum og þær fundist hjá NBC, RCA, Voice of America, í safni banda- ríska þingsins og í Toscanini-hús- inu, minningarsafni meistarans. Með þessar upptökur í höndun- um var hljóðmanninum Roy Latham falið það vandasama verk að hljóðræma þessar upptökur myndinni á myndbandinu og er þetta í fyrsta sinn sem ráðist er í svo umfangsmikla hljóðræmingu með þessum hætti. Öll eftirvinnsla hljóðsins var unnin með stafrænum hætti (digital). Megin viðfangsefnið var að láta nýja hljóðið eða öllu heldur þetta útval af upptökum frá hljómleikun- um falla að gamla hljóðinu, þ.e. að hinni uppmnalegu hljóðrás kvikmyndafílmunnar. Þetta var tímafrekt verk og krafðist mikillar nákvæmni. Latham hlýddi á gamla hljóðið úr vinstri hátalaranum og á nýja hljóðið úr hægri hátalar og hann varð að gæta þess að engu skeikaði. Um leið nýja hljóðið hætti að fylgja gömlu hljóðrásinni með myndinni, varð Latham að gera hlé, og leiðrétta hraðann með eftir- vinnslutækni nútíma hljóvera. Þannig tók §óra og hálfa klukkustund að hljóðræma Sin- fónísk tilbrigði Dvoraks, sem tekur 18 mínútur í flutningi og það kost- aði Latham 400 klipp eða skeyting- ar. Alls fóm 800 klukkustundir í gerð og eftirvinnslu Toscanini- þáttanna tíu en vinnu við þá lauk endanlega í júlí nú í sumar sem leið. Nú bíður heimsbyggðin einungis eftir því að rafeindatækni níunda áratugarins færi henni á silfur- bakka afrek útvarpstækni fímmta áratugarins — í ennþá fullkomnari umbúðum. „Ég er þeirrar skoðun- ar,“ segir Wayne Stuart, önnur aðalsprautan á bak við þessa end- urútgáfu, „ að þessi einstaka þáttaröð með sígildu tónlistarefni marki algjör tímamót í endurútg- áfu dagskrársefnis með varðveislu- gildi.“ BJÖRN VIGNIR SIGIIRPÁLSSON præ BOLHOLTI6 O Vegna mikillar eftirspurnar um „JASSLEIKSKÓLANN” fyrir börn 3-6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára, verður 6 vikna námskeið til jóla sem hefst í næstu viku. INNRITUN er í dag, föstudag, frá kl. 14-19 og á morgun, laugardag, frá kl. 11 -17. Síminn er 68-75-80 og 68-74-80. VELDU ®TDK EGARÞÚ VILT HAFA ALLT Á HREINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.