Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987
B 5
Vivien Leigh og Marlon Brando í myndinni Girndarleið
Sjónvarpiðs
Gimdarieið
■■■■I Bíómyndin, sem Sjónvarpið sýnir í dag er bandarísk frá
1 pr 05 árinu 1951 og nefnist Girdarleið, (A Streetcar Named
“ Desire), gerð eftir samnefndu leikriti Tennessee Williams.
Þar segir frá hefðarkonu frá suðurríkjum Bandaríkjanna, sem flytur
til New Orleans eftir að hafa misst ættaróðalið. Þar býr hún hjá
systur sinni og mági, en hún á erfitt með að gleyma liðnum tímum
og sætta sig við breyttar aðstæður. Myndin hlaut fímm Óskarsverð-
laun, en með aðalhlutverk fara Vivien Leigh, Marlon Brando, Kim
Hunter og Karl Malden. Leikstjóri er Elia Kazan, en Tennessee
Williams gerði handritið. Kvikmyndabók Scheuers gefur myndinni
★ ★ ★ ★.
Stöð2i
Rakel og Heilsubælið
■■■■ Á Stöð 2 í kvöld
oo oo verður sýndur
fyrri hluti
bresku myndarinnar Ra-
kel, (My Cousin Rachel)
gerða eftir skáldsögu Dap-
hne du Maurier. Myndin
er í tveimur hlutum og seg-
ir frá hinn fögru Rakel,
sem ekki aðeins töfrar
mennina tvo í lífí sínu al-
gerlega, heldur reynist hún
þeim báðum banvæn.
Myndin er tekin í ald-
argömlu bresku höfðinga-
setri á Comwell, í köldu
og vindasömu ensku um-
hverfí og einnig í skrautlegum görðum sveitaseturs í Flórens á Ítalíu.
Aðalhlutverk leika Geraldine Chaplin og Christopher Guard, en leik-
stjóri er Brian Famham.
Rakel ásamt aðdáanda
Starfsfólk i eldhúsi Heilsubælisins
-ú a jg Fyrsti þáttur Heilsubælisins i Gervahverfi verður á dag-
14“ skrá í dag, en þættimirverða framvegis sýndir á sunnudag-
seftirmiðdögum fyrir þá sem missa af þeim á fímmtudagskvöldum.
Heilsubælið í Gervahverfí er íslenskur framhaldsmyndaflokkur sem
fjallar um ástir og örlög starfsfólks og sjúklinga Heilsubælisins.
Edda Björgvinsdóttir, Þórhalldur Sigurðsson, Júlíus Bijánsson, Pálmi
Gestsson og Gísli Rúnar Jónsson fara með helstu hlutverk í þáttun-
um, en Gísli Rúnar er einnig leikstjóri.
Rás 1:
Joseph Brodskí
■■I Örkin, þáttur um erlendar
"I Q 00 nútímabókmenntir er á dag-
10 ““ skrá Rásar 1 á sunnudögum
kl. 18.00. Umsjónarmaður er Ástráður
Eysteinsson. í þættinum í dag flallar
Ingibjörg Haraldsdóttir um sovéska
útlagaskáldið og nóbelshöfundinn Jos-
eph Brodskí. Ennfremur verða fluttir
tveir pistlar um breska rithöfundinn
D.M. Thomas, Ástráður Eysteinsson
fjallar um skáldsögu hans „Hvíta hótel-
ið“ og Franz Gíslason um „Ararat“.
Joseph Brodskí
HVAÐ
ER AÐ0
GERAST {
Alþýðuleikhúsið
Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið „Eru tigris-
dýr í Kongó?" laugardaginn 31. október
kí. 12 og sunnudaginn 1. nóvember kl.
13. Innifalið i miðaverði er léttur hádegis-
verður og kaffi. Sýnt er í veitingahúsinu
(Kvosinni. Miðapantanirallan sólarhring-
inn i símsvara Alþýðuleikhússins í síma
15185og íveitingahúsinu I Kvosinni,
sími 11340. Fáarsýningareftir.
Þjóðleikhúsið
„Brúðarmyndin", nýjasta leikrit Guð-
mundar Steinssonar, er áleitin hugvekja
um þær hugmyndir sem við gerum okkur
um veruleika og blekkingu, og um þann
lífsstil sem við höfum kosið, eða hefur
verið þröngvað upp á okkur. Fjórða sýn-
ing verður í kvöld, föstudaginn 30.
október, og fimmta sýning á sunnudags-
kvöld, 1. nóvember. Næstu sýningar
verða 6. og 7. nóvember.
„Yerma", harmljóðið eftir Federico Garcia
Lorca, er aftur á dagskrá Þjóöleikhússins
og verða einungis fimm aukasýningar
á verkinu nú á haustmánuðum. Fyrsta
sýningin verðurá laugardagskvöldið, 31.
október, en næsta sýning fimmtudaginn
5. nóvember. Karl Guðmundsson hefur
þýtt Yermu, leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir, tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson
og leikmynd og búningareftirSigurjón
Jóhannsson. Það erTinna Gunnlaugs-
dóttir sem fer með hlutverk Yermu en
með önnur helstu hlutverk fara Signý
Sæmundsdóttirsöngkona, Arnar Jóns-
son, Guðný Ragnarsdóttir, Pálmi Gests-
son, Guðrún Þ. Stephensen, Kristbjörg
Kjeld, Anna S. Einarsdóttir, Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Guðlaug Maria Bjarna-
dóttir og Vilborg Halldórsdóttir.
Nýjasta leikrit Olafs Hauks Simonarson-
ar, „Bilaverkstæði Badda", hefur hlotið
mikla aðsókn og uppselt hefurverið á
allar sýningar til þessa og reyndar langt
fram i tímann. Leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson, leikmynd og búningar eru eftir
Grétar Reynisson og lýsingu annast Björn
Bergsteinn Guðmundsson. Leikendur
eru Bessi Bjarnason, Arnar Jónsson, Jó-
hann Sigurðarson, Guðlaug María
Bjamadóttir, SigurðurSigurjónsson og
ÁrniTryggvason.
Næstu sýningar: Föstudagskvöld 30.
október, síðdegissýning laugardag 31.
október, sunnudagskvöld 1. nóvember,
þriðjudagskvöld 3. nóvember og miðviku-
dagskvöld 4. nóvember. Uppselt er á
allarsýningarnar. „Bílaverkstæði Badda''
er sýnt á Litla sviðinu og hefjast kvöldsýn-
ingarþarkl. 20.30.
Leikhúsið í kirkjunni
(Hallgrímskirkju standa nú yfir sýningar
á leikritinu um danska prestinn og skáld-
ið Kaj Munk sem var myrtur af nasistum
4,janúar1944. Aðsókn hefur verið mjög
góð. Fer sýningum nú að fækka þar sem
óðum líöur að aðventu og jólin nálgast.
Leikhúsið i kirkjunni verður því í lok nóv-
ember að víkja fyrir félagsstarfi í Hall-
grímskirkju. Verða sýningará leikritinu
um Kaj Munk þvi aöeins örfáar í viðbót.
Næstu sýningar verða sunnudaginn 1.
nóvemberog mánudagskvöldið 2. nóv-
ember. Miöasala ervið innganginn og
einnig er hægt að panta miða í símsvara
14455.
eih-leikhúsið
eih-leikhúsiö í kjallara veitingastaöarins
Hornsins i Hafnarstræti — Djúpinu —
sýnir nú sitt fyrsta verkefni, „Sögu úr
dýragarðinum" eftir Bandaríkjamanninn
Edward Albee. Næsta sýning verður
sunnudaginn 1. nóvember kl. 20.30.
„Saga úrdýragaröinum" erfyrsta leikrit
Albees, sem annars er þekktastur fyrir
„Hver er hræddur við Virginiu Woolf?"
Verkiö fjallar um samskipti tveggja
manna, sem hittast af tilviljun í skemmti-
garði, og örlög þeirra. Thor Vilhjálmsson
þýddi. Hlutverk í sýningunni eru tvö og
eru þau í höndum Guðjóns Sigvaldason-
ar og Stefáns Sturlu Sigurjónssonar.
Leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson.
Veitingastaðurinn Hornið býðursýningar-
gestum upp á veitingar fyrir og eftir
sýningar. Miða- og matarpantanir eru i
síma 13340.
Revíuleikhúsið
Sunnudaginn 1. nóvember kl. 15 frum-
sýnir Revíuleikhúsiö ævintýrasöngleikinn
„Sætabrauðskarlinn" eftir David Wood.
Leikstjóri er Þórir Steingrímsson, leik-
mynd og búningar eru eftir Stíg Stein-
þórsson, höfundur dansa er Heleha
Jóhannsdóttir og össur Geirsson og Sig-
urðurMarteinsson útsettu tónlistina.
Fjögurra manna hljómsveit leikur undir.
Ellert Ingimundarson leikur titilhlutverkið,
Sætabrauöskarlinn, og aðrirleikarareru
Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson, Grét-
ar Skúlason, Þórarinn Eyfjörð og Saga
Jónsdóttir.
Önnur sýning á „Sætabrauðskarlinum"
veröurfimmtudaginn 5. nóvember.
Hægt er að panta miða allan sólarhring-
inn í síma 656500 auk þess sem miðar
verða til sölu í Gamla bíói í dag, föstudag-
inn 30. október, kl 15-17, á morgun,
laugardag, kl. 14-16 og frá kl. 13á
sunnudag.
Leikfélag Akureyrar
Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur verð-
ur sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld,
föstudaginn 30. október, og laugardags-
kvöldið 31. október kl. 20.30. Leikendur
eruTheódórJílíusson, Sunna Borg og
Erla Ruth Harðardóttir. Leikstjóri er Pétur
Einarsson.
um heim. Hún var valin listamaður ársins
ÍHelsinki 1986.
Sýningin er opin daglega kl. 9-17 og
henni lýkur 1. nóvember.
Hafnargallerí
Kristín Arngrimsdóttir og Alda Sveins-
dóttir hafa opnað sýningu í Hafnargallerí.
Myndir Öldu eru unnar með vatnslitum
og oliupastel en myndir Kristínar eru
unnar með blandaðri tækni, bleki olíu
og blýanti. Galleríið er opið á venjulegum
verslunartima.
Gallerí gangskör
Hanna Bjartmar Ámadóttir sýnir um
þessar mundir í Galleríi gangskör. Sýn-
ingin er opin frá 12.00 til 18.00 alla virka
daga, en 14.00 til 18.00 um helgar.
Nýlistasafnið
Jón Laxdal Halldórsson heldur sýningu á
pappírsmyndum i Nýlistasafninu,
Myndlist
Kjarvalsstaðir
Nú stenduryfirsýning Kristjáns
Steingrims í vestursal Kjarvalsstaða.
Kristján stundaði nám við Myndlista- og
handíöaskóla íslands 1977-1981 og
Hochschule fúr bildende Kúnste i Ham-
borg 1983-1987, hjá prófessor Bernd
Koberling. Á sýningunni eru um fjörutiu
verk, oliumálverk máluð á sl. þremur
árum og grafík. Kristján Steingrímur hefur
tekið þátt í og haldið nokkrarsýningar
hér á landi og í Þýskalandi. Sýningin
stendurtil sunnudagsins 1. nóvember
ogeropinkl. 14-22.
36 gullsmiðir sýna verk sín á sýningunni
„Gullsmiðir að Kjarvalsstöðum", og eru
mörg hver verkanna ekki til sölu í verslun-
um. Verkin eru t.d. unnin i gull, silfur,
eir, messing og járn og skreytt ýmsum
tegundum eðalsteina. Þarna geturað líta
skartgripi, korpus, skúlptúra og lágmynd-
ir. Sýningin stendur til 1. nóvember og
er opin alla daga frá kl. 14 til 22.
Norræna húsið
Nú stendur yfir í sýningarsölum Norræna
hússins sýning á grafikverkum eftir
danska listamanninn Asger Jorn.
Asger Jorn (1914-1973) er einn kunnasti
listamaður Norðurlanda og hefur hlotið
margvislegar alþjóðlegar viðurkenningar.
Hann var m.a. einn helsti forvigismaður
Cobra-hópsins á árunum 1948-1952 og
1953 stofnaði hann „Mouvement pour
un Bauhaus Imaginiste".
Á sýningunni í Norræna húsinu eru 47
graf ísk verk, unnin á tímabilinu
1952-1972. Verkin eru flest fengin að
láni úreinkasafni B. Rosengren, sem
þrykkti grafísk verk Asgers Jorn um ára-
bil. Þá eru á sýningunni verk sem Jom
gerði við sögu Halldórs Laxness „Sagan
af brauðinu dýra".
Sýningin stendurtil 15. nóvember.
Finnski grafíklistamaöurinn Outi Heiskan-
en sýnir nú verk sín í anddyri Norræna
hússins. Þetta ersiöasta sýningarhelgi.
Outi Heiskanen hefur sýnt áður hér á
landi, bæði i Norræna húsinu og í Gall-
erí Langbrók, auk þess sem hún átti
verk á sýningunni Graphica Atlantica á
Kjarvalsstöðum í fyrra. Hún fæddist árið
1937 í Mikkeli og stundaði nám við Lista-
háskóla Finnlands 1966-69. Siðan hefur
hún haldið fjölda einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum'iFinnlandiög víðó
Vatnsstíg 3B. Þetta erfyrsta einkasýning
Jóns í Reykjavík. Hann fæddist á Akur-
eyri 1950 og hefur átt þar heima lengst
af. Myndirnar eru gerðar á síðastliönum
sex árum. Sýningin verður opin daglega
frá kl. 16-20 nema um helgar, þá er
opið frá kl. 14-20. Henni lýkur sunnudag-
inn 8. nóvember.
GalleríGrjót
Nú stenduryfir samsýning á verkum allra
meðlima Gallerí Grjót. Sýningin er opin
virka dagafrákl. 12til 18.
Langbrók
Textílgalleríiö Langbrók, Bókhlöðustig 2,
sýnir vefnað, tauþrykk, myndverk, módel-
fatnað og fleiri listmuni. Opið er þriðju-
daga til föstudaga kl. 12-18 og
laugardaga kl. 11-14.
GalleríList
Þetta nýja gallerí er í Skipholti 50 B.
Sýnd eru verk eftir unga og gamla lista-
menn og fjölbreytnin í hávegum höfð.
Reglulega er svo skipt um verk og breytt
til i galleriinu. Galleri List er opið frá
10-18 virka daga og frá 10-12 á laugar-
dögum.
Gallerí Svart á hvrtu
Nú stenduryfirsýning á olíumálverkum
og teikningum Georgs Guöna. Sýningin
eropinkl. 14-18alladaganema mánu-
daga. Henni lýkur 1. nóvember.
Heilsuhælið Hveragerði
Ragnar Kjartansson sýnir nú þar keramik-
málverk og höggmyndiren sýningin er
sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúru-
lækningafélags Islands. Sýningunni lýkur
31. október.
Gullni haninn
Á veitingahúsinu Gullna hananum eru
Þingvallamyndir Sólveigar Eggerz til sýn-
is. Myndirnar eru landslag og fantasíur
frá Siglufiröi, unnar með vatnslitum og
olíulitum. Þæreru allartil sölu.
Festi í Grindavík
Laugardaginn 31. október næstkomandi
opnar Ragnar Lár sýningu á 22 vatnslita-
myndum í Félagsheimilinu Festi í
Grindavík.
Myndirnar eru allar gerðar á síðastliðnu
sumri og eru fyrirmyndirnar sóttar til
Grindavikur og nágrennis. Sýningin verð-
| úr opnuð kl. 16.00 á laugardag og verður