Morgunblaðið - 30.10.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1987
B 7
HVAÐ
ER AÐO
GERAST!
þá opin til kl. 20.00. A sunnudag verður
sýningin opin frá kl. 14.00 til 20.00.
Listsýning í
Teppabúðinni
Astrid Ellingsen og Bjarni Jónsson sýna
í húsakynnum Teppabúðarinnar við Suð-
urlandsbraut. Astrid sýnir handprjónaða
kjóla úr íslensku einbandi og peysur úr
bómullargarni.
Bjarni sýnir oliumálverk, vatnslitamyndir
og teikningar. Myndefnið er mikið sótt í
islenska þjóðhætti.
Þá sýnirTeppabúöin fjölbreytt ún/al af
gólfteppum, mottum og dreglum, auk
gólfdúka sem ekki þarf að líma. Þá sýnir
búðin ýmiss konar húsgögn og fást þau
á kynningarverði á meöan sýningin
stendur. Hún er opin virka daga kl. 9-22,
um helgar kl. 14-22 og lýkur sunnudag-
inn8.nóvember.
Myndlistar- og
handíðasýning frá
Hvrtarússlandi
Á morgun, laugardaginn 31. október, kl.
13.30 verður opnuð sýning á svartiist
og listmunum frá sovétlýöveldinu Hvíta-
rússlandi í húsakynnum MIR, Vatnsstíg
10. Á sýningunni eru rúmlega 70 grafík-
verk, unnin með ýmsum aðferðum af 21
listamanni. Meðal sýnenda er Arlén Kasj-
kúrevits sem gert hefur myndskreytingar
við útgáfu skáldsögu Halldórs Laxness
„Atómstöðvarinnar" á hvítrússnesku. Eru
sjö þeirra á sýningunni.
Þá eru til sýnis fjölmargir listmunir, barna-
teikningar svo og bækur sem gefnar
hafa verið út í Hvítarússlandi.
Sýning þessi er hluti dagskrár Sovéskra
dagaMlR 1987,en þeirvoru settirá
Selfossi sl. miðvikudagskvöld og standa
fram yfir helgi. Sýningin verður opin fram
eftir mánuöinum og er aðgangur ókeypis
og öllum heimill.
Ýmsar sýningar
Afmælissýning
Blaðamannafélagsins
I nóvember nk. eru rétt 90 ár liðin frá
stofnun Blaðamannafélags Islands. I til-
efni þessara tímamóta stendurfélagið
fyrir Ijósmynda- og sögusýningu í Lista-
safni ASl', Grensásvegi 16, undir yfirskrift-
inni „Saga og störf blaðamanna í 90 ár".
Sýningin verður opnuð laugardaginn 31.
október í Listasafni ASi kl. 15 fyrir blaða-
menn og boðsgesti en fyrir almenning
kl. 17.
Á sýningunni er, auk fjölda merkra frétta-
Ijósmynda frá liðnum árum og áratugum,
margvíslegur búnaður og tæki sem hafa
fylgt starfi fréttamanna í gegnum tíðina.
Þar verða einnig sýndar ýmsar sögulegar
heimildirum Blaðamannafélagið.
Afmælissýning Blstendurtil 15.nóvem-
ber og verður opin virka daga kl. 16-20
en 14-22 um helgar.
íslenskur
heimilisiðnaður
Gler i Bergvík er með 5 ára afmælissýn-
ingu í íslenskum heimilisiðnaði. Sýningin
verðuropnuð á morgun, laugardaginn
31. október kl. 14-18 og verður síðan
opin á venjulegum verslunartima til 14.
nóvember. Sigrún Einarsdóttirog Sören
Larsen sýna m.a. nokkur af fyrstu glösun-
um, sem blásin voru í Bergvík, einnig
ýmis sérverkefni, sem unnin hafa verið
eftir beiðni, svo og ný verk, s.s. föt, skál-
ar, myndavasa og skúlptúra.
Tónlist
Hvftrússnesk
tónlist og dansar
Listafólkfrá Hvítarússlandi, sem dvalist
hefur hér á landi undanfarna daga i til-
efni Sovéskra daga MlR 1987, veröur
með lokatónleika í Þjóðleikhúsinu mánu-
dagskvöldið 2. nóvember kl. 20. Þar
koma fram einsöngvarar, hljóöfæraleikar-
ar og dansarar, félagar úr þjóðdansa-
flokknum „Kryshatsjok" sem starfaö
hefur i rúma fjóra áratugi við ríkisháskól-
ann í Minsk. Eru dansararnir allir úr hópi
stúdenta við háskólann og sýna þeir
þjóðdansa úrýmsum áttum.
Tónlistarfélag
Krístskirkju
Snorri Sigfús Birgisson tónskáld og
píanóleikari mun flytja eigin verk á vegum
Tónlistarfélags Kristskirkju á tónleikum (
safnaðarheimilinu, Hávallagötu 16, á
morgun, laugardaginn 31. október. Hefj-
ast tónleikarnir kl. 16 og verða aögöngu-
miðarseldirvið innganginn. Verkin sem
Snorri mun leika eru Æfingar (etýður) sem
hann samdi 1981 og frumflutti það ár á
miðnæturtónleikum á vegum Musica
Nova. Verkið er 21 þáttur og spannar
mjög vitt svið hvað snertir tækni og túlk-
un. Þá mun Snorri leika annaö mikið
verk, Pianólög fyrir byrjendur, sem var á
sínum tíma pantaö af Nomus, nefndinni
fyrir norræna tónlist, og er það nýkomið
út á prenti. Þetta eru 25 stuttir þættir,
þar sem farið er á fínlegan og tiltölulega
auðveldan hátt í gegn um ýmis nútíma
tæknibrögð í pianóleik. Nokkur laganna
eru fyrirfjórhentan píanóleik og mun
Anna Guðný Guðmundsdóttir aðstoða
Snorra við flutning Þeirra. Tvö laganna
eru svo fyrir píanóeinleik og segulband.
Duus-hús
i Duus-húsi er leikinn lifandi djass á
hverju sunnudagskvöldi kl. 9.30.
Sunnudagskvöldið 1. nóvember kl. 21.30
veröur djamsessjón i Heita pottinum.
Holiday Inn
Söngbandið syngur lög úr söngleikjum,
létt dægurlög og rakarakvartetta í hádeg-
inu íveitingasalnum Lunduren á kvöldin
í veitingasalnum Teigi. Jónas Þórir, Helgi
og Hermann Ingi skemmta í Háteigi
fimmtudagskvöld og sunnudagskvöld.
Ferðalög
Ferðafélagið
Sunnudaginn 1. nóvemberverðurgengiö
á Helgafell sunnan Hafnarfjarðar. Lagt
er af stað kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni
að austanveröu. Ekið er i Kaldársel og
gengið þaðan á fjallið, sem er 338 m á
hæð og auðvelt að ganga á. Gönguferð
á vetrardegi er holl og góð og veitir þeim
sem þátt taka i sliku ánægju og yndis-
auka. Við ráöleggjum þátttakendum að
vera í þægilegum skóm og hlýjum fatn-
aöi.
Þetta ergönguferð sem er kjörin fyrir
allafjölskylduna.
Myndakvöldin verða i vetur i salnum á
efstu hæð Hverfisgötu 105.
Útivist
Dagsferð verður farin á vegum Útivistar
sunnudaginn 1. nóvember kl. 13. Þetta
verður létt gönguferð á Helgafell f Mos-
fellssveit og um Skammaskarð og jafnvel
fleiri fell i nágrenninu ef áhugi og tími
leyfir. Tilvalin heilsubótarganga fyrir alla.
Brottförerfrá BSÍ, bensínsölu.
Um aðra helgi, 6.-8. nóvember, verður
árleg haustblótsferð Útivistar og verður
að þessu sinni fariö í Skaftártungu og
gist í nýja félagsheimilinu, Tunguseli.
Upplýsingamiðstöðin
Upplýsingamiðstöð ferðamála er með
aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru
veittar allar almennar upplýsingar um
ferðaþjónustu á íslandi. Mánudaga til
föstudaga ér opið frá klukkan 10.00-16.
00, laugardaga kl. 10-14. Lokað á
sunnudögum. Siminn er 623045.
Útivera
Hana nú
Vikuleg laugardagsganga frístundahóps-
ins Hana nú í Kópavogi hefst við Digra-
nesveg 12 kl. 10.00 á laugardagsmorg-
uninn 31. október. Við göngum hvernig
sem viðrar. Markmiðið er: Samvera, súr-
efni, hreyfing. Góðurfélagsskapur.
Nýlagaö molakaffi. Allireru velkomnir.
Viðeyjarferðir
Hafsteinn Sveinsson er með daglegar
feröir út í Viðey og um helgar eru ferðir
allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viðey
er opin og veitingar fást í Viöeyjarnausti.
Bátsferðin kostar200 krónur.
Félagslíf
Laugameskirkja
I kvöld, föstudaginn, 30. október, kl. 18
verður messa í Laugarneskirkju á vegum
Áhugahóps um klassiska messu, tíða-
gjörð og kyrrðardaga. Eftir messu veröur
efnt til samveru með léttum veitingum
og umræðum um ýmis mál sem að helgi-
haldi og kristnilífi lúta.
MÍR
M(R, Menningartengslislands og Ráð-
stjórnarríkjanna, minnast 70 ára afmælis
Októberbyltingarinnar í Rússlandi og
þjóðhátíðardags Sovétrikjanna á sam-
komu og tónleikum, sem haldnir verða
í samkomusal Menntaskólans við
Hamrahlíð nk. sunnudag, 1. nóvember,
kl. 15. Þarflytja ávörp og stuttar ræður
þeir Steingrimur Hermannsson utanrikis-
ráðherra, Igor Krasavin sendiherra
Sovétríkjanna á islandi og séra Rögn-
valdur Finnbogason sóknarprestur á
Staöarstað. Að ræðuhöldum loknum
hefjast tónleikar og danssýning listafólks
frá Hvítarússlandi, sem statt er hér á
landi í tilefni Sovéskra daga1987,en
þeireru sérstaklega helgaðir hvítrúss-
neska sovétlýöveldinu.
Lúðrasveitin Svanurleikuráðuren sam-
koman hefst og meðan á henni stendur.
Kynnir verður Jón Múli Árnason.
Aðgangurerókeypis og öllum heimill.
í vetur verða kvikmyndasýningar í biósal
MÍR á Vatnsstíg 10, á hverjum sunnu-
degi kl. 16.
Félag
harmonikkuunnenda
Skemmtun verður iTemplarahöllinni við
Eiríksgötu sunnudaginn 1. nóvemberfrá
kl. 15-18. Félagsmenn sjá um skemmti-
atriði og eiginkonur þeirra um veitingar.
Templarahöllin
Félagsvist verður spiluð kl. 21 föstudags-
kvöldið 30. október. Veitt verða góð
verðlaun. Frá klukkan 22.30 leikur Hljóm-
sveit Jóns Sigurðssonar ásamt söng-
konunni Sigríöi Geirsdóttur gömlu
dansana.
Barnagaman
Tívolí í Hveragerði
i Tívolí er alltaf eitthvað nýtt að gerast.
Þar er opið virka daga frá 13-22 og um
helgarfrá 10-22.
Hreyfing
Keila
[ Keilusalnum i öskjuhlið eru 18 brautir
undir keilu. Á sama stað er hægt að
spila billjarð og pinu-golf. Einnig er hægt
að spila golf i svokölluðum golfhermi.
Golf
Mjúk
satináferð
með
Kópal
Glitru 1
Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig
10/ sem gefur fallega satináferð. Heimilið
fær mildan og sérlega hlýlegan blæ, því
birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss
og skugga verður áhrifamikið með Kópal
Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa
til að henta á öll herbergi hússins. Viljir
þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á
skaltu velja Kópal innimálningu með
hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal
Geisla.
A Grafarholtsvelli er Golfklúbbur
Reykjavíkur með aðstöðu. Kennari er á
staönum og æfingasvæði fyrir byrjendur.
I Hafnarfirði er Hvaleyrarvöllur og Nes-
klúbburinn er með völl á Seltjarnarnesinu.
Hlíðarvöllur er svo í Mosfeilsveit. Auk
þess eru fallegir vellir í Grindavík og í
Grímsnesinu.
Sund
í Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar-
dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund-
laugará Seltjarnarnesi, á Varmá og við
Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund-
laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við
Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar-
firði. Opnunartíma þeirra má sjá í
dagbókinni.
V\G
!%,
VELDU
OTDK
ÞEGARÞÚ VILT
HAFA ALLT Á
HREINU