Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 5
3»w»unM<rim> /IÞROTnR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 B 5 1 Fyrfrmynd Kristján Arason er verðug fyrirmynd íslenskra ungmenna. fþróttagreina og telja sína grein ávallt útundan, þegar styrkjum er úthlutað eða framkvæmdaröð ákveðin. Með öðrum orðum, þá eiga ansi margir erfítt með að kyngja vinsældum hinna og öfugt. Sumir hafa allt og alla á hornum sér, eru sífellt að rífast og skammast, vijja stöðugt breyt- ingar aðeins breytinganna vegna — skammdegisgrýlan hangir yfir þeim vetur, sumar, vor og haust. Þessir menn þrifast yfírleitt illa S íþrótta- hreyfíngunni, en að eigin mati eru þeir að vinna félagi sínu eða sambandi mikið gagn og ná þvi hvort sem um beina eða óbeina iðkun er að ræða. Þó menn þjarki við sjálfan sig eða aðra verður staðreyndum ekki hnik- að. Knattspyman er vinsælasta sumaríþróttin hér á landi og víðast hvar á handknattleikur- inn mestu fylgi að fagna á vetuma. tslenskir afreksmenn, sem standa sig vel á alþjóðlegum stórmótum, vekja ávallt áhuga á sinni grein, en minni háttar spámenn, sem telja sig meiri og stærri, draga hvorki athygli að sér né íþrótt sinni nema þá nei- kvæða. Steinþór Guðbjartsson VINSÆLDIR Ófund og fáránlegur samanburður á íþróttagreinum Allar íþróttagreinar eiga fullan rétt á sér Knattspyma og handknattleikur vinsælustu greinamar Samkvæmt kennsluskýrsl- um liðlega þrjú hundrað íþróttafélaga innan 28 héraðs- sambanda viðs vegar á landinu era skráðir félagar í íþrótta- hreyfíngunni tæplega hundrað þúsund. Þessar kennsluskýrslur ber hins vegar að taka með fyrirvara, því fleiri þúsund ef ekki tugir þúsunda era margtaldir vegna úrelts styrkjafyrir- komulags. En hvað sem öllum tölum um Qölda iðkenda hinna einstöku íþrótta- greina líður, er Ijóst að samkeppni er mikil á milli greina, sem kemur oft fram í öfund og jafnvel .fáránlegum saman- burði. Sumir fíjálsíþrótta- menn skilja ekki áhuga þjóðarinnar á boltaíþróttum — hvemig margir menn og konur geta látið hafa sig í að elta einn bolta út um allt — og kenna jafnvel um óþarf- lega mikilli umfjöil- un „blöðraskalla" í flölmiðlum. Margir unnendur knatt- spyrnunnar sjá ekkert nema sína grein og undrast að einhveijir séu i bílaíþróttum eða veiði, að ekki sé minnst á að hlaupa á eftirengu. Körfuknattleiksmenn segjast ekki vera samkeppnis- færir við handknattleikinn hvað leikmenn og áhuga áhorfenda varðar, þegar uppgangur hand- knattleiksins er sem raun ber vitni. Menn fjargviðrast yfír framkvæmdum vegna annarra hreinlega ekki hvers vegna aðrir era ekki á sama máli. En þó þessir nöldrarar séu yfírleitt ekki teknir alvarlega, eru þeir nauðsynlegir sem aðrir, því þeir krydda alla íþróttaumræðu á sinn sérstaka hátt án þess kannski að gera sér grein fyrir því. 011 iðkun íþrótta er af hinu góða og hana ber að styðja og styrkja eftir mætti. Allar íþróttagreinar eiga fullan rétt á sér, en menn geta ekki verið f öllu og því hljóta þeir að velja þá grein, sem nærtækust er, þá grein, sem höfðar mest til viðkomandi, Bastur Ásgeir Sigurvinsson hefur verið be9ti knattspymu- maður Islands um árabil og hann hefur beint og óbeint átt þátt f auknum vinsældum knattspyrnunn- ar. töm FOLX ■ STJÓRN Ftjálsíþróttasam- bands íslands var endurkjörinn á þingi þess á Akureyri um helgina. Ágúst Ásgeirsson er því áfram formaður, og aðrir í stjóm Jón M. ívarsson, Ingibjörg Sigurþórs- dóttir, Birgir Guðjónsson og Kjartan Guðjónsson. Reynir Gunnarsson er 1. varamaður og 2. varmáður er Höskuldur Þráins- son. Stefán Skjaldarson, sem var varamaður, óskaði ekki eftir endur- kjöri. Nokkrir forráðamanna HSK unnu að mótframboði við formanns- Sör en hættu við á síðustu stundu. I ANDRÉ Raes, atvinnuknatt- spymumaður frá Belgfu, hefur ákveðið að flytjast hingað til lands og hefur mikinn áhuga á að taka að sér þjálfun. Hann er 32 ára og lék sem atvinnumaður í 14 ár. Nú sfðast með Charleroi, en áður með Cercle Brugge, og lék þá um tíma með Sævari Jónssyni. Hann hefur þjálfað 1. deildarlið kvenna f Belgfu og einnig rekið knattspymuskóla þar í landi. ■ VESTUR Þjóðvetjar hafa af því vaxandi áhyggjur að til óláta kunni að koma er lokakeppni Evr- ópukeppni landsliða fer þar fram næsta sumar. Hermann Neuberg- er, forseti knattspyrnusambands Vestur Þýskalands lýsti því yfír á fréttamannafundi fyrir skömmu, að miklar varrúðarráðstafanir yrðu gerðar, en lofaði því jafn framt, að vopnaðir verðir yrðu ekki yfír- þyrmandi þymar í augum áhorf- enda. „Þótt lítið kunni að fara fyrir gæslumönnum ætti engum að blandast hugur um að þeir era á sfnum stað, reiðubúnir til þess að grípa inn í ólæti ef ástæða er til,“ sagði Neuberger. Sagði forsetinn að sérstaklega yrði passað upp á að andstæðir hópar áhangenda næðu ekki að blandast, því þá væri voðinn vís. Sagði Neuberger jafn framt, að af gefnu tilefni yrði fylgst sérstaklega grannt með fylgihnött- um ensku og hollensku liðana. Að vísu er Holland ekki endanlega búið að tryggja farmiðana, en það virðist vera formsatriði héðan af. Neuberger fór í gegn um nokkur lykilatriði varðandi öryggisgæslu. Til dæmis verður áfengi, þar með talinn bjór, ekki selt á leikvöngum meðan á leik stendur. Þá verður leitað á líklegum og þau boð era nú látin ganga út, að fólki með fána verður ekki hleypt inn nema að það láti fána sína af hendi við innganga. Er það vegna þess að fánastangir geta reynst hin álitle- Sstu vopn. ENSKA knattspymusam- bandið íhugar nú aðgerðir til að stemma stigu við vaxandi ofbeldi á knattspymuvöllum. Á síðasta laug- Reuter Ivan Lendl hagnaðist vel um helgina, á sýningarmóti í Bandaríkjunum, hlaut 583.200 dollara, en sú upphæð samsvarar tæpum 22 milljónum íslenskra króna. ardaginn vora til dæmis 10 leik- menn reknir af leikvelli í ensku deildunum §óram og þar með höfðu 113 leikmenn verið reknir út af síðan að vertíðin hófst í haust. Þetta er hreint úr sagt í efri kantinum og hafa ýmsir áhyggjur af því sem fyrr segir. Einn þeirra er Gordon Taylor, formaður stéttarfélags knattspymumanna og tillaga hans er að breska knattspymusambandið íhugi að refsa félögum sem eiga við svona agavandamál að etja með því að pilla af þeim fengin stig. Bert Millichip, forseti knatt- spymusambandsins, er á því að aðgerða sé þörf, en hvemig taka eigi á málinu sé aftur annar hand- leggur. Hann segir að leikmenn verði að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni, ekki síst uppeldisábyrgðinni þar sem unglingar taka þá sér til fyrirmyndar. Hinn mikla Qölda brottrekstra segir Millichip þó trú- lega stafa af þvi að dómarar séu famir að taka harðar á grófum brotum og sé það vel. ■ IVAN Lendl hirti um helgina þau stærstu verðlaun sem boðin hafa verið fyrir tenniskeppni fyrr og síðar, er hann vann Pat Cash 3-1 úrslitaleik mikils sýningarmóts í West Palm Springs í Flórida. Sig- urlaunin vora litlir 583.200 dollar- ar. Mótsformið var töluvert gagnrýnt, því auðnum var vissulega misskipt. Þegar komið var á visst stig í mótinu hófu allir keppendur leik með stórfé milli handanna en eftir því sem lotur og leikir töpuð- ust, þeim mun meira grynnkaði í seðlahrúgunni. Þegar þeir Cash og Lendl stóðu einir eftir, vora þeir báðir búnir að sanka að sér 250.000 dollurum. Cash tapaði hverri krónu við að tapa, en á sama tíma hirti t.d. John McEnroe 182.000 doll- ara, allt sem hann átti eftir þegar búið var að slá hann út í undanrás- um. Lendl sagði eftir úrslitaleikinn, „þó hann hafí unnið mig í úrslitum á Wimbledon get ég ekki annað en kennt dálítið í bíjóst um hann. Þó vissum við allir að svona gæti átt sér stað og hlutum að sætta okkur við það.“ ■ ÁSTRALSKI kylfingurinn kunni, Greg Norman, náði snilld- arleik á opna ástralska golfmótinu sem haldið var í Melboume um helgina. Sigraði hann furðu öragg- lega, með tíu högga mun á næsta mann sem var Sandy Lyle.en sig- urinn skaut Norman upp fyrir Sevi Ballesteros í heimsgæðatöflunni. Skor Normans var 273 högg, sem var 15 höggum undir pari og nýtt vallarmet. Besti árangur hans slðan 1980 er hann rúllaði upp keppinaut- um sfnum á opna franska meistara- mótinu. Þá hafði enginn áður unnið opna ástralska mótið með jafn mikl- um mun, Jack Nicklaus vann með átta högga mun árið 1971. ■ Á uppskeruhátíð Vals um helgina var kjörinn knattspymu- maður ársins. Varð Guðni Bergs- son fyrir valinu og þótti vel að því kominn. ÍBK hélt einnig uppskeru- hátfð sfna suður með sjó og þar var kjörinn íþróttamaður ársins. Fyrir valinu varð frjálsíþróttamaðurinn Már Hermannsson. ■ Á HVERJU ári er haldin inn- anhúsknattspymukeppni Trygging- arfélagana. Var hún haldin síðast um helgina og sigraði lið Trygg- ingarmiðstöðvarínnar. Vann hún það afrek nú í tíunda skiptið á tíu áram. SKÍÐI/HEIMSBIKARINN Þrefaldur sigur austurrísku stúlknanna Austurrísku stúlkumar skutu þeim svissnesku aftur fyrir sig og nældu í þijú efstu sætin í svigi kvenna sem fram fór í Courmayeur á Ítalíu f gær. Anita Wachter vann þar sín fyrstu gullverðlaun í heims- bikamum. Hún hafði áður náð best öðru sæti í tveimur mótum í fyrra. Wachter var aðeins sjö hundraðustu úr sekúndu á undan Idu Ladstaett- er sem varð önnur og Ulrika Maier var þriðja 13/100 úr sekúndu á eftir Wachter. Brautimar vora mjög erfiðar og féllu margar stúlkur úr keppni. Blanca Femandez Ochoa frá Spáni, sem sigraði í fyrstu svig- keppni heimsbikarsins á föstudag- inn, féll fljótlega í fyrri umferð og það gerði Mateja Svet frá Júgó- slavíu einnig. Úrslit þessarar keppni vora enn ein vonbrigðin fyrir svissneska liðið sem talið var mjög sterkt fyrir keppnistímabilið. Brigitte Gadient náði besta árangri svissnesku stúlknanna hafnaði í 11. sæti. Cor- inne Schmidhauser náði besta tímanum í fyrri ferð en féll f þeirri seinni. ■ Úrsllt/B11 ■ Stad«n/B11 Reuter Anlta Waohtor vann fyrstu gull- verðlaun sín f heimsbikamum f gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.