Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 6
6 B jtUtðtwMattfr /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 KÖRFUKNATTLEIKUR/URVALSDEILPIN JUDO / QPNA SKANDINAVISKA MQTIÐ Júlíus Bjarni FriArlksson sigraði í sínum flokki á opna skandinaviska mótin í júdó sem fram fór í Noregi um helgina. Bjami hefur átt við meiðsli að stríða en er nú að ná sér á strik. Bjami sigraði á ippon í sínum flokki - vann Finnann Fandell í úrslitum eftir 21 sekúndu Bjami Friðriksson sigraði í sínum flokki á opna skandi- navíska mótinu í júdó, sem fram fór í Osló í Noregi um helgina. Um 200 keppendur tóku Frá þátt í hinum ýmsu JóniÓttari flokkum og þar af Kartssyni fímm {siending ar, ' oregt en þgjrra 1(0_ must ekki áfram í lokakeppnina. Bjami keppti í -95 kg flokki og varð að létta sig um tvö kíló á fjór- um tímum fyrir mótið. Hann glímdi fyrst við Danann Karsten Jensen og vann með þremur stigum, en þeir voru álitnir sigurstranglegastir í flokknum. Viðureignin var frekar fumkennd og fátt um fína drætti. Bjami sótti meira og Daninn varð- ist vel, en ekki nægjanlega. Þá var komið að Clemmesies frá Vestur-Þýskalandi að tapa fyrir Bjama. Glíman var þung og erfíð og öryggið sat í fyrirrúmi hjá báð- um, en svo fór að Bjami sigraði með fimm stigum. í úrslitum var um fullnaðarsigur, ippon, Bjama að ræða gegn Fandell frá Finnlandi, lagði Finnann með yfírsveiflubragði eftir aðeins 21 sekúndu. „Hann gleymdi sér eitt augnablik, ég notfærði mér það til fullnustu og lagði hann,“ sagði Bjami eftir mótið og bætti við að tvær fyrri glímumar hefðu verið frekar leiðinlegar „því ég var ekki almennilega vaknaður," sagði hann, en keppt var fyrir hádegi, sem er óvenjulegt á svona móti. Halldór Hafsteinsson (-86 kg flokki), Karl Erlingsson (-71 kg flokki), Ómar Sigurðsson og Hall- dór Guðbjömsson (báðir í -78 kg flokki) komust ekki áfram., en Finninn Reino Fagerlund, þjálfari íslenska liðsins, hafnaði í 2. sæti í -60 kg flokki. Hraðiogb; - þegar Haukar lögðu ÍR-inga GÓÐUR varnarieikur og mikil barátta einkenndi viðureign ÍR og Hauka í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Bœði liðin voru að berjast fyrir því að sleppa við að þurfa að þefa af botnin- um og því eðlilegt að ekkert væri gefið eftir. Þessi barátta ásamt miklum hraða gerðu þennan leik skemmtilegan á að horfa. Jafnræði var á með liðunum allan leikinn og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútum hans. Eitt stig skildi liðin að þegar flautað var til leikhlés en þrátt fyrir þennan litla mun virtist meiri stemmning vera í leik ÍR-inga. Eitt- hvert slen virtist Vilmar hijá Haukana í hálf- Pétursson leiknum fyrir utan skrífar smá kafla um mið- bik hans. Lykilmenn í liði Hafnfirðinganna náðu sér ekki á strik á meðan ÍR-strákamir skor- uðu skemmtilegar körfur og voru urrandi grimmir. Haukar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og tóku fljótlega að sér forystuhlutverkið. Mestu mun- aði um að ívar Webster komst í stuð og hirti nánast hvert einasta frákast undir Haukakörfunni auk þess sem hann var drjúgur við stigaskorun. ÍR-ingar slepptu þó andstæðingnum aldrei langt frá sér. Þegar þijár mínútur voru til leiksloka var forysta Hauka tvö stig og hófst mikill darraðadans. Haukar héldu haus og tókst að sigra. ívar Webster var besti maður Hauka í leiknum en einnig átti Tryggvi Jónsson mjög góðan leik í síðari hálfleik. Hjá ÍR var Jón Öm Guðmundsson mjög góður, hann skoraði flest stig og átti auk þess margar gullfallegar stoðsendingar. IR - Haukar 67: ívar Wabatar v ■ Haukar unnu leil íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeildin í körfuknat daginn 28. nóvember 1987. Gangur leiksins: 7:4, 7:12, 9:16, 22:22, i 51:59 64:67, 67:73 Stig IR: Jón Öm Guðmundsson 21, Karl Guí Bjöm Steffensen 11, Bjöm Leósson 8, Jóhanr 6, Halldór Hreinsson 4. Stig Hauka: ívar Webster 18, Tryggvi Jónsson 18, Ivar Ásgrímsson 17, Henning Henningsson 9, Ingimar Jónsson 4, Sveinn Steinsson 4, Pálmar Sigurðsson 3. Dómarar: Kristinn Albertsson og Bergur Steingrímsson dæmdu baráttuleik ágætlega. Eirrfold, ódýr og varanleg lausn. Verksmidja: Unubakki 20 Þorlákshöfn sími: 99-3900 Söluskrifstofa HÚSASMIÐJAN HF. Súdarvogur 1-5 sími: 91 687700 veggir hf. Milliveggir. Fœranlegir skrrlstolúveggir. loft-og útveggjaklædningar. Lertid tilboda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.