Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7
jW<r9mO»t<i»ib /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 B 7 Í- arátta aðvelli Morgunblaðiö/BAR rar sterkur í fráköstunum gegn ÍR á sunnudaginn. :inn 73:67. Morten Olsen skor- aði 1000. markið Danski leikmaðurinn Morten Olsen skoraði 1000. mark Kölnarliðsins ( Bundeslignnni. Markið var jafnframt fyrsta mark Olsen, sem er 38 ára, fyr- ir Köln. Hann hafði áður skorað eitt sjálfsmark. Mark Olsen var afar glæsilegi — þrumuskot hans af 20 m færi hafnaði upp í markominu á marki Karlsrahe, sem mátti þola tap, 0:4. Bayem Munchen hefur mikinn hug á að fá Olaf Thon frá Schalke. Juventus og Genova hafa einnig áhuga á þessum unga landsliðsmanni. Það bendir þó allt til að hann fari til Inter Mílanó eftir þetta keppnistíma- bil. Bracelona á Spáni hefur auga- stað á Lothar Mattháus. Pélagið vill fá hann til að taka við hlut- verki Bemd Schuster. Það er ekki mikil hrifning i Munchen yfír því að Bayem hafí farið til Englands til að leika gegn Everton í sl. viku. Vilja margir kenna þeirri ferð um að Bayem tapaði fyrir Dortmund. Bayem fékk 225 þús. v-þýsk mörk fyrir að leika á Goodison Park. KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Bæjarar gátu ekki stöðvað Simmes - og Dortmund vann óvæntan sigur, 3:1, í Munchen að var ekki mikil gleði í her- búðum Bayem Miinchen á laugardaginn, eftir að Dortmund hafði stöðvað níu leikja sigurgöngu Bæjara á Olympíuleikvanginum í Miinchen. Leikmenn Bayem, sem sóttu nær stöðugt að marki Dort- mund, gátu ekki stöðvað Daniel Simmes, sem hefur oft áður gert þeim lífíð leitt. Simmes skoraði tvö mörk eftir skyndisóknir og var maðurinn á bak við óvæntan sigur Dortmund, 3:1. Stuðningsmenn Bayem vora ekki ánægðir eftir leikinn. Þá kom í ljós hvað það er harður heim- ur að vera þjálfari. „Burtu með Heynckes. Við vilj- Frá um frá Lattek Jóhanni Inga aftur!" hrópuðu Gunnarssyni áhorfendur. Þeir höfðu gleymt því að Bayem hefur ekki náð að leggja Dortmund að velli í þijú ár í Miinc- hen. Aðeins fengið eitt stig út úr þremur leikjum. Undir stjóm Lattek gerði Bayem jafntefli við Dortmund í fyrra og tapaði árið áður. Dortmund lék varnarleik og síðan branuðu leikmenn liðsins fram í skyndisóknir þegar við átti. Simmes skoraði, 0:1, eftir 20 mín. og á 39 mín. bætti Ingo Anderbragge marki við. Klaus Augentaler náði að minnka muninn, í 1:2, fyrir leikhlé. Leikmenn Bayem sóttu grimmt í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora. Það gerði aftur á móti Sim- mes - aftur eftir skyndisókn. Ólga hjá Uerdingen Leikmenn Bayer Uerdingen réðu ekkert við hið unga og skemmtilega lið Numberg. Dieter Eckstein skor- aði öll þijú mörk heimaliðsins, sem vann 3:1. Stefan Kuntz skoraði mark Uerdingan. Þess má geta að Kubik, markvörður Uerdingen, fékk að sjá rauða spjaldið í leiknum - fyrir brot á einum leikmanni Núm- berg. Hann er þriðji leikmaður félagsins sem heftir fengið að sjá rautt spjald á stuttum tíma. Mikil ólga er hjá leikmönnum Uerd- ingen. Gamli kappinn Wolfgang Funkel sagðist vera óhress með starf þjálfarans Horst Köppel. Menn hér segja að það stutt í það- að Köppel verði rekinn. Wemer Vollack, fyrram markvörð- ur Uerdingen, átti stórleik 5 marki Homburg gegn Stuttgart og bjarg- aði Homburg frá tapi. Stuttgart varð að sætta sig við jafntefli, 2:2. Leikmenn Stuttgart sofnuðu á verð- inum undir lokin og Blattel náði að jafna metin. Fritz Walter, sem er markahæstur í Bundesligunni ásamt félaga sínum Jtirgen Klins- mann - með ellefu mörk, skoraði fyrra mark Stuttgart og Mauricio Gaudino bætti öðra við. Ásgeir átti góðan leik með Stuttgart. Láras Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 80 mín. þegar Kaisers- lautem vann sinn fyrsta útisigur - 2:0, gegn Frankfurt. Láras kom inr. á fyrir markaskorarann Kohr. Þetta var fímmtugasti leikur félaganna í Bundesligunni. ■ Úrsllt B/14 ■ Staðan B/14 KNATTSPYRNA / BELGIA Amór skoraði gegn Mechelen - þegar Anderlecht vann langþráðan sigur ARNÓR Guðjohnsen átti mjög góðan leik með Anderlecht þegar fólagið vann sigur, 3:2, yfir Mechelen. Amór skoraði eitt mark og lagði upp annað. Honum var klappað lof í lófa þegar hann fór af leikvelli á 89. mínútu. etta var fyrsti sigur Anderlecht í nokkrar vikur, en mikil ólga hefur verið hjá leikmönnum vegna deilna við þjálfara félagsins. Leik- menn Anderlecht, Frá Bjama sem höfðu tapað Markússyni þremur leikjum í röð iBelgiu fyrir þennan sigur, hafa tapað miklum peningum vegna hvað þeim hefur gengið illa. Foresti félagsins sagði eftir leikinn, að leikmennimir fengju góðan bónus fyrir þennan sigur. Niles skoraði fyrsta mark And- erlecht, en Mechelen náði að jafna, 1:1, fyrir leikhlé. Amór skoraði mark sitt á 48 mfn., eftir að Lind- mann hafði skallaði knöttinn til hans. Amór var á auðum sjó og skoraði með óveijandi skoti fram hjá markverði Mechelen. Danski leikmaðurinn Per Frimann skoraði síðan þriðja mark Anderlecht eftir að hafa fengið góða sendingu ffá Amóri. Guðmundur Torfason ílæknis- medferð Guðmundur Torfason hefur ekki getað leikið með Wint- erslag að undanfömu vegna meiðsla. Guðmundur, sem hefur ■■■I verið í læknis- FráBjama meðferð vegna Markússyni hiyggskekkju, sagðist vonast til að geta leikið með um næstu helgi - gegn Lokeren. Fimm af fastamönnum Winterslag eru meiddir. Þeir gátu ekki leikið með gegn FC Briigge á laugardaginn. Winter- slag mátti þá þola stórtap, 0:6, á heimavelli sínum. ÍTALÍA Napólí taplaust Juventus komið í gang NAPÓLÍ heldur áfram uppteknum hœtti í ítölsku knattspyrnunni hefur enn ekki tapað leik í deildinni til þessa. Um helg- ina gerði liðið jafntefli við Inter Mflanó, 1:1 og hefur nú þriggja stiga forskot á AC Mílanó, Juventus og Sampdoria. Brasilíumaðurinn Careca skoraði mark Napólí með skalla eftir fyrirgjöf frá fyrir- liðanum Diego Maradona á 19. mínútu. Inter Mflanó náði að jafna um miðjan seinni hálf- leik með aðstoð Femando de Napoli sem sendi knöttinn í eigið mark. Juventus er að ná sér á strik og um helgina vann það Ascoli, 1:0, og skoraði Marino Magr- in sigurmakið beint úr aukaspymu á fyrstu mínútu leiksins. Juventus hefur nú 14 stig það er að segja ef liðið missir ekki stigin gegn Cesena um fyrri helgi. Þá varð einn leikmanna Cesena að fara á sjúkrahús eftir að reyksprengja hafði sprangið við hlið hans. ítalska knattspymusambandið á eftir að dæma í málinu og gæti svo farið að Juventus yrði dæmdur leikurinn tapaður. ■ Úrsllt/B11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.