Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 1

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1987 ÞRIDJUDAGUR 8. DESEMBER BLAÐ Lyftingar: Fjögur heimsmet - í heimsbikarkeppninni í Seoul Búlgararnir Mikhail Petrov og Alexander Varbanov settu samtals fjögur heimsmet á heimsbikarkeppn- inni í lyftingum í Seoul um helgina. Petrov keppti í 67,5 kílógrammaflokki og snaraði 158 kflógrömm, sem er hálfu kílógrammi meira heldur en gamla metið, en hann átti það sjálfur. Hann jafnhattaði því næst 197,5 kíló og hafði þar með bætt heimsmetið í saman- lögðu um þijú kílógrömm, eða 355,5 kílógrömm. Þá var komið að Alexander Varbanov í 75 kílógramma- flokki. Hann jafnhattaði 215,5 kílógrömm, hálfu kílói meira heldur en eigið heimsmet. Samanlagt lyfti Varbanov svo 380,5 kílógrömmum, en það er einnig nýtt og glæsilegt heimsmet. m Knattspyrna: Omarí uppskurð - sleit liðbönd á ökla og verðurfráí6vikur ÓMAR Torfason landsliðsmaður í knattspyrnu sleit lið- bönd á vinstri ökla í leik með liði sínu Olten í 2. deild svissnesku knattspyrnunnar á sunnudaginn. Ómar verð- ur skorinn upp á morgun og verður frá í 5 til 6 vikur. Omari hefur gengið vel með liði sínu og gert 9 mörk í deild- inni í vetur. Hann var „tæklaður" illa í deildarleik á sunnudaginn eftir 25 mínútna leik og kom í ljós í gær að liðbönd í vinsti ökla eru slitin. „Það var lán í ólani að þetta kom fyrir núna því það er frí í deildarkeppninni fram í febrúar. Ég ætti því ekki að missa mikið úr vegna þessa,“ sagði Ómar. Olten er í 10. sæti í 2. deild og kemur því ekki til með að leika um 1. deildarsæti að þessu sinni þvi 6 efstu liðin leika í úrslita- keppni um laus sæti í 1. deild. Ómar sagði að gengi liðsins hafi verið slæmt framanaf vetri en síðan hafi liðið verið á upp- leið. Hann er samningsbundinn hjá Luzem en er á lánssamningi hjá Olten fram á vorið. Morgunblaðið/Einar Falur Ægir bikarmeistari Sundfélagið Ægir úr Reykjavík endurheimti bikarmeistaratit- ilinn um helgina, er 1. deildarkeppnin fór fram í Sundhöll Reykjavíkur. Þetta var í 18. skipti sem Ægir sigrar i keppn- inni, en hún fór nú fram í 23. skipti. Hér tekur Ólafur Brynjólfur Einarsson, fyrirliði Ægis, við Speedo-bikamum. Nánar verður fjallað um mótið í máli og myndum síðar. Úrslit/B 10. BÍLAR: STÖKKBREYTING/B8 og B9 AUKhf. 3.218/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.