Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 12
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Hvevjir eru bestir?
essari spumingu veltum við
töluvert fyrir okkur s.l. vetur
og birtum skoðanakönnun sem
gerð var í Bandaríkjunum með
|þátttöku þjálfara,
Einar dómara, leik-
Bollason manna, blaða-
skrifar manna og
áhorfenda.
Nú ætla ég að breyta til og velja
sjálfur bestu leikmenn í öllum
stöðum. Auðvitað má endalaust
deila um þetta atriði og gaman
væri að fá álit lesenda, hvaða
skoðanir þeir hafi á málinu.
í dag tökum við fyrir miðbakverð-
ina eða leikstjómendumar, eins
og þeir eru oftast nefndir.
1. Þetta val er hafíð yfir alla
gagnrýni, það er bara einn töfra-
maður í deildinni. Það er auðvitað
Ervin „Magic“ Johnson hjá Los
Angeles Lakers. Hann ber af
öllum öðrum bakvörðum og er af
mörgum talinn besti bakvörður
allra tíma. Stór orð en sönn!
Hann átti flestar stoðsendingar
allra f deildinni sl. vetur, var efst-
ur hjá Lakers í að „stela" boltan-
um frá andstæðingum og
heimurinn væri örugglega betri
ef fleiri brostu eins mikið og hann.
Þá var „Magic" valinn besti leik-
maður deildarinnar og leiddi lið
sitt til sigur á öruggan hátt í þess-
ari hörðu og jöfnu deild sl. vor.
2. Isiah Thomas, Detroit Pist-
ons, er okkar maður í þessu sæti.
Leikinn og skemmtilegur og drif-
fjöður hins efnilega Piston-liðs.
Hann gefst aldrei upp, reynir og
reynir en, því miður, hann verður
alltaf númer 2.
3. Maurice Cheeks, Phila-
delpia 76’ers sýndi það á sl.
keppnistímabili hversu mikiivæg-
ur hann er liði sínu. Allt gekk á
afturfótunum, meiðsli hrjáðu lyk-
ilmenn eins og Andrew Toney og
Jeff Ruland, sem varð að leggja
skóna á hilluna. En Cheeks, sem
spilaði yfir 40 mínútur í hverjum
leik, sýndi það og sannaði að hann
á hvergi heima nema í hópi þeirra
bestu.
4. Lafayette „Fat“ Lever,
Denver er ekki eins þekktur og
hinir þrír sem á undan honum eru
nefndir og eflaust verða einhvetjir
ósammála mér í þessu vali. En
lítum aðeins nánar á piltinn og
árangur hans í fyrra. Hann var
efstur í Denver-liðinu í stoðsend-
ingum, stolnum boltum og
fráköstum! — Já, bakvörðurinn
var með samtals 729 fráköst sl.
vetur (290 fleiri en miðherji Den-
ver Nuggets Wayne Cooper!) Auk
þess var hann næst stigahæstur
með 18,9 stig að meðaltali í leik,
og er einnig talinn með betri vam-
armönnum deildarinnar. Við
skulum fylgjast vel með „Fat“
Lever í vetur.
6. Ég get ekki verið þekktur
fyrir annað en að hafa Dennis
Johnson, Boston Celtics í þessu
sæti (ekki þó til hlutdrægni!).
Þessi reyndi leikmaður lætur ekk-
ert á sjá þótt hann sé kominn á
fertugsaldurinn og hann er yfir-
leitt bestur þegar mest liggur við,
enda blómstrar hann oftast í úrsli-
takeppni.
Aðrir miðjubakverðir sem ekki
komast í hóp bestu fimm: Alvin
Robertsson, San Antonio, Glenn
(Doc) Rivers, Atlanta, Eric „Sle-
epy“ Floyd, Golden State og Vem
Fleming, Indiana.
FIIVILEIKAR/BIKARIVIÓT
Bikarmót Fimleikasambands íslands fór fram í
blómum skrýddri Laugardalshöll um helgina.
Þátttaka á mótinu var með minnsta móti og var því
keppnin ekki eins spennandi og hún annars hefði
geta orðið. Á bikarmótinu var keppt í
Vilmar liðum og er þetta eina mót keppnis-
Pétursson tímabilsins með þessu fyrirkomulagi.
skrifar Keppt var í fijálsum æfingum og 2, 3
og 4. gráðu í vor verða haldin Norður-
landamót unglinga í Finnlandi og Evrópumeistaramót
unglinga í Frakklandi og því hefur verið ákveðið að
velja landsliðshópa núna fyrir áramótin til að senda
á þessi mót. Mikilvægt var því fyrir væntanlega lands-
liðskandidata að sýna getu sína á mótinu.
Ármann var eina félagið sem sendi lið í keppni í frjáls-
um æfingum karla en það kom þó ekki í veg fyrir
að árangurinn væri mjög vel viðunandi hjá Armenning-
unum. Islandsmeistarinn Guðjón Guðmundsson náði
svipuðum árangri og hann átti bestan í fyrra þrátt
fyrir að eiga ekki góðan dag. Þetta er mjög gott í
upphafi keppnistímabilsins og greinilegt að Guðjón á
eftir að bæta sig í vetur. Allir strákamir bættu sig
en enginn þó eins mikið og Axel Bragason. Þeir Guð-
jón og Axel náðu lámörkunum fyrir Norðulandamótið
með árangri sínum á mótinu og jafnframt náði Guð-
jón Evrópumótslágmörkunum.
í frjálsum æfingum stúlkna áttust við tvö félög Björk
og Ármann. Keppni þessara félaga var jöfn og spenn-
andi. Björk bar sigur úr býtum, þær fengu 159,55
stig samanlagt en Ármann 153,70. Greinilegt er af
árangri stelpnanna að upp er kominn sterkur kjami
sem að geta gert góða hluti á Norðurlandamóti ungl-
inga í vor. Fjórar stúlknanna náðu yfir 33 stigum í
þessu móti og í vor má búast við að þær séu famar
að fá um 35 stig. í einstökum greinum ættu þær þá
að vera komnar með einkunina 9 og þá má jafnvel
fara að gera sér vonir um verðlaunasæti á NM. Ta-
kist þetta væri það mikill sigur fyrir íslenska fimleika.
Nánar verður sagt frá Bikarmótinu á unglingaíþrótta-
síðunni um næstu helgi.
Morgunblaðið/Einar Falur
BjArn Magnússon, Ármannl, er héma albúinn að
hremma hestinn sem sjálfsagt vildi hlaupa burtu fengi
hann einhverju ráðið.
Fáir keppendur en
árangur viðunandi
Lafayette „Fat“ Lever lék frábærlega með liði sínu, Denver Nuggets,
í fyrra og er Qórði besti bakvörðurinn í NBA-deildinni að mati Einars Bolla-
sonar.
í KÖRFUHRINGNUM
Red Auerbach er
þekktur fyrir að ná
í góða leikmenn
H RED Auerbach, fyrrum þjálf-
ari og nú forseti Boston Celtics, er
þekktur fyrir snilli sína við að velja
og ná í góða leikmenn. Hér eru
nokkur dæmi:
Einar 1) Hann kom auga
Bollason á Bill Russel 1956
og seldi marga góða
leikmenn til að ná í
þennan snilling.
2) 1978 notaði hann 1. umferðar
val sitt til að ná í Larry Bird, sem
þá átti eitt ár eftir í háskóla —
ekki dónalegt val það!
3) 1980 lét hann Golden State fá
fyrsta og þrettánda valréttinn í
skiptum fyrir Robert Parish og
þriðja valrétt sem hann notaði til
þess að ná i Kevin McHale. Boston
hefur unnið meistaratitilinn þrisvar
sinnum síðan.
■ STIGASKORUN heillar
marga og oft er þeim mest hampað
sem skora mest, og reyndar Iíka
oft gagnrýndir fyrir skotgræðgi og
eigingimi. Hvemig líst ykkur á að
mæta liði sem þessu: Michael Jord-
an, Mark Aquirre, Tom Cham-
bers, Kiki Vandeweghe og
Dominique Wilkins?
■ 1979 komu 2 nýliðar inn í
deildina, sem áttu svo sannarlega
eftir að setja svip sinn á hana,
„Magic“ Johnson, Lakers og
Larry Bird, Celtics. Það er ekki
út af engu að margir vilja kenna
þann áratug sem er að líða við þá
félaga, en lítum nánar á nokkrar
tölur. Frá keppnistímabilinu
1978-79 til síðasta tímabils hefur
aðsókn aukist um 18% (samtals 12
milljónir manna mættu á leiki í NBA
í fyrra). Sjónvarpsgláp(I) hefur auk-
ist um 46% og meðallaun leikmanna
hækkað úr 148.000 dollumm '79 í
510.000 dollara ’87. Þá hafa félög
þeirra, Lakers og Celtics, unnið
samtals 6 af 8 meistaratitlum þenn-
an tíma.
■ MARGIR góðir nýliðar bætt-
ust í hópinn í ár. Við skulum fylgjast
vel með: Reggie William, LA
Clippers, Armon Gilliam, Phoenix
Suns, Dennis Hopson, New Jersey
Nets, Kenny Smith, Sacramento
Kings, Scott Pippen, Chicago
Bulls, og síðast en ekki síst Tyrone
Bogues, Washington Bullets.
'f*L
GETRAUNIR: 1 X X 22X 21X 11X
LOTTO: 3 9 10 16 21