Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 B 13 VEITINGAHÚS OG KAFFIHÚS ÁN VÍNVEITINGALEYFIS Borðað á staðnum eða tekið með heim: AMERICAN STYLE Skipholti 70 Á American Style er opið daglega frá kl. 11.00-23.00. Síminn er 686838. ASKUR Suðurlandsbraut 14 ÁAski eropiðalla daga frá kl. 11.00— 23.30. Síminn er 681344. Heimsending- arþjónusta. ÁRBERG Ármúla 21 ÁÁrbergieropið alla daga frá kl. 07.00— 21.00, nema laugardaga, en þá er opiö frá kl. 08.00—21.00 og ásunnudögum er lokaö. Síminn er 686022. BIGGA-BAR Tryggvagötu 18 Á pizzustaönum Bigga-bar er opið alla daga frá kl. 11.00—22.00 nema sunnu- daga en þá er opið frá 16.00—22.00. Síminn er 28060. BJÖRNINN Njálsgötu 49 Á veitingastaðnum Birninum er opið alla daga frá kl. 09.00—21.00. Síminn er 15105. BLEIKI PARDUSINN Gnoðarvogi 44 Hringbraut119 Á Bleika pardusnum er opið alla daga frákl. 11.00—23.30. Simareru 32005 og 19280. ELDSMIÐJAN Bragagötu 38a I Eldsmiðjunni er opið alla daga frá kl. 11.30— 23.00. Siminn er 14248. GAFL-INN Dalshrauni 13, Hafnarfirði Á Gafl-inum er opið daglega frá kl. 08.00—23.00. Siminn er 51857. HÉR-INN Laugavegi 72 Veitingastaöurinn Hér-inn er opinn dag- lega frá kl. 10.00—22.00, en á sunnu- dögum erlokað. HJÁKIM Ármúla 34 Hjá Kim er opiö alla daga frá kl. 11.00— 21.30, en næturþjónusta er einnig á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 04.00. Síminner 31381. HÖFÐAKAFFI Vagnhöfða 11 í Höfðakaffi er opið alla virka daga frá kl. 08.15—16.30 og á laugardögumfrá kl.08.15—13.00. Á sunnudögum er lok- að. Siminn er 686075. INGÓLFSBRUNNUR Aðalstræti 9 í Ingólfsbrunni er opið alla virka daga, en lokað á laugardögum og sunnudög- um. Opið erfrá kl. 08.00—18.00. Síminn er 13620. KONDITORI SVEINS BAKARA Álfabakka Konditori Sveins bakara er opið á virkum dögum frá kl. 07.00—18.00, á laugardög- um frá kl. 08.00—16.00 og á sunnudög- urh frá kl. 09.00—16.00. Síminn er 71818. KABARETT Austurstræti 4 Kabarett er opinn á virkum dögum frá kl. 09.00—20.00 og á laugardögum frá kl. 10.00—14.00,enásunnudögumer lokað. Síminn er 10292. KENTUCKY FRIED Hjallahraunl 15, Hafnarfirði Á Kentucky Fried er opið alla daga frá kl. 11.00—23.00. Síminn er 50828. KÚTTER HARALDUR Hlemmtorgi Kútter Haraldur er opinn alla virka daga frá kl. 07.00—19.00, á laugardögum frá kl. 10.00—20.30 og á sunnudögum frá kl. 13.00—19.00. Síminner 19505. LAUGAÁS Laugarásvegi 1 Á Laugaási er opið alla daga frá kl. 08.00-23.00. Síminn er 31620. MADONNA Rauðarárstfg 27 — 29 Á Madonnu er opið alla daga frá 11.30 -23.30. Síminn 621988 MARINÓS PIZZA Njálsgötu 26 Marinó's Pizza-er opin alla daga frá kl. 11.30- 23.30. MATSTOFA NLFl Laugavegi 26 Matstofa Náttúrulækningafélags íslands er opin alla virka daga frá kl. 12.00— 14. 00 og frákl. 18.00—20.00, en lokaöer á laugardögum og sunnudögum. Síminn er 28410. MÚLAKAFFI Hallarmúla Múlakaffi er opið alla virka daga frá kl. 07.00—23.30 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 08.00—23.30. Síminner 37737. NORRÆNA HÚSIÐ Hringbraut Veitingastofa Norræna hússins er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 09.00—19.00. Á sunnudögum e.r opið frá kl. 12.00—19.00. Síminn er 21522. NÝJA KÖKUHÚSIÐ Austurvelli JL-húsinu, Hringbraut I Nýja Kökuhúsinu við Austurvöll er opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 08.00—18.30 og á sunnudögumfrá kl. 13.00-17.30. Siminn er 12340. í JL- húsinu er svo opið frá kl. 08.00—18.00 frá mánudegi til fimmtudags, en til kl. 20.00 á föstudögum. Á laugardögum er opiöfrá kl. 08.00—16.00 og á sunnudög- um frá kl. 09.00—16.00. Síminner 15676 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 Pizzahúsiðeropiðfrá kl. 11.00—23.00, en eldhúsinu er lokaö kl. 22.00 og eru þá eingöngu seldar pizzur til kl. 23.30. Nætursala erfrá kl. 24.00—04.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Siminn er 39933. PITAN Skipholti 50c Pítan er opin alla daga frá kl. 11.00—23. 30. Síminner688150. PlTUHORNIÐ Bergþörugötu 21 Pituhornið er opið alla daga frá kl. 11.00—22.30. Síminn er 12400. PÍTUHÚSIÐ Iðnbúð 8, Garðabæ i Pituhúsinu er opiö alla daga vikunnar frá kl. 11.30—23.00. Siminnér 641290. POTTURINN OG PANNAN Brautarholti 22 Á veitingahúsinu Pottinum og pönnunni er opiö alla daga frá kl. 11.00—23.00. Síminner 11690. SELBITINN Eiðistorgi 13—15 Selbitinn er opinn alla daga frá kl. 11.30-22.00. Síminn er611070. SMÁRÉTTIR Lækjargötu 2 i Smáréttum er opið alla daga frá kl. 10.00—23.30 og á föstudags og laugar- dagskvöldum er nætursala til kl. 03.00. Síminn er 13480. SMIÐJUKAFFI Smiðjuvegi 14d Smiðjukaffi er opið daglega frá kl. 08.30-16.30 og frá kl. 23.00-04.00, en á næturnarereinnig heimsendingar- þjónusta. Síminner72177. SÓLARKAFFI Skólavörðustfg 13a Sólarkaffi er opiö alla virka daga frá kl. 10.00— 18.00, lokað er á laugardögúm og sunnudögum. Síminn er 621739. SPRENGISANDUR Bústaðavegi 153 ÁSprengisandi eropið daglega frá kl. 11.00—23.00, en á föstudags- og laugar- dagskvöldum er þílaafgreiðslan opin fram eftir nóttu. Síminn er 33679. STJÖRNUGRILL Stigahlfð 46—67 I Stjörnugrilli er opið alla daga vikunnar frá kl. 11.00—23.30. Siminn er38890. SUNDAKAFFI Sundahöfn Sundakaffi er opið á virkum dögum frá kl. 07.00—20.30 og um helgarfrá kl. 07.00-16.30. Síminn er 36320. SVARTA PANNAN Hafnarstræti 17 Á Svörtu pönnunni er opiö alla daga frá kl. 11.00-23.00. Siminn er 16480. ÚLFAROG UÓN Grensásvegi 7 Veitingastaðurinn Úlfar og Ijón er opinn alla daga frá kl. 11.00—22.00. Síminn er 688311. VEITINGAHÖLLIN Húsi verslunarinnar (Veitingahöllinni er opið alla virka daga frá kl. 09.00-23.00 og frá kl. 10.00-23. 00 á laugardögum og sunnudögum. Síminner 30400. VOGAKAFFI Smiðjuvogi 50 I Vogakaffi er opiö alla virka daga frá kl. 08.00—18.00 og á laugardögum frá kl. 09.00—14.00, en á sunnudögum er lok- að. Síminner 38533. WINNY'S Laugavegur116 Veitingastaðurinn Winnyá er opinn alla daga frá kl. 10.00—22.00. Síminn er 25171. Sjón- varps- myndum Önnu Frank orgnamir voru hræðilegir. Ég náði þá í innkaupalist- ann og þau stóðu öll í hóp og biðu og Anna var alltaf fremst. Það skelfdi mig — ég vissi að ég var eina samband þeirri við umheim- inn.“ Sú sem talar heitir Miep Gies. Hún er orðin 78 ára en það var einmitt hún ásarht manni sínum Henk sem tók Otto Frank, konu hans Edith og dætur þeirra, Önnu, sem skrifaði margfræga dagbók um lífíð í felum undan nasistum í Hollandi, og Margot inná heimili sitt og faldi þau uppi á lofti við Prinsengracht númer 163. Og það voru Gieshjónin sem í tvö ár báru þeim mat og föt og fréttir — það sem þau þurftu til að komast af. Og seinna þegar Frankfjölskyld- an hafði verið svikin, handtekin og send í útrýmingarbúðir var það frú Gies sem fann dagbók Önnu uppi á lofti. Gies geymdi dagbókina á ömggum stað og beið þess að höf- undurinn kæmi að ná í hana. En Guðað á skjáinn Anna Frank lést í Bergen-Belsen útrýmingabúðunum í mars árið 1945. Otto Frank og kona hans voru send til Auschwitz og aðeins Otto snéri aftur. Þegar hann kom til Hollands bjó hann hjá Miep og Henk Gies i sjö ár. Hann lést árið Í981. Milljónir hafa lesið dagbók Önnu Frank, gerð hafa verið leikrit eftir henni og kvikmyndir. En nú hefur frú Gies bætt við söguna og sagt hana frá sínum sjónarhóli í endur- minningabók sem kom út í maí sl. og heitir „f minningu Önnu Frank". í haust kom saman í Hollandi kvik- myndalið frá Bandaríkjum og Bretlandi sem breytti bókinni í tveggja tíma sjónvarpsmynd fyrir CBS-stöðina undir heitinu „The Attic". „Saga mín er um fólk, ósköp venjulegt fólk sem lifír hryllilega tírna," skrifar Gies í formála bókar sinnar. Hún fylgdist með tökum myndarinnar í haust. Það er banda- ríska leikkonan Mary Steenburgen sem leikur hana í myndinni. Reikn- að er með að myndin verði sýnd í apríl á næsta ári úti í Bandaríkjun- um en leikstjóri hennar er John Erman („Rætur"). Aðrir leikarar eru Victor Spinetti, Ronald Pickup og Elanor Bron að ógleymdum Paul Scofíeld, sem leikur Otto Frank. A hvetju ári flykkjast milljónir ferðamanna til felustaðar Frank- Qölskyldunnar við Prinsengracht- skurðinn. Ásamt van Gogh og Rembrandt hefur Anna litla orðið stórt nafn í hollenskri sögu. í kjöl- farið hefur Giesfjölskyldan verið umdeild og öfunduð. „Þetta hefur verið mjög erfítt fyrir okkur," seg- ir Miep Gies. „Margt fólk í Hollandi gerði það sama og við án þess að þeirra nöfn komi nokkumtíman fram. En við getum ekkert gert að því þótt við földum Önnu Frank og fjölskyldu hennar hjá okkur og að þetta bam skrifaði nöfnin okkar í sína heimsfrægu bók.“ Steenburgen varð fyrir miklum áhrifum þegar hún kom á söguslóð- ir til Amsterdam fyrir kvikmynda- tökuna, persónumar í handritinu og dagbókinni fengu líf en það var Gies sjálf sem veitti henni leiðsögn inní heim Önnu. „Ég sat á tali við Gies þegar það rann upp fyrir mér að fjölskyldan var algerlega háð henni, hún nærði hana og klæddi," sagði Steenburgen. „Og ég spurði hana: Miep, fannst þér þú vera eins og móðir þessa fólks? Já, sagði Miep. Einmitt þannig tilfínning fylgdi þessu.“ Sú sem leikur Önnu er ung bresk leikkona, Lisa Jacobs að nafni. Hún er raunar 25 ára en Anna var 13 svo hún varð að gera sig stelpulega og hækka röddina um áttund eða svo. Þegar hún var í skóla las Lisa, sem er gyðingur, dagbók Önnu og fjarskyldir ættingjar hennar létu lífíð í útrýmingarbúðum nasista. Handtekin af nasistum: Ur sjónvarpsmyndinni „The Attic“, sem CBS hefur látið gera um Orinu Frank og fjölskyldu hennar í felum í Hollandi í seinni heimsstyrjöldinni. í sonarleit þriller Deadly Deception ★ ★ Leikstjóri: John Llewelyn Mox- ley. Framleiðandi: Andrew Gottlieb. Aðalleikendur. Matt Salinger, Lisa Eilbacher, Bonnie Bartlett, James Noble, Midred Natwick. Bandarísk sjónvarps- mynd. CBS Entertainment/ Steinar 1987. Þessi kom á óvart, var mun skárri en einkar fráhrindandi um- búðimar sem em óvenju ósmekk- legar frá hendi risans CBS/FOX. Innihaldið er þriller, heldur slælega leikinn en að öðru leyti þokkalega gerður. Ungur maður verðu fyrir því að missa konu og nýfæddan son á sviplegan hátt. Konan fínnst hengd en föt af syninum við ár- bakka í grenndinni. Faðirinn vill ekki samþykkja að drengurinn sé látinn þó málinu sé lokið af lögregl- unnar hálfu og fer að rannsaka málið á eigin spýtur. Nýtur hann aðstoðar blaðakonu. Kemur ýmis- legt gruggugt í ljós er lausnin fer að nálgast. Ekki metnaðarfull framleiðsla en stendur bærilega undir sér eins og önnur mynd e. Moxley, the Night Stalker, og hefur verið fáanleg hér á leigunum. Höfundar halda áhorf- andanum við efnið frá upphafí til enda þrátt fyrir að gömul brögð séu í hávegum höfð. Sem sagt þokka- legur miðlungur í vondum umbúð- um. VEITINGAHÚS Vagnhöföa 11, Reykjavík. Sími 685090. DansstuAiA eríÁrtúni Annar í jólum Nyju og gömlu dansarnirfrá kl. 22.00-03.00. Hljómsveitin DANSSPORIÐ ásamt söngvurunum Örnu Þorsteins og Grétari Miðapantanir nú þegar hafnar á nýársfagnaðinn. Vinsamlegast látið skrá ykkur tímanle

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.