Alþýðublaðið - 15.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.10.1920, Blaðsíða 1
1920 Föstudaginn 15. október. 237. tölubl. Sósíalistar og kommúnistar. Margir hafa lagt þá spurningu fyrir ritstjóra þessa blaðs, hver er munurinn á sósíalistum og á kom- múnistum (eða bosivíkura, svo sera þeir oftlega eru nefndir eftir rúss- neskum flokksbræðrum sínura). Munurinn er aðallega falinn í því, að sósíalistar (jafnaðarmenn) hafa trú á því, 4ð verklýðurinn geti sigrað auðvaldsstéttina á þing- legan hátt; geti smátt og smátt breytt þjóðfélaginu þannig, að framleiðsla og verzlun komist í hendur almennings, þ. e. að þau verði rekin með hagsmuni almenn- ings fyrir augum, en ekki hags- muni fárra auðmauna, svo sem á sér stað nú. Aðalvopn jafnaðarmanna í bar- áttunni við auðvaldið eru kosn- ingarrétturinn, verklýðsfélagsskap- ur og kaupfélagsskapur. Með því að nota atkvæðisréttinn til þirtgs og sveitastjórna, reyna jsfnaðar- menn að ná svo sterkum flokki á þingi og í sveitastjórnum, að þeir fái þar nokkru ráðið, og takmarkið er auðvitað að ná þar meirihluta, til þess að geta breytt þjóðfélag- inu og framleiðsluaðferðum þess samkvæmt kenningum sínum. Verklýðsfélagsskapurinn er aðal- iega til þess að bæta tafarlaust kjör verklýðsins, eftir því sem hægt er, rneð því að fá kaupið hækkað, og kaupiélagsskapurinn er aðalega til þess einnig að bæta bráðustu þörfina með því að halda uiðri verðinu á lífsnauðsynjum. Oft heyrist það sagt, að jafn- aðarmenn æt!i að afnema eignar- réttinn, en ekki er það rétt. Jafn- "»ðarmenn (sósíalistar) vilja borga hamleiðslutæki þau, er þeir gera rjpptæk, eftir mati, en það íé, sem til þess þarf, á auðvitað að fást lnu aftur með því að leggja skatt ^ stóreignir, fastar og lausar. Kommúnistar (bolsivíkar) keppa að sama takmarki og sósíalistar 'ljifnaðarmenn), sem sé því, að þjóðin eigi sjálf framleiðslutækin, svo sem áður var skýrt Munurinn á sósíalistum og kom- múnistum Iiggur því aðeins f þvi# hvaða leiðir skuli fara til þess, að koma jaínaðarstefnunni á. Kom- múnistar stefna ekki að því, að reyna að ná meirihluta á löggjaf- arþinginu, því þeir segja að það sé í fyrsta lagi ómögulegt af því, að meirihluti lýðsins sé svo hugs- unariaus og illa upplýstur, að hann skilji ekki hvað honumjfsé sjálfum fyrir beztu, og fyrir hvert blað, er verldýðurinn geti haldið út, geti auðvaldið gefið út tíu blöð, og hafi nóg fé til þess að halda menn til að rita á móti kröfum verklýðsins, rita níð um forgöngu- menn verkamanna, og ríta annað það, er orðið gæti til þess, að sundra verkalýðnum. í öðru lagi segja þeir, að kæmi það samt sem áður fyrir, að verkalýðurinn næði meirihiuta í einhverju þingi, sé vonlaust að hægt sé að koma jafnaðarstefnunni á, á þann hátt sem sóslalistar vilja. Auðvaldið hafi alstaðar herforingjana að baki sér og þar með herinn, og mundi, með hans tiistyrk, tafarlaust gera stjórnarbyltingu og koma sínum mönnum til valda, en foringjar jafnaðarmanna mundu handsamað- ir og dæmdir fyrir „föðurlands- svik“, eða annað sem auðvaldið findi upp á, ef þeir vævu þá eltki blátt áfram myrtir, eins og Kurt E'sener, Rosa Luxenburg og Lieb- knecht. Kommúnistar stefna því ekki að því, að ná meirihluta þings á sitt band, því þeir álíta það gagnslausfc. Takmarkið sem þeir berjast fyrir er bylting verkalýðsins, það er að verkalýðurinn geri uppreist og taki stjórnartaumana í síaar hend- ur og þar með stjórnina á fram- leiðslatækjum og öllu sem því fylgir. (Frh.). €i|in julUrúi. Khöfn, 15. okt. Reuters-fréttastofa segir, að eng- inn fulltrúi frá Bandaríkjunum muni verða á þjóðafundinum í Genf. $\i í iippnámi?! Khöfn, 15. okt. Símað er frá Kovno, að bráða- birðafriðarsamningur hafi verið undirskrifaður milii Rússa og Ukraine annars vegar, en Pólverja hins vegar. En jafnskjótt hafi bolsivíkar byrjað árás aftur á alla herlfnu Pólverja. Ukrainskir upphlaupsmenn hafi tekið Kiew. Andstæðingar bolsivíka myndað stjórn í Nischni-Novgorod. (Má nú segja, að margt gerist undarlegt og harla ótrúlegt í Rúss- landi. En senniíegast er, að hér sé málum eigi alllítið blandað. Fer eigi hjá því, að annaðhvort er fregnin um árás bolsivíka upp- spuni, eða uppreistarfregnirnar. Ekki þarf annað en líta á það, hve mikla áherslu bolsivíkar leggja stöðugt á það, að fá frið við fjeasdur sína. Og hinsvegar, ef þeir væru eins valtir í sessi og auðvaldsblöðin hafa stöðugt bá- súnað, er mfög ólíklegt, að þeir leggi að óþörfu út í stríð, ef alt logaði í uppreist heima fyrir. Trú- legast er því, að hvortveggja fregnin sé stórum orðum aukin, ef hér er ekki um venjulega Iyga- fregn ófriðarvina að ræða, til þess að æsa vesturþjóðirnar gegn Rúss- um. Þarf ekki annað en minna á lygafréttastofuna, sem ljóstað var upp um í sumar í Þýzkalandi.]'| Kveiht var aftur á flestum götu- ljóskerunum f gærkvöldi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.