Morgunblaðið - 31.01.1988, Page 2

Morgunblaðið - 31.01.1988, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 Prófessor Gunnar Guðmundsson, dr. med. í skrif stofu sinni í Geðdeild Landspítalans. Morgunblaðið/Börkur Útfellingar í heilaæðum valda her ríkjandi arf- gengum heilablæðingum VIÐTAL VIÐ PRÓF. GUNNAR GUÐMUNDSSON DR. MED., UPPHAFSMANN RANNSÓKNA SEM VEKJA NÚ ALHEIMSATHYGLI Á alþjóðlegu læknaþingi í haust í Japan, þar sem fjallað var um rannsóknir þær sem lýst er í greininni og m.a. lagðar fram nýjustu niðurstöðurnar frá íslandi. Frá hægri: Dr. Gunnar Guðmundsson og jap- önsku vísindamennimir sem kynntu og höfðu fundið svipuð tilfelli þar, dr. Shigeyoshi Fusimara og Koichi Shimode. f haust barst okkur til eyrna að eitt elsta taugalæknafélag heims, The American Neurological Association hefði kjörið prófess- or Gunnar Guðmundsson, dr. med. og sérfræðing í taugasjúk- dómum á íslandi, til setu í þessum samtökum vegna sérstakt fram- lags hans til rannsókna á tauga- sjúkdómum í heiminum, en slíkt þykir mikill heiður. Þaraa er einkuni átt við rannsóknir hans á ættgengum heilablæðingum, einnig MS-sjúkdóminum og flogaveiki. Gunnar kom við i San Francisco til að taka formlega við þessari útnefningu á leið af læknaráðstefnu í Japan, þar sem hann hafði m.a.flutt fyrirlestur um þetta efni. Öðru hveiju hafa raunar á undanf örnum árum borist fréttir af fyrirlestrum Gunnars Guðmundssonar um þessar rannsóknir hjá virtum stofnunum ogháskólum. Þessar ættgengu heilablæðingar, sem Gunnar hefur i 25 ár verið að rannsaka og sem hafa dregið fram vitneskju er vekja athygli um allan heim, er sérstök gerð heilablæðinga, sem eingöngu hefur þekkst á íslandi. Þessar rannsóknir og það sem út úr þeim hefur komið er því sérlega áhugavert fyrir okkur, og loks tókst að fá Gunnar Guðmundsson til að ræða um þær í blaðaviðtali. VIÐTAL: ELÍN PÁLMADÓTTIR Gunnar sagði það rétt vera að 25 ár væru síðan hann fyrst flutti fyrir- lestur hjá Læknafélagi Reykjavíkur, þar sem hann vakti athygli á þessu efni, en það átti sér nokkum aðdraganda: „Þegar ég var læknanemi sá ég 17 ára pilt sem dó úr heilablóðfalli. Þessi piltur var alinn upp í sama hverfí og ég hér í bænum og það fékk mjög á mig. Mér þótti þetta _svo skelfílegt.. Það vakti áhuga minn á þessu fyrirbrigði", hóf Gunnar útskýringar sínar. Fleira kom svo til:„. Að framhaldsnámi loknu fór ég út í hérað, var læknir í Stykkishólmi. Á ferð í Staðarsveit kom ég til þrítugrar konu, sem var illa haldin vegna heilablóðfalls. Hún var ein af 7 systkinum og 5 voru iátin úr þessu sama. Ég fór að safna upplýsingum um viðkomandi ættir við Breiðafjörðinn. Dr. Ámi Áma- son héraðsíæknir í Búðardal hafði áður skrifað doktorsritgerð um slíkar blæðingar. Hann kannaði nokkrar ættir, þar sem heilablóð- fall var algengt hjá ungu fólki. Þetta var gott verk, en þar komu ekki fram neinar klíniskar eða meinafræðilegar skoðanir á þessu. í Stykkishólmi hóf ég könnun á vefrænum taugasjúkdómum á ís- landi, aðallega MS. Dr. Kjartan Guðmundsson, taugalæknir, var með mér í þessu. Við unnum að því í nokkur ár og skrifuðum 1962 bók um MS sjúkdóminn, sem mikið er vitnað til. Það sýnir hve aðstæður eru góðar til faraldsfræðilegra rannsókna hér á landi. í sambandi við faraldsfræðina gerði ég líka sérstaka úttekt á flogaveiki, sem ég varði til doktorsprófs við lækna- deild Háskóla íslands 1966. Og síðan hefí ég verið að skrá og kanna heilablæðingar, sérstaklega hjá ungu fólki." Markmið Gunnars var að taka fyrir heilamengisblæðingar, sem er sérstök tegund heilahimnublæð- inga. Samtímis tók hann að kanna heilablæðingar hjá 35 ára gömlu fólki og yngra. Heilamengisblæð- ingar lýsa sér í því að fólkið veikist skyndilega og hastarlega. 50% dóu af því og helmingur þeirra sem af lifðu urðu öryrkjar. En engar upp- lýsingar lágu fyrir um þetta hér- lendis. Það var mikil og tafsöm vinna, því í leitinni að þessum tilfell- um hafði hann samband við alla lækna, fór í gegn um allar rétt- arkrufningar og allar sjúkraskýrsl- ur sjálfur og skoðaði alla sjúklinga sem voru á lífí. Og við það sýndist honum að ættgeng heilablæðing hjá yngri en 35 ára væri hér 18%. Er- lendis eru heilablæðingar hjá ungu fólki mjög sjaldgæfar. Aðeins ein könnun í Finnlandi komst nálægt þessu, enda eru Finnar þekktir fyr- ir að hafa hæsta tölu heilablóðfalla almennt í heiminum. Þetta sýndi að heilamengisblæðing, þ.e. blæð- ing í heilahimnu, er hér með því hæsta í heimi. Kannanir á heilablóð- falli hjá eldra fólki, 35- 66 ára, hefur Gunnar svo gert hjá Hjarta- vemd í samvinnu við John Bene- dikz, taugalækni. Eftir að Gunnar Guðmundsson birti fyrstu niðurstöður rannsókn- anna á ættgengum heilablæðing- um, vaknaði áhugi á þeim erlendis. Hollénskir læknar, prófessor Luy- endijk, sem er sérfræðingur í heilaskurðlækningum, og dr. Watt- endorf, sérfræðingur í taugalækn- ingum, höfðu samband við hann. Þeir höfðu fundið fjölskyldur í Kat- wijk og Scheveningen, sem eru strandbæir. En sjómenn þaðan höfðu stundað veiðar hér við land á 17. og 18. öld, m.a. verið hér við lúðuveiðar. Sýndist þeim að þama gæti verið um lík tilfelli að ræða og þá hugsanlega tengd gegn um ættir. „Þeir báðu mig að huga að hollenskum nöfnum í kirkjugörðum hér, sem ég gerði. Fór í kirkjugarð- inn í Flatey og hafði samband vestur. M.a. komst ég í samband við Ólaf Þ. Kristjánsson, föður Kristjáns Bersa Ólafssonar, sem var sérfræðingur í ættum Barðstrend- inga, hálfum mánuði áður en hann dó. Hann sagði að mikið samband hefði verið við Hollendinga af skút- unum, en vissi ekki til að þeir hefðu eignast þar nokkur böm. Hann gat þó frætt mig á því að um aldamót- in 1800 hefði ungur piltur af einni þessara ætta stokkið um borð í hollenska skútu undan bálreiðum foreldmm stúlku sem hann hafði flekað. Var hann kallaður Bama- Brandur, sem kannski gefur til kynna að hann hafí verið fjölþreyf- inn til kvenna. Hollensku læknamir komu m.a. hingað í þessu sam- bandi. Þeir tóku að athuga fjöl- skyldur í Hollandi með tilliti til þessa. En þeim hefur ekki tekist að rekja nokkurt samband þama á milli og seinna kom í ljós að þama mun ekki vera um nákvæmlega sama sjúkdóm að ræða, eins og við getum komið að síðar.“ Sérstakar útfellingar í heilaæð- unum Fyrir 25 árum var Gunnar Guð- mundsson semsagt farinn að flytja fyrstu fyrirlestrana um ættgengar heilablæðingar. 1972 birti hann grein um rannsóknimar með lækn- unum Tómasi Áma Jónassyni, Jónasi Hallgrímssyni og Ólafi Bjamasyni í Brain, einu virtasta tímariti í heimi um heila- og tauga- sjúkdóma. En það sem þar fær inni, er í rauninni orðið alþjóðlega viður- kennt. Þar var gerð grein fyrir hinum kemísku og meinafræðilegu rannsóknum, sem gerðar höfðu ver- ið hér á þessu fólki. Komið höfðu í ljós sérstakar æðabreytingar, út- fellingar efnisins amyloid í æðum þessa fólks. Vakti það mikla at- hygli hjá læknum víða um heim. En amyloid-efni höfðu menn stund- um séð hjá heilablóðfallssjúkling- um, sérstaklega er það sérkenni á Alzheimersjúkdóminum, sem ein- kennist af heilabilun. Síðan rann- sóknir íslensku læknanna voru birtar, hafa menn verið að velta fyrir sér sambandinu þama á milii. Hvort eitthvert samband sé á milli þessara útfellinga á efninu og venjulegra heilablæðinga. Hvort þama sé orsökin fundin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.