Morgunblaðið - 31.01.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.01.1988, Qupperneq 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 fclk í fréttum TÓNLIST Rokkað í Moskvu Nokkrar frægar rokkstjömur frá vesturlöndum hafa stað- fest að þær muni koma fram á tónlistarhátíð sem haldin verður í Moskvu til stuðnings baráttu gegn eyturlyfjaneyslu. Dagblað sovéskra ung-kommúnista segir að David Bowie, Julian Lennon og George Harrison hafi nú gefið loforð um að koma fram ásamt sovésku hljóm- sveitunum Svörtu kaffi, Bravo, Fiskabúrinu, Tímavél o.fi. á tónleik- um sem haldnir verða á Ólympíu- leikvanginum í Moskvu dagana 25.-27. mars. Áður höfðu þau Peter Gabriel, fyrrum söngvari Genisis, og Joanne Stringway ákveðið að taka þátt. Til stendur að hljómsveitin Fiskabú- rið fari í hljómleikaferð til vestur- landa seinna á árinu. Söngvari hennar, Boris Grebenchikov, sem er fyrrverandi stærfræðikennari, er nýkominn úr vesturför sem farin var til að undir búa tónleikaferðina. í ferð sinni komst hann m.a. í kynni við Sting, David Bowie og Paul McCartney. Julian Lennon er einn þeirra sem fram koma á tónleikunum. BÍLAR Fyrsti Land-Roverinn essi mynd Ólafs K. Magnús- sonar úr myndasafni Morgun- blaðsins hefur talsvert sögulegt gildi, en hún er af fyrsta Land- Rovemum sem fluttur var til landsins fyrir 40 árum síðan. Bíllinn er enþá til, en hann er í vörslu Heklu hf., sem hefur umboðið fyrir þessa seigu bfla. Við jeppann standa; (f.v.) Sigfús heitinn Bjama- son, Ámi Gestsson, nú í Globus, Jón Ólafsson, bifreiðaeftirlitsmaður, Ami Jóhannsson, verkstjóri, og Óli M. Isaksson sem varð níræður í vikunni sem leið. Óli er ennþá í fullu fjöri og mætir dag hvem til vinnu sinnar í Heklu. I blaðinu í dag er viðtal við Óla í tilefni af- mælisins. SKEMMTANIR „The Mamas and the Papas“ skemmta á Islandí Söngflokkurinn The Mamas and the Papas er væntanleg- ur hingað til lands á fimmtudag- inn ásamt fímm manna hljómsveit og mun halda tvenna tónleika dagana 5. og 6. febrúar í veitinga- húsinu Broadway. Nokkur laga þeirra hafa náð umtalsverðum vinsældum hér á landi óg má þar nefna lög eins og „Califomia dre- aming", „Monday Monday“,„ Dream a little dream of me“ o.fl., sem margir muna vafalaust eftir. Söngflokkurinn hefur undanfarin ár ferðast um Bandaríkin og hald- ið þar tónleika, en sem stendur em þau í Brasilíu, að sögn Björg- vins Halldórssonar, en hann hefur undirbúið komu þeirra hingað til lands. Nokkrar brejdingar hafa orðið á liðsskipan söngflokksins síðan hann var á hátindi frægðar sinnar á sjöundajiratugnum. Höfuðpaur flokksins er enn „Papa“ John Philips, en hann hefur samið flest laganna og útsett þau. Philips lét mikið að sér kveða í Bandaríkjun- um á hippatímabilinu, hann var einn af forvígismönnum Wo- odstock-tónleikanna og einnig skipulagði hann tónlistarhátíðina í Montereý 1967, þar sem söng- flokkurinn kom fram ásamt stjömum á borð við Jimi Hendrix og Janis Joplin. Þá hefur hann samið tónlist fyrir kvikmyndir og ber þar hæst framlag hans til myndar Nicholas Roegs „Maður- inn sem féll til jarðar" sem var með David Bowie í aðalhlutverki. Frægasti meðlimur flokksins, að Philips undanskildum, var vænt- anlega söngkonan Mama Cass, The Mamas and the Papas; Scott Macenzie, Laura Macenzie Philips, Spanky Macfarlane og John Philips. en hún lést fyrir aldur fram árið 1974. Spanky Mcfarlane kom þáí hennar stað. Aðrir í flokknum eru dóttir Philips, Laura, en hún fór með eitt aðalhlutverkanna í mynd- inni „American Graffity", og Scott Macenzie, en hann flutti m.a. lag- ið „San Francisco - wear some flowers in your hair“, sem Björg- vin sagði vera nokkurs konar þjóðsöng blómakynslóðarinnar. Björgvin Halldórsson sagði komu hljómsveitarinnar vera hvalreka á fjörur íslenskra tónlistarunnenda. „Söngflokkurinnn hefur komi' fram á frægum stöðum í Banda- ríkjunum, svo sem „Limelight", „Roxy“ og „L.A. Stock Ex- change". Það er skemmtilegt að fá þau hingað til lands nú, ekki síst í ljósi til þess afturhvarfs sem hefur orðið í tónlistinni. Það er nóg að líta á vinsældalistana til að sjá að tónlist fyrri áratuga er sífellt að verða vinsælli og The Mamas and the Papas eru verðug- ir fulltrúar sjöunda áratugarins," sagði Björgvin Halldórsson. Söngflokkurinn átti miklum vinsældum að fagna á sjöunda áratugnum og gerði lög á borð við „California dreaming11 og-„Monday Monday" víðfræg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.