Morgunblaðið - 23.02.1988, Side 4

Morgunblaðið - 23.02.1988, Side 4
4 B 3W»rgnnMaÍi> /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 BORÐTENNIS / EVRÓPUKEPPNIN - 3. DEILD Islendingar ífyrstasinn I2.deild Sigruðu í 3. deild Evrópukeppninnar ÍSLENDINGAR tryggðu sér sæti í 2. deild Evrópukeppninn- ar í borðtennis um helgina. Þeir sigruðu í 3. deildinni, í íþróttahúsi Kennaraháskólans, unnu alla sína leiki og eru því komnir í 2. deild í fyrsta sinn. etta var í 8. sinn sem íslending- ar tóku þátt í Evrópukeppn- inni, en J)eir hafa ávallt verið í 3. deild. Nu var keppnin á heimavelli ^■■■■1 og þá gekk allt upp. LogiB. Það 'má þó búast við Eiðsson að róðurinn þyngist skrifar töluvert þegar kom- ið er í 2. deild, enda eru þar mun sterkari þjóðir. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við vorum búin að leggja dæmið upp þannig að við sáum að við áttum möguleika," sagði Tómas Guðjóns- son, en hann lék mjög vel. „Það eina sem kom okkur á óvart var liðið frá Mön. Við áttum alls ekki von á sterkum keppendum þaðan, en þeir komu okkur í opna skjöldu. Þetta eru afskaplegag spennandi tímamót og næsta takmark okkar verður að reyna að festa okkur í sessi í 2. deild. Það er þó alveg vð því að búast við föllum niður aftur, en þá er bara að fara aftur upp. Það sem er þó skemmtilegast við þennan sigur er að fínna erfíðið skila sér. Það er mikill undirbúning- ur sem liggur að baki þessum ár- angri og gaman að sjá þetta allt saman ganga upp.“ íslendingar sigruðu alla keppendur sína, en það bytjaði þó ekki mjög vel. ísland lék fyrsta leikinn gegn Mön og fyrir síðastu viðureignina var staðan 3:3. Tómas Guðjónsson tryggði Islendingum þó sigur í síðasta leiknum. Aðra leiki sína unnu íslendingar nokkuð örugglega. Hjálmtýr Hafsteinsson náði besta árangri íslensku keppendanna. Hann sigraði í öllum íjórum leikjum sínum og einnig í leikjum sínum í tvíliða- og tvenndarleik. Tómas Guðjónsson vann 5 af 6 leikjum sínum, en tapaði einum af sjö leikj- um sínum í tvíliða- og tvenndarleik. Kjartan Briem og Ragnhildur Sig- urðardóttir léku bæði tvo leiki og sigruðu í báðum. „Þetta gekk allt mjög vel og það lá mikið á bakvið þetta mót,“ sagði Gunnar Jóhannsson, formaður Borðtennissambands íslands í sam- tali við Morgunblaðið. „Við áttum von á að sigra og nú tekur við erfitt tímabil í 2. deild. Við leikum sjö leiki og líklega þrjá eða Qóra á útivelli. Það er því ljóst að ferðalögin koma til með að kosta okkur mikið og við verðum að reyna að leika fleiri en einn leik í hverri ferð.“ v Það eru 8 þjóðir sem leika í 2. deild, en ekki er alveg ljóst hvaða þjóðir það verða. Nú eru þar Wa- les, Grikkland, Spánn, Portúgal, Skotland, Sviss, Luxemburg og Noregur. Spánverjar fara líklega upp r 1. deild, en ekki er Ijót hvaða lið kemur niður. Um fall í 3. deild berjast Grikkland og Portúgal. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta verður mjög erfitt. Munur milli deilda er ótrúlega mik- ill og vafasamt að við náum að vinna leik,“ sagði Gunnar Jóhannsson. „Það er þó mikill áfangi að vera kominn upp og við stefnum að sjálf- sögðu að því að vera þar áfram.“ Tómas QuAJónsson og Hjámtýr Hafstolnsson stóðu sig báðir mjög vel í Evrópukeppninni um helgina. Hér eiga þeir í höggi við Jersey í tvíliðaleik. Tómas svarar uppgjöf mótherjanna, en Hjálmtýr fylgist spenntur með. Ásta Urbanclc og Tómas Quðjónsson í tvenndarleik gegn Guemsey. íslendingar unnu öruggan sigur, 7:0. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Reuter Heimsmet Hollendingurinn Rob Druppers setti nýtt heimsmet innanhúss í 1.000 m hlaupi í Haag á laugar- daginn. Hann hljóp vegalengdina á 2:16.62 mín. Gamla metið, 2:18.00 mín., átti Sovétmaðurinn Igor Lot- orev, sem hann setti í Moskvu á síðasta ári. Heimsmet fjórbætt Heimsmetið í 50 m grindahlaupi kvenna var fjórbætt á sama innanhússfrjálsíþróttamótinu í Austur-Berlín um helgina. Gloria Siebert frá A-Þýskalandi bytjaði á því að hlaupa vegalengdina á 6.69 sek. og bætti gamla metið sem landa hennar, Comelia Oschkenat átti, 6.71 sek. Oschkenat endurheimti metið aftur þegar hún hljóp á 6.68 sek. Siebert sætti sig ekki við það og setti aftur met, 6.67 sek. Oschenat var ekki á því að gefast upp og hljóp á 6.58 sek. Hún átti þar með síðasta orðið og heimsmetið er áfram hennar. Reuter Comella Oschkenat sést hér setja nýtt heimsmet f 50 m grindahlaupi innan- húss í A-Berlfn á sunnudaginn. Stefka Kostadinova frá Bulg- aríu, 22 ára, setti heimsmet í hástökki innanhúss á frjálsíþrótta- móti í Aþenu á laugardaginn - stökk 2.06 m. Hún átti sjálf gamla metið - 2.05 m, sem hún setti í Bandarfkjunum 8. mars á 1987. Kostadinova bað um að ráin yrði hækkuð upp í 2.10 m, en tókst ekki að komast yfir ránna. Kostad- inova á heimsmetið utanhúss - 2.09 m, sem hún setti á heimsmeistara- keppninni í Róm. Reuter Stefka Kostantlnova sést hér stökkva yftr 2.06 m í Aþenu á laugardaginn. Helmsmet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.