Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 12
12 B jM«rsnnÞIiiiiiÍ> /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 .. u , ,„Ji.u ,,. , Morgunblaðið/Bjami I og Aðalsteinn Jónsson, Blikar, eru greinilega staðráðn- ir að ná knettinum af Axel Bjömssyni, KA. Þeir höfðu betur er upp var staðið. Mest seldu „sportteipin'á islandi: Leukotape Límist fast og styður vel við, án þess að hefta um of hreifanleika t.d. handar eða fótar. Teyg- ist ekki. Hægt að rífa þversum og langsum. Auðvelt í notkun. Lengd á rúllu 10 m. Hentar sérstaklega öllu íþróttafólki. íslensku karlalandsliðin í handbolta og fótbolta nota Leukotape. Taktu ekki óþarfa áhættu, notaðu Leukotape. HEILDSÖLUBIRGOIR NÝJAR J.S.HELGASONHF. 685152 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Valdimar Qrfmsson var markahæstur Valsmanna í gær og átti mjög góðan leik. Morgunblaöiö/Júlíus Ólmlegir yfirburðir Valsmanna VALSMENN áttu ekki í nokkr- um vandræðum með ótrúlega slaka ÍR-inga í gær í Seljaskólðnum. Valsmenn léku langt undir getu, en sigruðu samt örugglega, 26:14. Meiri hluti marka þeirra kom úr hraðaupphlaupum sem voru sum hver glæsilega útfærð, enda mótstaðan ekki ýkja mikil. IR-Valur 14 : 26 íþróttahús Seljáskóla, handknattleikur 1. deild, 22. febrúar 1988. Gangur leiksins: 0:4, 3:6, 4:8, 4:13, 6:17, 8:18, 8:21, 10:23, 13:23, 14:24, 14:26. Mörk ÍR: Sigfús Orrí Bollason 4/3, Ólafúr Gylfason 3/1, Finnur Jóhannsson 2, Þorsteinn Guðmundsson 2, Frosti Guðlaugsson 2 og Matthias Matthiasson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 19/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Vals: Valdimar Grimsson 7, Jak- ob Sigurðsson 6, Júlíus Jónasson 4, Geir Sveinsson 4, Jón Kristjánsson 3, Þórður Sigurðsson 1 og Þorbjöm Guð- mundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 10. Utan vallar: 6 mínútur. Geir Sveinsson rautt spjald. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson og dæmdu sæmi- lega. Ahorfendur: 18S. Það byijaði ekki vel hjá ÍR- ingum og segja má að Vals- menn hafi gert út um leikinn strax í byijun. Þeir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og þá má LogiB. segja að úrslitin hafi Eiösson verið ráðin. skrifar ÍR-ingar urðu fyrir -miklu áfalli strax á fyrstu mínútum leiksins er Guð- mundur Þórðarson meiddist og gat ekki leikið meira með liðinu. ÍR-ingar náðu þó að hanga í Vals- mönnum framan af og þegar 12 mínútur voru til loka fyrri hálfleiks var staðan 4:8, Valsmönnum í vil. Þá kom 15 mínútna kafli án þess að ÍR-ingum taékist að skora, en Valsmenn breyttu stöðunni í 4:14. Síðustu mínútumar vora svo nánast formsatriði og aðeins spuming hve mikill munurinn yrði. Það er ekki gott að segja hvemig hefði farið ef Hrafn Margeirsosn hefði ekki staðið í marki IR. Hann varði 19 skot og flest úr dauðafær- um. Það var þó ekki nóg því Vals- menn fengu yfírleitt fleiri en eitt tækifæri í hverri sókn. Homamennimir Jakob Sigurðsson og Valdimar Grímsson áttu báðir mjög góðan leik. Þeir voru eld- snöggir fram og hnitmiðaðar send- ingar frá Einari Þorvarðarsyni lögðu upp mörg mörk Valsmanna. Júlíus Jónasson átti einnig ágætan leik og Geir Sveinsson, en hann fékk reyndar rauða spjaldið fyrir að verja boltann tvívegis með fæti. Valsmenn hafa því náð FH-ingum að stigum, en ÍR-ingar berjast fyrir sæti sínu í deildinni og ef þeir missa Guðmund Þórðarson þá er útlitið ekki bjart. Urslit/B19 Staðan/B19 Guðmundur nefbrotnaði Guðmundur Þórðarson, þjálfari ÍR, mun að öllum líkindum missa af iaik ÍR gegn KR um næstu helgi. Guðmundur varð fyrir því óhappi að nef- brotna í leik ÍR gegn Val í gær og því vafasamt að hann verði með á sunnudaginn. „Ég veit ekki hvað gerðist, ég fékk bara högg á nefið,“ sagði Guðmundur í samtali við Morg- unblaðið. „Ég held að þetta hafi verið nokkuð slæmt brot og það er að minnsta kosti ijótt að sjá a ' mér nefið núna. Ég efast þv( um að ég verði með gegn KR. Það er mjög slæmt því að leikurinn hefur mjög mikla þýðingu fyrir okk- ur. Daufir Blikar höfðubetur gegnKA SkúliUnnar Sveinsson skrifar ÁHUGALAUSIR og daufir Breiðabliksmenn náðu að vinna KA í 1. deildinni á laugar- daginn. Það var Hans Guð- mundsson sem vakti Blikana af værum blundi undir lok leiks- ins með því að skora nokkur falleg mörk. Við þetta fengu Blikar sjálfstraustið og þeim tókst að vinna þrátt fyrir að vera undir mest allan leikinn. KA-menn hófu leikinn mjög vel. Þjálfari þeirra og markvörður, Brynjar Kvaran, varði geysilega vei og vömin var sterk. Blikar voru hinsvegar áhuga- lausir og vömin al- veg hræðileg. Blikar reyndu að taka tvo leikmenn KA úr umferð um miðjan síðari hálfleikinn og gafst það nokkuð vel. Hans Guðmundsson átti einnig góðan leik á þessum kafia, skoraði mörg mörk upp á sitt einsdæmi og við það vaknaði Breiðabliksliðið til lífsins. KA-menn voru með undirtökin allt þar til um 6 mínútur vom eftir að UBK komst 19:18 yfir. Staðan var siðan 21:20 en síðustu mínútuna skomðu Blikar tvívegis án þess að KA tækist að svara fyrir sig. Eftir að leiktfminn var runninn út fengu KA-menn aukakast. Áður en dómaramir höfðu gefið merki um að aukakastið skyldi tekið, snéri Pétur Bjamason sér við og þmmaði knettinum í Hans Guðmundsson. Auðvitað fékk hann að sjá rauða • spjaldið fyrir vikið. Pétur virtist í vondu skapi í leiknum, hann var sí nöldrandi, og komst upp með það, og kórónaði síðan leik sinn eins og áður sagði. Hann er ágætur hand- knattleiksmaður og ætti frekar að einbeita sér að því að leika hand- bolta og leyfa dómurunum að vinna starf sitt í friði. Það kæmi mun betur út fyrir hann og KA-liðið. Hans lék vel að þessu sinni fyrir UBK og það gerðu þeir bræður, Aðalsteinn og Bjöm Jónssynir, UBK-KA 23 : 20 Digranes, 1. deild I handknattleik, laugardaginn 20. febrúar 1988. Gangur leikaina: 0:2, 1:4, 3:7, 4:8, 6:8, 10:10, 10:12, 11:13, 12:16, 14:16, 17:18, 19:18, 21:20, 23:20. Mðrk UBK: Hana Guðmundsson 8, Aðalsteinn Jónsson 5, Jón Þórír Jóns- son 5/1, Bjöm Jónsson 4, Kristján Halldórsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son 10/1. Utan vallan 10 mfnútur. Mörk KA: Erlingur Krístjánsson 6, Pétur Bjamason 4,. Fríðjón Jónsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Eggert TrygKvason 2, Axel Bjömsson 2. Varin skot: Brynjar Kvaran 14/1. Utan vallar: 6 mfnútur. Áborfendun 83. Dómaran Ámi Sverrisson og Guðjón Sigurðsson og var sá fyrmefndi ágæt- ur en Guðjóni vom mjög mislagðar hendur. einnig. Hjá KA stóð Brynjar sig vel í markinu og Erlingur Kristjánsson lék einnig ágætlega. Geysilega sterkur leikmaður. Dómaramir vora sérstakur kapituli. Ami dæmdi ágætlega, og var greinilega á því að láta leikinn ganga eins og hægt var, en Guðjón gerði mikið af mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.