Morgunblaðið - 23.02.1988, Side 13
3M<trgunfrlnM& /IÞROTTIR ÞRJŒXJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
B 13
BELGIA
KNATTSPYRNA / BELGIA
Guðmundur skoraði
með þrumufleyg
Tveir leikmenn Anderlecht reknir af leikvelli
Par Frimann, danski landsliðs-
maðurinn hjá Anderlecht.
Frimann
vill fara
frá
Anderiecht
„ÉG er búinn að fá mig
fullsaddan hér hjá And-
erlecht - hef hug á að kom-
ast til félags þar sem óg fœr
tækífæri tii að leika með,u
segir danski iandsliðsmað-
urinn Per Frimann, sem er
orðinn þreyttur á að verma
varamannabekkinn hjá And-
eriecht. Hann bætirvið:
„Þjálfarinn er á móti mór.“
Amór Guðjohnsen er ekki
einn um það að vera óhress
með Liekens, þjálfarann um-
deilda hjá Anderlecht. „Ég hef
rætt við Van den Stock, formann
Anderiecht og óskað eftir því
að verða seldur eða leigður til
annars félag út keppnistíma-
bilið. Á þessum tíma er hægt
að komast til félaga f Hollandi
og Spáni, eða þá í Danmörku,"
segir Frimann, sem deilir hart
á leikaðferð Ánderlecht. „Það
er furðulegt að Anderlecht skuli
leika með fímm manna
vamariínu á heimavelli."
Það er ekki nema von að Fri-
mann sé óhress. Landsliðssæti
hans er í veði - og það rétt
fyrir Evrópukeppnina í V-.
Þýskalandi. Frimann telur ekki
mikla möguleika á að fá að leika
í EM - ef hann er ekki f leikæf-
ingu.
GUÐMUNDUR Torfason skor-
aði glæsilegt mark þegar Wint-
erslag gerði jafntefli, 1:1, við
St. Truiden. „Það var gaman
að sjá á eftir knettinum hafna
í netinu," sagði Guðmundur,
sem skoraði jöfnunarmarkið á
71. mín. Hann fékk þá knöttinn
frá hægri kanti og skaut við-
stöðulaust með vinstri fæti -
knötturinn hafnaði út við
stöng.
w
interslag hafði ekki heppnina
með sér í leiknum. „Eg er
rétt að jafna mig eftir slæm meiðsli
Frá Bjama
Markússyni
ÍBelgiu
í hásin. Þetta er á réttri leið og ég
var ánægður með
minn leik og þá sér-
staklega að ná að
skora," sagði Guð-
mundur. Winterslag
er á hættúsvæði. Er í næst neðsta
sæti með 12 stig, en liðið sem er
fyrir ofan er með 15 stig. „Ég verð
ekki áfram hjá Winderslag ef félag-
ið fellur í 2. deild. Hvað ég geri er
ómöglegt að segja núna,“ sagði
Guðmundur.
Amór Guðjohnsen og félagar hans
hjá Anderlecht gerðu jafntefli, 0:0,
gegn Molenbeek í leiðinlegum leik,
sem bauð ekki upp neitt nema
hörku. Níu leikmenn fengu að sjá
gula spjaldið og tveir leikmerjn
Anderlecht, Kmeciwic og Marc-
houl, fengu reisupassann. Sfðustu
10 mín. leiksins léku því ieikmenn
Anderlecht aðeins nfu.
Danski leikmaðurinn Kenny Brylle
skoraði tvö mörk fyrir FC Briigge
ogtryggdi félaginu sigur, 3:1, gegn
Standard Liege. Lokeren og Ant-
werpen gerðu jafntefli, 1:1.
UrslK B/14
StaAan B/14
GuAmundur Torfaaon skoraði
glægilegt mark.
KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND
Woodcock jafn-
aði fyrir Köln
Frá
Jóhanni Inga
Gunnarssyni í
V-Þýskalandi
Tony Woodcock, fyrrum lands-
liðsmaður Englands, tryggði
Köln jafntefli, 2:2, gegn Bochum
og bjargaði þar með Köln frá fyrsta
tapi á heimavelli.
Woodcock, sem kom
inn á sem varamað-
ur, skoraði glæsi-
legta á 81. mín.
Stefan Engels, fyrirliði Köln, opnaði
leikinn með þrumuskoti af 18 m
færi, en þeir Lothar Woelk, fyrirliði
Bochum og Uwe Leifeld, svörðu
fyrir Bochum.
Werder Bremen náði ekki að leggja
Kaiserslautem að velli í Bremen,
þar sem jafntefli varð, 0:0. Hinn
sterki vamarleikmaður Bremen,
Ulrich Borovka, var borinn af
leikvelli, meiddur. Það munaði ekki
miklu að Kaiserslautem næði að
skora mark á 77. mín. Harald Kohr
skallaði þá knöttinn fram hjá Oliver
Reck, markverði. Karl-Heinz Riedle
bjargaði á marklínu.
Bayem Munchen lagði Mannheim
að velli í Ludwigshafen. Manfred
Bockenfeld skoraði fyrst fyrir
Mannheim, en þeir Hans Pfliigler
og Michael Rummenigge, sem skor-
aði á 83. mín., svöruðu fyrir Bayem.
Stuttgart vann sætan sigur í
Mönchengladbach, 1:0. Arie Haan,
þjálfari Stuttgart, lét lið sitt leika
vamarleik. Leikmenn Stuttgart
geystust svo fram í skyndisóknir
þegar við átti og úr einni setti Gaud-
ino sigurmarkið. Eftir leikinn fögn-
uðu leikmenn Stuttgart mikið og
köstuðu peysum sínum til stuðn-
ingsmanna sinna. Ásgeir lék ekki
með Stuttgart vegna meiðsla á öxl.
Norðmaðurinn Andersen skoraði
bæði mörk Niimberg, sem lagði
Leverkusen, 2:1.
UrslK B/18
StaAan B/18
KNATTSPYRNA
Reuter
Wolfram Wuttke, sóklnarleikmaður Kaiserslautem, sést hér leika á Gunnar
Sauer, vamarleikmann Bremen.
Ellefu þeir bestu
TVEIR Norðuriandabúar eru í
úrvalsliAi Bundesligunnar,
sem er valiA áriega á miAju
keppnistímabili. Það eru Dan-
inn Flemming Povlsen, hinn
21 árs leikmaður með Köln
og Norðmaðurinn Rune Brat-
seth, varnarleikmaður hjá
Werder Bremen.
Liðið er þannig skipað: Mark-
vörður Andreas Köpke,
Numberg. Vamarleikmenn: Jurg-
en Kohler, Köln, Franko Foda,
Kaiserslautem og Rune Bratseth,
Bremen. Miðvallarleikmenn: Ro-
land Grahammer, Númberg,
Thomas Hssler, Köln, Olaf Thon,
Schalke og Ulrich Borowka,
Bremen. Framlínumenn: Flemm-
ing Povlsen, Frank Ordenewitz,
Bremen og Júrgen Klinsmann,
Stuttgart.
Stórsigur ítala á Sovétmönnum
GIANLUCA Vialli, framherji
frá Sampdoria, skoraði
tvívegis er hið unga lið ítala
bar sigurorð af Sovétmönn-
um, 4:1, f vináttulandsleik í
knattspyrnu f Bari á laugar-
daginn.
Vialli, sem talinn er skemmti-
legasti framheiji, sem komið
hefur fram á Ítalíu í áraraðir,
fiskaði vítaspymu á 7. mín. sem
Franco Baresi skoraði úr. Það var
markvörðurinn Dasayev sem felldi
Vialli. Ellefu mín. síðar náðu Sov-
étmenn svo að jafna. Þeir fengu
aukaspymu við vítateiginn, Vagiz
Khidiyatulin renndi boltanum til
Gannady Litovchenko sem skor-
aði.
Sovétmenn sóttu mikið eftir
markið en ítalir komust yfir á ný,
þökk sé Vialli, á 30. mín. Vialli
skoraði þá eftir sendingu Gian-
carlo Giannini og var svo aftur á
ferðinni er hann gerði sitt annað,
og þriðja mark ítala, á 35. mín.
Vialli var skipt útaf meiddum út
af í leikhléi, en ítalir léku engu
að síður frábærlega vel í síðari
hálfleik. Það var fyrirliði liðsins,
Giuseppe Bergomi, sem gerði
fjóra markið á 87. mín. með
skalla.
Igor Belanov, knattspymumaður
Evrópu 1986, var á bekknum hjá
Sovétmönnum og kom ekki inn á
fyrr en í síðari hálfleik. Hann fékk
engu breytt.
Uð Italfu: Walter Zenga, Giuseppe Ber-
gomi, Giovanni Francini, Franco Baresi,
Riccardo Ferri, Luigi De Agostini, Roberto
Donadoni, Femardo De Napoli, Roberto
Mancini, Giueppe Giannini, Gianluca Vialli
(Ruggiero Rizzitelii á 46. mín.).
Lið Sovétríkjanna: Rinat Dasaev, Vagiz
Khidiyatulin, Vladimir Bessonov, Sergei
Baltacha, Anatoly Demyanenko, Sergei
Gotsmanov (Vasily Rata á 61. mín.), Sergei
Aleinikov, Pavel Yakovenko (Victor Pass-
ulko á 46.mín.), Gennady Litovchenko, Oleg
Protasov (Igor Belanov á 46. min.), Ivan
Yaremchuk.
stór liður í áranaursrikri endurhæf inau
DONJOY varmahlífar halda hita á liöamótum jafnframt
því að veita góöan stuöning. DONJOY varmahlífar
eru góö hjálp við endurhæfingu
eftir slys eöa aðgerðir. Þær eru
einnig sérlega hentugar fyrir
fólk með liðagigt.
n
Útsölustadir: Útillf, Reykjavik og Bjarg, Akureyri.
SlMI: 91-621460