Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 B 7 sviðinu og persónur leikverksins fundu, gat einnig að heyra í tónlist- inni sem flutt var af hljómsveit og söngvara. í Hringnum eru um það bil tuttugu stef sem heyrast í öllum fjórum óperunum. Meðal hinna áhrifamestu og minnisstæðustu eru eftirfarandi stef sem eru táknræn fyrir fjögur grundvallaratrði í þess- ari norrænu þjóðsögn. „Að lokum, í svimandi þrá, er kveðjan innsigluð með faðmlögum og fagnandi kossi,“ var lýsing Wagners á niðurlagi sjöundu sin- fóníu Beethovens. Þessi lýsing gæti einnig átt við niðurlagið á Tristan og ísolde. Það verk samdi Wagner á árunum 1857—59, á sama tíma og hann vann að Hringnum. Sagan er sem fyrr sótt í goðsögn sem að þessu sinni gæti verið keltnesk að uppruna og efnið ástarsaga. „Ég hef aldrei samið nokkuð þessu líkt og fyrir mér er þetta undur. Ég get aldrei skilið hvers vegna mér tókst að semja þvílíkt verk.“ Óþarfi er að tíunda það að verk- ið er ekki venjuleg ástarsaga. Hún fjallar um forboðna og fordæmda ást sem túlkuð er af wagnerískum tilfínningahita. Það mætti láta sér detta í hug að Wagner væri að yrkja um Romeó og Júlíu, ef það kæmi ekki ljóslega fram að söngur ísolde yfír Tristan látnum er söngur sig- urs en ekki sorgar. Síðustu orð hennar í óperunni eru: „ertrinken, versinken, unbewusst, höchste Lustí“ (drukkna, sökkva, gleyma, æðsta gleði!). Tristan er lofgjörð um holdlega ást og þrá en samt þrungin af tign og göfgi. Upphafs- taktar verksins eru merktir með forskriftinni „Hægt og löngunar- fullt". Þessari smástígu hljómskip- an er gefín dulmögnun þorstlátrar ófullnægju. Það hefur réttilega verið sagt að sagan um Tristan sé táknræn fyrir sigur Wagners en einnig sönnun þess að fommenntaheimspeki hans séu mistök. Leit hans að þjóðlegri gerð listaverks var án árangurs vegna þess að hugmyndin var að- eins hugsýn eins manns, þrá sem brann til dauða í eigin eldi, í „ragna- rökum guðanna“. Heimspekingur- inn Nietzche var um skeið aðdáandi Wagners, en snerist síðar af grimmd gegn honum og lýsti við- horfum hans til listarinnar þannig að þau væru sjúkleg og hættuleg tónlistinni. Það er ljóst að tónlist framtíðarinnar eins og Wagner sá hana fyrir sér, reyndist ekki rétt, þó Tristan og ísolde verði ávallt talið einstakt listaverk. Háróm- antísk hljómskipunartæknin sem einkennir tónmál Wagners í þessu verki átti eftir að hafa mikil áhrif á þróun í tónsmíði, þó hugmyndin um samskipan leiks og tónlistar kæmi fyrir lítið.* Næsta ópera Wagners var Meist- arasöngvaramir. Hér víkur hann frá persónum þjóðsagnanna og fæst við raunverulegar manneskjur, svo sem og skósmiðinn Hans Sachs sem uppi var á sextándu öld. Auk þessa gerir Wagner nokkuð, sem fæstir- hefðu talið hann færan um og það var að semja gamanóperu sem var ekki aðeins þrungin af gamansemi, heldur var þar einnig að fínna alvar- legan boðskap. Að þessu sinni er boðskapurinn helgaður mikilvægi listarinnar fyrir manninn. Sachs er látinn segja: „Ljóðlistin er yfirlýsing um sannleik draumsins." í Verð- launasöng Walthers er fána listar- innar haldið hátt á lofti sem tákni þess að nýsköpun í list eigi sef stað með sátt og samlyndi erfða og nýj- unga. Burtséð frá spumingunni um boðskap, ættu þeir sem halda að Wagner skorti léttleika og yndis- þokka að athuga þetta verk, t.d. Dans lærlinganna, þar sem heyrá má skondna sjö takta skipan á tón- hendingum. Afstaða tónskáldins til fortíðar- innar, eins og hún kemur ffam í umQöllun hans á grískri list, var heiðarleg en Wagner notar fortíðina aðeins sem tilvitnun en ekki sem viðhorf til að breyta til. Þetta kem- ur greiniiega fram í Parsifat. Efnislega á sagan um hinn heilaga Gral* og riddarana sem gæta hans margt sameiginlegt sögunni um Lohengrin. Að öðru leyti er verkið hákristilegt og það svo að Nietzche var bæði undrandi og hneykslaður og sá verkið fyrir sér sem „kristin- dóminn raddsettan fyrir wagner- ista“. Það er í raun merkilegt að í þessari óperu er niðurstaða Wagn- ers trúarlegs eðlis.í grein sinni Trúarbrögð og list, ritar hann: „Við vitum ástæðuna fyrir falli mann- kynsins og gerum okkur einnig grein fyrir nauðsyn þess'að frels- ast... og því helgun við krafta okkar því markmiði." Wagner lést í Feneyjum af hjartaáfalli, aðeins sjö mánuðum eftir frumsýninguna á Parsifal. Með þessu dularfulla verki kvaddi hann heiminn, með verki sem ef til vili má deila um en einnig hugsa sér sem verðugan hápunkt á sérstæðu lífsstarfi hans. Wagner var fjöl- hæfur snillingur, einstrengingsleg- ur með afbrigðum en umfram allt gæddur ósigranlegri viljafestu. * Hugmyndin um Gesamtkunstwerk minnir nokkuð & „multi media“ hug- myndir nútimans. — Pýð. * Miðalda goðsögn um heilagan bolla eða kaleik sem Kristur á að hafa drukkið af i síðustu kvöldmáltíðinni og á einnig að geyma siðustu blóðdropa hans. — Þýð. Samtíma myndrísta af hátíðarleikhúsi Wagners í Bayreuth, Bæjaralandi. ar, tekur verkið varla minna en þijú ár,“ sagði Wagner. í reynd liðu rúm tuttugu ár þar til Hringurinn var fullgerður og fluttur, í bænum Bayreuth í Bæj- aralandi. Lúðvík II, konungur hafði verið hjálplegur við að koma upp leikhúsinu og til viðbótar höfðu verið stofnuð Wagner-félög í Berlín, Vínarborg og Leipzig. Með aðstoð Lúðvíks hélt tónskáldið flölda tón- leika til fjáröflunar. Honum tókst að ljúka verkinu þrátt fyrir andlegt andstreymi, m.a. af hálfu dagblað- anna, en í einu þeirra birtist grein eftir lækni sem taldi Wagner geð- veikan. Við þetta verk hafði Wagner verið leikhúshönnuður, ieikstjóri, söngstjóri, hljómsveitarstjóri, um- boðsmaður, biaðafulltrúi, textahöf- undur og tónskáld. Til að forðast athygli almennings kom Lúðvík konungur með einkalest til há- tíðarinnar og mælti tónskáldið sér mót við hann á ákveðnum stað á miðnætti. Vilhjálmur I keisari Þýskalands kom einnig og var við- staddur þessa sögulegu frumsýn- ingu á Hringnum. „Eg trúði því aidrei að þér tækist þetta," sagði hann við Wagner. Draumsýn skáldsins var orðin að veruleika og enn í dag er Bayreyth „Mekka" allra Wagneraðdáenda, þar sem getur að heyra uppfærslur undir stjóm afkomenda tónskáldsins, í flutningi afburða listamanna. Þýskur gagnrýnandi, Frömbgen að nafni, ritaði árið 1929: „Með rómantíkinni varð tónlistin tungu- mál sem túlkaði allt, einnig viðhorf listamannsins til veraldlegra fyrir- bæra tilverunnar." Tónverk Wagners hafa sérstöðu í sögu róm- antískrar tónlistar, og er megin- ástæðan líklega sú að fyrir honum var tónlistin leið að settu marki en ekki markmiðið sjálft, sem var fyrst og fremst leikræn túlkun. Eins og Beethoven var Wagner tónaljóð- skáld, en hið leikræna í fímmtu sinfóníu Beethovens varð til sem hrein tónræn upplifun. Hins vegar verður bæði að sjá og heyra Wagn- er og reyndar að upplifa verk hans með öllum skynfærum líkamans. Sá sem skjmjar list hans (hvorki orðið „hlustandi" né „áhorfandi" á hér við) þarf að gefa sig listaverk- inu algerlega á vald, eins og einfaldur og hjátrúarfullur grískur bóndi gæti hafa gert þegar hann var nauðugur viljugur dreginn inn í heima hinna fomu harmleikja Evripídesar. „Ég gerði hvað sem var til að þjóna undir ástríður mínar. Um tíma var ég tónlistarmaður, skáld, stjómandi, hugmyndasmiður, fyrir- lesari og hvað sem var. Segja má að þá hafí ég verið braskandi fagur- keri,“ ritaði Wagner í bréfí til Liszts. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hann telur fyrst upp tón- listarstörfín. Samt sem áður var það á gmnni heimspekilegra hugmynda sem hann réttlætti kenningar sínar. Frumgerðir hugmyndanna vom frá Ludvig von Feuerbach og því var ritgerðin Das kunstwerk der Zuk- unft (1850) tileinkuð Feuerbach. „Það sem maðurinn er náttúmnni, er listin manninum," staðhæfði Wagner í grein þessari. Svo sem náttúran getur af sér líf, skapar maðurinn list. Samkvæmt þessu var list ekki tilbúningur, heldur náttúr- leg andleg upphafning, „náttúrleg dyggð". Þá taldi Wagner enn frem- ur að gagnvart Fom-Grikkjum mættu nútíma menn fyrirverða sig fyrir „ómerkilega menningu sína. Með því að virða fyrir okkur glæsi- lega menningu Grikkja læmm við hvemig listaverk framtíðarinnar eiga að vera“. Það er aðdáunarvert að sjá Wagner fylgja hér sömu stefnu og Flórensbúar sem tvö hundmð og fímmtíu ámm fyrr sköpuðu óperuna. Líta má á hann sem endurbótasinna, eins og Gluck sem hann dáði og kynnti sér ræki- lega. Markmið Wagners var að gera hellenska list sem mannlegasta og reyna að fínna þá formgerð sem hentaði stórbrotinni og alþjóðlegri list framtíðarinnar. Þrátt fyrir ritleikni Wagners var rétt að líta fyrst og fremst á hann sem tónlistarmann. Samkvæmt kenningum sínum gat hann jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að tón- list væri háleitust allra listgreina heimsins. í þessu hefði heimspek- ingurinn Schopenhauer stutt hann, þó hann væri nær ávallt andstæður honum í skoðunum. Schopenhauer taldi tónlistina áhrifameiri en orð, en sammna tónlistar og orða kall- aði hann „hjónaband prinsessu og betlara“. Það hásæti sem tónlist skipaði hjá rómantískum heimspek- ingum var vegna áhrifamáttar hennar í túlkun þess sem annars varð ekki lýst með orðum. Schopen- hauer taldi tónlistina bera í sér innsta eðli tilfínninganna og af- hjúpa launhelgar mannsviljans. Að lokum er rétt að huga að tónsmíðatækni Wagners. Þar sem líðandi leikverksins skyldi vera eðli- leg, var ekki mögulegt að notast við aríur eða annars konar af- mörkuð „tónlistamúmer" í áætlun hans um að skapa tóndramatískt verk. Söngvarinn varð einnig að vera leikari og túlkun hans leikrænt sannfærandi. Þá var þátttaka hljómsveitarinnar mikilvægur þátt- ur í framvindu leikverksins, því að hún flutti svonefnd „leiðsögustef", mottó, eða tónhendingar sem vom táknrænar fyrir persónur og ýmis önnur atriði leikverksins, jafnvel hugarástand persónanna. Þessi leiðsögustef þjónuðu sem sannfær- andi umfjöllun eða útskýring á því sem var að gerast. Wagner nefndi þetta fyrirbæri Grundthema. Hug- myndin er mjög skyld idée fixe, tækni þeirri er Berlioz notaði í Draumórasinfóníunni. Leiðsögustefin (Leimotuf) höfðu marga kosti. Þau áttu sinn þátt í að efla einingu verksins og gefa því samfellda formskipan. Umfram allt þýddi það að tónlistin var óijúf- anlega tengd leikrænum átökum á áhrifamikinn hátt. Það sem sást á Galdra Loftur 40 sinnum í París Hitti beint í hjartað, segir gagnrýnandi Figaros Síðustu sýningum á Galdra Lofti eftir Jóhann Siguijónsson lauk í Arcane leikhúsinu i París sl. mánudag eftir mikla velgengni. Eftir frumsýninguna um miðjan nóvember voru áformaðar 18 sýningar og gengu allar við góða og sívaxandi aðsókn. í janúar voru sýningar því aftur upp tekn- ar og leikið i 22 skipti. Var Galdra Lofti vel tekið og birtist 17. febrúar mjög lofsamlegur dómur um sýninguna í stórblað- inu Figaro undir fyrirsögninni „Coup de Coeur“, sem tákar að leikurinn hafi hitt beint i hjart- að. Þar segir m.a. að Óskin, eins og leikritið heitir á frönsku, sé „fallegt islenskt stykki, sett á svið af mikilli skynsemi og dirfsku. Höfundurínn i ætt við Ibsen og vissa sænska höftmda... ungi leikhópurinn fullur af ást til leikhússins og með virðingu fyrir leiklistinni. Þarna sé verk sem snerti kjarna lífsins. Kok- teill sem hafi náð að slá i gegn. Leikstjórinn Ragnheiður Ás- geirsdóttir sagðist í stuttu símtali hafa heyrt svipuð ummæli hjá öðr- um leikhúsgestum. Kvaðst auðvitað ákaflega ánægð með þetta og von- ast jafnvel til að eitthvert framhald verði á, þannig að farið verði með Ragnheiður Ásgeirsdóttir sýninguna út á land og jafnvel á hátíð í Belgíu, sem þó væri ekki frá gengið. Leiktjöld eru einföld og leik- arar aðeins fjórir, svo það ætti að geta hentað til þess. En sem fyrr hefur verið frá skýrt var leikritið stytt og aðeins fjórar persónur, Steinunn sem leikin er af Sigríði Gunnarsdóttur, Loftur, Dísa og Ól- afur, sem leikin eru af frönskum leikurum. Sagði Ragnheiður að þau hefðu haldið áfram að æfa með sýningunum í fyrri sýningarskorp- unni og í hléinu og gert nokkrar breytingar þannig að textinn kæmi betur til skila, m.a. lækkað tóninn en lagt áherslu á að undir byggi falinn kraftur. Allir segðu að það hefði skilað sér vel og margir leik- húsgestir sögðu að leikurinn hefði gripið þá í upphafi og textinn hald- ið þeim til loka. Leikstjóri frá Comedie Francaise, André Steiger, kom á sýninguna og varð hrifínn, fannst sýningin á Galdra Lofti minna sig á kvikmynd Carls Dreyers Orðið. Þessi leik- stjóri, sem er svissneskur, er nú að setja upp hjá Comedie Francaise leikrit frá 17. öld eftir Jean Ratrou, samtímamann Comeilles, og hefur Ragnheiður unnið með honum og aðstoðað gegn um allan undirbún- inginn sem „stagier", nokkurs kon- ar lærlingur. En mjög mikils vert er að vera kominn með tæmar inn fyrir þröskuldinn í þessu virðulega fræga leikhúsi, enda stendur til framhald í einhverri mynd nú, þeg- ar þetta leikrit verður frumsýnt. Gagnrýnandi Figaros segir að leiksýninpn hafi komið sér ánægju- lega á óvart. Hann sæki þetta leik- hús oftast af skyldurækni fremur en sér til ánægju. Að auki hafí þama verið á ferð íslenskir lista- menn. Hann skrifar að með engu öðru en ósvikinni vinnu leikaranna, skarpri lýsingu, fáum leikmunum og rými sem nýtt sé út í æsar ná- ist beint að hjarta þessa drama Jóhanns Siguijóssonar, þar sem kröfuharður maður og ásóttur af hinu illa heyi harða baráttu milli ástar og glötunar: „Rétt er það! leikendaramir em ungir, en þeir ná til kjamans. Maður gengur ekki samur maður út.“ - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.