Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 8
eg 8 B 8861 flAtIH35R ,V2 ÍTtlOAaílAOIIA.I ,aiaAJ3VniOHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/BAR Sigurður með gjöf frá gömlum nemanda sem komst á svið Scala; áritaðar nótur að I due forscari. „Eins og ég sagði fyrir sex árum þá yrði ég á Met eða Scala innan tiu ára! Nú hefur það átt sér stað með ykkar hjálp. Ástarþakkir, Kristján." u kitla svolítiÖ, þessi skreffrá myrkri út í Ijós Rætt við Sigurð Demetz um La Scala, sönginn og kennsluna „ÞEGAR nemandi hefur sönghæfíleika svona langt fyrir ofan meðallag, þá verður hann að komast í rétta andrúmsloftið til að geta þroskað sönghæfí- leikann sem skyldi. Það er eingöngu hægt í útlöndum." Svo farst Sigurði Demetz, söngkennara við Nýja tónlistarskólann, orð en íslenskir söngáhuga- menn hafa notið afraksturs starfs hans í ríkum mæli síðastliðin 33 ár. Hann hefur kennt fjölda manns söng, segist hafa að meðaltali 20 nemendur. Nem- endur hans hafa borið hróður hans víða og er skemmst að minnast Kristj- áns Jóhannssonar sem söng í lok janúar á sviði La Scala-óperunnar í Mílanó. Færri vita að á árunum 1948 til 1951 var Sigurður J>ar tíður gestur. Hann söng í fyrsta sinn í Scala 1948, aðalhlutverkið í Odipus Rex eftir Stra- vinskíj. Þremur árum síðar í The Rakes Progress, einnig eftir Stravinskíj. Á milli þess söng hann í Proserpina e lo Straniero eftir Juan Jose Castro sem fékk Verdi-verðlaun og minni hlutverk í Meistarasöngvurunum frá Númberg og Tristan og ísold. Hann söng einnig í Hollendingnum Fljúgandi í Teatro del Liceo í Barcelona og í Stadttheater í Bem, í ópemnni sem Kristján syngur í núna í mars í Scala. En hvemig hefur leið þessa nem- anda Sigurðar legið að Scala? „Þegar til stóð að Kristján færi utan í nám, voru Austurríki og Svíþjóð nefnd en ég þijóskaðist við og sagði að hann ætti að fara til Ítalíu," segir Sigurður. „Ég sendi hann til Gius- eppe Valdengo í Saint Vincent sem var mikill vinur minn og góð- ur söngvari. Síðan komst Kristján til Scalasöngvarans Gianni Poggi í Piaccenza og svo síðar til annars heimsfrægs Scalatenórs; Ferruc- cio Tagliavini og að síðustu til maestro Campogagliani. Á leið sinni milli þessara frægu tenóra kom hann ár sinni mjög vel fyrir borð, hann söng meðal annars í madame Butterfly í Spoleto og var nefhdur „tenór ársins" fyrir vikið. Þessi sýning var mjög um- deild vegna þess hversu nútímaleg uppsetningin var. Bandarískir hermenn í Asíu reykjandi hass og hvaðeina. Frammistaða hans hef- ur síðan fleytt honum á drauma- svið allra óperusöngvara, La Scala. Einn daginn hringdi hann og erindið var að bjóða mér ferð og uppihald í Mflanó til að hlusta á sig syngja í Scala. Mér fannst þetta stórgjöf en hann sagði mér ekki að hugsa um það, „það er þér að kenna að ég syng nú þar sem þú söngst." Ferðin var mjög ánægjuleg, ég hitti fjölskyldu hans í Mílanó og fór ásamt henni í La Scala. Við vorum öll í okkar fínasta pússi og ákaflega spennt þegar við sett- umst í flauelssætin til að hlusta á Kristján syngja í þessari Verdi- óperu, I due foscari, sem er ákaf- lega sjaldan flutt, síðast held ég árið 1978 og þá hafði hún ekki verið flutt í yfír 100 ár. Verdi sjálfur var ekki nógu ánægður með hana, honum þótti hún svo þung en samt er þetta stórkost- legt verk. Sjálfur heyrði eg hana þama í fyrsta sinn. Og tilfínningunni, að sitja í svona flottum sætum þar sem var vel rúmt um mig, horfa upp á sviðið og sjá nemanda minn standa þar sem ég stóð oft; henni er erfitt að lýsa. Ég veit hvemig það er að standa á sviðinu og bíða þess að þessi risatjöid séu dregin frá og sjá allt í einu þennan stóra sal fullan af fólki. Þetta hefur oft haft mikil áhrif á söngvara sem hafa staðið skjálfandi og titrandi á sviðinu. En alveg frá fyrstu inn- komunni var Kiddi svo öruggur. Þetta var svo létt hjá honum og ég varð sífellt ánægðari með frammistöðu hans. En það hvarflaði að mér oftar en einu sinni að óskandi hefði verið að faðir hans hefði upplifað þetta. Þegar Kristján byijaði að læra hjá mér gekk faðir hans einu sinni til mín á götu, greip í jak- kann minn, dró mig að sér og sagði, „ef þú eyðileggur þennan dreng, þá skal ég drepa þig.“ Hvemig er tilfinningin að sjá hann feta svona í fótspor þín? Það er besta tilfinning sem kennari getur hugsað sér að sjá nemanda komast svona vel áfram. Ég gróð- ursetti hann og er nú búinn að senda hann frá mér. Hér hefði hann ekki getað blómstrað á þann hátt sem hann gerir nú. Núna hefur Gunnar Guðbjöms- son lokið námi hjá mér og fer beint af skólabekk upp á svið að syngja töluvert stórt hlutverk í Don Giovanni. Það er ekki hægt að bera íslenska óperu saman við Scala en fyrir Gunnar er þetta samt alveg ótrúlega mikið stökk. Ég kenndi einnig bróður hans, Guðbimi, sem er núna að læra í Berlín hjá prófessor Kuhse og hefur sýnt miklar framfarir. Og það er ekki síður gleðiefni fyrir mig að hann skyldi komast í bestu hendur úti en velgengni Kristjáns. Ekki má gleyma Guðjóni Óskars- syni bassa, sem fékk Dorriett Kavanna styrk fyrir skömmu og er á námskeiði á Mið-Ítalíu í Aka- demia de l’arte lyrica í Osimo. Hann er líka náttúruefni, sem menn er mjög hrifnir af úti. Nú lærðir þú sjálfur á Ítalíu, sendir þú alla þína nemendur þangað? „Hér á íslandi hefur allt- af verið sagt að ítalskur söng- skóli sé það besta, söngurinn er frjáls og opinn. Þeir þýsku og ensku eru miklu nákvæmari og strangari og því fara að endingu langflestir til Ítalíu. En það sem skiptir söngvara mestu máli, er að æfa sig og halda röddinni við. Það eru því miður sumir sem hafa byijað vel, fengið mikið hrós og þá hugsað með sér að nú geti enginn gagnrýnt þá. En þeir hafa oft komið harkalega niður á jörð- ina. Það þarf að vinna daglega og láta fylgjast með sér. í gamla daga voru óperuhús í hveijum bæ en þeim heftir fækkað. Þá fylgd- ust söngkennamir með sínum nemendum eftir að þeir voru fam- ir að syngja á sviði. Núna hafa menn tekið upptökutæknina í sína þjónustu. Gamli kennarinn minn sagði eitt sinn við mig að söngkennsla væri vanþakklátasta starf sem til væri. Þegar vel gengi, væri það nemandanum sjálfum að þakka en ef illa gengi væri það söng- kermaranum að kenna. Og það er heilmikið til í þessu." Sigurður vill lítið tala um sjálf- an sig. Segir að stríðið hafí sett mörg strik í söngferilinn. Hann hafí komist á Scala af eigin ramm- leik en hafí ekki átt umboðsmann og að endingu lent upp á kant við söngvaramafíuna svonefndu. „Ég gafst upp og kom hingað. Ég sé alls ekki eftir því að hafa ekki farið aftur," segir hann og snýr talinu aftur að Scala. „Þegar þú ert frískur og kannt hlutverkið þitt þá er engin ástæða til að vera óstyrkur. Svo er annað mál hvort þú ert nógu taugasterkur. Sumir frægir, góðir ópemsöngv- arar gátu aldrei sungið á Scala af því að um leið og þeir stigu á sviðið þá fóru þeir að skjálfa. Til dæmis Galiano Masini, sem hafði fyrsta flokks rödd en gat ekki sungið í Scala. Eitt sinn þurfti að ýta honum inn á sviðið og eftir fyrsta þátt varð að fá annan te- nór í hans stað. Hann bara grét og grét af taugaóstyrk. Amerík- aninn kallar þetta „The crack moment", þessi skref, frá myrkri út í ljós. Þau kitla svolítið. En um leið og þú opnar munnin þá hverf- ur óstyrkurinn. Ég var ekki hræddur þvf ég kunni minn hluta. Ég hiakkaði alltaf til þess að syngja og ég held að Kristján geri það líka. Ég get sagt þér frá því þegar ég söng í fyrsta skipti á sviði. Það var í La Traviata á móti heimsfrægri söngkonu. Ég hafði aldrei æft á sviðinu eða með hljómsveitinni, mér var hreinlega kastað út í þetta. En söngkonan stóð á móti mér og signdi sig í sífellu, fór með Maríubænir og var alltaf að gæta að öllum skartgripunum sem hún hafði hlaðið utan á sig. Þá spurði ég gamlan félaga minn sem fór með hlutverk læknisins, hvað á ég að gera fyrst hún lætur svona? „Andaðu djúpt að þér og hugsaðu; eg hlakka til að syngja, þetta er svo gaman," sagði hann. Ég gerði það og fann strauminn alveg niður í tær og leið svo vel. Einhveijir félagar mínir voru bún- ir að setja spjöld á gólfíð fyrir framan mig, þar sem á stóð talan 13. Þeir ætluðu sér að gera mig skíthræddan en ég er ekki hjátrú- arfullur. Þó tókst einum hljóm- sveitarstjóranum að gera mig dauðhræddan þegar hann sagði mér að á undan einni innkomunni minni væri klarinettsóló þar sem væri erfítt að hejira tóninn og hitta á hann. Ég passaði mig á að láta tóninn enda og kom einum sextánda of seinn inn til að heyra tóninn.“ En það er fleira sem skiptir máli en að syngja í Scala. „Söngv- arinn verður að syngja, daglega. Ég veit hvað ég hef gert og hvað ég gat gert fyrir nemendur mína. Fyrir mig er mikilvægast að þeir komist áfram. Hér eru tækifærin svo fá, þeir syngja kannski tutt- ugu sýningar og bíða svo í hálft ár til að komast aftur að, syngja við jarðafarir og á árshátíðum í millitíðinni. En söngvarar verða að halda áfram og það gera þeir eingöngu erlendis. I dag er erfítt að fínna góða söngkennara meira að segja á ít- alíu þar sem mér er sagt að ekki allt gull sem glói í þeim efnum. Þetta nám er mjög dýrt og menn geta lent hjá slæmum kennurum. En menn mega heldur ekki gleyma að syngja og læra og að stúdera þoiinmæði, úthald og fómfysi. Því menn verða að fóma sumum af gæðum lífsins ef þeir ætla sér stóra hluti í söng. Hér vantar meira af góðum söngkennurum en annars staðar og menn hafa spurt mig hvað ég sé að gera hér. En eg fer ekki héðan," segir Sigurður. Honum hefur verið veittur riddarakross- inn fyrir störf sín og það er því greinilegt að menn kunna að meta rúmlega þriggja áratuga starf hans. En hann kann ekki sfður að meta það sem fyrir hann er .gert. „Mig langar til að biðja fyrir innilegar þakkir til Kidda fyrir að lofa mér að upplifa þetta augnablik sem er besti og ánægju- legasti afrakstur 14 starfs míns á Akureyri. Ég óska honum alls hins besta og ég veit að hann heldur ömggur áfram án þeirri braut sem hann er á.“ Að lokinni sýningunni í Scala fögnuðu Sigurður Demetz og Fanney Oddgeirsdóttir, móðir Kristjáns, honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.