Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 2

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Belgar og Júgóslavar vilja halda einvígi Jóhanns og Karpovs Linares, frá Leifi Jósteinssyni fréttaritara Morgunbladsins. BELGAR og Júgóslavar hafa kannað möguleika á að halda einvígi þeirra Jóhanns Hjartar- sonar og Anatolíjs Karpovs. Belgar hafa haft samband við Karpov, að því er Jaan Timman Reykjavíkur- skákmótið: Jon L. Ama- son með IV2 vinnings forskot JÓN L. Árnason vann biðskák sína úr 7. umferð Reykjavíkur- skákmótsins í gær en Þröstur Þórhallsson gaf skákina án frekari taflmennsku. Jón er þá kominn með 6V2 vinning eftir 7 skákir, U/2 vinningi meira en næstu menn. Í gær var lokið við biðskákir en aðrir skákmenn áttu frí. Walter Browne vann Sævar Bjamason en skákum Halldórs G. Einarssonar og Wolframs Schöns, Ama A. Ámasonar og Benedikts Jónasson- ar og Margeirs Péturssonar og Zsuzsu Polgar enduðu allar með jafntefli. Síðasta skákin var mjög löng og sátu þau við taflborðið alls í 10 tíma. Jón L. Ámason er efstur á mótinu með 6V2 vinning en síðan era fímm skákmenn með 5 vinn- inga, þeir Þröstur Þórhallsson, Míkhaíl Gurevítsj, Sergei Dol- matov, Vasilis Kotronias og Carst- en Hei. 8. umferð verður tefld í dag. segir, og vilja halda einvígið samhliða einvígi Timmans og Lajos Portischs, annaðhvort í Brussel eða Antwerpen. Þá hafa Júgóslavar einnig sýnt áhuga á að halda einvígið í borginni Djubrovic. Nóg var að gera hjá sumum skákmannanna í Linares í gær því þá voru tefldar biðskákir. Chandl- er átti 3 biðskákir en Jóhann gaf skákina gegn honum án frekari taflmennsku. í hinum skákunum gerði Chandler jafntefli, við Jú- supov og Georgiev. Beljavskíj gaf skák sína gegn Timman án þess að tefla frekar en vann síðan Porticsh sem síðan vann Nicolic. Loks gerðu Júsupov og Georgiev jafntefli. Timman er orðinn langefstur, með 6,5 vinninga eftir 7 umferðir. Beljavskíj er næstur með 4,5 vinn- inga, Nunn, Júsupov, Ljubojevic og Chandler em allir með 4 vinn- inga, Ulescas og Portisch em með 3,5 vinninga, Jóhann og Georgiev em með 3 vinninga, Nicolic er með 1,5 og Tsjiburdanidze rekur lestina með hálfan vinning. Jóhann teflir í dag við Kiril Georgiev og hefur svart. Símamynd/Guðmundur Svansson Fundir um sölu ullarvara til Sovétríkjanna hefjast í dag FYRSTI samningafundur ís- lendinga og fulltrúa Sovéska samvinnusambandsins um sölu á ullarvörum hefst á Akureyri í dag og er búist við fundum fram eftir vikunni, að sögn Jóns Sigurðarsonar forstjóra Álafoss hf. Sovésku fulltrúarn- ir komu til Akureyrar í gær og var þessi mynd tekin þegar íslensku nefndarmennirnir voru að skoða sýnishorn af vör- um sem Sovétmennirnir tóku með sér. I gærkvöldi skoðuðu sovésku fulltrúarnir verksmiðj- ur Alafoss á Akureyri. Á mynd- inni eru frá vinstri talið Kol- beinn Sigurbjömsson við- skiptafulltrúi, Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Alafoss hf., Guðjón Hjartarson viðskiptafulltrúi, Jón Sigurðar- son forstjóri Álafoss hf., Val- erij Ljakitsjev og Galina Bralovskaja. Staða sjávarútvegsins eftir ráðstafanir sljómvalda: Vinnsla og veiðar reknar með tapi Tilboði sjómanna um frjálst fiskverð hafnað í Verðlagsráði Litla telp- an fannst LÖGREGLAN í Reykjavík lýsti í gærkvöldi eftir 6 ára telpu, sem ekki skilaði sér heim á réttum tíma. Hún fannst hins vegar heil á húfi um kl. 22. Lýst var eftir telpunni, sem býr í Breiðholti, í útvarpi og sjón- varpi. Hún reyndist vera heima hjá vinum sínum í góðu yfírlæti og amaði ekkert að henni. Þjóðhagsstofnun metur afkomu veiða og vinnslu þannig, að hvor tveggja greinin verði rekin með tapi um mitt ár og til ársloka, þeg- ar allar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verði komnar til framkvæmda. Þá verði tap á veiðum allt að 5% af tekjum og 1,5% á vinnslu. Hins vegar er staðan metin betri nú, þar sem verðlags- hækkanir vegna gengislækkunar séu enn ekki komnar fram. Þetta mat Þjóðhagsstofnunar verði felldur niður. byggist annars vegar á afla- og framleiðsluspá stofnunarinnar frá því í janúar og hins vegar á eftir- töldum forsendum: Hækkun á verði erlends gjaldeyris um 6,4% í marz- byijun; Almennt fískverð verði óbreytt; Endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts til sjávarútvegs verði aukin um 587 milljónir króna frá því, sem var á fjárlögum fyrir árið 1988; Laun hækki um 15% á árinu; Skiptahlutfall verði 76% í stað 75%; Olíuverð lækki um 4,6%; F'ram- leiðniaukning verði um 2% og launaskattur í veiðum og vinnslu Áætlað er að tap á veiðunum verði 1,5 til 5% eftir árgreiðslu og 0 til 1,5% á vinnslunni. Rekstur togara skili hagnaði, en hagnaður nýrri togara verði þó mjög lítill. Aðrar veiðar verði reknar með mismiklu tapi. Þá er gert ráð fyrir því að hagnaður á saltfískvinnslu verði í kringum 7% en tap á fryst- ingu um 4% miðað við 6% ár- greiðslu. Fulltrúar fiskvinnslunnar í Verð- lagsráði sjávarútvegsins höfnuðu í gær tilboði frá fulltrúum sjómanna um frjálst fískverð. Ákvörðun um fískverðið var því vísað til yfír- nefndar og verður fyrsti fundur hennar í dag. Guðjón A. Kristjáns- son, forseti FFSÍ, segir að sér sýn- ist að þeir, sem frysti afla um borð eða selji hann ferskan úr skipum eða gámum, fái þegar tekjuaukn- ingu vegna gengislækkunarinnar, meðan aðrir eigi að sitja uppi við óbreytt fískverð. Verð á fiskmörk- uðunum sunnanlands og vestan hljóti að taka mið af því, að hægt sé að fá fleiri krónur fyrir fískinn, sé hann seldur ferskur utan. Því verði fiskverð á því svæði hærra en fyrir norðan og austan. Eigi að halda lágmarksverði Verðlagsráðs óbreyttu, þýði það í raun að landinu verði skipt í tvö tekjusvæði. Við það geti hann ekki sætt sig. Þingmannanefnd sem fjallar um vanda refabænda: Refabændur verði styrktir og rekstr- argnindvöllur fóðurstöðva tryggður ÞINGMANNANEFND sem fjallað hefur um vanda refa- bænda skilaði tillögum sínum til þingflokkanna í gær. Var tillagan ekki afgreidd í þing- flokki Alþýðuflokksins í gær, en verður væntanlega tekin fyrir á fundi þingflokksins á föstudag. Hafa þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins fallist á tillög- ur nefndarinnar, sem meðal annars fela í sér að rekstrar- grundvöllur fóðurstöðvanna verði tryggður og að refabænd- ur verði styrktir til að koma í veg fyrir að refarækt leggist niður á þessu ári. Nefndina skipa alþingismenn- imir Stefán Guðmundsson sem er formaður, Halldór Blöndal og Ami Gunnarsson. Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði meðal annars lagt til að rekstrargrundvöllur fóðurstöðvanna verði tryggður, svo að þær hafí boimagn til að framleiða fóður á nægilega lágu verði til þess að loðdýrabúin geti staðið undir sér við eðlileg rekstr- arskilyrði. Ekki vildi Halldór nefna ákveðnar tölur í því sam- bandi. Hann sagði að nefndin legði einnig til að refabændur verði styrktir svo hvorki komi til þess að refaræktin leggist niður á þessu ári né að refabændur verði fyrir skaða á næsta ári. Tíminn til haustsins verði síðan notaður til þess að átta sig á breyttum markaðsskilyrðum ann- ars vegar og hins vegar verði bændum gefið ráðrúm til að breyta yfír í minkarækt eða treysta rekstrargrundvöll búanna með því að taka upp minkarækt og draga samtímis úr refarækt- inni. „Við teljum að sú reynsla og þekking sem fyrir hendi hér á landi geri það að verkum að ekki megi gefast svo fljótt upp. Það er ekki fullreynt hvaða framtíð refaræktin á fyrir sér. Það er ljóst að það væri í hæsta máta vafa- samt að halda refaræktinni ekki gangandi í einhveijum mæli. íslendingar hafa náð betri tök- um á verkun skinna og gæðin aukast stöðugt. Ég held að ég megi fuliyrða að bæði refa- og minkastofninn sé heilbrigður og það er út af fyrir sig mjög já- kvætt," sagði Halldór Blöndal að lokum. Morgunblaðið/BAR Slökkviliðið í Reykjavík vann í gærmorgun við að dæla vatni af gólfi á þriðju hæð Myndlista- og handíðaskólans. Myndlista- og handíðaskólinn: Flæddi um gólf ogganga NOKKRAR skemmdir urðu á hús- næði Myndlista- og handiðaskóla íslands aðfaranótt miðvikudags, þegar vatn flæddi um gólf og ganga. Ástæðan var sú, að um nóttina hafði vatn vætlað í stóran vask, sem var stíflaður, og því flæddi út úr honum. Tjón varð þó ekki eins mikið og á horfðist í fyrstu. Þegar fyrsti maður kom í húsið í gærmorgun var töluvert mikið vatn á gólfum, enda hefur þá lekið í vask- inn frá því um kvöldmatarleyti á þriðjudag. Bjami Daníelsson, skóla- stjóri, sagði að vatnið hefði lekið á þriðju hæð hússins að Skipholti 1, þar sem myndmótunardeiid er til húsa. „Af þriðju hæðinni lak vatn fram á stigagang," sagði hann. „Þá lak einnig meðfram veggjum, svo lager vefnaðarvöruverslunar á neðstu hæð skemmdist nokkuð, en ekki þær vörur sem voru frammi í versluninni. Önnur hæðin slapp hins vegar alveg. Mér sýnist sem vélar, efni og verk nemenda hafi sloppið að mestu við skemmdir. Það sem er sýnu verst er að vatn hefur kom- ist í raflagnir, sem eru því hættuleg- ar sem stendur," sagði Bjami Daní- elsson, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.