Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 42

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 4 • -tijvalin tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. TVC - eitt það besta. Láttu það ekki vanta. Morgunblaðið/Bernhard Börn í Kleppjárnsreykjaskóla dönsuðu maraþondans til af afla fjár til kaupa á gólfdúki í nýja íþróttahúsið. Sund og dans til fjáröflunar vegna byggingar íþróttahúss Kleppjárnsreykjum. BORN í unglingaskólanum á Kleppjárnsreykjum ákváðu nú fyrir stuttu að synda og dansa frá birtingu til myrkurs til fjár- öflunar fyrir skólann sinn. Ungl- ingarnir hafa lagt til að pening- arnir sem safnast verði notaðir til að kaupa gólfdúk á nýja íþróttahúsið. Nú er varla nema hálft fjórða ár þangað til skólinn hér á Klepp- jámsreykjum hefur starfað í þrjá áratugi. Þeir nemendur sem settust í Kleppjámsreykjaskóla haustið 1961 og haustin næst á eftir eru margir hverjir foreldrar núverandi nemenda. Guðlaugur Óskarsson skólastjóri Kleppjárnsreykjaskóla sagði: „Allt frá upphafi hafa öö PIOIMEER HUÓMTÆKI heimamenn kappkostað að þoka byggingarmálum skólans áfram. Frá 1974, að lög um grunnskóla vom sett, hefur enginn hér getað hugsað sér að til þess kæmi að ríkis- valdið þyrfti að grípa til þess að beita ákvæðum 19. greinar þeirra laga. Þar segir „að sjái sveitarfélag bömum á grunnskólaaldri ekki fyr- ir viðunandi húsnæði til skólahalds geti ríkið látið reisa það og krafið svo sveitarsjóð um hans hlut í bygg- ingarkostnaði“. Sveitarstjórnarmenn hafa átt áræði og óbilandi trú á æskuménn sína og mátt menntunar og staðið þannig að málum að í dag vantar svo mikið fjármagn frá ríkissjóði til síðustu íjögurra byggingará- fanga í skólahverfinu, að hlutur þess, það er að segja ríkisins dygði til þess að ljúka þeim öllum án telj- andi fjárútláta heimamanna. Er því von að spurt sé með hvaða rétti þessi lagaákvæði gildi ef ríkissjóður er sinnulaus. Nemendur í Kleppjárnsreykja- skóla ákváðu að leita til allra heim- ila norðan Skarðsheiðar og sunnan Hvítár allt frá efstu byggðu bót til strandar. Hvort þau vildu ekki heita á þau að ef þau dönsuðu og syntu á öskudag frá birtingu til myrkurs, það er frá kl. 9 til 21, greiddu við- komandi ákveðið fyrir hverja klukkustund. Hveijum og einum yrði í sjálfsvald sett hversu há fjár- hæðin yrði. Viðbrögð fólksins við þessari við- leitni æskumanna sem eru haldnir bjartsýni og djörfung, líkt og sveit- arstjómarmenn hafa verið í gegn- um tíðina, urðu með þeim eindæm- um að á hálfum degi námu loforð um styrk tæpum 250.000 krónum. Og það sem mestu skiptir, bæði fyrir nemendur og sveitarstjórriar- menn er að nær undantekningar- laust töldu menn sjálfsagt að leggja málinu lið. Guðlaugur Óskarsson skólastjóri sagði í samtali við frétta- ritara: „Skilaboðin eru þung sem berast frá heimilunum niður lækjar- farvegi til sjávar og inn á Viðeyjar- sund. Að þingmenn Vestlendinga og ráðherra íjármála sjái sóma sinn í því að ljúka því verki sem þeir hafa fengið frá menntamálaráð- herra. Að færa okkur samninginn hingað staðfestan og gildan. Þessi eru skilaboð til þingmanna um leið og sveitarstjórnarmönnum er frá upphafi skólans þakkað þeirra mikla verk til þessa.“ Ekki verður annað sagt en ungl- ingarnir hafi unnið dyggilega fyrir sínum launum og lögðu þau sem syntu alls um 135 km að baki en það er sú leið sem er frá Kleppjárns- reykjum að Austurvelli. — Bernhard «ASS P'-°^ORP Hagstædir greidsluskilmálar auk Eurokredit og Visa vildarkjara. / ■ i að 50% afsiáttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.