Morgunblaðið - 04.03.1988, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
B 3
Rót:
Sterk verkalýðshreyfing
í þættinum Af vettvangi baráttunnar sem er á dagskrá
-g a 00 Útvarps Rótar í dag verður fjallað um það að byggja upp
A — sterka verkalýðshreyfingu. Spjaliað verður við fólk í þeim
verkalýðsfélögum sem hafa verið að semja um kaup og kjör á síðustu
dögum. Umsjónarmenn þáttarins eru Ragnar Stefánsson og Soffía
Sigurðardóttir.
Sjónvarpið:
Morðin
■■■■ Sjónvarpið sýnir í
QQ15 kvöld breska saka-
málamynd gerða eftir
skáldsögu Colin Dexters.
Kona finnst látin á heimili sínu
og bendir allt til að um sjálfs-
morð hafi verið að ræða. Morse
lögregluforingi er ekki sáttur
við þá niðurstöðu þar sem hann
kannaðist lítillega við konuna.
Hann er sannfærður um að hún
hafi verið myrt og þegar málið
er kannað betur kemur í ljós að
það eru nokkrir grunsamlegir.
Rás 1:
Conan
í Jeríkó
John Thaw leikur Morse
lögregluforingja.
Sinna — Thor
■■i Þátturinn Sinna verð-
1/105 ur á dagskrá Rásar 1
í dag. Þátturinn er
helgaður Thor Vilhjálmssyni rit-
höfundi. Reynt verður m.a. að
komast til botns í því hvers-
vegna bækur hans eru taldar
erfiðar aflestrar og í hverju frá-
sagnarmáti hans er fólginn.
Þættinum lýkur með viðtali sem
Kjartan Ámason rithöfundur á
við Thor í beinni útsendingu.
Umsjónarmaður Sinnu er Þor-
geir Olafsson.
Thor Vilhjálmsson
■■ Stöð 2 sýnir í
Q1 00 kvöld mynd með
íd 1 Amold Schwarz-
enegger í aðalhlutverki.
Þetta er mynd um ofurmenn-
ið Conan. Conan er hugdjarf-
ur og fílefldur maður sem
leitar að flokki villimanna
sem myrti bæði föður hans
og móður.
Kvikmyndahandbók Scheu-
ers gefur myndinni ★.
William Ragsdale fer með hlutverk piltsins sem er
við öllu búinn.
Stöð 2:
HroHvekja
■^■M Stöð 2 sýnir í kvöld hrollvekju bannaða bömum. Þetta er
aa 15 myndin Ognamótt sem segir frá unglingspilti sem er sann-
vU“ færður um að maðurinn sem býr í næsta húsi sé „vampíra“.
Vinkona piltsins er sú eina sem leggur trúnað á sögur hans. Þau
taka því til sinna ráða við að koma upp um nágrannann.
Arnold Schwarzenegger
HVAÐ
ER AÐO
GERAST!
Söfn
Árbæjarsafn
í vetur verður safnið opið eftir samkomu-
lagi.
Ámagarður
í vetur geta hópar fengið að skoða hand-
ritasýninguna i Árnagarði ef haft er sam-
band við safnið með fyrirvara. Þar má
meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyjar-
bók og eitt af e.lstu handritum Njálu.
Ásgrímssafn
Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið
þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga kl. 13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þar gefur að lita 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferli Ásmundar, þann tima sem listamaö-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. í
Ásmúndarsafni er ennfremur til sýnis
myndband sem fjallar um konuna í list
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og
afsteypur af verkum listamannsins. Safn-
ið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skóla-
fólk og aðrir hópar geta fengið að skoða
safniö eftir umtali.
Listasafn Einars
Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opið alla
laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30
til 16.00. Höggmyndagarðurinneropinn
daglega frá kl. 11.00—17.00.
Listasafn íslands
Nú stendur í Listasafni islands sýningin
Aldarspegill sem opnuð var í tilefni af
vígslu hinnar nýju safnbyggingar á
Frikirkjuvegi 7.
Sýningin er kynning á islenskri myndlist
1900—1987 og eru öll verkin í eigu safns-
ins. Leiösögn um sýninguna ferfram í
fylgd sérfræðings alla sunnudaga kl.
13.30— 14.00 og er þá safnast saman í
anddyri safnsins.
Vikulega er kynnt „Mynd mánaðarins"
og þá fjallaö ítariega um eitt verk í eigu
safnsins, svo og höfund þess. Mynd
marsmánaöar er Sumarnóft eftír Gunn-
laug Scheving. Sumarnótt eroliumálverk
frá árinu 1959 en myndin var keypt til
safnsins árið 1960. Leiösögnin fer fram
i fylgd sérfræðings alla þriðjudaga kl.
13.30- 13.45 og veröur safnast saman i
anddyri safnsins.
Safnið er opið virka daga frá kl. 11.30
til 16.30 nema mánudaga. Laugardaga
og sunnudagaeropið kl. 11.30-18.00.
Kaffistofa hússins er opin á sama tíma.
Aðgangur er ókeypis.
Norræna húsið
i Norræna húsinu stendur farandsýningin
Hið græna gull Norðurlanda. Skógminja-
söfnin á Noröurlöndum standa að sýn-
ingunni en Skógrækt rikisins, Skógrækt-
arfélag (slands og Þjóðminjasafnið hafa
haft veg og vanda af henni af islands
hálfu, ásamt Norræna húsinu.
Á sýningunni má sjá hvernig brugðist
hefur veriö við eyðingu skóganna og
vörn breytt í sókn. Sagan ersögð i mynd-
um og máli, en auk þess getur að lita
ýmsa muni úr tré, meöal annars gripi,
sem hafa veriö fengnir að láni úr Þjóð-
minjasafni islands.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð-
peningar frá síöustu öld eru sýndir þar
svoog orðurog heiðurspeningar. Lika
er þarýmis fom mýnt, bæði grisk og
rómversk. Safniö er opið á sunnudögum
millikl. 14og 16.
Póst-og
símaminjasafnið
í gömlu símstöðinni i Hafnarfirði er núna
póst- og simaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úr gömlum póst- og
símstöövum og gömul símtæki úr einka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er
opiö á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða
safniö á öðrum timum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð i simá 54321.
Sjóminjasafnið
í sjóminjasafninu stenduryfirsýning um
árabátaöldina. Hún byggirá bókum
Lúðviks Kristjánssonar „islenskum sjáv-
arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr
bókinni, veiðarfæri, likön og fleira. Sjó-
minjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnar-
firði. Það er opiö í vetur um helgar klukk-
an 14-18 og eftir samkomulagi. Siminn
er 52502.
Þjóðminjasafnið
i forsal Þjóðminjasafnsins er sýningin
„Gallabuxur — og gott betur" þar sem
rakin er saga gallabuxna frá upphafi til
okkardags. Nordiska museet í Stokk-
hólmi hefur lánað sýninguna Norræna
húsinu og Þjóðminjasafni islands í sam-
einingu. Sýningin stendur til 20. mars.
i anddyri Þjóðminjasafnsins er sýning á
fornleifum sem fundust viö uppgröft á
Bessastöðum sl. sumar.
Þjóðminjasafnið er opið þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga
frá 13.30-16. Þareru meðal annarssýnd
ir munir frá fyrstu árum islandsbyggðar
og íslensk alþýðulist frá miðöldum. Einn-
ig er sérstök sjóminjadeild og land-
búnaðardeild.
Leiklist
Alþýðuleikhúsið
Alþýðuleikhúsiö verður með aukasýn-
ingu „Einskonar Alaska" og „Kveðjuskál"
eftir Harold Pinter i Hlaðvarpanum,
fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30.
Með hlutverkfara ArnarJónsson, Mar-
grét Ákadóttir, María Sigurðardóttir og
Viðar Eggertsson. Miðasala er allan sól-
arhringinn í síma 15185 og á skrifstofu
Alþýðuleikhússins, Vesturgötu 3, kl.
14-16virka daga.
Leikfélag Reykjavíkur
Leikritið Dagurvonar eftir Birgi Sigurðs-
son verður sýnt laugardaginn 5. mars
og föstudaginn 11. mars kl. 20.00. Sýn-
ingum á þvi verki fer fækkandi.
Söngleikurinn „Síldin er komin" eftir Ið-
unni og Kristínu Steinsdætur verður
sýndur i Leikskemmu L.R. við Meistara-
velli föstudag og sunnudag kl. 20.00.
„Þar sem Djöflaeyjan ris" í leikgerð Kjart-
ans Ragnarssonarverðursýnd i Leik-
skemmu LR við Meistaravelli laugardag
kl. 20.00.
Miöasala í Iðnóeropindaglega kl. 14-19.
Síminn er 16620. Tekið er á móti pöntun-
um á allarsýningartil 6. apríl. Miðasalan
i Leikskemmu LR við Meistaravelli er
opin daglega kl. 16-20. Siminn þar er ■
15610.
Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið sýnir „Vesalingana", söng-
leik byggðan á samnefndri skáldsögu
eftirVictor Hugo. Sýning erá laugardag,
fimmtudag og föstudag kl. 20.00. Upp-
selt hefur verið á allar sýningar til þessa
en tekið á móti pöntunum fram yfir páska.
islenski dansflokkurinn sýnir fjögur
ballettverk eftir John Wisman og Henk
Schut sem nefnast „Ég þekki þig — þú
ekki mig". Síöasta sýning verður sunnu-
daginn 6. mars kl. 20.00.
Á Litla sviöinu er sýnt verk Ólafs Hauks
Símonarsonar, Bilaverkstæði Badda.
Sýningar verða þriðjudag og miðvikudag
kl. 20.30.
Miðasalan í Þjóðleikhúsinu er opin alla
daga nema mánudaga kl. 13.00-20.00.
Simi 11200.
EGG-leikhúsið
EGG-leikhúsið sýnir leikritið Á sama stað
i veitingaslaðnum Mandarininn v.
Tryggvagötu á laugardag kl. 12.
Á sama stað er nýtt leikrit eftir Valgeir
Skagfjörð i leikstjórn Ingunnar Ásdísar-
dóttur. Leikritið er samið sérstaklega til
sýninga i hádegisleikhúsi. Með eina hlut-
verk leiksins fer Erla B. Skúladóttir. Miða-
pantanir eru á Mandarín i sima 23950.
ÁS-leikhúsið
ÁS-leikhúsið sýnir leikritið „Farðu ekki..."
SJÁ NÆSTU OPNU.
ÉG ÞEKKI I»IG — ÞÚ EKKIMIG
Stærsta verkefni íslenska dansflokksins þetta leikár er ballettsýningin „Ég þekki þig — þú ekki
mig“. Síðasta sýning verður á sunnudaginn. Ballettinn skiptist í fjögur verk: Ég er að bíða eftir
þér; Númer 48; Segðu þetta aftur, hærra og Lokaskilaboð. Höfundur og stjórnandi dansanna er
Hollendingurinn John Wisman í samvinnu við hönnuð sýningarinnar Henk Schut sem einnig er
Hollendingur. Dansarar í sýningunni eru Asta Henriksdóttir, Birgitte Heide, Guðmunda Jóhannes-
dóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir,
Ólafía Bjarnleifsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.