Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
B 13
MYNDBÖIMD
Sæbjörn Valdimarsson
FRELSIÐ
FUNDIÐ
gamanmynd
TURTLE DIARY ★ ★ ★
Leikstjóri John Irvin. Handrit
Harold Pinter, byg-gt á skáldsögu
Russell Hoban. Tónlist Geoffrey
Burgon. Framleiðandi Richard
Johnson. Leikendur Ben Kings-
ley, Glenda Jackson, Richard
Johnson, Michael Gambon, Rose-
mary Leach, Elanor Bron, Harri-
et Walter og Jeroen Krabbé.
Hinir fjölmörgu aðdáendur Har-
olds Pinter mega vel við una þessa
dagana. Verk hans hafa verið sýnd
í vetur bæði í Gamla bíói og í Hlað-
varpanum við miklar vinsældir og
aðsókn. og nú var að koma á mark-
aðinn myndbandið Turtle Diary sem
státar af hlýju og beinskeyttu hand-
riti skáldsins, sem jafnframt er
fyndið á einkar raunsæjan hátt.
Turtle Diary er á yfirborðinu um
tvær persónur sem eiga það sameig-
inlegt að lifa að vissu leyti í búri
innibyrgðra tilfínninga, hræddar við
allar breytingar á högum sínum,
Litlar og skelkaðar kúra þær i sínu
homi. Þær eiga og saman það
áhugamál að frelsa nokkrar risa-
skjaldbökur úr sædýrasafni og
verður þetta hugðarefni til að leggja
saman leiðir þeirra.
Að sjálfsögðu er skjaldbakan
tákn smæðar söguhetjanna sem
einnig hrærast innan skelja lokaðra
kennda. Því er frelsisgjöfin þeim
ekki síður mikilvæg en dýrunum.
Þegar slq'aldbökumar taka sund-
tökin óþvingaðar í víðáttu hafsins
losna velunnarar þeirra úr viðjum
framtaksleysis og gunguskapar og
verða ekki síður frelsinu fegnir.
Af þessum efnisrekstri mætti
ætla að Turtle Diary væri þyngsla-
legt, niðurdrepandi drama, en það
er öðru nær. Þvert á móti er óvenju-
lega bjart og létt yfír þessari hlýju
og skemmtilegu mynd sem er svo
full af vongleði og jákvæðum hug-
leiðingum að hún ætti að koma öll-
um í gott skap. Það helst allt í
hendur; nett leikstjóm Irvin, (furðu-
legt að hér er á ferðinni sami mað-
urinn og stýrði hinni harðneskju-
legu Hamburger Hill), hnitmiðað
og létt handrit Pinters og síðast en
ekki síst stórleikur alls leikhópsins.
Þau Jackson og Kingsley fara svo
létt og mannlega með hlutverk
hinna bældu skjaldbökuvina að un-
un er á að horfa. Kingsley sannar
það hér, ekki síður en í hlutverki
Gandhis að hann er einn besti núlif-
andi leikara. Þá eru minni hlutverk-
in öll afskaplega vel mönnuð. Mað-
ur gæti ætlað að Richard Johnson
hefði ffamleitt myndina til að fá
hlutverk á hvita tjaldinu, þar sem
hann hefur tæpast sést síðan hann
var giftur bombunni Kim Novak,
hér í eina tlð. En gamanlaust, þá
er Johnson einn af virtari sviðsleik-
umm Breta og á sjálfsagt stutt í
sverðslag drottningar. Hann og
Krabbé holdiklæða af snilld auka-
persónur sem þétta myndina. Sama
gegnir um þau Bron og Gambon.
Látið ekki þessa einkar jákvæðu
afbragðsmynd fara framhjá.
EYÐIMERKUR-
STEMMA
spennumynd
BACKLASH ★
Leikstjóri: Bill Bennett. Handrit:
Bennett. Tónlist: Michael Atkin-
son og Michael Spicer. Kvik-
myndataka: Tony Wilson. Aðal-
leikendur: David Argue, Gia Car-
ides, Lydia Miller, Bryan Syron.
Áströlsk. Mermaid Production
1986. Virgin/Steinar 1988. 90
mín.
Backlash er ágætt dæmi um
misjöfnu sauðina. Ástralir ruku af
fítonskrafti uppá landakort kvik-
myndaheimsins á síðasta áratug.
Svo virtist lengi sem þeir gætu
tæpast gert mistök, nöfn fjölda leik-
stjóra og leikara urðu heimsfræg.
Hollywood beið handan hafsins og
í augum almennings varð álfan ein
allsherjaruppspretta úrvalskvik-
mynda. En svo er þó ekki, því mið-
ur. Ástralir framleiða hortitti, sbr.
Backlash, eins og hver önnur kvik-
myndaþjóð.
Þó er ég alls ekki frá því að
þeirra mistök og smámyndir séu
að mörgu leyti forvitnilegri en
b-myndir annarra þjóða, þar sem
saga og hefðir þessarar fjarlægu
eyálfu eru svo ólíkar því sem við
eigum að venjast. Það forvitnileg-
asta við myndina er líka dulúðin
sem umlykur frumbyggjana, en því
miður er hún jafnframt veikasti
partur hennar, eða endirinn, sem á
að segja áhorfandanum eitthvað
merkilegt um þetta niðumídda fólk
og hina stórmerkilegu menningu
þess og trúarbrögð, en þær útskýr-
ingar renna bókstaflega útí
sandinn.
FIRNAGÓÐAR
FURÐU SÖGUR
gamanmynd
AMAZING STORIES - II ★ ★ 1/2
I. The Amazing Falsworth. Leik-
sljóri Peter Hyams. Handrit Mick
Garris. Aðalleikendur Gregory
Hines, Richard Masur. II. Ghost
Train. Leikstjóri Steven Spiel-
berg. Handrit Frank Deese. Að-
alleikendur Roberts Blossom,
Scott Paulin, Gail Edwards, Luk-
as Haas. III. The Wedding Ring.
Leikstjóri Danny DeVito. Hand-
rit Stu Krieger. Aðalleikendur
Danny DeVito, Rhea Perlman.
Amblin Television/Universal
1985. Laugarásbíó 1988. 71 mín.
Hér bjóðast á nýjan leik þrjár
smellnar furðusögur úr sjónvarps-
þáttum Spielberg-smiðjunnar. Fyrri
þrennan var fyrst sýnd hér í kvik-
myndahúsi en þessi fer beina leið
á bandið. Enda er þetta efni unnið
fyrir sjónvarp og er gott dæmi um
einkar vellukkað afþreyingarefni
fyrir litla skjáinn. En þrátt fyrir það
þá var kostnaðurinn við gerð þátt-
anna svo geigvænlegur að fram-
leiðslu þeirra var hætt eftir aðeins
44 kafla. En það er önnur saga.
Spielberg notaðist aðeins við úr-
valsmannskap og fyrsta þættinum
leikstýrir Peter Hyams, (Running
Scared, 2010). Gregory Hines leikur
sjáanda sem óvart verður á vegi
fjöldamorðingja, (Richard Masur).
Léttur, óhugnanlegur brandari og
veikasti kafli myndarinnar.
Spielberg nær frábærri stemmn-
ingu í miðkaflanum, Ghost Train,
sem segir frá litlum dreng er fylg-
ist með ævilokum afa síns. Þau
bera að á heldur draugslegan hátt
en afastrákur fær ekkert að gert.
Roberts gamli Blossom blómstrar í
hlutverki gamla mannsins og Haas,
(Vitnið), stendur bærilega fyrir
sínu. Ghost Train er hreinræktuð
Twilight Zone-saga, einsog þær
gerðust bestar. Vandvirkni Spiel-
bergs leynir sér ekki.
Síðasti þátturinn er svo rúsínan
í pylsuendanum. Hér er mættur til
leiks góðkunningi kvikmyndahús-
gesta, Danny DeVito, sem bæði fer
með annað aðalhlutverkið og leik-
stýrir S fyrsta sinn. (En um jólin
var fyrsta, langa kvikmynd hans
er hann leikstýrði, Throw Momma
From The Train, frumsýnd vestra
við frábærar móttökur almennings
og gagnrýnenda). Þau DeVito og
Perlman leika útjöskuð vinnudýr í
Atlantic City, sem hafa tæpast í sig
né á. Þegar kemur að brúðkaupsaf-
mælinu á DeVito ekki fyrir gjöf sVo
hann grípur til þess neyðarúrræðis
að ræna forláta hring. Hitt veit
hann ekki að á baugnum hvílir bölv-
un. Lokakaflinn er bráðskemmtileg-
ur, vel skrifaður, leikinn og gerður
og á drýgstan þátt I að gera þetta
myndband að pottþéttri skemmtun
fyrir fjölskylduna — að undanskild-
um yngstu börnunum — og kæmi
engum á óvart þó framhald yrði á
úrvali þessara vönduðu skemmti-
þátta.
ÓRAR
spennumynd
HINN ÚTVALDI - WHITE OF
THE EYE ★★'/z
Leiksljóri: Donald Cammel. Að-
alleikendur: David Keith, Cathy
Moriarty, Art Evans. Bandarísk.
Cannon 1987.
Það er vondur galli á mynd þeg-
ar efnisþráðurinn er svo snúinn og
margflæktur í nútíð og þátíð að
áhorfendur tapa honum af og til.
Þetta er einmitt meginlýti hinnar
hnýsilegu spennumyndar, Hinn út-
valdi, sem er I flesta aðra staði
ágætlega gerð. í stórum dráttum
gengur myndin út á samband
þriggja persóna, ein þeirra fremur
morð að óhugnanlegum hætti helgi-
siða apache-indjána. Hér skortir
ekki frumlegt handbragð leikstjór-
ans, en í framhjáhlaupi má geta
þess að Brando sjálfur var fyrir
skömmu að tilkynna heimsbyggð-
inni að hann væri að snúa sér aftur
að kvikmyndaleik. Myndin verður
byggð á eigin handriti karls, sem
valdi engan annan en Cammel til
að sjá um leikstjómina. Þetta eru
ekki lítil meðmæli. Myndin er hlað-
in dulúð og spennu og maður fær
vissa samúð með einni persónunni
og vonar í lengstu Iög...
En því miður, þá skemmir
Cammel myndina með yfírdrifnum,
ómarkvissum, listrænum tilþrifum.
Rænir áhorfandann heilsteyptri
skemmtun því Hinn útvaldi verður
hreinlega leiðinlegur á að horfa
þegar buslugangur og tímastökk
eru í algleymingi. En samt sem
áður eftirtektarverð mynd leikstjóra
sem býr yfír hæfileikum sem örugg-
lega eiga eftir að nýtast honum
betur í framtíðinni.
Cí
skur hefur opnað nýjan veitingastað á Suðurlandsbraut 4.
Par bryddum við upp á tjölda nýjunga íglæsilegu umhverfí,
en breytum þó aldrei þrennu: Hráefíiið og þjónustan skai vera fýrsta
fíokks og verðinu ávallt stiiit íhóf.
Saiatbar íhádegjnu og um kvöidmat. Fisk- og kjötréttir afmatseðii.
Algtör nyjin
izyur ||:f| ■ L- W » « 8 « § jr|| 8 jSji Sk °
Rjotveisia á sunnuaogum.
Þú velur þá tegund af kjötl scm þú vilt- svínasteik, lambalæri eða nautasteik ■
og við steikjum það að þínum óskum. Þú færð eins mikið af hverju og þú vílt
og kemur eflir ábót svo lengi sem þú hcfur pláss!
Með fylgir súpa dagsins og salatbar, - ábót að vild.
Velkomin!
Suðurlandsbraut 4.