Morgunblaðið - 19.03.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988
Þau hafa undirbúið Norsku bókadag-ana í Norræna húsinu. Frá vinstri Knut Ödegaard, Guðrún Magnús-
dóttir bókavörður, Oskar Vistdal sendikennari í norsku og Ingibjörg Hafstað bókmenntafræðingur.
slíkt. En við vitum mjög lítið hvort
um annað. Sameiginlegar rætur og
menningararfur eru ekki eins
áhrifamikil og áður. Við erum und-
ir miklum áhrifum alþjóðlegra
popplista, bæði Norðmenn og Is-
lendingar.
Umfjöllun er meiri á íslandi
I Noregi er mjög blómieg bókaút-
gáfa. Það sem heldur upp öflugri
útgáfu fagurbókmennta er sú
stefna norska ríkisins að kaupa
1000 eintök af öllum nýjum skáld-
sögum. Þeim er síðan dreift á bóka-
söfn landsins svo íbúar afskekktra
byggða njóta jafnréttis við að nálg-
ast nýtkomnar bækur. Þó er engan
veginn fjallað jafn mikið um bók-
menntir í Noregi og hér á Islandi.
Orð skaldanna mega sín ekki jafn
mikils þar og hér. Rithöfundur get-
ur t.d. ekki reiknað með því í Nor-
egi að verða landsþekktur af sínum
fyrstu bókum. Bókaklúbbar eru
mjög öflugir og selja norskar skáld-
sögur í stórum upplögum. I Noregi
hefur þó verið umræða í gangi um
að bókaklúbbamir dragi úr bóksölu
í verslunum. Það hljóta náttúrulega
að vera takmörk fyrir því hvað ein
þjóð getur keypt og lesið af bókum.
Það hafa einnig verið skrifuð fjöl-
mörg ný leikrit á undanfömum
ámm. Auk þess hafa eldri verk
verið tekin til handargagns og svið-
sett í nýjum búningi og túlkuð á
nýjan hátt. Á Norsku bókadögunum
verður flutt dagskrá um stórverk
Henriks Ibsen, Pétur Gaut. íslensk-
ir leikarar flytja valda kafla úr
Pétri Gaut og ég tengi saman atrið-
in, segi frá Ibsen, skáldinu og
manninum.
Góðir gestir á bókadögum
Þeir höfundar sem við höfum
fengið hingað í tilefni Norsku bóka-
daganna eru allir í fremstu röð í
Noregi. Af þeim er þó Anne-Cath
Vestly áreiðanlega þekktust hér-
lendis en Kjell Askildsen er talinn
einn fremsti prósahöfundur Norð-
manna í dag. Erik Bye er mikilvirk-
ur rithöfundur og líklega einn ást-
sælasti sjónvarpsmaðurinn í Nor-
egi. Hann er talinn einn fremsti
vísnasöngvarinn af sinni kynslóð
og nýtur geysilegra vinsælda. Fjöl-
margir íslendingar þekkja Erik Bye
frá því að hann stóð fyrir dagskrá
í Reykjavík í sambandi við fjársöfn-
un til Vestmannaeyja vegna gossins
B S
Norskir bókadagar 23.-28. mars 1988
miðvikud. 23. mars
kl. 20.30
fimmtud. 24. mars
kl. 14.00
kl. 16.00
kl. 20.30
Henrik Ibsen-dagskrá
Leiklestur:
Baldvin Halldórsson, Guðrún Þ. Stephensen,
Gunnar Eyjólfsson, Halldór Bjömsson og
Þórdís Arnljótsdóttir. Knut 0degárd tengir
saman atriðin og segir frá skáldinu.
Norskar barnabækur
Dagskrá fyrir börn.
Bama- og unglingabækur. Ingibjörg Hafstað
og nemendur í norsku annast hvorttveggja.
Ljóðakvöld
Fyrirlestur. Finn Jor menningarritstjóri.
Hjörtur Pálsson les þýðingar á norskum Ijóð-
föstud. 25. mars
kl. 20.30
laugard. 26. mars
kl. 16.00
sunnud. 27. mars
kl. 14.00
sunnud. 27.mars
kl. 20.30
mánud. 28. mars
kl. 20.30
Vísnasöngur og upplestur
Erik Bye og Willy Andresen.
Norsk bókakynning
Oskar Vistdal sendikennari kynnir norskar
bækur 1987. Rithöfundurinn Kjell Askildsen
les úr verkum sínum.
Dagskrá fyrir börn
Norski bamabókahöfundurinn Anne-Cath.
Vestly.
Kynning á verkum Nordahls Grieg
Gestur: Fredrik Juel Haslund.
Hjörtur Pálsson les.
Norskar bækur í íslenskum þýðingum
Þorsteinn Gunnarsson les upp, m.a. úr þýð-
ingu dr. Kristjáns Eldjáms í Norðurlandstró-
met eftir Petter Dass.
Heimir Pálsson talar um þýðingar á bókum.
Matthías Kristiansen les úr þýðingu sinni á
verkum Johannesar Hegglands.
þar. Finn Jor menningarritstjóri
Aftenposten verður einnig gestur
okkar. Hann flytur fyrirlestur um
norska ljóðagerð og er mikill fengur
að komu hans. Auk þessara góðu
gesta verða kynningar á fleiri skáld-
um. Eg vek sérstaklega athygli á
upplestri úr Norðurlandstrómet eft-
ir Peter Dass í þýðingu dr. Kristj-
áns Eldjáms. Peter Dass var 17:
aldar skáld, samtímamaður
Hallgríms Péturssonar, og Norður-
landstrómet er nokkurs konar
skáldsaga í bundnu máli, sterk lýs-
ing á fólki og náttúru sautjándu
aldarinnar.Þá er kynning á verkum
Nordahls Grieg, en hann er eitt
ástsælasta norska skáldið á Íslandi
og tengdur þjóðinni á sérstakan
hátt. Ein ljóðabókin hans Friheten
var gefín út af Helgafelli árið
1944.“
Norskir bókadagar hefjast næst-
komandi miðvikudag. Það er fengur
að svo yfírgripsmikilli kynningu og
áhugafólk um norrænar bókmennt-
ir lætur slíkan viðburð tæpast fram
hjá sér fara. h. Sig.
öll frumlegheitin í fyrstu verkunum
séu ekkert annað en vitnisburður
um kunnáttuleysi í að semja leikrit.
Framhaldið
Nú var Shepard kominn á skrið
þó tökin væru ekki alltaf sannfær-
andi. Hvert verkið rak annað, bæði
einþáttungar og lengri leikrit, og
mjög víða má fínna ómótstæðileg
dramatísk andartök og djarflega
líkingamsmíð. Einhver talaði um
Shepard á þessum árum sem ótam-
inn fola sem gæti orðð afbragðs
gæðingur, í verkum hans væri
óbeisluð orka, heillandi kraftur sem
engin leið væri að skilja eða setja
í rökrænt samhengi, menn gætu
einungis gefið sig honum á vald og
notið verkanna með skynfærum
sínum og tilfinningum. Þetta fyrsta
skeíð á höfundarferli Sheþards nær
allt til ársins 1971 er hann yfirgaf
Bandaríkin og settist að í Eng-
landi. Á þessu skeiði sendi hann
árlega frá sér tvö til fjögur verk,
aðallega einþáttunga, og eru þar
nokkur leikrit sem eru tærar perl-
ur, en í þessum verkum tekst honum
best að lýsa rótleysi sinnar kynslóð-
ar, eiturlyfjarugli hennar og draum-
um sem eru dæmdir til að farast.
Bestu verk þessa tímabils tel ég
vera Icarus’ Mother (1965),
Chicago (1969) og Red Cross
(1967), sem hvert um sig er heil-
steypt líkingamynd af veröld sem
komin er á heljarþröm. Það sem
ógnar henni er ekki eitthvað sem
hægt er að orða nákvæmlega, held-
ur eitthvað sem byggir á tilfinningu
og óskilgreindum ótta. Önnur at-
hyglisverð verk frá þessu skeiði eru
La Turista (1967), Forensic and
the Navigators (1967), Operation
Sidewinder (1970), sem er í ætt
við vísindaskáldskap og njósnasög-
ur eins og mörg verka Shepards,
Mad Dog Blues (1971), Cowboy
Mouth (1971), og kvikmyndahand-
ritið Zabriskie Point (1970), sem
hann samdi ásamt Michaelangelo
Antonioni.
á borð við Suicide in B flat (1977),
Seduced (1979) og að nokkru í
True West (1981).
Heim
Shepard sneri heim til Kaliforníu
1975 og hélt áfram að semja leik-
rit, en nú voru öll skrif hans ag-
aðri en áður. Með auknum sjálfsaga
og skýrari sýn á eigin uppruna og
eigið samfélag gat ekki farið fram
hjá því að hann tæki að vinna með-
vitað úr tilfínningum sínum og
skoðunum á bandarískri fortíð og
nútíð. Fyrstu tilburðir hans í þá átt
eru í leikritinu Action frá 1975, og
í Curse of the Starving Class
(1976) hefur hann fundið form við
hæfi. Það verk er raunsæislegt að
ytri gerð, framvindan er rökrétt
saga þó hún sé óræð, en raunsæis-
formið rúmar einnig goðsagna-
kennda persónusköpun þar sem ein-
hver ill og æðri máttarvöld stýra
örlögum og hafa lagt bölvun á per-
sónumar. Óll helstu verk Shepards
síðan eru af sama toga, td. Barn
í garðinum (Buried Child, 1979;
sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur
1981), sem hann hlaut hin eftir-
sóttu Pulitzer-verðlaun fyrir, True
West, sem áður var nefnt, Fool for
Love (1983) og nýjasta verkið
Hugarburður (A Lie of the Mind),
sem Þjóðleikhúsið tekur nú til sýn-
inga, en það var kosið besta leikrit
ársins í Bandaríkjunum árið 1986.
I flokk með þessum verkum má
einnig setja kvikmyndahandritið
Paris, Texas, sem Wim Wenders
gerði verðlaunakvikmynd eftir.
Shepard er ekki höfundur með
fyrirfram mótaðar hugmyndir um
þau verk sem hann er að semja
hveiju sinni; hann er sá sem horfir,
hlustar og upplifir, jafnvel á meðan
hann er að semja. Hann spyr spurn-
inga, veitir engin svör, en siðaboð-
skapur hans er fólginn í forminu
og ekki í innihaldinu. Að þessu leyti
er hann líkur Tsjékhov og Pinter,
en hann lifir aðra tíma í öðru um-
hverfi.
Frá æfingu á „Hugarburði“ í Þjóðleikhúsinu.
Að heiman
Árið 1971 settist Shepard að á
Englandi, eins og áður sagði. Hann
var örmagna og hafði fengið sig
fullsaddan af leikhúsum, bóhema-
lífi, eiturlyfjarugli og Bandaríkjun-
um — í þessari röð. Til Englands
fór hann í óljósum tilgangi og von-
aðist helst til að hann gæti orðið
trommuleikari í einhverri spennandi
hljómsveit. Og hann ætlaði aldrei
að semja Ieikrit framar, enda sent
frá sér tæplega tuttugu verk á inn-
an við tíu árum. Sem betur fer,
okkar vegna, varð ekkert úr þeim
áformum hans að gerast eingöngu
trommuíeikari. Hanrr hélt áfram að
skrifa. Fjarri heimaslóðum fór hann
að sjá Bandaríkin og bandarískt
samfélag í skýrara ljósi, og laus
undan vinnuálaginu og eitrinu fann
hann næði til að skoða sjálfan sig,
hugðarefni sín og hæfileikann til
að semja um þau leikrit. Jafnframt
velti hann leikritsforminu fyrir sér
og hóf meðvitað að vinna úr ýmsum
möguleikum í þeim efnum. Árang-
urinn lét heldur ekki á sér standa.
Þegar árið 1972 var næsta leikrit
hans frumsýnt í Lundúnum, magn-
að, innblásið en þó agað verk um
grimmilega valdabaráttu, þar sem
Shepard tekst það sem honum hafði
oft mistekist áður, en það var að
flétta saman tónlist, söngva, upp-
hafinn skáldskap og rökrétta leik-
fléttu. Þetta verk var The Tooth
of Crime, sem jafnan er talið með
áhrifamestu leikritum Shepards.
Royal Court leikhúsið í Lundún-
um, sem frægt er fyrir að efla nýja
höfunda til dáða, bauð Shepard
samning. Hann fékk litla sviðið
(Theatre Upstairs) til umráða,
nokkra leikara og tfma til að vinna
úr hugmyndum sínum að næsta
verki, sem hann skyldi einnig leik-
stýra. Þetta verk var The Geo-
graphy of a Horse Dreamer,
frumsýnt 1972, en þar segir af
ungum manni með óvenjulega hæfí-
leika til að sjá fyrir hvaða gæðing-
ar muni vinna hin og þessi veð-
hlaup, en vitaskuld hafa óprúttnir
menn hann í haldi og misnota náð-
argáfu hans. Þarna er Shepard í
raun að fjalla í fyrsta skipti um
eðli og afdrif sköpunargáfunnar,
en það stef hefur verið áberandi
hjá honum síðan, m.a. í leikritum