Morgunblaðið - 19.03.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.03.1988, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 SIGRUN HARÐARDOTTIR MYNDLISTARKONA: Þetta er köllun - og einn daginn verður maður að hlýða „Það má segja að lífið í kring um mig og mitt eigið líf sé mjög ríkjandi í verkum mínum og hafi alltaf verið. Ég reyni að kafa mjög djúpt niður í tiifinningalíf og tján- ingu — og túlka það,“ segir Sigrún Harðardóttir, mynd- listarkona, sem opnar sýn- ingu á verkum sínum í Gall- erí Nýhöfn við Hafnarstræti í dag. A sýningunni er Sig- rún með olíumálverk og þurrkrítarmyndir. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekið í vesturbæn- um. Gekk þar í Melaskóla og Hagaskóla og „lærði síðan tækniteiknun og starf- aði við það í tvö ár,“ segir hún. „Ég held að við séum nokkuð mörg sem höfum farið þá leið til að fá starfs- réttindi, því myndlist hefur varla veríð talin fullgild at- vinnugrein. En fyrr eða síðar lendir maður í mynd- listinni. Þetta er eins og köllun. Maður kemst ekki hjá því að hlýða. g hafði málað frá því ég var tólf ára og teiknað mikið. I rauninni kom aldrei neitt annað til greina hjá mér. En ég þráaðist við og var orðin nokkuð gömul þegar ég fór út í þetta árið 1978. Ég hafði þá verið að kenna grunnteikningu í Grundarfírði í tvö ár og hafði þar tíma til að vinna að myndlist. Þeg- ar ég hóf svo nám í Myndlistaskó- lanum var ég orðin móðir, með tveggja ára gamla dóttur. Það er dálítið skrýtið, en það er mjög al- gengt að fólk heiji ekki myndlist- amám fyrr en eftir að það hefur eignast bam. Það er einhvem veg- inn svo að maður gat ekki leyft sér að fara út í þetta nám fyrr en maður hafði sannað fyrir fjölskyldu sinni og sjálfum sér að maður gæti staðið á eigin fótum. Ég vildi fara í myndiist þegar ég var 16 ára, en það kom ekki til greina. Ég fór í tækniteiknun sem málamiðlun. Þar fékk ég þó að teikna. En þegar maður hefur sannað að maður get- ur staðið á eigin fótum getur mað- ur gert það sem mann langar til. Eg var reyndar gift þegar ég hóf námið í Myndlistaskólanum, en skildi meðan á því stóð. Ætli það sé ekki erfítt að vera giftur mynd- listarmanni." Ertu að segja að þú hafir fórn- að hjónabandinu fyrir listina? „Það má eiginlega segja það. Og þó. Maður fórnar engu, ef ekki eru fyrir brestir í hjónabandinu. Ég hafði fylgt manni mínum til Grund- arfjarðar og fannst komin röðin að mér. En það er sjaldan reiknað með að konur framfylgi því sem þær vilja gera. Ég var komin út í þetta,- sem hafði blundað í mér svo lengi, og það varð ekki aftur snúið. Þetta með fómina . . . Veistu, það mundi aldrei vera álitið að karl- maður sem gerði þetta fórnaði hjónabandinu — það er alveg á hreinu. Enda er það nú svo að þeg- ar giftir karlmenn fara út í mynd- list og til útlanda til framhalds- náms, þá fylgja konumar þeím yfir- leitt. Fara með þótt þær hafi lítið við að vera og hundleiðist flestum. Við lifum á skrýtnum tímum. Staða konunnar hefur verið að breytast mikið síðastliðin 10-15 árin. Ég held að í dag sé konan ekkert of viss um hvar hún stendur og karlmenn er mjög seinir að átta sig. En við emm öll einstaklingar og þetta litla þjóðfélag þarf á hæfi- leikum allra einstaklinga sinna að halda. Því finnst mér að hvorki konan né karlmaðurinn eigi að víkja fyrir hinu — heldur á hver einstakl- ingur að fylgja sínni sannfærinu. Alveg skilyrðislaust. Best væri ef fólk gæti samræmt hugmyndir sínar til náms eða starfs. Það ger- ist líka ömgglega í mörgum tilfell- um. Hingað til höfum við verið alin upp í því að annar aðilinn eigi að vera víkjandi. Þess vegna held ég að fólk sé mjög áttavilt núna. En við skulum vona að breytingin taki ekki meira en eina kynslóð. Ég get sagt þér eina sögu, sem dæmi um viðhorf ungra manna til kvenna: Ég fór árið 1982 til Hol- lands, til framhaldsnáms. Við vor- um sex Islendingar við nám í Ríkis- akademíunni — ég var eina konan — og einstæð móðir í ofanálag. Svo kom það fyrir mig að lærbrotna tveimur mánuðum áður en ég átti að halda sýningu. Þegar ég kom af sjúkrahúsinu, eftir hálfs mánaðar dvöl, hélt ég áfram að mála — hékk einhvem veginn á hækjunni og not- aði kústskaft til að ná yfir flötinn, því ég var að mála feykilega stór verk. Þá fékk ég stöðugt þau góðu ráð frá þessum kollegum mínum — aðallega tveimur — að ég skyldi bara láta mér þetta að kenningu verða og koma mér heim, ég gæti alltaf dundað mér við vatnslita- myndir. Þetta fannst mér sérkenni- legt' viðhorf hjá ungum myndlistar- mönnum. Þó er þetta viðhorf mjög gott Sigurlaug Johannes- dóttir og Anna Þora Karlsdóttir textíllista- menn við verk Sigur- laugar, Stiklur. JÚIÍUS SAARIT T A: „Stórt Fyrst er staldrað við verk Svíanna, Kaj- su af Petersen og Gun Dahlquist. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Sig- urlaug, „Gun sýnir hefðbundin út- saumsverk en Kajsa fer aðra leið. Hún notar tilbúin hlut, net, sem undirlag í verkið og spinnur útfrá því. Þetta er síðan hengt upp í loft, ekki á vegg, og lýsingin skiptir miklu máli svo verkið fái að njóta sín.“ „Það vill þannig til að listamenn- imir frá bæði Danmörku og Noregi sýna hér hefðbundinn listvefnað. Hefðbundinn í þeim skilningi að allar fjórar sýna þær veggteppi, þó myndrænar úrlausnir þeirra á við- fangsefninu séu ólíkar,“ segir Anna Þóra. „Þá vill svo skemmtilega til að Nanna Hertoft frá Danmörku sýnir verk unnin úr jurtalitaðri ull og íslensku hrosshári," segir Anna Þóra. Verk Margrethe Agger frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.