Morgunblaðið - 19.03.1988, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988
Danmörk, Þýskaland og England
Dvöl í sumarhúsi í útlöndum er gott frí fyrir alla fjölskylduna,
jafnt yngsta fólkið sem þá eldri.
Við bendum sérstaklega á sumarhús í Ebeltoft á Jótlandi, Daun
Eifel í Þýskalandi og Bognor Regis á suðurströnd Englands.
FLUC 06
SUMARHÚS
Á JÓTLANDI
í tengslum við beint flug til
Billund á Jótlandi bjóðum við
sumarhús við Ebeltoft á
Austur-Jótlandi. í Billund er
skemmtigarðurinn frœgi,
Legoland, þar sem ungir og aldnir
Til Ebeltoft er um tveggja
stunda akstur frá Billund. Ebeltoft
er gamalgróinn og notalegur bær
og þar er margt að una sér við. í
nœsta nágrenni Ebeltoft er
skemmtilegur 18 holu golfvöllur.
Stutt er til Árhus frá Ebeltoft.
Sumarhúsin, sem eru alveg
ný, eru byggð út í vatn í fögru
umhverfi og öll aðstaða fyrir
dvalargesti þar er einstök. Húsin
eru mjög vel búin, dæmi um danska
hönnun og gæði eins og best gerist.
íslenskur fararstjóri er í Ebeltoft.
Verð í 2 vikur frá 25.750 kr. *
A *Verð á mann, miðað við að tveir
fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára,
ferðist saman og að staðfestingar-
gjald sé greitt eigi síðar en 28.
apríl. Innifalið: Flug, gisting,
flutningur til og frá flugvelli
erlendis og íslensk fararstjórn.
DAUN EIFEL
Til Daun Eifel er auðvelt að
komast (innan við tveggja stunda
þœgilegur akstur frá Luxembourg)
og þar er gott að vera. Þar bjóðum
við gistingu í nýlegum og vel
búnum íbúðum og húsum.
í Daun Eifel er sundlaug,
tennisvellir, gufubað, krár og
bjórgarður. Otæmandi gönguleiðir
eru um fallegt skóglendið í kring.
Fyrir börnin er krakkaklúbbur,
minigolf, fótboltavöllur og
spilasalur.
íslensk barnapta er í Daun
Eifel til að auðvelda börnum að
taka þátt í barnastarfinu. Eins og
undanfarin ár er Elísa Guðmunds-
dóttir fararstjóri okkar í Daun Eifel.
Notaleg tilhugsun er að eiga
frátekið hús í Daun Eifel eftir að
hafa ekið um meginlandið og njóta
þar alls sem staðurinn hefur að
bjóða áður en fríinu lýkur og
haldið er heim á leið.
Flug, bíll (Ford Sierra) og
hús m/2 svefinherb. í 2 vikur:
Verð frá 25.800 kr*
*Verð á mann, miðað við að
tveir fullorðnir og tvö börn,
2-llára, ferðist saman.
SUDUR-
ENGLAND
Bognor Regis er einn af
skemmtilegu baðstrandarbœjunum
á suðurströnd Englands. Þangað er
um IV2 stundar akstur frá London.
FIUC OCBÍILÍ 2 VIKUR
Luxembourg Meðalverð* 23.550 kr. Stokkhólmur Meðalverð* 22.900 kr.
^Kaupmannahöfn 19.750 kr. Helsinki 34.050 kr.
Salzburg 24.500 kr. OslolBergen 23.250 kr.
Kauprnannahöfnl London 21.150 kr.
Luxembourg 25.200 kr. Glasgow 19.050 kr.
Gautaborg 19.850 kr.
* Verð á mann, miðað við að tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, ferðist saman.
Southcoast World er
sumarleyfisstaður í útjaðri Bognor
Regis. Þar bjóðum við sumarhús í
samvinnu við Butlin’s Holiday
Worlds. Helga Lára Haraldsdóttir
er fararstjóri ókkar í Southcoast
World.
í Southcoast World þarf
engum að leiðast því þar er
fjölbreytt aðstaða til útiveru, leikja,
íþrótta og skemmtunar. T. d. má
nefna stórkostlega yfirbyggða
sundlaug með rennibrautum og
öðrum leiktœkjum, útisundlaug,
útileiksvœði, diskótek, borðtennis,
leikfimisal og tívolítœki. Allt þetta,
og ótalmargt annað, nýta
dvalargestir sér án aukakostnaðar!
Barnaklúbbar, sem vanir
leiðbeinendur hafa umsjón með,
sjá börnum fyrir óþrjótandi
viðfangsefnum á hverjum degi
og leikskóli er fyrir
minnstu
Verð í 2 vikur frá 30.300 kr.*
*Verð á mann, miðað við að tveir
fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára,
ferðist saman og að staðfestingar-
gjald sé greitt eigi síðar en 28.
apríl. Innifalið er: Flug, gisting,
flutningur til og frá flugvelli
erlendis og íslensk fararstjórn.
Að sjálfsögðu útvegum við
sumarhús víða annars staðar í
Evrópu, t. d. á hinum Norður-
löndunum, Frakklandi, Austurríki,
Sviss og víða í Þýskalandi, t. d. í
Svartaskógi. / tengslum við „flug og
bíl“ er tilvalið að taka sumarhús á
leigu, jafnvel á fleiri en einum stað
og ferðast svo á milli þeirra.
Hringdu til okkar og fáðu
sumarbœklinginn sendan.
í honum finnurðu
örugglega réttu sumar-
húsin fyrir þig og þína.
[RDASKRIFSTOFAN URVAL
lOlh ■.<'/// httim '.ill tau'
Póslhússlrœti 13 ~ Slml 26900
YDDA F12.23/SIA