Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 1
VIKUNA 26. - - 31. n/IARZ n PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 BLAÐ U f f /' /WBgMr i m, ÝRIRSÆTUR Fyrirsætustarfíð er draumur margra ungra stúlkna og margar hverjar fórna miklu til að láta draum sinn rætast. Islenskar stúlkur hafa haldið af stað út í heim með myndabók í farteskinu og hefur sumum tekist að hasla sér völl sem fyrifsætur og komist á síður þekktra tískublaða. Stöð 2 sýnir á sunnudaginn þátt þar sem verður fjallað um ýmsar hliðar fyrirsætu- starfsins. Sýnt verður frá Elito-ljósmyndafyrirsætu- keppninni sem fram fer föstudagskvöldið 25. mars á Hótel Sögu. Fylgst er með fyrirsætu að störfum í París og rætt við þær íslensku stúlkur sem tekið hafa þátt í Elite-keppninni og starfa nú sem fyrirsæt- ur í Frakklandi. Þetta er í fimmta skipti sem Elite- keppnin fer fram hér á landi og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri en nú. Tíu stúlkur voru valdar til að taka þátt í úrslitakeppninni en á síðasta ári sigraði Bertha María Waag- fjörð og tók hún þá þátt í lokakeppninni sem fram fór á Sikiley. í ár verður loka- keppnin þar sem keppt verður um titilinn Andlit ársins" haldin í Japan í september. í þættinum á sunnudaginn verður rætt við stúlkurn- ar tíu sem taka þátt í úrslitakeppninni og að- standendur þeirra. Bryndís Schram er umsjón- armaður þáttarins og Maríanna Friðjóns- \ dóttir annast dagskrárgerð. >•*» Harald G. og Viðar TÍGRISDÝR í KONGÓ í tilefni af fræðsluviku um alnæmi verður flutt á Rás 1 á laugardaginn leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“. Finnarn- irJohan Bargum og Bengt Ahlström eru höfundárverksins en Alþýðuleikhúsið sýndi leikritið fyrir nokkru. Leikarar eru tveir, þeir ViAar Eggertsson og Harald G. Haralds- son. Leikstjóri er Inga Bjarnason. „Eru tígrisdýr f Kongó?“ segir frá tveimur rithöfundum sem hafa hug á að skrifa leikrit um alnæmi og velta fyrir sér hvernig þeir skuli bera sig að. Þeir reyna að finna lausn- ina með því að setja sig í spor alnæmis-sjúklings og varpa þannig Ijósi á þann persónulega og félagslega vanda sem alnæmis-sjúklingur stendur frammi fyrir. Eftir flutning leikritsins er efnt til umræðuþáttar um efni þess, sjúkdóminn og þann vanda sem honum fylgir. Um- ræðunum stjórnarSigríðurÁrnadóttir. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-13 Utvarpsdagskrá bls. 2-13 Skemmtistaðir bls. 11 Æ 9 BHk * Hvað er að gerast? bls. 3/5/7 mi f fslensk náttúra bls. 11 Ji' \f * Bíóin í borginni bls. 13 * i Framhaldsþættir bls. 14 ' \ \, ■ Veitingahús bls. 9 Myndbönd bls.15/16 v“V\> • Guðað á skjáinn bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.