Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 B 3 KVIKMYNDIR Unga parið sem leggur í ævintýraferð í myndinni Litið ævintýri. Úr myndinni f iðrum jarðar. ■■■■ STÖÐ 2 — Fjalakötturinn. Kvöld trúðanna (1953). -| Q45 Aðalhlutverk: Harriet Anderson, Ake Grönberg, Hasse Að” Ekman og Annika Tretow. Leikstjóri: Ingimar Bergman. Hinn sígildi ástarþríhymingur er umfjöllunarefni Bergmanns. mmm stöð 2 - Lítið cyt 00 œvintýri. Frumsýn- & A ““ íng. Aðalhlutverk: Laurence Olivier, Sally Keller- man, Diane Lane og Thelonius Bemard. Leikstjóri: George Roy Hill. Ung bandarísk stúlka og franskur piltur ákveða að hlaupast á brott með aðstoð gamals bragðarefs (Laurence Olivier). Myndin hlaut Óskars- verðlaun fyrir tónlistina. Kvik- myndahandbók Scheuers gefur ★ ★ ★ og Halliwell enga. mmmm sjónvarpið - í 0"| 30 iðrum jarðar & 1 “ (1976). Aðalhlut- verk: Doug McClure, Peter Cushing, Caroline Munro og Cy Grant. Leikstjóri: Kevin Connor. Gerð eftir samnefndri sögu Edgars Rice Burroughs, höfund Tarsans. Vísindamaður útbýr farartæki sem hefur þá eigin- leika að komast undir yfirborð jarðar. Hann fer ásamt nem- anda sínum í reynsluferð sem endar inn að miðju jarðar þar sem mætir þeim furðuheimur fmmstæðra manna og dýra. Scheuer gefur ★ ★V2 og Halliwell enga. ■■■■ SJÓNVARPIÐ - OQ 00 Flugrán (1972). Að- alhlutverk: Charlton Heston, Yvette Mimieux, James Brolin og Claude Akins. Leik- stjóri: John Guillermin. Myndin gerist um borð í Boeing 707. Vopnaður maður hótar að sprengja flugvélina ef ekki verði við óskum hans og flogið til Sovétríkjanna, en áhöfnin á úr vöndu að ráða þar sem ráða- menn 1 Moskvu segjast skóta vélina niður ef þeir komi inn fyrir flug- helgi Sovétríkjanna. Scheuer gefur ★★'/2 og Halliwell ★. ■■■■ STÖÐ 2 - í blíðu QQ35 °K stríðu "(1982). Fmmsýning. Aðal- hiutverk: Cheryl Ladd og Ro- bert Coleby. Leikstjóri: Adrian Carr. Byggt á skáldsögu eftir Dani- elle Steel. Ung kona verður að gera upp við sig hvort halda eigi hjóna- bandinu til streitu eftir að eigin- Cheryl Ladd og Robert Coleby maðurinn hefur verið sakaður fara með aðaihlutverkin í blíðu um nauðgun. og stríðu. ■■■■ STÖÐ 2 — Syndir mæðranna (1985). Aðalhlutverk: 05 Tuesday Weld, Geraldine Fitzgerald og Peter Bonerz. V1 Leikstjóri: David Greene. Kona á miðjum aldri stendur frammi fyrir misheppnuðu hjónabandi, uppreisnargjörnum unglings- syni, fjárhagserfiðleikum og erfiðri móður. Erfiðleikar og spenna magnast sem leiðir af sér voveiflega atburði. Úr myndinni Flugrán. Sjónvarpið: Fræðsluvarp ■i^^B Önnur útsending Fræðsluvarps verður í Sjónvarpinu í dag. "I Q 30 Fyrst verður sýndur undirbúningsþáttur fyrir nemendur í O 9. bekk sem fara í grannskólapróf á þessu vori. Þá verður sýnd bandarísk mynd um alnæmi. Mynd ætluð nemendum á gmnn- skóla- og framhaldsskólastigi. Skákþáttur fyrir byijendur, 2. þáttur, er næst á dagskrá. Þátturinn er ætlaður 12 ára og eldri. Loks verð- ur sýndur 2. þátturinn'af mynd um umferðarmál. Sú mynd er ætluð þeim sem era að undirbúa sig fyrir ökupróf eða vilja rifja upp um- ferðarfræðin. 2: Islenski listinn ■■■■ Nýir um- -J O 30 sjónar- -l O menn hafa tekið við þættinum íslenski listinn á Stöð 2. Það era þau Felix Bergsson og Anna Þorláksdóttir. Felix er 21 árs r útskrifaðist úr Verslunarskóla ís- lands í fyrra. Anna sem er 29 ára hefur verið með þætti á Bylgjunni og starfað sem flugfreyja hjá Flugleiðum. HVAÐ ER AÐO GERAST. Felix Bergsson og Anna Þorláksdóttir. Söfn Árbæjarsafn (vetur verður safnið opið eftir samkomu- lagi. Ámagarður í vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna í Árnagarði ef haft er sam- band við safnið með fyrirvara. Þar má meðal annars sjá Eddukvæöi, Flateyjar- bók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardagaog sunnudaga kl. 13.30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þargefuraö lita 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamað- urinn vann að óhlutlægri myndgerð.! Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypurafverkum listamannsins. Safn- ið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skóla- fólk og aðrir hópar geta fengið að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagarðurinneropinn daglegafrákl. 11.00—17.00. Listasafn íslands Nú stendur í Listasafni (slands sýningin Aldarspegill sem opnuð var í tilefni af vígslu hinnar nýju safnbyggingar á Fríkirkjuvegi 7- Sýningin er kynning á íslenskri myndlist 1900—1987 og eru öll verkin í eigu safns- ins. Leiðsögn um sýninguna ferfram í fylgd sérfræðings alla sunnudaga kl. 13.30— 14.00 og er þá safnast saman i ' anddyri safnsins. Vikulega erkynnt „Mynd mánaðarins" og þá fjallaö ítarlega um eitt verk í eigu safnsins, svo og höfund þess. Mynd marsmánaöar er Sumarnótt eftir Gunn- laug Scheving. Sumarnótt er olíumálverk frá árinu 1959 en myndin var keypt til safnsins árið 1960. Leiðsögnin fer fram í fylgd sérfræðings alla þriðjudaga kl. 13.30- 13.45 og verður safnast saman í anddyri safnsins. Safnið er opiö virka daga frá kl. 11.30 til 16.30 nema mánudaga. Laugardaga og sunnudaga er opið kl. 11.30-18.00. Kaffistofa hússins er opin á sama tíma. Aðgangurerókeypis. Ustasafn Háskóla íslands (Listasafni Háskóla (slands í Odda eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Listasaf- - nið er opiö daglega kl. 13.30-17 og er aðgangurókeypis. Norræna húsið (Norræna húsinu stendur nú yfir sýning á verkum danska listamannsins Henry Heerup. I sýningarsölum eru oliumálverk og skúlptúrar og grafík í anddyrinu. Sýn- inginstendurtil 3. apríl. í Norræna húsinu standa nú yfir Norskir bókadagar. Föstudaginn 25. mars kl. 20.30 verður vísnasöngur og upplestur í höndum Erik Bye og Willy Andresen. Laugardaginn 26. mars kl. 16.00 kynnir OskarVistdal norskarbækur 1987. Rit- höfundurinn Kjell Askildsen les úr verkum sínum. Dagskrá fyrir börn verður sunnu- daginn 27. mars kl. 14.00. Þáverður norski barnabókahöfundurinn Anne-Cath Vestly kynnt. Kl. 20.30. verða verk Nordahls Grieg kynnt. Gestur er Fredrik Juel Haslund. Hjörtur Pálsson les. Mánu- daginn 28_. marskl. 20.30 verða kynntar norskar bækur í íslenskum þýðingum. Þorsteinn Gunnarsson les upp, m.a. úr þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns í Norður- landstrómet eftir Petter Dass. Heimir Pálsson talar um þýðingar á bókum og Matthías Kristiansen les úr þýðingu sinni á verkum Johannesar Hegglands. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga islenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð- BILAYERKSTÆÐI Þjóðleikhúsið sýnir BQaverkstæði Badda nk. laugardag og verð- ur það 85. sýningin, en sýningum lýkur 16. aprQ. Höfundur verks- ins er Ólafur Haukur Símonarsson. Leikritíð gerist á bílaverk- stæði í afskekktu byggðarlagi þar sem Baddi býr ásamt tveimur börnum, Haffa og Sissu. Fjórði heimilismaðurinn er Raggi, bif- vélavirki sem elskar Sissu. Á myndinni sjást Jóhann Sigurðsson (Haffi), Bessi Bjarnason (Baddi), Sigurður Siguijónsson (Raggi), Arnar Jónsson (Pétur) og Guðlaug María Bjarnadóttir (Sissa). peningar frá síðustu öld eru sýndir þar svo og orðurog heiðurspeningar. Líka er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safnið er opið á sunnudögum milli kl. 14og 16. Póst-og símaminjasafnið í gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöðvum og gömul simtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safnið á öðrum timum en þá þarf að hafa samband viö safnvörð i síma 54321. Sjóminjasafnið (sjóminjasafninu stenduryfirsýning um árabátaöldina. Hún byggirá bókum Lúðvíks Kristjánssonar „íslenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiðarfæri, likön og fleira. Sjó- minjasafnið erað Vesturgötu 6 i Háfnar- firöi. Það er opið í vetur um helgar klukk- an 14-18 og eftir samkomulagi. Siminn er 52502. Þjóðminjasafnið Opnuö verðurlaugardaginn 26. mars kl. 14.00 í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýn- ing á teikningum skólabarna. Undanfarið hefur staöiö yfir teiknisamkeppni í tilefni 125 ára afmælis safnsins og hafasafninu borist á annað þúsund mynda. Einungis er hægt að sýna lítinn hluta þessa fjölda, en allarveröa myndirnar varðveittar í Þjóðminjasafninu. Verölaun verða veitt fyrir níu bestu myndirnarcg verðurtil- kynnt um verðlaunahafana við opnun sýningarinnar. Sýningin stendur fram í maí og er opin á venjulegum opnun- artima safnsins, þ.e. laugardaga, sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16.00. Aðgangurerókeypis. (anddyri Þjóðminjasafnsins er sýning á fornleifum sem fundust við uppgröft á Bessastöðum sl. sumar. (safninu eru meðal annars sýndir munir frá fyrstu árum fslandsbyggðarog islensk alþýðu- list frá miðöldum. Einnig er sérstök sjó- minjadeild og landbúnaðardeild. Leiklist Leikfélag Reykjavíkur Leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðs- son verður sýnt laugardag 26. mars kl. 20.00. Síðustu sýningar. Söngleikurinn „Síldin er komin" eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur verður sýndur i Leikskemmu L.R. við Meistaravelli föstudaginn 25. mars, sunnudaginn 27. og þriðjudaginn 29. kl. 20.00. „Þarsem Djöflaeyjan rís" I leikgerð Kjartans Ragnarssonar verður sýnd laugardaginn 26. mars kl. 20.001 Leikskemmu LR við Meistaravelli. Sýn- ingum á því verki fer fækkandi. Miðasala I Iðnó er opin daglega kl. 14-19. Síminn er 16620. Tekið erá móti pöntunum á allar sýningar til 6. apríl. Miðasalan i Leikskemmu LR við Meistaravelli er opin daglega kl. 16-20. Síminn þarer 15610. Þjóðleikhúsið Þjóöleikhúsiö sýnir nýtt verk, Hugaburður eftirSam Shepard, sunnudag, þriðjudag og fimmtudag kl. 20.00. Leikarareru Hákon Waage, Arnór Benónýsson, Lilja Þórisdóttir, SigurðurSkúlason, Þóra Frið- riksdóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Gísli Halldórsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Gisli Alfreðsson. Sýningará Vesalingunum, söngleik byggðum á samnefndri skáldsögu eftir Victor Hugo, verða á föstudag, laugar- dag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20.00. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa en tekiö á móti pöntunum fram yfirpáska. Á Litla sviðinu er sýnt verk Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverkstæði Badda. Sýningar verða laugardag kl. 16.00, sunnudag og þriðjudag kl. 20.30. Sýning- um á Bílaverkstæðinu lýkur 16. apríl. Miðasalan í Þjóðleikhúsinu er opin alla daga nema mánudaga kl. 13.00-20.00. Sími 11200. Leikfélag Akureyrar Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Horft af brúnni eftir Arthur Miller föstudag, laugardag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20.30. Leikstjóri erTheodór Júlíusson. Leikarar eru Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Erla Ruth Harðardóttir, Marinó Þorsteinsson, Jón Benónýsson og Skúli Gautason. Alþjóðlegi leikhúsdagurinn er á sunnudaginn og verður af því tilefni flutt ávarp fyrir leiksýninguna. Fáar sýn- ingar eftir þar sem lokaverkefni á þessu leikári, Fiðlarinn á þakinu, verðurfrum- sýnt 22. apríl. Miðasala í síma 96-24073. Sögusvuntan Leikhúsið Sögusvuntan verður með brúðuleikhús-sýningu að Fríkirkjuvegi 11 ísunnudaginn kl. 15.00. Leiksýningin nefnist Smjörbitasagan og er byggð á íslensku ævintýri. Sýningin er ætluð yngstu áhorfendunum. Hallveig Thorlac- ius skrifaði handritiö, gerði brúðurnar og leikur. Miðasala eríFrikirkjuvegi 11 frá kl. 13.00 á sunnudaginn. Einnig er hægt að panta miða ísíma 622215. Frú Emilía Leikhúsið Frú Emilía sýnirgamanleikinn Kontrabassinn eftir Patrick Suskind. Með hlutverk kontrabassaleikarans fer Árni Pétur Guðjónsson. Sýningar verða föstu- daginn 25. mars og sunnudaginn 27. kl. 21.00. Síöustu sýningar. Miðapantanir eru í síma 10360. Leikhúsiðertil húsa að Laugavegi 55B. Revíuleikhúsið Revíuleikhúsið sýnir ævintýrasöngleikinn Sætabrauðskallinn eftir David Wood. Þetta er söngleikur ætlaður börnum. Sýningarverða laugardaginn 26. mars kl. 14 og sunnudaginn 27. mars kl. 14 og 16. Sýningarnarfarafram ÍFélags- heimili Kópavogs (áður Kópavogsbió). Leikstjóri er Þórir Steingrímsson og með SJÁ NÆSTU OPNU I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.