Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 1
VIKUNA 9. — 15. APRÍL PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 8. APRIL 1988 BLAÐ — OPIN D AGSKRÁ Á STÖÐ 2 — Stöð 2 á eins og hálfs árs afmæli laugardaginn 9. apríl og í tilefni af þvi er opin dagskrá allan laugardaginn. Auk fastra dagskrárliða þennan dag verður bein útsending frá leik Nottingham Forest og Liverpool í ensku knattspyrnunni. Um kvöldið verða frumsýndar tvær kvikmyndir. Fyrri myndin er dans- og söngvamyndin Algjörir byrjendur þar sem David Bowie er meðal leikara. Síðari frum- sýningin er Brúðurin með Sting og Jennifer Beals í aðalhlutverkum. Sjá nánar dagskrá bls. 2b og 3b. Maggte Smith David Niven MORÐ Á MIBNÆTTI Sjónvarpið sýnir á laugardaginn bandariska saka- málamynd íléttumdúrfráárinu 1976 og nefnist hún Morð á miðnætti. Myndin segir frá milljónamæringi nokkrum sem býður fimm bestu einkaspæjurum verald- ar í heimsókn til að leysa morðgátu sem hann setur á svið. Klukkan tólf á miðnætti verður einhver myrtur og er það spæjaranna að finna lausn gátunnar. Sá sem finnur lausnina fær að launum fjárfúlgu og viðurkenningu sem besti spæjarinn. Kvikmyndahandbók Scheuers gef- ur ★ ★ ★ V2. Með aðaihlutverk fara Peter Sellers, Peter Falk, Maggie Smith, David Niven og Alec Guinness. Leikstjóri er Robert Moore. Sting og Jennifer Beals Sjónvarjtsdagskrá bls. 2-13 Utvarpsdagskrá bls. 2-13 Hvað er að gerast? bls. 3/5/7 Skemmtistaðir bls. 11 íslensk náttúra bls. 11 Bíóin í borginni bls. 13 Veitingahús bls.13 Hazard-fjölskyldan frá Noröurrikjunum. STRIÐS- VINDAR STÖÐ 2 sýnir á mánudaginn fyrsta þáttinn í nýjum framhalds- myndaflokki sem hefur hlotið nafn- ið Stríðsvindar. Þættir þessir eru byggðir á metsölubók Johns Jakes, „Love and War", og lýsa valdabaráttu tveggja ætta úr Norður- og Suðurríkjum Bandaríkjanna. Fjölskyldukynnin verða með óvenjulegum hætti þegar George Hazard, afkomandi auðugrar iðnaðarfjölskyldu í Norðurríkjunum, kemur Orry Main, syni plantekrueiganda frá Suðurríkj- unum, til bjargar þegar lífi þess síðarnefnda er ógnað. Vinskapur tekst með þeim en leiðir skiljast um stund. Nokkrum árum síðar hittast þeir aftur og þá í þandarískum herskóla. Vináttutengslum þeirra Georges og Orrys stendur stöðug ógn af valdabaráttu fjölskyldna þeirra sem meta veraldleg gæði meir en vináttu. En ástir og örlög þessara tveggja fjölskyldna tvinnast saman á þeim tuttugu árum sem sagan gerist. Main-fjölskyldan frá Suöurríkjunum. Myndbönd bls.15 Framhaldsþættir bls.16 Guðað á skjáinn bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.