Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐÍÐ, FÖSTIÍJDAGUR 8. APRÍL1988 B 7 HVAÐ ER AÐO GERAST! TÓNLEIKAR Sigurður Bragason bariton- söngvari syngur á tónleikum á Akureyri og Húsavík nú um helgina^ Undirleikari hans er Úlrik Ólason píanóleikari. Á efnisskrá þeirra eru m.a. íslensk lög og ítalskar óperuaríur. Sig- Stórsveit Ríkisútvarpsins Stórsveit Ríkisútvarpsins heldur tónleika á Hótel Borg laugardaginn 9. april kl.' 17.00. Hljómsveitin hefurverið við æfing- ar og upþtökur frá því í byrjun mars und- ir stjórn danska tónskáldsins og saxófón leikarans Michael Hove. I Stórsveitinni eru nú 18 hljóðfæraleikarar, þar af tveir frá Danmörku, Uffe Markussen og Jeff Davis. Öllum er heimill aðgangur að tón- leikunum. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöð ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á (slandi. Mánudaga til föstudaga er opið frá klukkan 10.00- 16.00, laugardaga kl. 10-14 og sunnu- daga kl. 11.00-14.00. Síminn er 623045. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Fristunda- hópsins Hana Nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 9. april. Lagtverðuraf staðfrá Digranesvegi 12kl. 10.00, Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allireru velkomnir. Útivist Fyrsta ferð í nýrri ferðaröð Útivistar sem kallast „Fjallahringurinn'‘ verður farin sunnudaginn 10. apríl. Gengið verður á 10 fjöll i fjallahringnum við Faxaflóa. Byrj- að verður á lægsta fjallinu og endað á því hæsta. Á sunnudaginn verður gengið á Keili og erbrottförfrá BSl, bensínsölu, kl. 13.00. Einnig er hægt að mæta í rút- una á leiðinni t.d. við Sjóminjasafnið í Hafnarfiröi. Frítt er fyrir börn með fullorön- um. Ferðafélag ísiands Skíöagönguferö yfir Kjöl verður farin á vegum Ferðafélags (slands sunnudaginn 10. apríl kl. 10.30. Ekiö verður að Stiflis- dal og gengið þar á Kjölinn og siöan komið niður hjá Fossá í Hvalfiröi. Kl. 13 verður gönguferð frá Vindáshlíð í Kjós um Seljadal að Fossá. Miðvikudaginn 13. apríl verður næsta myndakvöld Ferðafélagsins og verða þar sýndar myndir tengdar sumarleyfisferðum 1988. Myndir sýna Vilhelm Andersen, Gérard R. Delavault, Þorsteinn Bjarnar og Sig- urður Kristinsson. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út i Viðey og um helgar eru feröir allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar fást i Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar 200 krónur. urður lauk tónmenntakennara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og 8. stigi frá Söng- skólanum í Reykjavík. Á árun- um 1983-1986 dvaldi hann við nám í Mflanó á Ítalíu. Sigurður hefur sungið hlutverk í íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu og komið fram í sjónvarpi og út- varpi auk þess sem hann hefur sungið á tónleikunl víða um land. Tónlist íslensk lög og rtalskar óperuaríur Tónleikar verða i sal Tónlistarskólans á Akureyri laugardaginn 9. april kl. 17 og á Húsavik i Húsavíkurkirkju sunnudaginn 10. ápríl kl. 17. SigurðurBragason baritonsöngvari og Úlrik Ólason píanó- leikari flytja m.a. íslensk lög og ítalskar óperuariur. Siguröur lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavik. Hann hefur dvalið við nám i Mílanó á ftalíu. Úlrik lauk framhaldsnámi í Þýskalandi 1980 og hefur síðan starfað á Húsavik sem skólastjóri Tónlistarskól- ans, organisti og kórstjóri. Hann er nú organisti við Kristskirkju í Reykjavík. STÓRSVEIT RÍKISÚTVARPSINS Stórsveit Ríkisútvarpsins heldur tónleika á Hótel Borg laugardaginn 9. apríl kl. 17.00. Hljómsveitin hefur verið við æfingar og upptökur frá því í byrjun mars undir stjórn danska tónskáldsins og saxófónleik- arans Michael Hove. í Stórsveitinni eru nú 18 hljóðfæraleikarar, þar af tveir frá Danmörku, þeir Uffe Markussen tenorsaxófónleikari og Jeff Davis trompettleikari frá New York en hann hefur starfað í Kaupmannahöfn undanfarin ár. Öllum er heimill aðgangur að tónleik- unum. GENGIÐ Á KEILI Útivist er með nýja ferðaröð sem kallast „Fjallahringurinn" þar sem ætlunin er að ganga á 10 fjöll í fjallahringnum við Faxaflóa. Byijað verður á lægsta fjallinu og endað á því hæsta. Á sunnudaginn verður fyrsta ferðin og verður þá gengið á Keili. Keilir er móbergsflall 379 m yfir sjávarmáli. Fjallið er til orðið við gos undir jökli á ísöld og er útsýni mikið af fjallinu. NÆTURGALINN Um þessar mundir er. sýndur söngleikurinn Næturgalinn — ekki dauður enn í Súlnasal Hótel Sögu. Þetta er söngleikur byggður á tónlist Magnúsar Eiríkssonar og segir frá ungum manni á þyrnum stráðri framabraut sem þráir að verða Næturgali en verður „næturgalinn". Með aðalhlutverk fara Pálmi Gunnarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Jóhanna Linnet og Ellen Kristjánsdóttir. Myndin er af Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar en hún sér um iindirleik. STÓRÚTSALA Á HEIMIUSGÓLFDÚKUM 10-50% afsláttur Framlengjum stór-útsöluna til 18.april. Komið og gerið góð kaup. Síðumúla 4, Símar 687171 og 687272. VECGFÓDRARINN - MÁLNING & JÁRNVÖRUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.