Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 3
886í a'ífllA .8 HUOAÍI JTKÍVí .s31Q/,!iIvíUOSIOM «.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 B 3
Sjónvarpið:
Fræðsluvarp
§■■■1 Fræðsluvarp Sjónvarpsins er á sínum stað í dag. Fyrst
IfíOO er sýndur undirbúningsþáttur fyrir nemendur í 9. bekk
AD,— sem gangast undir grunnskólapróf á þessu vori. Fjallað
verður um samræmda prófíð í íslensku sem haldið verður 26. aprfl.
Nemendur í Hagaskóla í Reykjavík spyija kennara sína um eftiið.
Sýndur verður þriðji skákþátturinn sem ætlaður er fyrir byijendur,
12 ára og eldri. Þýsk/sænska myndin um umferðarmál verður einnig
á dagskrá og er það þriðji þáttur en þættimir eru ætlaðir þeim sem
eru að undirbúa sig fyrir ökupróf eða vilja rifja upp. Þá verða kynnt-
ar þær breytingar sem nú eiga sér stað á skriftarkennslu í grunnskól-
um. Þessi þáttur er sérstaklega ætlaður foreldrum nemenda á gmnn-
skólastigi og kennurum. Loks verður sýnd mynd um jökla og jökul-
rof. Fjallað er um hringrás vatnsins og jökla, myndun þeirra og land-
mótun. Myndefni er sótt í Borgarfjörð og Oræfasveit.
Rás 1:
Gamanleikríl
wm Á Rás 1 í
30 dag verður
““ flutt gam-
anleikritið „Knock eða
sigur læknislistarinn-
ar“ eftir franska rit-
höfundinn Jules
Romains í þýðingu
Amars Ólafssonar.
Leikurinn gerist í
frönsku sveitaþorpi.
Dag nokkum kemur
þangað nýr læknir, dr.
Knock. En þár sem
héraðsbúar em
heilsuhraustari en
góðu hófí gegnir minnka tekjur læknisins til mikilla muna. Hann
ákveður að gera eitthvað í málinu og með læknislistina að vopni
tekst honum að sannfæra héraðsbúa um alla þá sjúkdóma sem þeir
þjást af og þá fyrst fara peningamir að streyma í kassann. Leikarar
em Sigurður Skúlason, Rúrik Haraldsson, Þórhallur Sigurðsson,
Herdís Þorvaldsdóttir, Ámi Tryggvason, Guðrún Þ. Stephensen,
Pálmi Gestsson, Þómnn Magnea Magnúsdóttir, Margrét Guðmunds-
dóttir, Jón Gunnarsson, Aðalsteinn Bergdal, Ása Hlín Svavarsdóttir,
Þórarinn Eyfjörð og Ellert Ingimundarson. Leikstjóri er Benedikt
Ámason.
Benedikt Árnason leikstjóri, Árni
Tryggvason, Aðalsteinn Bergdal, Ása
Hlín Svavarsdóttir, Sigurður Skúlason,
Rúrik Haraldsson og MargTÓt Guð-
mundsdóttir.
KVIKMYNDIR
■■■■ STÖÐ 2 — Algjörir
Ol 00 byrjendur (1986).
"J- Fmmsýning. Aðal-
hlutverk: David Bowie, James
Fox, Patsy Kensit, Eddie
O’Connell, Sade Adu og Steven
Berkoff. Leikstjóri: Julien
Temple. Þetta er söngvamynd
sem gerist í London 1958 og
fjall-
ar á gamansaman hátt um ungl-
inga, ástir þeirra og vináttu.
David Bowie í Algjörir
byijendur.
Bestu spæjurum veraldar er
boðið í morð-veislu.
■■■i SJÓNVARPIÐ -
O Q 05 Morð á miðnætti
(1976). Aðalhlutverk:
Peter Sellers, Peter Falk, Maggie
Smith og David Niven. Leik-
stjóri: Robert Moore. Bandarísk
sakamálamynd í léttum dúr.
Milljónamæringur býður fímm
bestu einkaspæjurum veraldar í
heimsókn til að leysa morðgátu.
Klukkan tólf á miðnætti verður
einhver myrtur og sá sem getur
leyst morðgátuna fær íjárfúlgu
að launum og viðurkenningu sem
besti spæjarinn.
■■H STÖÐ 2 - Brúðurin
OQ30 (1985). Frumsýning.
Áðalhlutverk: Sting,
Jennifer Beals, Geraldine Page
og Anthoni Higgins. Leikstjóri:
France Rodam. Vísindamaðurinn
Baron Carles Frankenstein reyn-
ir í tilraunum sínum að gera hið
ómögulega mögulegt með því að
glæða lífsneista í framliðið fólk.
Fyrsta tilraun hans er ekki eins
og skyldi en hann reynir aftur
og í þetta sinn býr hann til unga
og fagra konu og er ætlun hans
að gera hana fullkomna, en ekki
er allt sem skfldi.
■■§■ STÖÐ 2 — Stáltaugar (1983). Aðalhlutverk: Peter Strauss
Frankenstein leikur Sting úr
hljómsveitinni Police og mót-
leikari hans er Jennifer Beals
sem lék m.a. í Flashdance.
Aj 25 °g Pamela Reed. Leikstjóri: Donald Wrye. Mynd sem seg-
v A ” ir frá atvinnulausum stáliðnaðarmanni og erfíðri baráttu
hans við að fæða og klæða fjölskyldu sína. í baráttu sinni sér hann
hinn „ameríska draum" fjarlægast óðum.
HVAÐ
ER AÐO
GERAST!
Söfn
Árbæjarsafrí
í vetur verður safnið opiö eftir samkomu-
lagi.
Ámagarður
í vetur geta hópar fengið að skoða hand-
ritasýninguna í Árnagarði ef haft er sam-
band við safnið með fyrirvara. Þar má
meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyjar-
bók og eitt af elstu handritum Njálu.
Ásgrímssafn
Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið
þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga kl. 13.30-16.00.
Asmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaö-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. i
Ásmundarsafni erennfremurtil sýnis
myndband sem fjallar um konuna í list
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og
afsteypuraf verkum listamannsins. Safn-
iðeropiðdaglegafrákl. 10 til 16.Skóla-
fólk og aðrir hópar geta fengið að skoða
safniðeftirumtali.
Listasafn Einars
Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opið alla
laugardaga og surmudaga frá kl. 13.30
til 16.00. Höggmyndagaröurinn eropinn
daglega frá kl. 11.00—17.00.
Listasafn íslands
Sýningin Aldarspegill er i Listasafni Is-
lands á Fríkirkjuvegi 7.
Sýningin er kynning á íslenskri myndlist
1900—1987 og eru öll verkin i eigu safns-
ins. Leiösögn um sýninguna ferfram i
fylgd sérfræðings alla sunnudaga kl.
13.30— 14.00 og er þá safnast saman í
anddyri safnsins.
Vikulega er kynnt „Mynd mánaðarins''
og þá fjallað ítarlega um eitt verk í eigu
safnsins, svo og höfund þess. Mynd
apríl-mánaðar er „íslandslag" (1944) eftir
Svavar Guðnason.
Safnið er opið daglega nema mánudaga
frá kl. 11.00 til 17.00. Kaffistofa hússins
er opin á sama tíma. Aðgangur er ókeyp-
is.
Listasafn Háskóla
íslands
í Listasafni Háskóla Islands í Odda eru
til sýnis 90 verk í eigu safnsins. Listasaf-
nið er opið daglega kl. 13.30-17 og er
aögangur ókeypis.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
í Einholti 4. Þarerkynnt saga islenskrar
peningaútgáfu. Vöruseölar og brauð-
peningar frá síöustu öld eru sýndir þar
svo og oröur og heiðurspeningar. Líka
er þarýmis forn mynt, bæði grisk og
rómversk. Safnið eropið á sunnudögum
millikl. 14og 16.
Sjóminjasafnið
I sjóminjasafninu stenduryfir sýning um
árabátaöldina. Hún byggir á bókum
Lúðvíks Kristjánssonar „(slenskum sjáv-
arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr
bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó-
minjasafnið er að Vesturgötu 6 í Hafnar-
firöi. Það er opið í vetur um helgar klukk-
an 14-18 og eftir samkomulagi. Siminn
er 52502.
Þjóðminjasafnið
I Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur sýn-
ing á teikningum skólabarna. Undanfarið
hefur staðið yfir teiknisamkeppni í tilefni
125 ára afmælis safnsins og hafa safninu
borist á annað þúsund mynda. Einungis
er hægt að sýna lítinn hluta þessa fjölda,
en allar verða myndirnar varðveittar i
Þjóðminjasafninu. Sýningin stendurfram
í maí og er opin á venjulegum opnun-
artíma safnsins, þ.e. laugardaga, sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga kl.
13.30- 16.00. Aðgangurerókeypis.
í anddyri Þjóðminjasafnsins er sýning á
fornleifum sem fundust við uppgröft á
Bessastööum sl. sumar. [ safninu eru
meðal annars sýndir munir frá fyrstu
árum (slandsbyggðar og islensk alþýðu-
list frá miööldum. Einnig er sérstök sjó-
minjadeild og landbúnaðardeild.
BJÖRG
Björg Þorsteinsdóttir opnar
sína 12. einkasýningu á laugar-
daginn í Norræna húsinu. Þar
sýnir hún á milli 40 og 50
málverk, pastelmyndir og teikn-
ingar. Björg stundaði myndlist-
arnám í Reykjavík, Stuttgart
og París og hefur unnið jöfnum
höndum við grafík og málverk.
Hún hefur tekið þátt í samsýn-
ingum hérlendis og erlendis.
Verk eftir Björgu eru í eigu
listasafna á íslandi og safna og
stofnana á Norðurlöndum,
Frakklandi, Hollandi, Póllandi,
Spáni og Júgóslavíu. Björg var
forstöðumaður Ásgrímssafns á
árunum 1980-84.
Norræna húsið
Björg Þorsteinsdóttiropnarsýningu á
verkum sínum í Norræna húsinu laugar-
daginn 9. apríl kl. 14.00. Á sýningunni
eru á milli 40 og 50 málverk, pastelmynd-
ir og teikningar. Þetta er 12. einkasýning
Bjargar. Síðustu einkasýningar hennar í
Reykjavík voru í Gallerí Borg og Norræna
húsinú 1985. Sýningin verður opin kl.
14-22 daglega til og með 24. apríl.
Félag bókagerðarmanna gengst fyrir sýn-
ingu í Norræna húsinu nú um helgina.
Þetta er sýning á bókum sem sendar
voru i bókbandskeppni Norðurlanda árið
1987. Sýning þessi hefurfariöum öll
Noröurlöndin og endar hér á landi. Sýn-
ingin er opin kl. 13-19 laugardag og
sunnudag. (anddyrinu er sýning á bókum
frá 12 íslenskum útgefendum og verður
viðurkenning veitt fyrir bestu hönnunina
á bók. Ennfremur er sýnd þróun á bók-
bandi hér á landi síöustu áratugi.
Póst-og
símaminjasafnið
i gömlu símstööinni í Hafnarfirði er núna
póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úr gömlum póst- og
símstöðvum og gömul símtæki úreinka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er
opiö á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða
safniö á öðrum timum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð í síma 54321.
Leiklist
Leikfélag Reykjavíkur
Söngleikurinn „Síldin er komin'' eftir Ið-
unni og Kristínu Steinsdæturverður
sýndurí Leikskemmu L.R. við Meistara-
velli föstudaginn 8. april, laugardaginn
9. april og fimmtudaginn 14. apríl kl.
20.00. „Þar sem Djöflaeyjan rís" i leik-
gerð Kjartans Ragnarssonar verður sýnd
sunnudaginn 10. april og föstudaginn
15. april kl. 20.00 i Leikskemmu LR við
Meistaravelli. Sýningum á því verki fer
fækkandi. Miðasalan í Leikskemmu LR
við Meistaravelli er opin daglega kl.
16-20. Síminn þar er 15610.
Dagur vonar eftir Birgi Sigurösson verður
sýnt i allra siöasta sinn sunnudaginn 10.
april kl. 20.00. Miðasala í Iðnó er opin
daglega kl. 14-19. Síminn er 16620.
Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsiö sýnir verk Sam Shepards,
Hugarburður, sunnudag og fimmtudag
kl. 20.00. Leikarareru Hákon Waage,
Arnór Benónýsson, Lilja Þórisdóttir, Sig-
urðurSkúlason, Þóra Friðriksdóttir, Vil-
borg Halldórsdóttir, Gísli Halldórsson og
Sigríður Þon/aldsdóttir. Leikstjóri er Gísli
Alfreðsson.
Sýningar á Vesalingunum, söngleik
byggðum á samnefndri skáldsögu eftir
Victor Hugo, verða á föstudags- og laug-
ardagskvöldi kl. 20.00. Nú eru í sölu all-
ar sýningar á Vesalingunum fram til 1.
maí, en vegna umfagns verksins verður
ekki hægt að taka þaö upp næsta leikár.
Næsta verkefni Þjóðleikhússins á stóra
sviðinu er Lygarinn eftir Carlo Goldoni
en það verður frumsýnt 21. apríl.
Á Litla sviðinu er sýnt verk Ólafs Hauks
Simonarsonar, Bílaverkstæði Badda.
Sýningar verða sunnudag og fimmtudag
kl. 20.30. Sýningum á Bílaverkstæðinu
lýkur 16. apríl.
Miöasalan í Þjóðleikhúsinu er opin alla
daga nema mánudaga kl. 13.00-20.00.
Sími 11200.
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar sýnir leikritið Horft
af brúnni eftir Arthur Miller föstudags-
kvöldið 8. apríl kl. 20.30. Síöasta sýning
erlaugardagskvöld 9. apríl kl. 20.30.
Næsta verk leikfélagsins er Fiðlarinn á
þakinu sem verðurfrumsýnt 22. april.
Leikstjóri erTheodór Júlíusson. Leikarar
eru Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Erla
Ruth Harðardóttir, Marinó Þorsteinsson,
Jón Benónýsson og Skúli Gautason.
Miðasala í síma 96-24073.
Hugleikur
Áhugaleikfélag Reykjavíkurfrumsýnirnýj-
an íslenskan „spennuleik" sprottinn úr
islensku umhverfi. Leikritiö heitir: Um hið
átakanlega, sorglega og dularfulla hvarf
ungu brúðhjónanna Indriöa og Sigriðar
daginn eftir brúðkaupið og leitina aö
þeim. Leikinn sömdu fjórar Hugleikskon-
ur, þær Ingibjörg Hjartardóttir, Unnur
Guttormsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir og
Hjördís Hjartardóttir. Leikstjóri er Sigrún
Valbergsdóttir, en ieikarar í sýningunni
eru 18, þar af einn hundur — Tína T urn-
er. Frumsýning erá laugardaginn kl.
20.30 á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9.
GULLIN
MÍN
Loddarar, listahópur nemenda
í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, sýna föstudag og
sunnudag kl. 21.00 leiksýning-
una „Gullin mín“. Verkið segir
frá móður sem er að svæfa
bam sitt og þegar bamið er
sofnað lifna leikföng þess við.
í lokin verða leikföngin grimm
og illgjöm. Danshöfundur er
Shirleen Blake kennari í Dans-
stúdíói Sóleyjar og tónlistar-
höfundur Eyþór Amalds í Tón-
listarskólanum. Verkið tekur
um 20 mínútur í flutningi og
er öllum opið.
Loddaramir
Loddaramir er listahópur nemenda í
Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þau
sýna frumsamda leiksýningu sem nefnist
„Gullin mín" föstudag og sunnudag kl.
21.00 í Hátíöarsal MH. Tónlistarhöfundur
er Eyþór Arnalds úrTónlistarskólanum
og danshöfundur Shirleen Blake kennari
í Dansstúdíói Sóleyjar. Á sýningunni
koma fram fimm dansarar, þar af þrír úr
MH, einn úr MS og einn úr MR. Sýning-
in tekur um 20 mínútur í flutningi.