Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 3

Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 B 3 og myndimar sem nú eru sýndar í Nýhöfn urðu til, skrifaði Tómas Guðmundsson skáld í formála:,, Einn af yngstu og athyglisverðustu fulltrúum hinnar framsæknu íslenzku nútímalistar er mynd- höggvarinn ungfrú Gerður Helga- dóttir. Hún hóf nám í myndlista- deild Handíðaskólans í Reykjavík á árunum 1945-47 en fór síðan til Ítalíu og nam í tvö á við Academia di Belle Arti í Flórens, en kennari hennar þar var Romano Romanelli myndhöggvari. Þaðan hvarf hún til Parísar haustið 1949 og naut þar um eins árs skeið kennslu hins kunna myndhöggvara, Ossip Zad- kine, fyrst í Académie de la Grande Chaumiere, og síðan í einkaskóla hans. í París hélt Gerður tvær sér- sýningar á verkum sínum, aðra í Galerie Collette Allendy, vorið 1951 og hina í Galerie Amaud sumarið 1952. í umsögnum franskra blaða er farið mjög lofsamlegum orðum um þessar sýningar og einkum virð- ast þær myndir, sem unnar em í jám hafa vakið mikla eftirtekt." Eftir þetta bjó Gerður ávallt og vann erlendis, lengst af í París, en í tvö ár í Hollandi. Kom aðeins heim með tvær aðrar sýningar, 1956 og 1962, auk þess sem hún vann frá 1959 steinda glugga í kirlqur, svo sem Hallgrímskirkju á Hvalflarðarströnd, Skálholtskirkju, Kópavogskirkju, Ólafsvíkurkirkju o. fl. og mosaikmyndir þar sem hæst ber mosaikmyndina á Toll- stöðinni í Reykjavík, auk þess sem hún gerði stóra veggskúlptúra úr bronsi í Menntaskólann við Hamrahlíð. Erlendis gerði hún steinda kirkjuglugga og kirkjumuni í fjölda af kirkjum, nýjum og göml- um, í Þýskalandi og Frakklandi og skúlptúra víðar. Hún átti verk á yfir 50 sýningum erlendis, þar af vom 15 einkasýningar og hlaut ávallt frábæra dóma. Hún vann þindarlaust að list sinni, svo kom niður á heilsunni. Er með ólíkindum hversu miklu Gerður Helgadóttir kom í verk, því hún hafði ekki til umráða nema 30 ár til listsköpunar frá því hún lagði ung leið sína í Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík og þar til hún lést, langt um aldur fram, vorið 1975. En verk hennar, þau sem rötuðu á æskustöðvamar á Islandi, verða varðveitt og skoðendum tiltæk í Listasafni því sem Kópavogsbær er að reisa á flötinni mflli Hafnar- Qarðarvegar og Kópavogskirkju og mun tengt nafni Gerðar, auk þess sem það mun gegna hefðbundnu hlutverki listasafns. Búið er að slá þar upp fyrir hæðinni í safnhúsinu, sem teiknað er af Benjamín Magn- ússyni, arkitekt, og ætlunin að steypa það upp í sumar. E.Pá. 1953 fékk Gerður merk verðlaun í alþjóðasamkeppni um Pólitíska fangann og voru verðlaunaverk- in sýnd i Tate Gallery i London. Þessi mynd er á sýningunni í til- efni sextugaafmælis Gerðar í Nýhöfn. Morgunbladið/Sverrír Björg Þorsteinsdóttir myndlistarmaður. „Myndlisí er afskaplega órómantískt starf* BJORG ÞORSTEIN SDOTTIR myndlistarmaður opnar sýningu í kjallara norræna hússins Björg Þorsteinsdóttir mynd- listarmaður opnar sýningu á verkum sínum í dag, laugardag- inn 9. aprfl, i kjallara Norræna hússins. Þetta er 12. einkasýning Bjargar en auk þess hefur hún tekið þátt i fjölmörgum samsýn- ingum hér heima og erlendis frá þvi hún hóf myndlistarferil sinn 1969. Yerkin á þessari sýningu eru nær 50 talsins og unnin á tímabilinu 1986-1988. Elstuverk- in eru svarthvítar teikningar og þurrkrítarteikningar í lit. Stóru akrýlmálverkin tengjast síðustu sýningunni minni héma í Norræna húsinu í apríl 1985. Þá era hér olíukrítarmyndir unnar á Suður-Frakklandi á síðastliðnu vori. Verkin á þessari sýningu era unnin ýmist í akrýlliti, þurrkrít eða olíukrít," sagði Björg í upphafi spjalls okkar um sýningu hennar að þessu sinni. „Ég stilli þessari sýningu upp þannig að verkin vinni vel saman. Það er ekki um efnislegt samhengi að ræða, ekkert „þema“, en það er með myndimar eins og fólk, sumar eiga betur saman en aðrar. Ég er óskaplega lítið fyrir að orðlengja um verkin mín, en þó get ég sagt það að olíukrítarmyndimar frá Frakklandi segja frá sjávarstemmn- ingu, veðrabrigðum og litaskiptum sem höfðu áhrif á mig. Ég upp- götvaðj líka olíukrítina þama f Frakklandi, fram að því hafði mér fundist olíukrítin erfitt og leiðinlegt efni. Þegar til kom reyndist hún mjög spennandi. Ég geng sjaldan að verki með fyrirfram mótaða hugmynd í kollin- um. Myndin verður til við hughrifin við vinnuna. Stundum tekst mynd, stundum misheppnast hún. Mér er illa við að gefa fólki tóninn um hvemig eigi að horfa á myndimar mínar, þær á að upplifa, þetta era abstraktmyndir og era myndir af litum og formi, lýsa tilfinningum og hugmyndum. Ég mála ekki myndir af ákveðnum hlutum eða fyrirbæram. Ég nota myndmálið til að tjá mig, ef ég gæti sagt það með orðum sem felst í myndunum mínum hefði ég líklega orðið eitt- hvað annað. Myndlist þarf ekki að vera hermilist frekar en tónlist. Öllum finnst eð'.ilegt að góð tónlist kalli fram hughríf, mismunandi hjá hveijum hlustanda. Þannig finnst mér eðlilegt að myndir séu skynjað- ar. Mikilvægasta myndin mín er allt- af sú sem ég er að mála eða sú sem ég ætla að mála næst. Mynd sem er lokið skiptir mig minna máli. Tengsl mín við myndina era sterk- ust meðan ég er að vinna að henni. Tengsl áhorfandans era annars konar. Áhorfandinn hlýtur alltaf að skoða myndina útfrá eigin reynslu og upplifunum. Mjmd getur kallað fram minningar í mínum huga um skap og aðstæður meðan á vinn- unni stóð. Þetta upplifir áhorfand- inn aldrei. Annars kynnist maður myndunum sínum upp á nýtt þegar þeim er stillt upp á sýningu. Það er viss skóli að sitja og skoða eigin sýningu. Á sýningu gefst manni einstakt tækifæri til að sjá myndim- ar sínar í samhengi og samspili sem ekki gefst annars. Vegna þessa skiptir salurinn geysilega miklu máli. Sýningarsvæðið þarf að vera hlutlaust. Það vill brenna við að sýningarsalir séu svo fallegir einir sér, að þeir geti sem best verið myndalausir. Slíkur salur tekur at- hygli frá myndunum. Ég kann sér- staklega vel við að sýna hér í kjall- ara Norræna hússins. Þetta er líka í 4. skiptið sem ég hef hér einkasýn- ingu. Það þarf reyndar ansi margar myndir í þennan sal, þvi hann er stór og hentar því ekki alltaf jafii- vel% Ég hef unnið að myndlist ein- göngu frá árinu 1984 og getað lifað af nenni. Það tók mig reyndar 15-20 ár að ná því marki. Það seg- ir sig sjálft að því meiri tíma sem maður nefur til umráða þess dýpra getur maður sökkt sér í viðfangs- efnið. Ég vinn gjaman í löngum tömum og hvíli mig svo á milli. Annars þarf ég að vinna lengi til þess að komjast í nána snertingu við það sem ég er að gera. Ég bíð ekki eftir að andinn komi yfir mig heldur vinn jafnt og þétt. I mínum augum er þetta afskaplega óróm- antískt starf - ég geng að því eins og hverri annarri vinnu.“ Sýning Bjargar Þorsteinsdóttur verður opnuð í dag í kjallara Nor- ræna hússins eins og áður sagði. Sýningin verður síðan opin daglega til 24. apríl. H.Sig. Myndir óskast Listmunauppboð nr. 14 á vegum Gallerí Borgar og listmunauppboðs Sig- urðar Benediktssonar verður haldið 24. aprfl. Myndirnar verða sýndar í Gallerí Borg, Pósthús- stræti 9, fimmtudaginn 21. - laugardagsins 23. apríl. Þeir, sem hafa í hyggju að setja verk á uppboðið, hafi samband við okkur sem fyrst. éraé&uf BORG LISTMUNIR-SYNINGAR-UPPBOÐ Pósthússtrætí 9 og Austurstræti 10, sfmi24211.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.