Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 5

Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 5
B 5 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Morgunblaðið/Ami Sæberg tákn fyrir að fara inn í djúpið. Augað gæti verið hellir í náttú- runni - eða brunnur. Þegar komið er inn fyrir þessar dyr í þennan heim hugans getur allt gerst. Það skiptir ekki máli fyrir áhorfendur á sýningunni hvort þeir þekkja þetta tónverk. í þessum helli hug- ans gerist ýmislegt og þannig má skoða sýninguna. Ég velti fyrir mér ýmsum hugmyndum á mynd- rænan hátt og set fram hugleið- ingar um málaralistina sjálfa, hvemig stefnur eins og raunsæi og abstraktlist eru sitt hvor hliðin á sama teningi. Þama er í raun um sama fyrirbærið að ræða. Um leið og komið er nógu nálægt hlutnum verður úrvinnslan ab- strakt. Ég hef reynt að smíða mér svo víða hugmyndafræði að ekki sé hætta á að ég verði kallaður kreddukarl. Hættan er þó sú að allt verði sundurlaust kaos. Ég hef hins vegar svo sterka tilfinningu fyri samhenginu í þessu - fyrir þessari samfellu allra hluta - að þó þetta geti verkað á aðra sem sitt úr hverri áttinni, upplifi ég þetta sem eina heild. Ég vona svo bara að aðrir kveiki og nái tökum á þessari hugmynd minni. Sérfræðidýrkun og tuggu- riddarar Að vissu leyti er ég að vinna gegn því að verða bendlaður við ákveðinn myndstíl. Það stríðir á móti viðteknum venjum, listamenn eiga að koma sér upp persónuleg- um stfl. Myndiistarmenn þora ekki að prófa ýmsa hluti, þeir em hræddir við vingulsstimpilinn. Listfræðingar út í bæ segja mönn- um hvemig þeir eigi að mála. Og síðan segja þeir mönnum hvemig þeir mála og hvað þeir em að mála. Alls kyns fræðingar era famir að hafa miklu meiri áhrif en áður. Þjóðfélagið einkennist af ofurtrú á sérfræðiþekkingu og sérfræðingadýrkun. I myndlistinni veldur þetta því listamennimir láta fræðingana hafa of mótandi áhrif á sig. Þeir þora ekki synda gegn straumnum. Þar með er búið að drepa möguleikana á því að lista- menn fari nýjar leiðir. Það sem ég er að reyna að gera er hafa allt samhengi hlutanna undir. Mín innsta sannfæring er að listaverk sé aldrei veralega sterkt néma það spanni allt frá hinu lægsta til hins háleitasta. Ég reyni að endurspegla þessa skoðun mína í verkum mínum. Það má setja þetta upp í skala milli 0 og 100. Ég er því ekki lokaður inn í mínum afmarkaða hugarheimi. Það sem er fyrir utan mig er ekki siður hluti af mér en það sem er fyrir innan. En ég hef einnig þá sannfæringu að það sem skilji á milli feigs og ófeigs í listum sé oft á tíðum framsetningin. Þó er ég enginn tæknidýrkandi. Fram- setningin er oft' svo nátengd inni- haldinu. Við ritstörf getur eitt lítið orð skilið á milli persónulegrar upplifunar og lágkúralegrar klisju- mennsku. Það er auðvelt að ganga í lið með tugguridduranum. Þeim sem tjá sig um alla skapaða hluti í fjölmiðlum á líðandi stund og nota sífellt sömu frasana og sömu klisjumar. Gagnrýnendur og ósjálf- stæðir lesendur Ég neita því ekki að ég tek neikvæða gagnrýni nærri mér. En það er fyrst og fremst vegna þess að gagnrýni birtist opinberlega. Ég treysti aiveg jafn mikið smekk uppiýsts almennings. Gagnrýn- endur hafa áhrif á þá sem sækja ekki sýningar og lesa ekki bækur og treysta sér ekki til að hafa sjálf- stæða skoðun. Þetta er stór hópur og þess vegna tek ég neikvæða gagnrýni nærri mér. Hún útilokar fyrirfram stóran hóp áhorfenda og lesenda frá beinni upplifun á listinni. Þó er sérstaklega neyðar- legt þegar fólk er svo ásjálfstætt í skoðunum að það dregur úr upp- haflegri hrifningu sinni ef gagn- rýnandinn er þeim ekki sammála. Persónulega reyni ég að halda í þá hugsun að gagnrýnendur skrifi af hlutlægni og heiðarleika, ann- ars væri hætt við að ég yrði ofur- seldur ofsóknarbijálæði. Það er nokkuð algengt að listamenn séu með ofsóknarbijálæði gagnvart gagnrýnendum og saki þá um persónulegar ofsóknir. Ég geri sjálfum mér það ekki að hleypa slíkum hugsunum að. Neikvæð gagnrýni hefur sjaldan áhrif á mig. Það er helst ef ég er í vafa um verkin mín að hún hafi áhrif. Ef ég er viss um að ég sé á réttri leið þá hefur neikvæð gagnrýni engin áhrif. Vinn fyrir upplýstan al- menning Ég lít svo á að ég vinni fyrir upplýstan almenning þessa lands. Þetta er það fjölmennur hópur að hann nægir mér. Ég er svo alveg tilbúinn til að taka því að hluti þessa hóps hafi ekki áhuga á minni list. íslenskir listamenn era samt margir þannig að allir verða að klappa fyrir þeim. Það táknar ósigur ef einn púar. Mér finnst ég fá það jákvæð viðbrögð hjá mörgu fólki sem ég treysti og ber fulla virðingu fyrir að ég geti ótrauður haldið mínu striki. Tilganginum er náð ef mér tekst að skapa ein- hvem samhljóm milli verkanna minna og þessa fólks. Álit þeirra sem hafa ekki áhuga eða era full- ir fordóma skiptir mig ekki máli. Þarfiiast næðis en forðast einangrun Ég vinn alltaf í skorpum en engu að síður dreymir mig um að ná því takmarki að geta unnið jafnt og þétt. Það er samt fjarlæg- ur draumur. Aðstæður bjóða held- ur ekki upp á það. Ég pantaði til dæmis salinn á Kjarvalsstöðum fyrir þessa sýningu núna fyrir ári síðan. Það hefur allt miðast við þessa dagsetningu í heilt ár. Mín skoðun er sú að listamenn eigi að fá næði til að vinna heilir og óskiptir. Ég hef getað lifað af list minni frá árinu 1978 en þá er þess að geta að ég er afskaplega neyslugrannur og þurftalítill. Ég er alla vega ekki dauður enn. Það skiptir þó meira máli fyrir upp- rennandi listamenn að þeir fái stuðning á meðan þeir era að sanna sig frekar en sá stuðningur birtist eftir að listamaðurinn er viðurkenndur og verk hans eftir- sótt. Ég hef einu sinni á þessu tímabili farið að vinna launavinnu og skoðun mín eftir það er sú að það sé ómögulegt að þetta tvennt fari saman. Listneysla er mér líka nauðsynleg. Leikhús, myndlistar- sýningar og tónleikar halda mér á lífí, og gegna allt öðra hlutverki en venjuleg afþreying. Listsköpun er einangrandi. Ég hef reynt að spoma gegn þessu á ýmsan hátt. Sungið í kór og þess háttar. Lista- manni er sama nauðsyn á sam- neyti við annað fólk og hveijum öðram. Það getur ekkert komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Sá maður sem lifír eingöngu í heimi bókmennta og lista endar bara sem einhver furðufugl - verð- ur eins konar Don Kíkóti." Texti: Hávar Sigurjónsson SÍÐUMULA 11.108 REYKJAVÍK. SÍMI91-84866 í texta er 110 tegundum fugla lýst, getið búsvæða, varps, raddar og sérstæðra lífshátta þeirra. Á teikningum eru sýnd einkenni fugla, sem eigi verða nógu áberandi á Ijósmynd, t.d. mynstur á væng og stéli. Nýjung í íslenskri fuglabók, er að litmynd hvers fugls er smækkuð og sú mynd búin örvum, sem vísa á helstu greiningareinkenni fuglsins. Örvarnar merktar tölum, sem vlsa til hnitmiðaðra lýsinga. A 302 litljósmyndum, máluðum og teiknuðugi myndum eru fjaöurhamir 110 fuglategunda sýndir að sumar- og vetrarlagi. Þá eru birtar myndir af allmörgum ungfuglum og báðum kynjum allra anda. Óskabók allra sem hafa áhuga á umhverfl sínu. Fuglahandbókin eftir Þorstein Einarsson fyrrum íþróttafulltrúa er bók mikils náttúrunnanda rituð á svipmiklu og mergjuðu máli. Þorsteinn hefur um áratugaskeið verið einn af okkar ötulustu fugla- skoðurum og hann er löngu víð- kunnur, bæði hér heima og erlendis fyrir þekkingu sína á íslenskum fuglum. Fræðsla hans í ræðu og riti Bók sem færir líf og liti fuglanna heimístofu íslenskri náttúru. Þessi handbók er no. 3 í ritröð- inni íslensk náttúra. Grundvallarrit til gagns og gamans. hefur vakið áhuga margra á íslenskri náttúru. Bók sem opnar lesendum heill- andi heim í ríki náttúrunnar, bók sem færir líf og liti fuglanna heim í stofu, og síðast en ekki síst, bók sem vert er að hafa við höndina til þess að bera kennsl á fugla í ÖRN OG ÖRLYGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.