Morgunblaðið - 28.04.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.04.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, VDDSkU'llAIVINNinÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 B 3 Fj ármagnsmarkaður Unnt að afnema lánskjaravísitölu við stöðugt verðlag Á MIÐSTJÓRNARFUNDI Fram- sóknarflokksins lýsti Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, því yfir að hann teldi að afnema ætti lánskjaraví- sitölu frá og með næstu áramót- um. Þegar þessi ummæli voru borin undir Þorstein Pálsson, for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, í fréttaþætti á Stöð 2 nýlega, kom fram að þeir telja koma til greina að afnema lánskjaravísitölu þegar verðbólga verður komin undir 10%. Bankamenn sem Morgun- blaðið ræddi við töldu yfirleitt að eðlilegt væri að afnema lán- skjaravísitöluna þegar unnt væri að treysta þvi að verðlag héldist stöðugt en þó þyrfti að sýna fyllstu varkárni. í nýjasta fréttabréfí Verðbréfa- deildar Kaupþings hf., Milljón, er bent á að afnám lánskjaravísitölu geti leitt til ójafnvægis á lánamark- aði ef nafnvöxtum yrði jafnframt haldið niðri á kostnað raunvaxta og raunvextir yrðu lægri en nú eða jafn- vel neikvæðir. Ef raunvöxtum yrði hinsvegar haldið óbreyttum við nú- verandi verðbólgustig hefði það í för með sér ójafnari og þar með óhag- stæðari greiðslubyrði fyrir lántak- endur. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði í samtali við Morgxinblaðið að þegar verðbólgan væri komin viðvarandi niður fyrir 10% væri ekki eins mikil þörf á lán- skjaravísitölu. Hins vegar væri ekki hægt að mæla með því að vísitalan yrði afnumin nú, þar sem verðbólgan miðað við þrjá síðustu mánuði væri 13,3%, og 17,7% miðað við tímabilið frá áramótum. Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að vísitölubinding væri neyðarúrræði þegar verðbólga væri mikil. Allir hlytu að vera sam- mála um það að stöðugt verðlag væri æskilegt og við þær aðstæður væri ástæðulaust að hafa notast við vísitölu. Benti hann á að fjármagns- markaðurinn hefði verið að þoma upp á tímabili neikvæðra raunvaxta og þá hafi ekki verið leyfð vísitölu- trygging á markaðnum nema fyrir spariskírteini. „Þegar tekið er þannig á málum að hægt sé að treysta því að stöðug- leiki sé framundan þá er sjálfsagt að endurskoða vísitölubindingu á fjármagnsmarkaði. Á síðustu mán- uðum hefur ríkt nokkur óvissa um verðlagsþróun en vonandi nást betri tök á verðlagsþróuninni innan skamms og getum við þá einnig gert ráð fyrir lægri raunvöxtum." Fleiri bankamenn sem rætt var við tóku í sama streng um að það hlyti að vera markmið að afnema vísitölutengingu fjárskuldbindinga þegar hægt væri að treysta því að stöðugleikinn væri orðinn nægilega mikill. Fjarskipti Fjárfestingm ífarsíma- kerfinu 188miIIjónir FJÁRFESTINGAR Póst- og síma- málastofnunar f sjálfvirka far- simakerfinu nema alls um 188 milljónum frá upphafi og fram til þessa dags. Frá byrjun hefur kostnaðaráætlun verið við það miðuð að kerfið stæði undir sér og yrði þannig ekki byrði fyrir almenna símnotendur, samkvæmt upplýsingum Jóhanns Hjálmars- sonar, blaðafulltrúa stofnunar- innar. Jóhann segir einnig, að þrátt fyr- ir að aukningin hafí orðið meiri í sjálfvirka farsímakerfinu en gert var ráð fyrir í upphafi og þess vegna verið nauðsynlegt að fjárfesta meira í kerfinu en áætlanir gerðu ráð fyr- ir, hafi að sama skapi komið auknar tekjur á móti, svo að útkoman sé góð. Sjálfvirka farsímakerfið var tekið í notkun árið 1986. Nú eru 42 móð- urstöðvar með 243 rásir í notkun í sjálfvirka kerfínu. Skráðir notendur eru 5500 og er aukning þeirra meiri en dæmi er um í nágrannalöndunum. Um 20% notenda hringja frá bátum og skipum og eru þeir með um 60% notkunartíma kerfisins, að því er Jóhann segir. Aðalfundur Góð ávöxtun hjá Hlutabréfasjóðnum hf. Á AÐALFUNDI Hlutabréfasjóðsins hf. sem haldinn var 11. apríl kom fram að ávöxtun hjá sjóðnum var með þvi besta sem gerðist á innlend- um markaði árið 1987 þegar skattfrádráttur vegna kaupa á hlutabréf- um hans er reiknaður með. Hagnaður af rekstri sjóðsins nam 2,2 milljónum króna á síðasta ári og samþykkti aðalfundurinn að greiða hluthöfum 10% arð að þvi er segir í frétt frá sjóðnum. Árið 1987 var fyrsta heila starfs- ár Hlutabréfasjóðsins sem er fyrsta fyrirtæki sinnar tegunar hérlendis. Sjóðurinn hefur það markmið að opna einstaklingum örugga leið til ávöxtunar sparifjár í hlutabréfum og skuldabréfum auk þess að veita þeim tækifæri til að nýta þá leið til skattfrádráttar sem heimiluð var með lögum nr. 9 frá 1984. Hlutafé Hlutabréfasjóðsins hf. var í árslok 14,4 milljónir króna og eig- ið fé 18,2 milljónir. Hluthafar eru um 200 talsins. Á fundinum var samþykkt að hækka hlutafé félags- ins um 20% með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Stjóm Hlutabréfasjóðsins skipa Baldur Guðlaugsson hrl., stjómar- formaður, Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri, varaformaður, Ámi Ámason, framkvæmdastjóri, Ámi Vilhjálmsson, prófessor, Ragn- ar S. Halldórsson, forstjóri, Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmda- stjóri, dr. Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri og dr. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri Hlutabréfasjóðs- ins er Þorsteinn Haraldsson, löggilt- ur endurskoðandi. FYRR EÐA SEINNA VEUIR ÞÚ RMOH TELEFAX Ricoh 1973 Ricoh var fremsti framleiðandinn í heiminum sem markaðssetti hraðvirk telefaxtæki með stafrænni tækni. Ricoh 1973 Ricoh var einnig fyrst til að senda telefaxskeyti um gerfihnött frá Tokyo til New York. Ricoh 1975 Ricoh var fyrsta fyrirtækið í greininni sem hlaut Deming verðlaunin fyrir gæðastjómun. Ricoh 1980 Eitt hundrað og fimmtíu Ricoh telefaxtæki voru notuð á Ólympíuleikunum í Moskvu. Ricoh 1986 Richo var fyrsta japanska fyrirtækið er hóf framleiðslu á telefaxtækjum í Evrópu - íTelford á Englandi. Ricoh 1986 Ricoh varð stærsti framleiðandi telefaxtækja í Japan með framleiðsluhlutdeild upp á 21.5% Ricoh varð einnig í 1. sæti í Bandaríkjunum, þarsem 15.7% allratelefaxtækja eru frá Ricoh. Ricoh í dag Nú birtist stærsti framleiðandi telefaxtækja í heiminum í fyrsta sinni á íslandi. Ricoh Fleira er óþarft að vita um telefax. Fremstirmeð fax SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SÍMI: 91 -2 73 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.